Morgunblaðið - 18.02.1994, Síða 29

Morgunblaðið - 18.02.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 29 I Þórey Edith Krist- jánsdóttir Fædd 15. nóvember 1924 Dáin 12. febrúar 1994 Elsku frænka mín hún Didda er ' dáin. Mér finnst skrítið til þess að hugsa að hún sé farin og ég sjái hana aldrei aftur. En ég á minning- 1 una um hana og mynd í hjartanu mínu sem ég á alltaf eftir að varð- veita. Þegar ég var lítil og bjó á Akur- eyri þótti okkur alltaf stórhátíð þegar Didda og Aggi komu í heim- sókn, svolítið eins og jólin. Fyrir mér voru þau frændinn og frænkan sem áttu heima allt of langt í burtu, og komust því of sjaldan í heim- sókn. Húsið okkar virtist alltaf tóm- legt fyrst eftir að þau fóru, og við biðum næstu heimsóknar með eftir- væntingu. Didda og Aggi hafa alltaf verið miklir höfðingjar heim að sækja, og hefur því verið gestkvæmt hjá { þeim í Kópavoginum. Þegar ég flutti suður lítið meira en ungling- ur, bjó ég hjá þeim fyrst til að byija ( með, svo leigði ég mér ibúð, en hélt alltaf áfram að koma í Vallar- gerðið. Eins og svo margt ungt j fólk sem er að byrja að búa, nennti ég ekki að standa í mikilli elda- mennsku eða eldhússtörfum, og kom því oft til þeirra á matmáls- tíma. Þetta varð til þess að Didda fór að hafa áhyggjur af því að ég væri sífellt svöng, og allar götur síðan þegar ég kom í heimsókn sagði hún við mig: Sæl elskan, viltu ekki fá þér eitthvað. Didda varð nokkurs konar mamma okkar Hörpu systur hérna fyrir sunnan, hafði áhuga á því sem við vorum að gera og fylgdist með okkur. Það var yndislegt að sitja með henni við eldhúsborðið og spjalla um lífið og tilveruna og fá , fréttir af öðrum ættingjum. Ég sakna hennar mikið. Elsku Aggi minn og Agga, Heiðar, Þórey, j Aggi Már og Pétur Orri, Siggi og Maggi litli, mér þykir vænt um ykkur og hugur minn er hjá ykkur . núna þegar sorgin hefur knúið dyra. Öðrum ættingjum votta ég og mína dýpstu samúð. Kristlaug. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnunum þar sem ég má næðist njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu sakir nafns síns. (Sálm. 23, 1.3.) Þessi orð flugu í gegnum huga minn þegar ég heyrði um andlát - Minnmg Diddu frænku minnar og áttaði mig á að þetta var raunveruleiki. Þótt ég hafi vitað að hún væri töluvert veik hafði mig engan veginn grunað að það ástand fengi þennan endi. Fyrir mér var Didda ein af þessum föstu stærðum í lífinu sem hægt var að ganga að hvenær sem var. Það sem mér er kannski efst í huga á þessari stundu er fyrst og fremst þakklæti fyrir þær stundir sem ég fékk að eyða með henni og njóta þeirrar lífsgleði sem henni var í blóð borin þó ekki sé minnst á þá umhyggju og þann kærleika sem manni var ætíð sýndur á heimili hennar. Þegar maður horfir yfir farinn veg og hugsar um samskiptin við Diddu finnst manni stundum að um einsdæmi hafi verið að ræða en þó veit maður að svo var ekki því mun fleiri ef ekki flest allir sem ungeng- ust hana fengu að njóta þeirra mannkosta sem hún bjó yfir, enda heimili hennar stundum eins og félagsheimili, svo vinamörg voru þau hjón. Á ferðalögum og vertíðum fyrir sunnan var heimili þeirra Diddu og Agga oftar en ekki mið- punkturinn í tilverunni, ekki síst á unglingsárunum þegar ævintýra- mennskan hljóp með mann í gönur. Þá var