Morgunblaðið - 18.02.1994, Page 22

Morgunblaðið - 18.02.1994, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 I fllrogpiisttttofrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Kalkúnalæraskjálftí Morgunblaðið/Árni Sæberg Rætt um breytingar á búvörufrumvarpi INDRIÐI Þorláksson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, sat fund landbúnaðarnefndar Alþingis í hádeg- inu í gær þar sem farið var yfir sjónarmið fjármálaráðuneytisins vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á búvörufrumvarpinu í nefndinni. Stefnt að afgreiðslu úr land- búnaðarnefnd á þriðjudag STEFNT er að því að afgreiða frumvarp um breytingar á búvöru- lögunum úr landbúnaðarnefnd Alþingis á þriðjudag. Egill Jóns- son, formaður nefndarinnar, staðfesti þetta í samtali við Morgun- blaðið. Engin breyting hefur orðið á ágreiningi stjórnarflokkanna eftir fund landbúnaðarnefndar í gær en alþýðuflokksmenn standa fast á því, að með breytingunum sem fyrirliggjandi drög gera ráð fyrir sé brotið samkomulag sljórnarflokkanna frá í desember. Landbúnaðarmálin ætla að verða ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks erfíð. Engum kemur á óvart, þótt skoðanamunur sé á milli flokkanna um þau málefni. Sjálfstæðisflokkurinn á drjúg- an þátt í þeirri landbúnaðar- stefnu, sem hér hefur verið rekin undanfama áratugi. Innan flokksins er að fínna sterka stuðningsmenn land- búnaðarins og þeirrar vernd- arstefnu, sem rekin hefur ver- ið gagnvart honum. Innan Sjálfstæðisflokksins er líka að finna áhrifamikla talsmenn þeirra skoðana, að um of hafi verið gengið á hagsmuni neyt- enda til þess að veija hags- muni bænda. Alþýðuflokkur- inn hefur hins vegar í áratugi haldið uppi harðri gagnrýni á landbúnaðarstefnuna og af- staða flokksins nú er í fullu samræmi við sögu hans og hefðir. Þótt skoðanamunur á milli flokkanna komi ekki á óvart, kemur það stuðningsmönnum ríkisstjómarinnar áreiðanlega í opna skjöldu að fylgjast með vinnubrögðunum á vettvangi stjómarflokkanna í landbún- aðarmálunum. Eitt er að flokkamir séu ósammála um veigamikla þætti í landbúnað- arpólitíkinni, annað að ábyrgir stjórnmálamenn geti ekki tamið sér eðlileg vinnubrögð til þess að fínna málamiðlun á milli mismunandi sjónar- miða. Þegar landbúnaðarfrum- varp ríkisstjórnarinnar var lagt fyrir Alþingi eftir tölu- verð átök á milli stjórnar- flokkanna um efni þess og i kjölfarið á langri sögu, sem endaði með dómi Hæstaréttar, var talið víst að þar með hefðu flokkarnir loks náð samkomu- lagi og málamiðlun, sem mundi a.m.k. halda einhvern tíma. Nú blossa átökin upp á ný í kjölfar breytinga, sem gerðar hafa verið á frumvarp- inu í landbúnaðarnefnd Al- þingis. Talsmenn Sjálfstæðis- flokksins lýsa því yfír, að breytingamar feli einungis í sér lagatæknileg atriði. Tals- menn Alþýðuflokksins segja, að um sé að ræða býsna víð- tækar efnisbreytingar á frum- varpinu og að með því hafi samkomulag stjórnarflokk- anna, sem gert var fyrir nokkrum vikum, verið brotið. Hér er um svo flókin atriði að ræða, að það er afar erfítt fyrir almenning að átta sig á því, hvað deilt er um. Það er hins vegar ekkert erfitt fyrir fólk að gera sér grein fyrir því, að samstarf stjómar- flokkanna er ekki sem skyldi um þessar mundir, a.m.k. ekki þegar landbúnaðarmálin eru annars vegar. Deilumar um landbúnaðar- málin höfðu skaðað núverandi ríkisstjóm verulega áður en síðustu deilur blossuðu upp. Ný átök eru að mörgu leyti kornið, sem fyllir mælinn. Svona vinnubrögð ganga ekki lengur. Ef ágreiningsefni koma upp enn einu sinni á milli stjórnarflokkanna um landbúnaðarmálin hlýtur að vera hægt að fjalla um þau og leysa þau án þess að það sé nánast gert í beinni útsend- ingu. Þetta skaðar stjómar- flokkanna, þetta skaðar þá forystumenn þeirra sem koma við sögu og það sem mestu máli skiptir, það er ekkert vit í svona stjórnarháttum. Við lifum á erfíðum tímum. Það vom miklar vonir bundn- ar við núverandi ríkisstjórn og samstarf þessara tveggja flokka. Þeir hafa náð miklum árangri á sumum sviðum. Án núverandi ríkisstjómar hefði ekki verið unnt að leiða sum þau stórmál til lykta, sem nú eru farsællega komin í höfn, eins og samninginn um EES, GATT og varnarsamninginn við Bandaríkin en um þessi mál hefur verið traust sam- staða milli beggja flokkanna og forystumanna þeirra. Aðrir flokkar hefðu ekki leyst þau. En haldi stjórnarflokkamir áfram að skemmta skrattan- um á þann hátt, sem þeir virð- ast gera nánast í hvert sinn, sem landbúnaðarmál ber á góma er það vísasti vegurinn til þess að auðvelda öðrum stjómmálaöflum að ná lands- stjórninni í sínar hendur. Samstarf flokka sem ein- staklinga