Morgunblaðið - 18.02.1994, Side 13

Morgunblaðið - 18.02.1994, Side 13
t eei haúhh:« .bi HU0AauT8örí GiGAjanuoHOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 * A ég að gæta Anna Birna Jensdóttir Ennfremur að umgangast viðkom- andi í ljósi þess, sem hann hefur staðið fyrir um ævina og leggja rækt við snyrtilegt útlit. Náin sam- vinna er við aðstandendur varðandi umönnun vistmanna og lögð er áhersla á að þeir geti haldið tengsl- um við sitt fýrra umhverfi eftir at- vikum. Sá grunnur sem hvítabands- konur lögðu með byggingu Hvíta- bandsins hefur reynst ómetanlegur í þágu sjúkrahúsmála í Reykjavík og þjónustu við geðsjúka og aldraða í seinni tíð. Heimildir: — Hvítaband, öldrunardeild. Upplýsingar fyrir aðstandendur. 1991. — Hvítaband 50 ára 1895-1945. Afmælis- blað Hvítabandsins. Höfundur er hjúkrunarframkvæmdastjóri öldrunariækningadeildar Borgarspítalans. eftir Ester Sveinbjarnardóttur í lífí okkar flestra kemur sú stund að við þurfum styrk og stuðning frá náunganum t.d. vegna veikinda, gjaldþrota, fíknar, ástvinamissis eða annarra brostinna vona. Sjálf hef ég upplifað erfiðleika í mínu lífí og skrifa þessa grein til þess að benda fólki á að lifa alltaf í voninni og trúnni á kærleikann. Ég varð fyrir þeirri lífsreynslu 26 ára gömul að missa þann mann sem ég hafði tengst dýpstu ástar- og vináttuböndum á minni ævi. Hann lést af slysförum þann 19. febrúar 1990 og fæddi ég okkar annan son á Fæðingarheimilinu í Reykjavík aðeins þremur dögum seinna. Ég bar þá gæfu að hafa í kringum mig yndislegt fólk sem af kærleika sínum gerði allt sem það gat, mér og sonum mínum til hjálp- ar. A þessum tíma upplifði ég tóm, líf án tilfinninga, einsemd og sorg, jafnframt smæð sjálfrar mín. Haft var samband við mig frá samtökum um sorg og sorgarviðbrögð. Reynd- ist það mikill stuðningur fyrir mig að hitta fólk með svipaða lífs- reynslu og sjá hvernig það hafði unnið sig til lífsins aftur. Presturinn minn, séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, var minn sálnahirðir og var hún mér mikill styrkur í trú minni á Jesúm Krist svo ég gleymdi ekki því að eins og Guð tekur til sín er hann örlátur að sama skapi. Hún gaf sér góðan tíma og er ég henni ævinlega þakk- „Sem þjóðfélag skiptir það okkur máli hvað hver einstaklingur ger- ir, því spyr ég: Hvers vegna er fólki ekki boð- in ódýr og í sumum til- fellum ókeypis sál- fræðiþjónusta á heilsu- gæslustöðvum?“ lát fyrir. Ég get ekki talið þau skipti sem bankað var uppá hjá mér af fólki frá hinum ýmsu sértrúarflokk- um, sem vissu að ég var hjálpar þurfí. Við sem missum vitum að það er áhætta að lifa, elska og vera elskuð, en trúið því, áhættan er alltaf þess virði (að lifa lífínu lif- andi). Ég hef áhyggjur, ekki af mér og mínum, heldur því fólki sem af ýmsum orsökum þarf á sálgæslu að halda og fær hana ekki. Þjóðfé- lagskröfurnar gera ráð fyrir að við séum öll hörkutól og eigum því að ráða við allt ein og sjálf. Eitt er víst að enginn getur staðið einn, hversu sterkur sem hann er. Því miður leitar fólk oft ekki eftir hjálp- inni og verður þá til þess að taka það sem býðst, hvað svo sem það kann að vera. Þegar fólki líður mjög illa andlega á það erfitt með að skynja það fyrr en batinn kemur eða þegar ástandið er orðið afar slæmt. Hagkaup, Bón- us og lífsbjörgin eftir Ragnar Tómasson í ár