Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
Með
mortfunkafíinu
Ég kom skilaboðunum til
matreiðslumannsins og í þín-
um sporum myndi ég láta mig
hverfa héðan hið snarasta.
Ást er . . .
....fjölskylduferð til Töfralands
TM Reg. U.S Pat 0«.—all rights reserved
© 1993 Los Angeles Times Syndicate
Hverslags ruddaskapur er
þetta? Við erum nýkomin inn.
BRÉF HL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Að skjóta sig í fótinn
Opið bréf til Árna Matthíassonar
hlj ómplötugagnrýnanda
Frá Konráði Eyjólfssyni:
MÖRGUM hefur orðið hált á að
hampa kunnáttu sem þeir hafa ekki
til að bera. Ég hef ekki gert mikið
af því að lesa pistla þína í Morgun-
blaðinu en slysaðist til þess að Iesa
umsögn þína um plötu Herberts
Guðmundssonar nú rétt fyrir jólin,
það var auma ambagan.
Ég batt vonir við að einhver yrði
til að skrifa um þessa hörmung þína
en þar sem ég hef ekki rekist á
nein slík skrif ákvað ég að rita þér
þetta bréf.
í umsögninni dæmirðu Herbert
sem lítið tungumálatröll og textana
„óenska klisjusúpu" og nefnir sem
dæmi: „I Chased my mind / until
the brake of dawn, sem útleggst
Ég elti huga minn (var hausinn
af?), til bremsu morgunsins. Síðar
í sama lagi er annar gullvægur
frasi: Braking up was always far
away: Að bremsa (upp) var alltaf
langt í burtu. Annaðhvort skrifast
svona nokkuð á ófyrirgefanlegt
klúður eða þetta er súrrealísk
kímni.“
Samkvæmt þessu hlýtur þú að
hafa lifað í þeim misskilningi að
„Heartbreak Hotel“ (Elvis Presley)
hafi verið bremsukvæði og „Break-
ing up is hard to do“ (Bítlarnir)
hafí verið umkvörtun yfir þungum
bremsum. Þú vílar ekki fyrir þér
að saka John Steinbeck (Þrúgur
reiðinnar), „At the break of dawn
Jody ...“, um ófyrirgefanlegt klúð-
ur, það hafa margir tekið minna
upp í sig og séð eftir því.
Arni, enska orðið „break“ þýðir
að brjóta, þar af leiðir að þegar
talað er um „break of dawn“ er
verið að lýsa því þegar dögunin
brýtur upp myrkur næturinnar, lík-
ingin „breaking up“ er réttilega
gullvægur frasi um uppbrot hvort
heldur er ástarsambanda, hraða eða
annars.
Af ofangreindu má þér ljóst vera
að þegar þú í framhaldi umsagnar
þinnar staðhæfir að það sé „mý-
grútur af stafsetningarvillum á
textablaði sem rennir stoðum undir
þá fullyrðingu að best sé að halda
sig við tungumál sem menn kunna,
þó skilja megi þá freistingu að hafa
texta á ensku til að breiða yfir inni-
haldsleysi hans“, þá þykir mér lík-
legra að Herbert hafi gert þann
Frá Hjálmtý Guðmundssyni:
Ég varð fyrir því (óláni) að það
sprakk á bílnum, eins og maður
segir og fór með dekkið í viðgerð
til Gúmmívinnustofunnar í Skip-
holti, enda dekkið frá þeim og auk
þess vinn ég þar skammt frá. Þeir
gerðu snarlega við lekann og
smelltu dekkinu á aftur. Nokkrum
dögum síðar skrapp ég til að skoða
Gullfoss. Hann var sérlega fallegur,
en þar sem ég er að keyra þaðan
fínn ég að eitthvað hefur undarlegt
gerst undir Volvonum og við nánari
athugun sé að nýviðgerða dekkið
mitt er að bögglast út af felgunni
og að rifna. Varadekkið undir.
Næsta dag renndi ég til Gúmmí-
vinnustofunnar sem hafði gert við
dekkið og auk þess var þetta dekk
frá þeim og „sólað með ábyrgð“,
svo ég var með allt á hreinu. En
gleði mín varð skammvinn því sér-
fræðingurinn þar sagði mér að þetta
væri allt felgunni að kenna, hún
væri ryðguð og ónýt. Það hefði nú
verið gott að frétta það þegar þeir
settu dekkið á nokkrum dögum
áður. Til að kóróna allt saman sagð-
ist hann kannski geta selt mér not-
að dekk fyrir lítið. Ég afþakkaði
boðið og fór með mína ónýtu felgu
í skottinu og hugsaði um skóarann
feil helstan að krefjast örlítillar
kunnáttu af hlustendum sínum, og
geri reyndar ráð fyrir að flestir
þeirra standi undir þeim kröfum.
Restin af greininni er engu skárri
samanber aulahúmor þinn í athuga-
semd (var hausinn af?) og ósam-
ræmið þegar þú í sömu málsgrein
dæmir tónsmíðar Herberts „gamlar
klisjur og þreyttar" en segir síðan
að lagið Hollywood sé með bestu
lögum sem komið hafa út á árinu.
Svona umsagnir dæma sig sjálfar,
en þar með kallinn minn þig úr leik.
Fáðu þér annað að gera.
KONRÁÐ EYJÓLFSSON,
iðnrekstrarfræðingur,
Austurströnd 14,.
Seltjamarnesi.
sem varð að hætta af því að hann
hringsólaði.
Þá minntist ég samskipta minna
við Hjólbarðahöllina í Fellsmúla.
