Morgunblaðið - 18.02.1994, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1994
VIÐSKIFTIAIVINNULÍF
Byggðamál
Byggðastofnun geti átt
hlutafé ífyrirtækjum
Atvinnutryggingasjóður gjaldþrota, sagði Matthías Bjarnason á Alþingi
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að endurskoðað verði ákvæði
í reglugerð um Byggðastofnun, sem kveður á um að stofnunin megi
ekki eiga hlutabréf í fyrirtækjum. Matthías Bjarnason sljórnarfor-
maður Byggðastofnunar gagnrýndi þetta reglugerðarákvæði í um-
ræðum um ársskýrslur Byggðastofnunar á Alþingi í gær.
Matthías Bjarnason sagði að
bankar og sparisjóðir hefðu eignast
miklar eignir frá fyrirtækjum sem
hefðu farið í gjaldþrot, Hann vitnaði
í upplýsingar sem komu fram á Al-
þingi í vetur um að 5 milljarða króna
og auk þess ættu dótturfyrirtæki
bankanna þijá milljarða. Þetta skipt-
ist misjafnlega á milli atvinnugreina
en af 5 milljörðunum væru aðeins
542 milljónir í sjávarútvegi en af-
gangurinn væri íbúðarhúsnæði,
verslunar- og skrifstofuhúsnæði og
Heimsmynd
seld
HERDÍS Þorgeirsdóttir seldi í
gær Friðriki Friðrikssyni tímarit-
ið Heimsmynd sem hún stofnaði
í ársbyrjun 1986 og hefur lengst
af ritstýrt. Það var útgáfufélagið
Ofeigur hf. sem gefið hefur
Heimsmynd út og var Herdís þar
stærsti hluthafinn.
Heimsmynd er að hefja sitt 9. út-
gáfuár en 1. tölublaði sem er í
vinnslu núna mun koma út undir
ritstjórn Herdísar í mars að því er
kemur fram í frétt frá Heimsmynd.
Friðrik Friðriksson gefur út auk
Heimsmyndar vikublaðið Pressuna
iðnaðarhúsnæði. Á sama tíma og
bankar væru orðnir stórir hluthafar
í fyrirtækjum sem hefðu farið á
hausinn og verið rétt við aftur, þá
væri hart að stofnun 'eins og
Byggðastofnun mætti ekki gerast
hluthafi neins staðar og hefði þó
stjórn stofnunarinnar alltaf verið
mjög íhaldssöm í að kaupa hlut í
fyrirtækjum.
Davíð Oddsson svaraði Matthíasi
og sagði að rök þau sem hann hefði
fært fram um viðskiptabankana
gæfu tilefni til þess að þetta ákvæði
reglugerðarinnar um Byggðastofn-
un yrði tekið til endurskoðunar
þannig að samræmi yrði þar á milli.
Umrædd reglugerð um Byggða-
stofnun var sett í febrúar 1992. Þar
er ákvæði um að stofnunin geti
stuðlað að stofnun nýrra fyrirtækja
samkvæmt ákvörðun stjórnar stofn-
unarinnar og það geti hún gert með
ráðgjöf, lánum, ábyrgðum og óaft-
urkræfum framlögum en aðeins lagt
fram hlutafé ef um er að ræða fjár-
festingar- eða þróunarfélög. Sam-
kvæmt þessu getur Byggðastofnun
ekki breytt lánum illa stæðra fyrir-
tækja í hlutabréf á sama hátt og
bankar gera, og sagði Ólafur Þ.
Þórðarson þingmaður Framsóknar-
flokks á Alþingi í gær, að reglugerð-
in, eins og hún væri nú, kæmi í veg
fyrir að Byggðastofnun geti varið
Atvinnutryggingardeild
gjaldþrota
Matthías sagði einnig á þingi í
gær, að Atvinnutryggingarsjóður
væri gjaldþrota, en atvinnutrygging-
ardeild Byggðastofnunar tók við
umsjón sjóðsins eftir að hætt var að
veita lán úr honum. Sagði Matthías
að skuldir deildarinnar umfram eign-
ir væru nú á þriðja milljarð og sagð-
ist hann vera sannfærður um að sú
upphæð verði ekki undir fimm millj-
örðum króna þegar upp yrði staðið.
VIÐSKIPTAÐEILA BANDARIKJANNA OG JAPANS
Bandaríkjamenn hóta því aö beita viðskiptaþvingunum gagnvart
Japan sem á miðvikudag tilkynnti um aö umdeildur viðskiptajöfnuöur
rfkjanna hefði enn oröið Japönum verulega í hag - hækkaö í 3,13
milljarða dollara í janúar 1994 úr 2,93 milljöröum í janúar 1993.