fögnum við 50 ára sjálf- stæði lýðveldisins. Því sjálfstæði er nú ógnað. Til varnar vantar ekki vopn heldur vinnu. Hár launakostnaður á íslandi tak- markar þau atvinnutækifæri sem bjóðast í útflutningsgreinum og ferðaiðnaði. Lækkun vöruverðs er eina leiðin til að lækka launa- kostnað án þess að skerða lífs- kjör. Hagkaup og Bónus hafa með lækkun vöruverðs aukið kaupmátt launatekna. Innflutningur á kalk- únalærum og skinku er hvorki sölubrella né tilræði við okkar ágæta landbúnað heldur táknræn viðleitni til lækkunar vöruverðs. Öll hagræðing skerðir um stund kjör hinna fáu en bætir afkomu hinna mörgu. Þegar Edison fann upp ljósaperuna fækkaði störfum við kertagerð en heimurinn naut góðs af. Við viljum blómlegt mannlíf til sjávar og sveita en án vinnu verður slíkt draumsýn ein. Höfundur er lögmaður. Ragnar Tómasson bróður míns? Ester Sveinbjarnardóttir Það er mjög dýrt að leita sér sálfræðiaðstoðar í heilbrigðiskerf- inu. Sumir veigra sér við því eða hafa jafnvel ekki efni á að leita þangað. Þá er annar möguleiki sem fólk hefur og leitar í auknum mæli til, að ég tel í stað sálfræðinga. Þetta eru miðlar, spákonur og aðrir dulspekingar. Sumt af þessu fólki starfar af köllun, aðrir m.a. til að afla sér lífsviðurværis. Sumir eru heppnir en aðrir ekki! Þarf þetta að vera svona? Höfum við val? Sem þjóðfélag skiptir það okkur máli hvað hver einstaklingur gerir, því spyr ég: Hvers vegna er fólki ekki boðin ódýr og í sumum tilfellum ókeypis sálfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum? Er óþarfi fýrir íslensku Þjóðkirkjuna að stunda trúboð í sínu eigin landi. Myndi virk samvinna Þjóðkirkjunnar og heilsu- gæslunnar leiða til markvissra end- urbóta og hjálpa til að meta þörfina hverju sinni? Mín reynsla er bitur en hún hef- ur þroskað mig, aukið skilning á lífinu og hjálpað mér til að njóta þess að lifa í nútíðinni. Ef grannt er skoðað og með opnum huga eru kostir og gallar á öllu sem hendir okkur. Höfum það hugfast að heilbrigt fólk lifír í heilbrigðu þjóðfélagi sjálfu sér og öðrum til heilla. Fólk í neyð þarf oft ekki langvinna hjálp til að geta fótað sig á ný. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur. FOLLIGEN > KREiyilÐ EYKUR HARVÖXT! > ✓ ✓ FOLLIGEN er örvandi hárkrem samsett úr 100% náttúrulegum ^ vítamíngjöfum og jurtum. FOLLIGEN er nuddað í hársvörðinn eftir þvott OG EKKI SKOLAÐ ÚR HÁRINU. Efnin í FOLLIGEN örva hársvörðinn, losa stíflur úr hársekkjunum, koma í veg fyrir hárlos og örva hárvöxt. FOLLIGEN hefur reynst sérstaklega vel og jafnvel menn, sem komnir voru með „gljáskalla", hafa fengið hárvöxt á ný. FOLLIGEN er framleitt af EARTH SCIENCE í Bandaríkjunum. ^ Frá þeim kemur einnig snyrtivörulína fyrir herra, m.a.: Azulene rakkrem. Almond „skrúbb" krem fyrir þá, sem eru með djúpa skeggrótJ Andlitskrem fyrir þurra húð Andlitst- og líkamskrem eftir bað og sturtu. Andlitsvatn eftir rakstur, án alkóhóls Fæst aðelns hjá: Póst kröf u þjón usta Greiðslukortaþjónusta án alkóhóls. ^ beuR^ic i Borgarkringlunni, sími 811380 EFTIR ÖLAF HAUÍC SÍM0NARSON TÓMLIST ÚR SÝNINQU' þJÓÐLEKHÚSSINS Hljómsveitin NYDONSK semur og flytur ásamt þriðja tug leikara tónlistina úr þessu frábæra leikriti sem fjallar á gamansaman hátt um reykvísk ungmenni og veruleika þeirra í nútímanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.