Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 15 Kolbeinn Arnason Þetta er vægast sagt lítið úrtak, sem nær til innan við 3% af flatar- máli landsins. Á það má minna að á vegum RALA hefur verið gefin út á annað hundrað gróðurkorta og mörg fleiri eru til óútgefin í handriti. Að vísu hefði verið nauð- synlegt að framkvæma nokkra út- reikninga af kortunum til þess að unnt væri að nota þau í þessu skyni, en varla lá svo mikið á að birta niðurstöðumar að ekki væri tími til þess. Miklu víðtækari samanburðar er þörf. Hann ætti hins vegar ekki eingöngu að taka til heildarflatar- máls gróðurs á kortunum heldur fyrst og fremst til þess hvaða gróð- urlendi eru á þeim. Það er hin nauð- synlega viðmiðun, ef nota á gervi- tunglagögn til að meta gróðurþekju og ástand gróðurs og ekki síður ef nota á þau til þess að gera áætlan- ir um gróðurvemd og landgræðslu eins og forystumenn landgræðslu- mála hafa lýst yfír að eigi að gera. Gervitunglagögn geta komið að miklu gagni á ýmsum rannsókna- sviðum. Slík gögn eru hins vegar vandmeðfarin og útreikningar eftir þeim byggjast á margvíslegum for- sendum sem taka verður fullt tillit til. Sú umræða sem orðið hefur um gervitunglamyndir og gróðurþekju landsins sýnir hve brýnt það er að ljúka sem fýrst gróðurkortagerð af landinu. Þegar því verki er lokið er kominn grundvöllur, byggður á vettvangsvinnu, sem nauðsynlegur er til þess að gervitunglagögnin komi að tilætluðum notum við gróð- urrannsóknir og eftirlit með gróðri. Höfundar em náttúrufræðingur ogfyrrv. deildnrsijóri á RALA og jarðeðlisfræðingur og sérfræðingur í fjarkönnun við Verkfræðistofnun Háskóln tslnnds. STVRKVEITING ÚR MINNINGARSJÓDI ÁRSÆIS SIGURÐSSONAR OG SIGURRJARGAR PÁLSDÓTTUR Á þessu ári verður veittur styrkur úr sjóðnum sam- kvæmt skipulagsskrá hans, „til að styrkja hæfan fræði- mann til rannsókna á ættum Skaftfellinga og/eða byggðasögu V estur-Skaftafellssýs!u“. Umsóknum skal fylgja stutt, greinagóð lýsing á því við- fangsefni, sem styrknum yrði varið til. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila greinargerð um framkvæmd verksins fyrir árslok 1994. Sérstök umsóknareyðublöð fást hjá formanni sjóðs- stjómar, Sveini Pálssyni, Blönduhlíð 7, 105 Reykjavík, sími 18974. Umsóknir þurfa að berast honum fyrir 15. apríl næstkomandi. tunglamyndum (u.þ.b. 10 myndum) sem teknar voru að sumarlagi á 7 ára tímabili, 1986-1992. Þessi sumur var árferði og þar með gróska að sjálfsögðu mjög mismun- andi, auk þess sem myndirnar voru ekki teknar á sama tíma sumars. Mæligögnin eru því ekki innbyrðis sambærileg. Á gervitung^amynd gæti hálfgróið land í góðu árferði komið út eins og algróið land í slæmu árferði. Úrtak gróðurkorta til samanburðar Hér hefur verið bent á atriði sem verður að taka tillit til svo að niður- stöðumar verði marktækar. Við þetta má svo bæta að við útreikn- inga Landmælinga var heildarfíat- armál gróins lands á 17 af gróður- kortum RALA borið saman við heildarflatarmál samkvæmt gróð- urmyndinni af sömu svæðum og hlutfallið síðan notað til að reikna út flatarmál gróðurþekjunnar af landinu öllu eftir gróðurmyndinni. Á þessi kjördæmisþing væri kosið í almennum kosningum, samhliða annaðhvort sveitarstjórna- eða Al- þingiskosningum. Þannig væri kominn vísir að 3. stjórnsýslustig- inu, millistigi sveitarstjóma og Al- þingis, sem margir telja að vanti hérlendis. Kjördæmisþingin hefðu sjálfdæmi og réðu alfarið hvaða sjónarmið yrðu ráðandi við úthlut- un; hámörkun aflagjalds, stuðning- ur við smáútgerðir eða einhver önn- ur sjónarmið. í Svíþjóð er starfandi milli stjórn- sýslustig, sk. Landsþing. Þeirra meginverkefni eru á sviði heilsu- gæslu, rekstur sjúkrastofnana o.þ.h. Hérlendis myndu kjördæmis- þingin fyrst og fremst starfa að auðlindastjórnun. Við það fyrirkomulag sem lýst er að ofan verður tilhneigingin lík- lega sú að aflaheimildir safnist á fárra hendur. Þeir stóru geta greitt hærra verð fyrir aflaheimildir og sópað að sér á kostnað hinna smærri. Það er ekki að öllu leyti slæmt því líklegt er að þannig megi í auknum mæli njóta hagkvæmni stærðarinnar og auka framlegð úr atvinnuveginum. Á hinn bóginn getur slík þróun ofboðið réttlætis- kennd manna og skyldi síst gera lítið úr þeim þætti. Þess vegna er ekki fráleitt að setja um það reglur hversu stóran hlut einstakar út- gerðir mega hafa í heildarkvóta. Hvað sem líður er ljóst að fisk- veiðistjórn af einhveiju tagi er nauðsynleg fyrir þjóðfélag sem byggir tilveru sína á fískveiðum. Hvernig sú stjórn á að vera verður alltaf umdeilt. Lágmarkskrafa er þó að meginmarkmiðin séu skýr og framkvæmdin ótvíræð. Núverandi útfærsla á kvótakerfí við fiskveiðar er hvorki skýr né ótvíræð. Sala á veiðiheimildum í almannaþágu þjónar hins vegar bæði hagkvæmn- is- og réttlætissjónanniðum. Út- hlutun á hluta aflans til byggðar- laga dreifir valdi og kemur til móts við hefðbundinn rétt byggðarlaga til auðlinda undan ströndum Is- lands. Höfundur er umhverfis- og auðlindnfræðingur. Aflmikill Rúmgóður Hljóðlátur Þeir sem hafa reynsluekið Ford Mondeo hafa komist að einni niðurstöðu: FULLKOMINN! Enda var Ford Mondeo kosinn Bíll ársins í Evrópu 1994. Það er heldur ekkert ÓTRÚLEGT við það. Ford Mondeo er t.d. búinn staðalbúnaði sem enginn bíll í sama verðflokki getur státað af. Við getum nefnt upphitaða framrúðu (öll rúðan), upphitaða hliðarspegla, loftpúða í stýri og þjófavörn. Komdu og sjáðu með eigin augum af hverju þessi glæsilegi bíll var kosinn bíll ársins 1994. Reynsluaktu Ford Mondeo. Verð frá kr. 1.789.000 með ryðvörn og skráningu. í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðaslliðinn binist dómur um Ford Mondeo þar sem sagði að hann væri gallalaus. BfLL ársins 1994 Globus? -Iieintur gceda! Lágmúla 5, sími 91- 68 15 55 GOTTFÓLK/SlA-11«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.