Morgunblaðið - 18.02.1994, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994
AF VIÐSKIPTASIÐFRÆÐI
eftir Braga Skúlason
ogHrein Sigmarsson
Undanfama mánuði höfum við
komið saman til að ræða m.a. um
þá siðfræði sem gildir í viðskiptum
hér á landi sem erlendis. Á fjörur
okkar hafa rekið upplýsingar um
félagsskap í Bandaríkjunum, sem
kallar sig „The Minnesota Center for
Corporate Responsibility“. Þessi fé-
lagsskapur var stofnaður árið 1978
og hefur starfað með yfir 200 fyrir-
tækjum og yfir 3.000 starfsmönnum.
Þeir sem stofnuðu þennan félagsskap
hafa haldið á lofti því sjónarmiði að
náin tengsl séu á milli fyrirtækja og
samfélags og þar eigi að gilda sú
meginregla að fyrirtækin eigi að
þjóna samfélaginu. En því miður
blasir við í raunveruleikanum að önn-
ur atriði ráði þar ferðinni allt of oft,
svo sem samkeppni, yfírtökur fyrir-
tækja o.fl.
Með fræðslu og rannsóknum leit-
ast félagsskapurinn við að efla fyr-
irtæki í því að láta gott af sér leiða
fyrir samfélagið. Bent er á að fyrir-
tæki lúti sífellt fleiri alþjóðlegum
viðmiðunum. Því sé nauðsynlegt,
þegar ákvarðanir eru teknar, að höfð
séu í huga þau gildi sem undirstrika
réttlát samskipti á milli þjóða. Fé-
lagsskapurinn setur fram siðfræðileg
markmið fyrir fyrirtæki að keppa að.
Von þeirra er sú að önnur viðskipta-
svæði í heiminum geri slíkt hið sama
og þannig megi vinna að alþjóðlegum
siðareglum í viðskiptum sem allar
þjóðir geti fellt sig við og unnið út
frá. Hér á eftir fylgja atriði úr siða-
reglum þessa félagsskapar (lauslega
þýdd).
Almennar meginreglur
1) Sanngimi skal vera einkenni
viðskipta. Sanngirni felur í sér sann-
gjama meðhöndlun og jöfn tækifæri
fyrir alla þá, sem eru þátttakendur
í viðskiptum.
2) Heiðarleiki skal vera einkenni
viðskipta. Þetta felur í sér hrein-
skilni, að segja satt og halda loforð
sín.
3) Virðing fyrir manneskjunni
skal vera einkenni viðskipta. Þetta
merkir að í viðskiptalífinu sé tekið
tillit til þeirra sem minna mega sín
eða standa höllum fæti.
4) Virðing fyrir umhverfinu skal
vera einkenni viðskipta. Fyrirtæki
eiga að stuðlað að framþróun og
koma í veg fyrir umhverfisslys og
sóun á verðmætum.
Megínreglur hagsmunaaðila
1. Viðskiptavinir.
Þeir, sem kaupa vöra í búð era
ekki einu viðskiptavinimir, heldur
líka heildsalar sem afla vörannar
eftir viðurkenndum viðskiptaleiðum.
Ef vörar era ekki keyptar beint frá
fyrirtæki okkar, þá tryggjum við að
söluleiðir/aðilar fylgi okkar siðaregl-
um.
Á okkar hvílir sú skylda;
Að viðskiptavinir okkar fái bestu
mögulega vöra og þjónustu eftir því
sem þarfir þeirra gefa til kynna.
Að viðskiptavinir okkar njóti sann-
girni í öllum viðskiptum og þar með
talið er að þeir fái þjónustu og njóti
bóta ef þeir era ekki ánægðir.
Að allt sé reynt til að tryggja og
bæta heilsu og öryggi viðskiptavina
okkar með vöra okkar og þjónustu.
Að virða menningu viðskiptavina
okkar.
2. Starfsménn.
Við beram virðingu fyrir starfs-
mönnum okkar og þess vegna hvílir
á okkur sú skylda:
Að greiða sanngjöm laun og skapa
viðunandi vinnuumhverfi.