100 milljaröar.
BANDA-
RÍKIN
Utflutningur frá Japan
til Bandarfkjanna
Útflutningur frá Banda-
rlkjunum til Japajjs
JAPAN
1974 76 78 80 82 84 86 88 90 92
1 11 1 BANDARÍKIN JAPAN (
Fólksfjðldi 1122 milljónir
Flatarmál i 9.373.000 ferkm. 1372.000 ferkm.
Útflutn. (jan.-nóv. 1993) |43'799mili| íj'tllJapan) 187.403 m l|. $ H' Bandar.i
Landsframleiðsla (1992) P 5.920 milljarðar dollara 13,671 milljaröar dollara
Landsframl. á ibúa (1992) i 24.065 dollarar 1 30.090 dollarar
Atvlnnuleysi (des. 1993) Im% 1 2,9%
Veröb. (des. 93 - des. 92) wmmMmmmm m~ 1 0.9%
<
REUTER
Japanar reyna að
draga úr illdeilum
Tókýó (Reuter).
Forsætisráðherra Japans, Morihiro Hosokawa, fól helztu ráðuneytum
á fimmtudag að undirbúa skyndiráðstafanir til þess að opna japansk-
an markað fyrir innflutningi, ef til vill fyrir lok næstu viku, til þess
að halda harðnandi viðskiptadeilu við Bandaríkin í skefjum.
Hosokawa mun einnig halda sér-
stakan stjórnarfund á föstudag til
þess að flýta fyrir „ráðstöfunum
af fúsum vilja,“ sem hann hét þeg-
ar fundur hans og Bills Clintons
Bandaríkjaforseta fór út um þúfur
fyrir viku vegna kröfu Bandaríkja-
manna um að sett verði mörg mark-
og tímaritið Efst á baugi. sína fjármuni. mið, sem verði að ná til þess aó
Rekstnarkostnaðun lífeyrissjóða 1992 Sjóðir með ábyrgð launa- greiðanda SAL- sjóðir ALLIR SJÓÐIR Allir sjóðir nema sjóðir m. áb. launagr. Sjóðirm. áb. launagr. r.áv.=7,6% SAL-sjóðir r.áv.=7,6%
F (fjármunatekjur) 2.295.663 5.058.730 14.708.945 12.413.282 2.616.045 5.020.000
A (hrein eign í ársbyrjun) 27.978.001 52.407.792 157.593.520 129.615.519 27.978.001 52.407.792
B (hrein eign í árslok) 31.027.083 60.875.214 181.268.999 150.241.916 31.027.083 60.875.214
j=hækkun LV 0,0156 0,0156 0,0156 0,0156 0,0156 0,0156
i=ávöxtun eigna 0,0810 0,0935 0,0908 0,0928 0,0928 0,0927
r=raunávöxtun 0,0644 0,0767 0,0740 0,0760 0,0760 0,0760
Útreikningar: Samband alm. Itfeyrissjóða. Heimild: Skýrsla Bankaettirlits Seðlabanka Islands um irfeyrlssjóði.
Lífeyrissjóðir
Mikill fórnarkostnaður hjá
opinberum lífeyrissjóðum
REKSTRARKOSTNAÐUR lífeyrissjóða með ábyrgð launagreiðenda
þar sem vægi opinberra sjóða vegur langþyngst, var 14,43% af iðgjöld-
um árið 1992. Þetta kemur fram í samantekt Sambands almennra lífeyr-
issjóða (SAL) þar sem tekinn er með í reikninginn fórnarkostnaður
opinberu sjóðanna af lágri raunávöxtun, þ.e. ávöxtun hreinnar eignar
sjóðanna á árinu miðað við iánskjaravísitölu. Samsvarandi útreikningar
fyrir árið 1991 gefa til kynna 17,25% rekstrarkostnað opinberu sjóð-
Kostnaður af iðgjöldum lífeyris-
sjóða með ábyrgð launagreiðenda var
2,74% árið 1992 samkvæmt upplýs-
ingum í skýrslu Bankaeftirlits Seðla-
banka íslands um lífeyrissjóðina.
Kostnaður SAL-sjóðanna var 5,70%
af iðgjöldum. Raunávöxtun þeirra
var hins vegar 7,67% á árinu 1992
samanborið við 6,44% raunávöxtun
sjóða með ábyrgð launagreiðenda.