heimili þeirra ætíð það bjarg sem hægt var að reiða sig á. Var þá ekki verið að horfa í það þótt maður væri stundum hálfilla til reika eða misjafnlega á sig kominn að öðru leyti heldur tekið við manni eins og týnda syninum með mat og uppábúið rúm. Síðan var maður kvaddur með þeim orðum að láta sjá sig sem fyrst aftur, það væri nóg pláss og Iitla herbergið uppi alltaf laust. Þessi hugsunarháttur hjá Diddu breyttist aldrei. Þótt ald- ur og veikindi heijuðu á og ég kom- inn með stóra fjölskyldu skipti það engu máli, það væri nóg pláss og ég mætti meira að segja taka hund- inn með. Þetta er aðeins fátt eitt af því sem lýsir því hvaða mann Didda hafði að geyma og voru þeir margir týndu synirnir sem leituðu ásjár hjá henni. Það sem einkenndi heimili þeirra Diddu og Agga hvað mest var hvað allt var frjálslegt og óþvingað, þarna leið manni eins og manni getur best liðið heima hjá sér, enda töldu þau það ekki sitt að gera kröf- ur til náungans. Einhveijar minnis- stæðustu stundir sem ég átti með Diddu voru án efa samræðurnar við hana við eldhúsborðið í Vallargerð- inu, stundum langt fram á nætur. Jóel Ottó Líndal Sig- | marsson — Minning Það var á þriðjudagskvöldið 8. , feb. sl. sem ég frétti að frændi ’ minn Jóel væri látinn, þessi frétt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann var rétt að verða tvítug- ur og átti allt lífið framundan. Jóel Ottó Líndal Sigmarsson var fæddur á Akranesi hinn 5. júní 1974 og ólst þar upp hjá ástríkum foreldrum sínum ásamt tveim systr- um. Sem barn var hann mjög sprækur og uppfinningasamur. í grunnskóla kom fljótt í ljós áð hann var góðum gáfum gæddur, því vart þurfti hann annað en að líta einu sinni yfir námsefnið til að kunna það utanbókar. En ekki er sama gæfa og gjörvileiki og varð því minna úr námi en efni stóðu | til, en alla tíð var Jóel fróðleiksfús og leitandi einstaklingur. Þar var alltaf hressandi að vera ( í návist frænda míns og áttum við margar góðar stundir saman og ég geymi í minningunni. | Trú mín er að afi Jóels, sem lést sviplega fyrir tæpu ári síðan, hafi tekið á móti honum og styðji hann og styrki. Jóel frændi minn hefur kvatt _ þennan heim alltof fljótt og eftir sitjum við sem þekktum hann með harm í hjarta. Guð blessi minningu góðs drengs. Foreldrum, systrum, unnustu og' öðrum aðstandendum votta ég mína innilegustu samúð. Friðrik Gíslason. Ég lét hana segja mér sögur frá uppvaxtarárum sínum í Bótinni og samferðafólki sínu því eitt af því serri hún bjó yfir var óbilandi minni og fannst manni stundum eins og hún hefði upplifað atburðina í gær sem kannski gerðust fyrir fimmtíu árum, auk þess sem vitneskja henn- ar um tengsl og skyldleika fólks var með slíkum ólíkindum að það' var hlustað á með aðdáun þegar hún þuldi upp nánast eins og að drekka vatn og var oftar en ekki leitað á náðir hennar í þeim efnum og þá ekki síst sá sem þetta skrifar. Það sem var Diddu allt í þessu lífi var án efa hennar eigin íjöl- skylda, enda þreyttist hún aldrei á að segja frá henni og leyndi sér ekki hversu stolt hún var né heldur hversu miklir sólargeislar barna- börnin voru henni í lífinu enda umhyggja og ástríki sem hún sýndi eigin fjölskyldu slíkt að það vakti aðdáun þeirra sem á horfðu og má nærri geta að missir þeirra er meiri en mannlegir