Að vera heiðarleg í samskiptum
við starfsmenn og viljug að deila
með þeim upplýsingum, fyrir utan
þær sem lög og samkeppni hamla
okkur að opinbera.
Að vera til taks þegar starfsmaður
kemur með ábendingar, hugmyndir,
kvartanir eða óskir.
Að taka þátt í tilraunum til lausn-
ar deilumála.
Að forðast allt það, sem mismunar
starfsmönnum, m.t.t. kyns, aldurs,
litarháttar, eða trúar.
Að fyrirbyggja sjúkdóma og slys
á vinnustað.
3. Eigendur/fjárfestar.
Við virðum það traust sem ijár-
festar bera til okkar. Því hvílir á
okkur sú skylda:
Að beita faglegri og nákvæmri
stjómun til að tryggja hagstæðan
og sanngjaman arð af fjárfestingu
þeirra.
Að opinbera mikilvægar upplýs-
ingar fyrir utan þær, sem lög og
samkeppni hamla okkur að opinbera.
Að varðveita og vemda eigur eig-
enda/fjárfesta.
eftir Njörð Tómasson
Oft er talað um að menntun sé
fjárfesting til framtíðar. Það gleym-
ist í umræðunni hvort sjálfsagt sé
að allir fái starf við hæfi sinnar
menntunar á meðan og eftir að þeir
hafa lokið námi. Efnahagsástand
Evrópu er nú í mikilli lægð eftir
mikla þenslu undanfarinna ára. Sam-
keppni á vinnumarkaðnum er orðin
mun meiri en kynslóð okkar hefur
vanist til þessa. Vopn ungu kynslóð-
arinnar á Islandi í baráttunni við
atvinnuleysið tel ég fyrst og fremst
vera nýsköpun atvinnuvega. Á þessu
hafa Röskvumenn áttað sig og
bragðist við með stofnun nýsköpun-
Hreinn Sigmarsson
„Von okkar er sú að
meiri umræða fari fram
um viðskiptasiðfræði
heldur en verið hefur
hér á landi.“
Að virða óskir, tillögur, kvartanir
og opinberar samþykktir eig-
enda/fjárfesta.
4. Heildsalar.
Samskipti okkar við heildsala
byggja á gagnkvæmum hagsmunum.
Því hvílir á okkur sú skylda:
Að vera sanngjörn í öllu sem við
geram, í verðlagningu og veitingu
söluumboða.
Að tryggja að viðskipti okkar séu
laus við þvingun og svik og þannig
arsjóðs náms-
manna 1992. Ný-
sköpunarsjóður
námsmanna er
hugmynd sprottin
upp meðal stúd-
enta, framkvæmd
af stúdentum með
fjármagni frá ríki
og borg. Hér hafa
stúdentar sjálfir
haft framkvæði
að því að hrekja
draug atvinnuleysis yfir sumartím-
ann á brott. Jafnframt hafa nemend-
ur nýtt sér þekkingu sína á sínu
fræðasviði til þróunar og vísinda-
starfa. Þessi reynsla nýtist þegar
aftur er komið í skólann, til þess að
Bragi Skúlason
tryggjum við sanngjarna samkeppni.
Að tryggja stöðugleika til langs
tíma í samskiptum við heildsala, með
því að tryggja verð, gæði og áreiðan-
leika.
Að deila upplýsingum og leyfa
heildsölum að taka þátt í áætlana-
gerð okkar til að tryggja stöðugleika.
Að leita uppi og taka fram fyrir
þá heildsala sem virða manneskjuna.
5. Samfélög.
Við eram þátttakendur í alþjóðleg-
um viðskiptum og höfum skyldum
að gegna í þeim samfélögum, sem
við eigum viðskipti við. Því verðum
við;
Að virða mannréttindi og lýðræð-
islegar stofnanir.
Að vinna með þróunarlöndum í
þá átt að bæta heilsu, menntun og
öryggi á vinnustöðum.
Að örva atvinnuuppbyggingu.
tengja raunveraleikann við bækurn-
ar.
Hér er eitt besta dæmið í dag um
gagnkvæman ávinning og samstarf
milli einstaklinga og atvinnulífs þar
sem þjóðin öll nýtur góðs af.