Meðalraunávöxtun allra lífeyrissjóða
var 7,40%.
I útreikningum SAL kemur fram
að meðalraunávöxtun allra lífeyris-
sjóða nema sjóða með ábyrgð launa-
greiðenda var 7,60 árið 1992. Ef
sjóðir með ábyrgð launagreiðenda
hefðu haft þá raunávöxtun hefðu
íjármagnstekjur þeirra verið 2.616
milljónir króna í stað 2,296 milljóna.
„Munurinn er 320 milljónir sem þess-
ir sjóðir sjá á eftir vegna þess að
ávöxtun eigna þeirra er ekki eins góð
og hinna. Líta má á þessar 320 mi-
ljónir sem fómarkostnað og sé hon-
um bætt við rekstarkostnað sjóðanna
með ábyrgð launagreiðenda verður
kostnaðarhlutfaliið 14,43%,“ segir í
samantektinni.
Miðað við sömu útreikninga var
kostnaðarhlutfall lífeyrissjóða með
ábyrgð launagreiðenda 17,25% árið
1991 ef fórnarkostnaði vegna lágrar
raunávöxtunar er bætt við. Hjá þeim
sjóðum var kostnaður 2,65% af ið-
gjöldum en 5,19% hjá SAL-sjóðum.
Raunávöxtun hreinnar eignar síðar-
nefndu sjóðanna miðað við lánskjara-
vísitölu var hins vegar 6,85% en
5,14% hjá sjóðum með ábyrgð launa-
greiðenda. Meðalraunávöxtun allra
lífeyrissjóða var 6,46%. í útreikning-
um SAL kemur fram að séu lífeyris-
sjóðir með ábyrgð launagreiðenda
teknir út úr meðaltalinu verði raun-
ávöxtunin 6,77%. Fjármagnstekjur
sjóða með ábyrgð launagreiðenda
hefðu orðið 3.595 milijónir miðað við
þá ávöxtun í stað 3.199 milljóna.
Munurinn er 396 milljónir og við
þann fórnarkostnað verður kostnað-
arhlutfall þeirra 17,25%.
auðvelda aðgang að markaðnum í
Japan.
„Við verðum að ákveða fleiri
áþreifanlegar ráðstafanir eins fljótt
og auðið er,“ sagði talsmaður jap-
önsku stjórnarinnar þegar Ho-
sokawa hafði hvatt helztu samn-
ingamenn sína á sinn fund. „Þeir
eru sammála um að Japanar eigi
næsta leik.“
Talsmaðurinn taldi líklegt að
nýju ráðstafanirnar yrðu tiibúnar
fyrir næsta fund sjö helztu iðnríkja
(G7) í Frankfurt 26. febrúar. Til
þess að opna markað sinn íhuga
Japanar meðal annars hugmyndir
um að afnema höft, stuðla að ijár-
festingu til þess að auka innflutning
og að stjórnvöld auki kaup á erlend-
um varningi að sögn stjórnartals-
mannsins. Talsmaðurinn endurtók
fyrri áskoranir um að deiluaðilar
sýndu rósemi og hættu orðaskaki.
Viðurkenning
Olís hrepptímark-
aðsverðlaun ÍMARKS
OLÍUVERSLUN íslands - Olís hlýtur markaðsverðlaun íslenska
markaðsklúbbsins - IMARK í ár fyrir framúrskarandi árangur í
markaðsstarfi sínu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega afhöfn
á Þingholti í gær af Sighvati Björvinssyni, viðskiptaráðherra.
Þetta er í þriðja sinn sem þessi verðlaun eru veitt en í fyrra
varð-Miðlun fyrir valinu og árið 1992 Toyota-umboðið P. Samúels-
son hf.
Það er stjórn ÍMARKS sem veit-
ir viðurkenninguna og eru ákveðn-
ar reglur hafðar að leiðarljósi við
val á fyrirtæki. Lögð er mikil
áhersla á sterka viðskiptalega
stöðu viðkomandi fyrirtækis jafn-
framt því að fyrirtækið hafi náð
að skapa sér ákveðna ímynd. Olís
hefur á undanförnum árum lagt
landgræðslu lið og varið til þess
ákveðnum hluta af söluverði bens-
íns og þannig tengt umhverfismál
ímynd sinni.
VERÐLAUN — Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra
afhendir Einari Benediktssyni, forstjóra Olís, markaðsverðlaunin.