Morgunblaðið - 18.02.1994, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994
fclk i
fréttum
Herbert Guðmundsson söng fyrir
menntskælinga á Matgarði og
Pálmi Sigurhjartarson spilaði á
píanó. Eins og sjá má voru mót-
tökurnar afar góðar.
SKOLASTARF
FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
Samantha vakti á sér athygli.
F.v. Adda Bergström, Ragnheiður Jones, Lísa Willis og Fríða Lofts-
son voru meðal gesta.
ORLANDO
Fyrsta þorrablót
ársins í Vesturheimi
Flonda. Frá Atla Steinarssyni, frettantara Morgiinblaðsms.
að ríkti dúndrandi fjör og gleði
á þorrablóti Íslendingafélags-
ins Leifs Eiríkssonar í Orlando, sem
haldið var 29. janúar sl. 115 gestir
voru á fyrsta þorrablóti íslendinga
í Vesturheimi á þessu ári, en _þorra-
blótin eru aðalhátíðir allra Islend-
ingafélaganna. Til þeirra mæta
samtals um 2.000 manns.
Allar algengustu tegundir þorra-
matar voru á boðstólnum, en auk
þess íslensk Iambalæri, hamborgar-
hryggur, fiskur í hlaupi og síld. Var
maturinn rómaður, en um hann sá
Sigríður Þorvaldsdóttir (sem lengi
rak smurbrauðsstofuna Gleym-mér
ei) og fjölskylda.
Skemmtiatriðin þóttu takast vel,
Yolanda Aulava, stöðvarstjóri Flug-
leiða í Orlando, dansaði polynesíska
dansa ásamt dóttur sinni Jerushu,
munnhörpuleikarinn Billy Fraye
skemmti, en rúsínan í pylsuendan-
um var kvartett Bob Bruce, sem lék
fyrir dansi með smekkvísi í laga-
vali og hávaðastillingu.
Efnt var til happdrættis um
Anna Bjarnason formaður fé-
lagsins afhenti Björk Jónsdóttur
aðalvinninginn. Að baki standa
starfsmenn happdrættisins, Sig-
rún Björgvinsdóttur, Sæmundur
Þórðarson og Atli Steinarsson.
Ú'ölda vinninga, en aðalvinningur-
inn var 90% afsláttarmiði til íslands
og til baka gefinn af Flugleiðum.
Líflegir Lagningardagar
morgunDiaoio/Porncll
Unglingarnir mættu að sjálfsögðu allir í náttfötum, enda gistu sum-
ir þeirra í Frostaskjóli yfir nótt.
Nemendur Menntaskólans við
Hamrahlíð - ýttu stunda-
skránni til hliðar og tóku þátt í
annarri og fjölbreyttari dagskrá
undir heitinu Lagningardagar dag-
ana 16.-18. febrúar. Strax uppúr
hádegi á miðvikudag var komið
mikið líf í skólann og sagði Hall-
veig Rúnarsdóttir, úr undirbúnings-
nefnd, að þátttakan lofaði góðu um
framhaldið.
Hún sagði að óvenju mikið hefði
verið lagt í undirbúning dagskrár-
innar að þessu sinni. Undirbúningur
hefði staðið yfír í nokkra mánuði
og áhersla hefði verið lögð á að
nemendur skólans fengju að njóta
sín sem best, t.d. í söngkeppni og
ljósmyndamaraþoni. „Við höfum
reynt að setja saman fjölbreytta
skemmti- og fræðsludagskrá og
vonandi geta flestir fundið eitthvað
við sitt hæfi,“ sagði hún.
Fallhlífastökk og
argentískur tangó
Hallveig sagði að erfitt væri að
nefna eitthvað öðru fremur en tók
þó fram að jasstónleikar væru um
kvöldið, á fímmtudag færi söng-
keppnin fram og Lagningardögun-
um lyki með balli í Hinu húsinu.
„Svo erum við með matarkynning-
ar. í dag verður kynntur þorramat-
ur, á morgun tailenskur matur og
föstudaginn mexíkóskur," sagði
hún og bætti við að auk þess væri
boðið upp á fjölda skemmtiatriða,
UPPAKOMUR
Samantha tekur niður um sig
Hallveig Rúnarsdóttir og Garðar
Þorsteinn Guðgeirsson formaður
undirbúningsnefndar Lagning-
ardaganna.
Fyrirsætan Samantha Fox hefur marga þegar hún sýndi ber brjóstin
óskaplega þörf fyrir að sýna sig í breskum blöðum og popptímaritum
fáklædda. Þannig hneykslaði hún fyrir nokkrum árum. Ekki hefur
heyrst mikið frá henni á undanförn-
um árum, en nýlega var hún á ferð
ásamt vini sínum á Costa del Sol þar
sem hún á íbúð. Sennilega hafði hún
fengið sér of mikið neðan í því að
minnsta kosti fann hún sig tilneydda
af einhveijum ástæðum að girða nið-
ur um sig stuttbuxurnar og dilla
rassinum framan í bílstjóra nokkurn.
Sá hafði gaman af öllu, svo og áhorf-
endur á götunni. Vini Samönthu þótti
uppátækið ekki eins sniðugt og dreif
hana upp á gangstétt.
Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir.
Þessar stelpur vilja vera við öllu búnar ef bílinn stoppar skyndilega
á miðri umferðargötu. Þær heita (f.v.) Ágústa Jóna Pálsdóttir, Elfa
Hlín Pétursdóttir, Elísabet Hlín Adolfsdóttir, Erla Hrönn Diðriksdótt-
ir, Þóra Arnórsdóttir og Brynja Jónsdóttir. Fyrir framan stendur
Anna Margrét, bifvélavirki, og leiðbeinandi á námskeiði í bifvélavirkj-
im fyrir stelpur.
fyrirlestra og námskeiða. Má þar
nefna námskeið í fallhlífarstökki,
argentískum tangó, afró, gítarleik,
nuddi, spuna, bifvélavirkjun fyrir
konur og súrrealískt leiknámskeið.
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Náttfataball
Krakkar og starfsfólk í félags-
miðstöðinni Frostaskjóli héldu
náttfataball þar fyrir skömmu.
Haldin var kvöldvaka þar sem var
dansað, sungið og farið í leiki. Þeir
unglingar sem höfðu leyfí frá for-
eldrum gistu í Frostaskóli um nótt-
Frostaskjóli
ina. Einnig var unglingaútvarpið
Klessan í fullum gangi 8.-13. febr-
úar, en það er orðinn árviss atburð-
ur í starfsemi félagsmiðstöðvarinn-
ar að standa fyrir nokkurra daga
útvarpssendingum.