Markaðssetning hugvits
Á síðasta sumri unnu 120 nemend-
ur fræði- og þróunarstörf tengd námi
á vegum sjóðsins. Starfsemi nýsköp-
unarsjóðs veitir nemendum starfs-
þekkingu sem oft er talin besta
menntunin. Mikilvægt er að fólk fái
starf innan sinnar fræðigreinar og
hljóti reynslu á meðan á námi stend-
ur og sé þannig vel undirbúið þegar
atvinnulífið tekur á móti þeim. Nauð-
synlegt er að ýta undir nýsköpun í
Að koma í veg fyrir umhverfísslys
og sóun á verðmætum.
Að vinria að friði, öryggi og fjöl-
breytni innan samfélaganna.
Áð virða menningu samfélaganna.
6. Keppinautar.
Sanngjama efnahagslega sam-
keppni teljum við áhrifaríkustu leið-
ina til að byggja upp auðlegð á með-
al þjóða og að gera sanngjarna dreif-
ingu á vöra og þjónustu mögulega.
Því hvílir á okkur sú skylda:
Að stuðla að opnum markaði fyrir
fjárfestingar og viðskipti.
Að stuðla að samkeppni, sem kem-
ur samfélagi og umhverfi til góða.
Að forðast þátttöku í vafasömum
greiðslum í þeim tilgangi að bæta
samkeppniaðstöðu.
Að virða efnalegan og vitsmuna-
legan eignarrétt.
Að taka ekki þátt í hugmynda-
stuldi.
Þátttakendur í þessum félagsskap
eru m.a. frá eftirtöldum fyrirtækjum
og stofnunum: Ecolab Inc., Minne-
sota Trade Office, ADC Telecom-
munications Inc., Honeywell Inc.,
Norwest Bank Minnesota, MCCR,
University of Minnesota, University
of St. Thomas, Lutheran Brotherho-
od, Merrill Corporation, US West
Communications-Minnesota, General
Mills Foundation. Það skal tekið fram
að einstök fyrirtæki geta verið á
móti einstökum atriðum í reglum
þessum. Einungis „The Minnesota
Center for Corporate Responsibility"
tekur ábyrgð á reglunum í heild.
Von okkar er sú að meiri umræða
fari fram um viðskiptasiðfræði held-
ur en verið hefur hér á landi. Evr-
ópska efnahagssvæðið kemur til með
að gera kröfur til viðskiptahátta sem
byggja á öðram forsendurri en gilt
hafa fram að þessu. Brýnt er að við
geram okkur grein fyrir því, á hvaða
grunni við stöndum. Erum við sam-
keppnisfær á siðrænum granni?
Bragi er sjúkrahúsprestur, Hreinn
Sigmarsson er
viðskiptafræðinemi.
núverandi atvinnugreinum landsins.
Sjóðurinn ætti að stuðla að uppbygg-
ingu nýrra atvinnugreina, stuðla að
markaðssetningu hugvits og þjón-
ustugreina bæði innan lands og utan.
Sterk tilvera sjóðsins er fyrir mörg
fyrirtæki forsenda þess að þau hafí
bolmagn til að vinna að þróunarstörf-
um. Stór áfangi náðist í ár þegar
nýssköpunarsjóðurinn komst í fyrsta
sinn inn á fjárlög ríkisins.
Virðist starfsgrandvöllur hans því
tryggður næsta árið. Einnig tel ég
nauðsynlegt að efla kynningu sjóðs-
ins og fá þannig fyrirtæki og ein-
staklinga í landinu í lið með okkur
með því að taka þátt í fjármögnun
sjóðsins.
Nýsköpunarsjóðinn tel ég vera
árangursríkustu leiðina í baráttunni
við atvinnuleysið í landinu. Forsenda
aukins þjóðarhags er nýsköpun á
öllum sviðum atvinnulífsins.
Höfundur er sálarfræðinemi og
skipar 5. sæti & lista Röskvu til
Stúdentaráðs.
Nýsköpun atvinnuveganna
forsenda aukins þjóðarhags
Njörður Tómasson
Skipulags- og menn-
ingarslys við Arnarhól?
eftir Gunnlaug
Björn Jónsson
Fyrirhugað hús Hæstaréttar hefur
verið ofarlega á baugi í fjölmiðlum
undanfarið. Hefur sú umræða verið
mjög á einn veg þar sem mest hefur
borið á andstæðingum byggingarinn-
ar.