Þahgað kom ég sl. sumar með jeppa-
dekk sem ég hafði keypt þar fyrir
4 árum og eftir töluverða notkun á
fjöllum var sólinn að byrja að losna
frá dekkinu eða eitthvað í þeim
dúr. Þegar ég kom í Hjólbarðahöl-
lina sagði sá sem afgreiddi mig að
þetta væri leiðinlegt, þeir væru
hættir með þessi dekk og þetta
væri dálítið gamalt (bara 4 ára sagði
ég), en ef ég gæti komið eftir kl. 6
þá væri hann kannski búinn að út-
vega mér svona dekk. Þegar ég kom
svo aftur sagði maðurinn að því
miður stæði ekki það sama á dekk-
inu (Armstrong í stað Terradial),
en það væri alveg eins að öðru leyti
og ef ég væri ánægður með það þá
væri þarna dekk sem ég gæti feng-
ið. Ég samþykkti það og dekkið var
sett undir bílinn. Þegar ég ætlaði
að borga var það afþakkað og mað-
urinn sagði bara að hann vonaði að
þetta dekk entist betur. Þetta kalla
ég nú að taka ábyrgð á sinni vöru.
Hvar ætli ég kaupi mér nú dekk
undir bílinn næst??
HJÁLMTÝR GUÐMUNDSSON,
Kríunesi 8,
Reykjavík.
Sólað með ábyrgð
Víkverji skrifar
Nýlega sá Víkverji auglýsingu í
auglýsingatíma Stöðvar 2,
sem var einhvern veginn á þann
veg, að áhorfandinn var ávarpaður
með því að segja: „Ef þú gerist
áskrifandi, greiðum við viðgerðina
á bilaða myndlyklinum þínum.“
Þetta er ekki svo slæmt tilboð,
því að samkvæmt reynslu Víkveija
eru æði tíðar bilanir á myndlyklum,
sem stöðin notar. Víkveiji er búinn
að vera áskrifandi að Stöð 2 svo
að segja frá upphafi hennar og
keypti myndlykilinn á sínum tíma
fyrir 13 eða 14 þúsund krónur. Hins
vegar hefur hann greitt margfalda
þá upphæð í viðgerðir hjá Heimilis-
tækjum og nú er svo komið að tæk-
ið er allt út borað til þess að reyna
að loftræsa það, þar eð hinir ís-
lenzku tæknimenn telja það hitna
um of, sem líklegast er ástæða tíðra
bilana.
Síðast þegar myndlykillinn bilaði
hafði Víkveiji á orði, að hann væri
algjörlega að gefast upp á mynd-
Jyklinum. Afgreiðslustúlkan sló þá
upp í tölvu til þess að gá að því
hvenær hann hefði síðast bilað - og
viti menn, Víkveiji fékk viðgerðina
ókeypis, þar eð 6 mánaða ábyrgð
er á viðgerð myndlykla hjá Heimilis-
tækjum.
En miðað við tíðar bilanir er
afskaplega hughreystandi að vita,
að nú hefur Stöð 2 tekið að sér
að greiða bilanareikninga mynd-
lykla.
xxx
Kunningi Víkveija þurfti að fara
í ónæmissprautu vegna
ferðalags í Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur og sagði farir sínar
ekki sléttar af viðskiptum við þá
stofnun.
í fyrsta lagi ætlaði hann að
hringja og spyijast fyrir um það
hvenær bezt væri að koma. Kom
þá í ljós að símatími ónæmisað-
gerðadeildarinnar er aðeins einn
stundarfjórðungur tvisvar í viku.
Ónæmisaðgerðir eru aðeins gerðar
á þriðjudögum og miðvikudögum,
milli klukkan 16 og 17. Skiptiborð
Heilsuverndarstöðvarinnar er hins
vegar aðeins opið til klukkan 16.15.
Sér hver hugsandi maður hversu
hagkvæmt það er vinnandi fólki
að þessi þjónusta skuli aðeins veitt
svo skamman tíma, en þessi deild
á að þjóna yfir 100 þúsund manns.
Þegar komið er á staðinn taka
menn númer til að fara í biðröð.
Þegar númerið er kallað upp eru
menn leiddir í spjaldskrárherbergi
þar sem starfsmaður flettir í gegn-
um gamaldags spjaldskrá þar til
spjald viðkomandi finnst. Þá er
haldið með spjaldið fram til af-
greiðslumanns og enn tekur við
önnur bið. Þegar þeirri bið lýkur
eru gefnar upplýsingar um hvert
förinni er heitið og kannað hvaða
sprautur ferðamaðurinn þarf til að
vetjast útlendum krankleika.
Greiðsla er og reidd af hendi og
kemur hún talsvert við pyngjuna.
Loks er komið að því að ganga til
læknisins sem sprautar. Allt þetta
umstang getur tekið allt að tvær
klukkustundir.
Hægagangurinn og gamaldags
afgreiðsluhættir eru því bagalegri
sem fólk þarf gjarnan að koma
oftar en einu sinni áður en það
telst nægilega brynjað á ónæmis-
sviðinu. Þessir starfshættir áttu ef
til vill við á öndverðri öldinni þegar
til tíðinda taldist að menn sigldu.
Er ekki tímabært að tölvuvæða
spjaldskrána og lengja afgreiðslu-
tíma ónæmisaðgerðadeildarinnar?
Fólki skal bent á að bólusetninga-
vottorðið, sem er lítið gult kver,
er dýrmætt, því að týnist það er
það óbætanlegt tjón.