kvarðar ná að telja. Þegar Didda veiktist fyrir um sjö árum urðu þáttaskil í lífi hennar. Hennar sem hafði unnið alla tíð og hafði mikið yndi af að umgangast annað fólk beið nú það hlutskipti að vera heima mest allan daginn. Hefur þetta eflaust reynt mikið á hana þótt hún léti ekki á því bera. Eitt átti hún þó sem var henni Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opib ó lauqardögum kl. 11- 16 eflaust mikill styrkur í hennar þrengingum sem var Agnar, maður- inn hennar, sem var óþreytandi við að sinna henni og hjúkra á alla lund, enda þau hjón samrýnd með éin- dæmum. Didda, eða Þórey Edith Krist- jánsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Byrgi í Glæsibæj- arhreppi hinn 15. nóvember 1924. Hún var fjórða barn foreldra sinna þeirra Kristjáns Siguijónssonar, f. 24. júlí 1895, d. 17. júlí 1981, verka- manns og sjómanns frá Sandgerðis- bót, og konu hans, Önnu Péturs- dóttur, f. 23. júlí 1894, d. 14. des- ember 1954, ættuð úr Þingeyjar- sýslu. Hún ólst upp í foreldrahúsum, fyrst í Sandgerðisbót, en síðan í Eyri, hvort tveggja í Glæsibæjar- hreppi, þeim hluta sem nú tilheyrir Akureyri. Hún vann ýmis störf framan af, s.s. húsverk o.fi. en lengst af starf- aði hún sem matsmaður hjá frysti- húsi ísbjarnarins á Seltjarnarnesi. Seinustu árin sem hún vann var hún hjá þvottahúsi Ríkisspítalanna í Reykjavík. Eftirlifandi maður hennar er Agnar Jónsson, f. 27. júlí 1927, starfsmaður BYKO. Dóttir þeirra er Agnes, f. 11. júlí 1952, sálfræð- ingur, búsett á Álftanesi, og eru barnabörnin orðin fjögur talsins. Elsku Aggi minn, Agga og fjöl- skylda, megi góður Guð vitja ykkar á þessum tíma og gefa ykkur frið. Víðir Benediktsson og fjölskylda. í dag kveðjum við Diddu systur. Hún var reyndar móðursystir okkar og hét Þórey Edith, en systkinin úr Bótinni eru vön að segja alltaf systir eða bróðir á eftir nöfnunum, svo við systkinabörnin gerum það líka. Didda systir var fædd í Bótinni ' í Glerárþorpi 15. nóv. 1924 og var þriðja í röð átta systkina. Didda bjó ásamt manni sínum Agnari Jónssyni og dóttur þeirra Agnesi í Vallargerði 25 í Kópavogi. Þegar leið okkar ættingjanna að norðan lá suður, sama hvenær eða hvaða tíma sólarhringsins sem var, var okkur alltaf vel tekið. Var heim- - ili Diddu oft eins og okkar annað heimili og oft fjölmennt hjá henni. Didda var alveg óhrædd við að aga okkur, ef henni fannst það þurfa, en hún lét okkur líka vita af því ef við gerðum það sem henni þótti gott. Didda, við vitum að þú ert núna komin á góðan stað hjá frelsaran- um, en við söknum þín og við viljum þakka þér allt það góða sem þú gafst okkur. Elsku Agnar, Agnes, Siggi, Þór- ey Edda, Agnar Már, Pétur Orri, Magnús Örn og Heiðar, megi góður.. guð gefa ykkur styrk, því missir ykkar er mikill. Anna Gréta, Þórey Ólöf, Kristþór, Oddur Helgi, Frey- dís Ágústa og Elma Dóra. o öl ffl 0 3 III 0 III 0 II 0 I! 0 III 0 III 0 lilélíEBL BB©R€ III 0 III 0 III Sími 11440 III 0 III 0 Önnumst erfidrykkjur c III c III íokkarfallega og III o III virðulega Gyllta sal. 0 III 0 111 0 1 lo m 0 III 0 0 III c III o I o Mest seldu amerísku dýnurnar HÚSGAGNAVERSLUN Langholtsvegi 111, sími 680 690. 15% viðbótarafsláttur föstudag og laugardag TÍSKUVERSLUN KRINGLUNNI • SÍMI 33300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.