getur aldrei blessast nema gagnkvæm virðing og traust ríki á milli manna. Því miður sýnist núverandi stjórn- arsamstarf vera að falla í annan farveg. Hvaða tilgangi þjónar það? Hveijir hafa hag af því? Trúnaðarmenn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks á Alþingi og í ríkisstjórn ættu að hugleiða það áður en lengra er haldið á þessari braut. Þjóðin ætlast til þess að Alþingi sé ekki kolsvart hrafnaþing í holti heldur haukþing á bergi. En það er kannski til of mikils mælzt, eins og tímarnir eru. Gísli S. Einarsson, fulltrúi Al- þýðuflokks í landbúnaðarnefnd, sagði við Morgunblaðið í gær að hann væri vongóður um að lausn fengist á ágreiningi flokkanna. Hann vildi ekki upplýsa í hverju sú lausn gæti falist að öðru leyti en að væntanlega yrði komið til móts við þau atriði sem hann hefði gagn- rýnt þannig að báðir aðilar gætu sætt sig við það. Reynt að ná samkomulagi um helgina Reynt verður að ná samkomulagi í búvörudeilunni yfír helgina og í umræðum um síðustu árs- skýrslur Byggðastofnunar bar landbúnaðarmál á góma og gagn- rýndi Davíð Oddsson þá hvemig umræða um íslenskan Iandbúnað hefði þróast. „Hér á landi eru uppi raddir um að hollast sé að leggja íslenskan landbúnað niður og búa algerlega „Stúdentar eru í kosningabaráttu og vilja hafa hag sinn sem mestan og bestan,“ sagði Gunnar. „Það er skv. upplýsingum Morgunblaðsins mun Davíð Oddsson forsætisráð- herra ætla að eiga fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkis- ráðherra og Sighvati Björgvinssyni viðskipta- og iðnaðarráðherra um deiluna á morgun, laugardag. Rík- isstjómarfundi sem halda átti í dag hefur verið frestað. Skýr útfærsla Egill Jónsson hefur lýst því yfir að hann muni leggja fram tillögurn- ar um breytingar á frumvarpinu, eins og þær liggja nú fyrir í meg- inatriðum, enda séu þær aðeins að afurðum erlendis frá. Ég hygg að það sé ekki svona umræða í nokkru öðru landi. Að þjóð eigi ekki að vera sjálfri sér næg í frum- þörfum af þessu tagi. Ég vek at- hygli á því, að til að mynda í viðræð- um við Evrópubandalagið, þar sem vinir okkar Finnar hafa sótt fast um inngöngu, sjá þeir á því ýmsan ekki búið að skipa þessa nefnd en ég veti að ráðherra gaf þeim ádrátt um að það verði gert. En það hefur skýr útfærsla á þeim ákvörðunum sem teknar vom af Alþingi i desem- ber síðastliðnum, Hann sagði við Morgunblaðið í gær, að lögð væru til grundvallar búvörulögin eins og þeim var breytt í desember og eng- inn maður geti ætlast til þess að gengið yrði skemur en þar væri gert. Indriði Þorláksson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, kom á fund landbúnaðarnefndar í gær þar sem farið var yfir sjónarmið fjár- málaráðuneytisins gagnvart þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins gagnrýnir fjár- málaráðuneytið mjög harðlega þá tillögu, að landbúnaðarráðherra verði heimilt að leggja allt að 50% verðjöfnunarálag umfram verðjöfn- unargjöld á innfluttar landbúnaðar- vörur og unnar vörur, sem innihalda landbúnaðarhráefni. ávinning í efnahagslegu og öryggis- legu tilliti, en þeir eru fastir í því að láta ekki ganga yfir hagsmuni byggðanna og landbúnaðarins. Þeir hika ekki við það í öllum flokkum að setja þar mjög ströng skilyrði. Það þætti býst ég við skrítin um- ræða hér á landi. Það segir þá sögu, að umræðan hér um landbúnað hefur iðulega verið á villigötum og með mjög sérkennilegum formerkj- um af hálfu ýmissa í þessu ágæta landi okkar,“ sagði Davíð Oddsson. enn ekki verið gert og ekki vitað hveijir verði í henni. Skilningur minn er sá að hlutverk nefndarinn- ar verði ef hún verður skipuð að gera úttekt á þessum nýju reglum sjóðsins. Hvort að námsmönnum hafí fækkað og hvort það eigi við um einstaka hópa svo dæmi sé tek- ið auk annarra áhrifa sem reglurn- ar kunna að hafa haft.“ Gunnar sagði að rétt væri að hafa Davíð Oddsson forsætisráðherra í umræðum á Alþingi Landbúnaðarumræða hér á landi er oft á villigötum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær, að umræð- ur um landbúnað hér á landi væru nokkuð á annan veg en í öðrum löndum og iðulega á villigötum. Útlhlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna Uttekt ekki endurskoðun - segir Gunnar Birgisson formaður sjóðsins GUNNAR Birgisson formaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna, segir það ekki rétt sem komið hefur fram í kosningabaráttu stúd- enta við Háskóla íslands, að skipuð verði nefnd til að endurskoða reglur lánasjóðsins. Ráðherra hafi gefið stúdentum ádrátt um að úttekt yrði gerð og kannað hvaða áhrif reglurnar hafa haft á nám stúdenta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.