Morgunblaðið - 18.02.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994
17
Bandaríkin
Viðskiptahalli
eykst um 37%
Aldrei meiri halli á viðskiptum við Japan
Washington (Reuter)
VIÐSKIPTAHALLI Bandaríkjanna við útlönd jókst um 37% 1993 í
alls 115,8 milljarða dollara og hallinn á viðskiptunum við Japana
hefur aldrei verið meiri samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytis-
ins í Washington á fimmtudag.
Hallinn gagnvart Japan nam 51
af hundraði hins óhagstæða við-
skiptajöfnuðar Bandaríkjanna við
útlönd og halli Bandaríkjanna í
tvíhliða viðskiptum jókst í 59,3
milljarða dollara þannig að slegið
var fyrra met frá 1987 þegar hann
nam 56,3 milljörðum.
í desembermánuði einum
minnkaði raunar alþjóðlegur við-
skiptahalli Bandaríkjanna í 7,4
milljarða dollara úr 9,68 milljörð-
um í nóvember. Hagfræðingar í
Wal! Street voru því ekki sannspá-
ir, þar sem þeir höfðu spáð 10,1
milljarða dollara halla í desember.
Heildarhallinn 1993 var sá mesti
síðan 1988 þegar hann nam 118,5
milljörðum. Hallinn 1992 var 84,5
milljarðar dollara og hallinn 1991
66,7 milljarðar.
Álagið á tilraunir Bandaríkjanna
til þess að auka útflutning hefur
aukizt. Stjórn Clintons forseta hót-
ar refsiaðgerðum gegn Japönum
og kann að <grípa til hefndarað-
gerða gegn tilteknum ríkjum, sem
kunna að verða sökuð um ósann-
gjarna viðskiptahætti.
Saudi-Arabar kaupa
50 bandarískar
farþegaþotur
Dubai. Reuter.
VIÐRÆÐUR Saudi-Araba og bandarískra flugvélaverksmiðja um
öflun fjár til kaupa á 50 farþegaflugvélum að andvirði sex milljarða
dollara geta tekið margar vikur og munu ráða úrslitum um pöntun
Saudi-Araba í einstökum atriðum að sögn stjórnarerindreka á
fimmtudag.
Viðræður Boeing, McDonnell
Douglas og saudi-arabískra emb-
ættismanna hefjast 20. marz og
ákvarðanir um pantanirnar og
hvernig þær munu skiptast milli
Boeing og McDonnell Douglas fara
eftir því hvernig staðið verður að
fjármögnuninni. Fjármögnunin
mun ráða því hve margar flugvélar
verða keyptar frá hvorri verk-
smiðju að sögn heimildarmannsins.
Blöð í Saudi-Arabíu hafa birt
fréttastofufregnir um tilkynningu
Bills Clintons forseta þess efnis
að samkomulagið um flugvéla-
kaupin muni tryggja atvinnuöryggi
þúsunda Bandaríkjamanna. Kaup-
in jafngilda 15% útflutnings
Bandaríkjanna á farþegaflugvélum
á ári.
Fjár verður aflað til kaupanna
með lánum í bandaríska Export-
Import-bankanum og bandarískir
embættismenn segjast treysta því
að Saudi-Arabar geti borgað, þótt
þeir eigi í greiðsluerfiðleikum
vegna lækkunar á olíuverði. Að
sögn Hvíta hússins náðist sam-
komulagið „eftir harða samkeppni
bandarískra og evrópskra fyrir-
tækja.“
Athugasemd vegna
fréttar um Silfurtún hf.
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sigurði
Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Félags íslenskra hugvitsmanna,
vegna fréttar blaðsins um fyrirtækið Silfurtún hf. sl. þriðjudag:
„Samkvæmt beiðni Gests Gunn-
arssonar, tæknifræðings og fyrr-
verandi starfsmanns Silfurtúns hf.