Vissulega má fagna því að meðvit-
und fólks fyrir þeim menningarverð-
mætum sem fólgin geta verið í eldri
húsum hefur aukist. En að tala um
menningar- og skipulagsslys í þessu
tilviku er nokkuð djúpt í árinni tekið.
Andstæðingum hússins ætti að
vera ljóst að við búum í borg og
eðli flestra borga er að byggð þéttist
og nær dregur kjama þeirra, þar sem
byggingar verða rýmismyndandi,
„Fjarlægð Hæstarétt-
arhúss frá Safnahúsi er
nánast sú sama og fjar-
lægð Safnahúss frá
húsum sunnan megin
Hverfisgötu.“
mynda götu-, torg- og garðrými.
Um þetta voru menn meðvitaðir
fyrr á þessari öld og má þar benda
á skipulagstillögu Guðjóns Samúels-
sonar, höfundar Þjóðleikhússins og
Amarhváls, frá árinu 1927. í þeirri
tillögu er meðal annars gert ráð fyr-
ir byggingu á umræddum grunni.
Safnahúsið, teiknað af J. Magdahl-
Nielsen, sem er og verður einstök
bygging hér á landi, var byggt eftir
skipulagi frá árinu 1906 sem einnig
gerði ráð fyrir byggingu á bak við
húsið. Höfundur þess skipulags hafði
síðan yfíramsjón með smíði Safna-
hússins. Erfítt er því að sjá hvað átt
er við með orðinu „skipulagsslys" í
þessu samhengi.
Fyrirhuguð bygging myndi skapa
mun áhugaverðari og heilsteyptari
rými en nú era. Göturými mun mynd-
ast við Lindargötu og í stað stórs
vindblásins svæðis yrði til skjólgott
garðrými milli Hæstaréttarhúss og
Safnahúss. Þar gæti fólk notið sólar
í skjóli fyrir norðanátt og umferð,
og virt fyrir sér fagra norðurhlið
Safnahússins.
í þessu samhengi er rétt að gera
sér grein fyrir, að fjarlægð Hæsta-
réttarhúss frá Safnahúsi er nánast
sú sama og fjarlægð Safnahúss frá
Gunnlaugur Björn Jónsson
húsum sunnan megin Hverfísgötu.
Ennfremur er rétt að gera sér grein
fyrir því að fyrirhugað hús „víkur"
fyrir Þjóðleikhúsinu, og því mun
Þjóðleikhúsið áfram verða „ríkjandi“
í krafti stærðar sinnar og hæðar.
Rýmismynd Amarhóls mun einnig
styrkjast austan Ingólfsstrætis.
Tillaga að Hæstaréttarhúsi sem
nú liggur fyrir var valin í samkeppni
þar sem 40 tillögur bárast og hafa
höfundar hennar vakið athygli um
allan heim með fyrri verkum sínum.
Rök má færa að því, að það yrði
skipulagsslys að byggja ekki á þess-
um stað og að það gæti í framtíð-
inni verið talið „menningarslys" að
hafa hafnað þeirri tillögu sem nú
liggur fyrir.
Einn af framsæknari núlifandi
arkitektum, Peter Eisenman, hefur
sagt að hann telji ávallt ástæðu til
að kanna sérstaklega það sem honum
líkar ekki. í mörgum tilfellum yrði
niðurstaðan af þeirri könnun sú að
hann skipti um skoðun. Vil ég hvetja
andstæðinga fyrirhugaðs Hæstarétt-
arhúss til að fara að fordæmi hans
og kanna af eigin raun um hvað
málið snýst.
Tími er kominn til að byggja upp
kjama Reykjavíkur, með fullri virð-
ingu fyrir því sem fyrir er. Borgin
er full af tómum grunnum sem nýtt-
ir era sem bílastæði. Skiljanlegur er
misskilningur erlends ferðamanns
sem taldi að Reykjavík hefði orðið
fyrir miklum loftárásum í síðasta
stríði.
Höfundur er arkitckt.