Morgunblaðið - 18.02.1994, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.02.1994, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 5 Nemendur MH sækja um stöðu seðlabanka- sljóra 300 NEMENDUR Menntaskólans í Hamrahlíð, eða um þriðjungur nemenda í skólanum, hafa fyllt út umsókn um stöðu seðlabanka- sljóra og verða þær afhentar bankanum með formlegum hætti síðdegis. Umsóknarfrestur um stöðuna rennur út 4. mars nk. og eru engar sérstakar kröfur gerðar til umsækjenda. Garðar Þ. Guðgeirsson, fram- kvæmdastjóri Nemendafélags Menntaskólans í Hamrahlíð og upp- hafsmaður umsóknanna, segir að sérstökum umsóknareyðublöðum hafi verið dreift seinustu daga í skólanum, og sé hugmyndin að mótmæla pólítískum stöðuveiting- um. „Menntaskólanemendum hér og víða annars staðar finnst það gjörsamlega fáránlegt að ráðið sé í mikilvægar stöður hjá ríkisvaldinu eins og þagr séu pólítískar en krefj- ist ekki sérmenntaðs fólks. í Seðla- bankanum er helsta miðstöð efna- hagsstýringar hérlendis og æðsta embætti í stofnuninni hlýtur að kreflast manns sem uppfyllir skil- yrði um sérþekkingu en ekki aðeins að vera útbrunninn í stjórnmálum," segir Garðar. -----♦ ♦ ♦--- Gjaldskrá Hita- veitu Reykjavíkur Heimild fyrir 25% til 70% afslætti BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu stjórnar veitustofnana um að gjaldskrá Hitaveitu Reykja- vikur verði eins en að heimilt verði að veita afslátt af vatns- verði til nokkurra aðila. Tillagan gerir ráð fyrir heimild til að veita allt að 50% afslátt af heildsölu- og sérsamningum. Jafn- framt allt að 70% afslátt vegna al- menningssundlauga í eigu sveitar- félaga en 50% afslátt af öðrum al- menningssundlaugum. Þá er heimilt að veita 50% af- slátt af vatni til gróðurhúsa, þar sem framleiddar eru garðyrkjuaf- urðir til sölu og 25% afslátt vegna gervigrasvalla til íþróttaiðkana. -----»• ♦ ■♦- Bankamenn samþykkja kjarasamninga FÉLAGSMENN Sainbands ís- lenskra bankamanna, SÍB, sam- þykktu nýjan kjarasamning sem undirritaður var hinn 19. janúar sl. Allsheijaratkvæðagreiðsla um samninginn fór fram dagana 7. og 8. febrúar. Talningu lauk 16. febr- úar. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu sem hér segir: Á kjörskrá voru 3.394 og at- kvæði greiddu 2.843 eða 83,77%. 1.920 samþykktu kjarasamningana eða 67,53% og 725 höfnuðu þeim eða 25,50%. Auðir og ógildir voru 198 eða 6,97%. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! NOATUN Bestu verðin í dag! nú er hver síðastur.... Svínabógar Svínarifjur 428; r.kg. 475,- Svínalæri Svínasíðusteik 399pr- “Fleskesteg” 349;- Svínahnakki 595, Svínakótiiettur Nýreyktur Hamborgar hryggur 849; Bayonne skinka 799, Bananar 79 pr.kg. 1/2 Lambaskrokkar Bestu kaupin! hvítlauksbrauð gróf og fín Hamborgarar m/brauði 199,48,11 Blómvendir á konudegi TILB0Ð 375; BUNTIÐ © Reyktur svínahnakki 799 pr.kg. wmm 9 Beikon niðursneitt 799 pr.kg. Skinka niðursneidd 899 Nautahakk CQQ Pr.kg. Vww J Nautagúllas 899,- Nautasnitzel pr.kg. 1,1/2 Itr. NOATUN Nóatún 17 - S. 617000, Rofabæ 39 - S. 671200, Laugavegi 116 - S. 23456, Hamraborg 14, Kóp. - 43888, Furugrund 3, Kóp. - S.42062, Þverholti 6, Mos. - S 666656, JL-húsinu vestur í bæ - S. 28511, Kleifarseli 18 - S. 670900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.