í Garðabæ, skal eftirfarandi upp-
lýst:
Gestur starfaði hjá Silfurtúni
hf. tímabilið frá ágúst 1991 til
september 1993. A því tímabili
hannaði hann og þróaði vél til end-
urvinnslu á pappír og framleiðslu
á eggjabökkum. Þá var fyrir í verk-
smiðju Silfurtúns hluti vélasám-
stæðu, sem keypt hafði verið frá
enska firmanu Tomlionson á önd-
verðum níunda áratugnum til
framleiðslu á eggjabökkum úr
pappír. Það hafði verið „prjónað"
við þessa samstæðu þannig að
hægt var að framleiða um eitt
þúsund eggjabakka á dag með
þremur starfsmönnum. Gestur
byijaði að endurbæta vélina þegar
hann kom til starfa hjá Silfurtúni
hf., en síðan hóf hann hönnun
nýrrar vélar, sem forstjórinn
nefndi eftir sjálfum sér og kallaði
FJ-4. Frumeintak þeirrar vélar var
selt til Jemen, án þess að hafa
verið reynslukeyrð nægilega. Þar
á eftir hannaði Gestur vélina Trai-
matic-360, sem var eins konar
„mini“ útgáfa af eggjabakkavél. í
ársbyijun 1993 byijaði Gestur að
hanna nýja tegund, FJ-4 AUTO
og vann að því starfí hörðum hönd-
um fram eftir árinu eða þar til
Silfurtún hf. sleit öllu samstarfi
við hann 17. september 1993, en
nákvæmlega þann dag var hún til-
búin til útflutnings. Frumeintak
vinnuteikninga af þessari vél voru
lögð inn til skráningar 24. septem-
ber 1993, kl. 11 f.h. Deila er um
framleiðslurétt á vél milli Gests
Gunnarssonar sem höfundar og
Silfurtúns hf. sem framleiðanda.
Gagnvart framleiðanda hefur
Gestur áskilið sér allan rétt í þessu
sambandi.
Á bls. 20 í Morgunblaðinu 20.
þ.m. er grein um útflutning á vél-
um til eggjabakkaframleiðslu með
tilheyrandi upplýsingum frá for-
stjóra Silfurtúns hf. Þar er hvergi
getið um höfund nefndra véla og
er því ofangreindum upplýsingum
hér með komið á framfæri með
leiðréttingu og nauðsynlegum við-
auka við frétt Morgunblaðsins.
Hafa skal það sem sannara reyn-
ist.“
BjOrK
GuÐmUndsDóTTir
á íónleikum \ Royalty fheatre
í West Eud
fimmtudagskvöldiö 24, !© h i'Úðr
Sérstök tónleikaferð með Flugleiðuni.
Flogið út á miðvikudagsmorgni og komið lieim á föstudegi.
Flug, gisting, Vm-ð á m.mn i tvíbýli fr.i
morgunverður ^
og miði á ' [ ] I 7^ 1
tónleikana / /
með Björku. \y ) \ ^ > \ I
AOEINS ÖRFA SÆTI
k Farpantanir og miðar í ferðina
Jtr^ seldir á söluskrifstofu Flugleiða i Kringlunni.
Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 10.00 - 19.00 \
og á laugardögum frá kl. 10.00 - 14.00.
Nánari upplýsingar og farpantanir einnig i sima (91) 690 300.
FLUGLEIDIR
I rtmstur /slenskur uðtlátimii ,
Metsölublaó á hverjum degi!
Dagana 18. til 26. febrúar
er útsala á öllum vörum
í verslun Seglagerðarinnar.
Seglagerðin Ægir er í
fremstu röð verslana,
sem býður úrvals ferðaútbúnað
fyrir alla fjölskylduna.
/SgS.
w©oa®@
Fatnaður, svefnpokar, tjöld,
skór, sólhúsgögn, o.fl.
Aíií
er tækifærið!
..þar sem ferðalagið byrjar!
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
EYJASL0Ð 7 101 REYKJAVIK S. 91-621780