Morgunblaðið - 18.02.1994, Side 27

Morgunblaðið - 18.02.1994, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 Sameinumst, Mýramenn eftir Svein G. Hálfdánarson Laugardaginn 19. febrúar nk. verður kosið um sameiningu Staf- holtstungnahrepps, Norðurárdals- hrepps, Borgarhrepps, Borgarness, Álftaneshrepps og Hraunhrepps. Það er í annað skiptið á þessum vetri sem gengið er til kosninga um sameiningarmál í þessum sveit- arfélögum. í kosningunum um sameiningu allra sveitarfélaga í Mýrasýslu í eitt sveitarfélag, sem fram fóru 20. nóvember sl., urðu úrslit sem hér segir: Já Nei Hvítársíða 8 41 Þverárhlíð 13 32 Norðurárdalshr. 36 20 Stafholtstungur 55 39 Borgarhreppur 35 38 Borgarnes 550 119 Álftaneshr. 27 20 Hraunhreppur 32 13 Samtals 756 322 í þeim sex sveitarfélögum, þar sem kosið verður um tillögu um- dæmanefndar Vesturlands nk. laugardag voru því 735 kjósendur samþykkir sameiningu en 249 á móti og tillagan samþykkt í 5 sveit- arfélögum en felld í einu með 3ja atkvæða mun. Það hlýtur því að hafa verið rökrétt ályktun hjá nefndinni að leggja fram nýja til- lögu um sameiningu þessara sveit- arfélaga. En hver er ávinningurinn með stækkun og fækkun sveitarfélaga? Hvað liggur á, má ekki fresta þess- ari ákvarðanatöku? Hefur núver- andi sveitarfélagaskipan ekki dug- að okkur vel öldum saman? — Þess- ar spurningar heyrast enn þrátt fyrir mikla umfjöllun um sveitar- stjórnamál undanfarin misseri, sem sennilega hefur aldrei verið meiri. Mig langar í örstuttu máli að reyna að svara þeim helstu: Ávinningurinn Með stækkun sveitarfélaganna einfaldast stjórnkerfi svæðisins verulega. Það verður skilvirkara og langtum fleiri íbúar koma til með að vinna að sveitarstjórnamál- um í virkum nefndum sameinaðs sveitarfélags heldur en nemur fækkun sveitarstjórnamanna í þessum sex sveitarfélögum. Sameinað sveitarfélag getur beitt langtum meiri þunga í ýmsum málaflokkum, svo sem samgöngu- málum innan svæðisins, skólamál- um, íþrótta- og æskulýðsmálum, málefnum aldraðra, málefnum fatlaðra, umhverfísmálum o.fl., o.fl. Síðast en ekki síst er samein- aðra krafta þörf í atvinnumálum. Við horfum enn um sinn á vaxandi samdrátt í landbúnaði, sem er höf- uðatvinnuvegur okkar svæðis, bæði beint og óbeint. Erfiðleikar og varnarbarátta varðandi afurða- stöðvar landbúnáðarins kalla á samstöðu okkar. Þannig má áfram telja, stórt og öflugt sveitarfélag getur veitt atvinnulífinu margfalt meiri og betri þjónustu og stuðning en mörg smá og veikburða. Þróun sveitarstjórnamála Allt frá því um árið 1960 hafa samtök sveitarfélaga talið að stækkun og fækkun sveitarfélaga myndi bæta og efla stjórnsýsluna í landinu. Þrátt fyrir það hefur þeim lítið fækkað og er sveitar- stjórnastigið því víða veikt, einkum á landsbyggðinni. Þau hafa því ekki verið í stakk búin að taka yfir ýmsa þá starfsemi hins opin- bera, sem langtum betur er komin Sveinn G. Háifdánarson. „Með stækkun sveitar- félaganna einfaldast stjórnkerfi svæðisins verulega.“ í höndum öflugra sveitarfélaga, í höndum kjörinna fulltrúa okkar, úr höndum miðstýrða embættis- mannakerfisins í Reykjavík. 8. janúar 1991 skipaði félags- málaráðherra 11 manna nefnd til að gera samræmdar tillögur um æskilegar breytingar á skiptingu landsins í sveitarfélög. Síðan þá hefur verið unnið markvisst starf að sameiningarmálum með þát- töku Samtaka sveitarfélaga allra stjórnmálaflokka á Alþingi og í samráði við sveitarstjórnafólk vítt og breitt um landið. Öll sú vinna er góður grunnur til ákvarðana- töku. Lokaorð Alþingi hefur samþykkt þings- ályktun um reynslusveitarfélög. Væntanlegt nýtt sveitarfélag okk- ar Mýramanna mun eiga góða möguleika á því að verða í þeim hópi. Þau sveitarfélög, sem taka þátt í því verkefni, fá ákveðinn forgang, sem án nokkurs vafa mun styrkja mjög stöðu þeirra og íbú- anna á ýmsan hátt. Ég hvet ykkur, Mýramenn góð- ir, kjósendur í þessum sex sveit- arfélögum, til að fjölmenna á kjör- stað laugardaginn 19. febrúar nk. og samþykkja að gera þessi sveit- arfélög að einu öflugu og sam- stæðu sveitarfélagi, okkur öllum til hagsbóta. — Vel má hugsa sér að sú sameining verði grunnurinn að enn stærri sameiningu innan fárra ára, ef vel tekst til. Höfundur er innheimtustjóri í Borg&rnesi. Rétturinn til að ganga úr félög- um á við um stúdenta sem aðra eftir Mjöll Jónsdóttur Umræða um félagafrelsi hefur verið áberandi í þjóðfélaginu undan- farið. Sú umræða hefur ekki síst verið ríkjandi í Háskóla Islands. Margir stúdentar hafa lýst yfir óánægju sinni með þá skilyrðingu á inngöngu í skólann, að greitt sé gjald sem rennur til hagsmunasam- taka stúdenta við_ skólann, Stúd- entaráðs Háskóla íslands (SHÍ). Deilt um skylduaðild í kosningum Fyrir síðustu kosningar til SHÍ var réttur stúdenta til að ganga úr þessum samtökum ofarlega á baugi. Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, vildi veita stúdentum þennan rétt og greiða þeim stúdent- um sem þess óskuðu til baka gjald- ið sem runnið hafði til SHÍ. Röskva, samtök félagshyggjufólks við skól- ann, lýsti hins vegar yfir andstöðu við slík áform. Reyndar þvældist málið síðan og umræðan snerist aðallega um ýmis tækniatriði í framkvæmd afnáms skylduaðildar. Enginn ágreiningur um meginatriði Enn er þetta mál óútkljáð. Ágreiningurinn milli þessara fylk- inga snýst þó ekki um það grunn- atriði, að almennt megi fólk haga félagaaðild eftir eigin höfði. Mis- munurinn hefur eingöngu legið í Mjöll Jónsdóttir þvi að Röskva tel- ur Stúdentaráð ekki þess eðlis, að hægt sé að gefa stúdentum tækifæri til að ganga út. Vaka heldur því hins vegar fram að slíkt megi fram- kvæma mjög auðveldlega. Þar Úrslit í frjálsum döns- um unglinga í Tónabæ ÚRSLIT íslandsmeistarakeppni unglinga í fijálsum dönsum (Freestyle) verður í kvöld, fÖstu- daginn 18. febrúar, kl. 20 í Tónabæ. Keppendur á aldrinum 13-16 ára allsstaðar að af landinu munu keppa um íslandsmeistaratitilinn. Mikill áhugi er fyrir keppnina eins og undanfarin ár og eru 76 kepp- endur í hóp- og einstaklingsdansi. Kynnir og skemmtikraftur er Páll Óskar Hjálmtýsson. íslandsmeist- arinn í þolfimi, Unnur Pálmadóttir, sýnir nýtt atriði, einnig munu ís- landsmeistarar í þolfimi para verða með atriði og dansflokkurinn Spi- rit frá Jassballetskóla Báru sýnir dansinn Dínamít efitr Yrmu Gunn- arsdóttur. stendur hnífurinn í kúnni. Við stúdentar eigum okkar félag Það er skoðun mín að Stúdenta- ráð sé félag okkar stúdenta. Jafn- framt tel ég að allar fullyrðingar um að svo sé ekki, heldur að það sé hluti af stjórnsýslu skólans, séu afar varasamar. Stúdentar þurfa að eiga sér málsvara sem ekki er seldur undir vald Háskólans. Það hafa margoft komið upp mál þar sem hagsmunir skólans og stúdenta rekast á. í slíkum málum verða stúdentar að geta treyst því að SHÍ beijist fyrir sjónarmiðum stúdenta og engra annarra. Þróunin er augljós - stúdentar hafi frumkvæði Nú er svo komið að forsvarsmenn stúdenta verða að setjast niður og komast í sameiningu að niðurstöðu um það hvers eðlis Stúdentaráð er. Ekki einungis vegna nauðsynjar á því að tryggja að það sé sjálfstætt hagsmunafélag okkar stúdenta. Það liggur einfaldlega ljóst fyrir að fyrr en síðar verður stúdentum gef- inn kostur á að standa utan þess. Þróunin hérlendis sem og í ná- grannalöndunum er augljós og það á sérstaklega við um stúdentafélög. Það er mín skoðun og annarra sem störfum í Vöku að við stúdentar eigum að hafa frumkvæði í þessu máli. Með því má tryggja að breyt- ingin verði sem best fyrir samtökin. Auk þess ættu stúdentar á hveijum tíma að vera frumkvöðlar á sviði réttindamála en ekki ríghalda í gömul gildi sem hvarvetna njóta minnkandi fylgis. Höfundur skipar 2. sæti ú a-listn Vöku til Stúdentaráðs. HUGBUNAÐUR FYRIR WINDOWS KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFENI 11 - SÍMI 688055 Dtíiianon Reykjavíkurvegi 64 - Hafnarfirði - Sími 651147 Vorum að taka upp ullardragtir frá Libra Design, stærðir 38-52. Blússur frá Libra, Feminella og Barry Sherrard, stærðir 38-52. Prjónafatnaður frá L’ULTIMA. Opið á laugardögum frá kl. 10-14 /% § DESIGN barry Shenrard fsmineiia L’ U L T I M A DESIGNER COLLECTION VORIÐ 1994 f'LV.av " .V'v, ■ - C.M., Laugavegi 97, sími 17015. Ath.: Þýskar kvenbuxur, str. 44-46. ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stærðlr og gerðir fáanlegar > OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík Simar 624631 / 624699

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.