Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
45
Hver er ég, hvað heiti ég?
Frá Gísla Helgasyni:
Þegar ég var lítill angi í Vest-
mannaeyjum, kom fljótt í ljós að
ég var mjög afbrigðilegur krakki.
Ég þekkti alla bíla á hljóðinu og
útliti, en þekkti hins vegar ekki
fólk í sjón, þar sem augu mín voru
mjög döpur eins og hún amma
sagði. Suma þekkti ég á rödd, aðra
á fötum, skeggi eða háralit, en
Gölli Valda var auðþekktur á lykt-
inni. Flestir vinir mínir gerðu sér
grein fyrir þessu og ef þeir sáu eitt-
hvert hik á mér sem sýndi að ég
kannaðist ekki alveg við þá, kynntu
þeir sig. Það þótti mér þægilegt og
komst svo að því að þannig vildu
fleiri, sem eru sjónskertir, að hafa
það. Sumir fuliorðnir menn gerðu
sér það að leik að stilla mér upp
fyrir framan sig og spurðu: „Hver
er ég, hvað heiti ég, veistu hver ég
er?“ Þetta brenndi sig inn í barns-
sálina og ég forðaðist t.d. bílastöð-
ina heima eins og heitan eldinn,
enda þótt margir ágætir menn, sem
unnu þar, væru mér góðir. Ég varð
kvekktur á þessum leiðindaleik, sem
birtist oft í mjög hörðum viðbrögð-
um gagnvart þeim, sem hann iðk-
uðu og enn verð ég sótillur, þegar
fólk gerir mér þetta.
Um daginn var ég staddur á veit-
ingastað í Reykjavík ásamt nokkr-
um vinum. Ég fór á barinn og pant-
aði drykki handa okkur. Vinstra
megin við mig stóð kona og heils-
aði mér. Ég tók kveðju hennar vin-
gjarnlega að ég held. Hún spyr
hvort ég muni eftir sér. Ég kvað
nei við. Þá spyr hún hvort ég þekki
sig ekki og ég kvað nei við. Þá
spyr hún: Veistu ekki hver ég er,
og ég kvað nei við. Hún sagði okk-
ur hafa unnið hjá tilteknu fyrirtæki
fyrir mörgum árum. Það var farið
að síga í mig og ég spyr: Hvað
heitirðu? Hún sagðist ekki vita það,
ég ætti að þekkja sig. Ég varð al-
veg brjálaður inni í mér, dauðlang-
aði að beija hana, en lét kyrrt liggja
og gekk inn í skotið til félaga minna
afspyrnu þungur á svipinn og hugs-
aði á latínu: „Ira furor brevis est“,
sem útleggst: Reiði er stutt æði.
Konan mín spurði af hveiju það
stæði skýstrókur upp úr hausnum
á mér og ég sagði eins og var.
Frá Elsu Guðsteinsdóttur:
Þetta bréf er skrifað vegna vand-
lætingar minnar á málflutningi
Steingríms Sigfússonar alþingis-
manns á Alþingi í síðustu viku.
Mig Iangar að spyija Steingrím
Sigfússon hvort hann vilji ekki
reyna að stilla skap sitt þannig
næst að hann verði ekki svona
ruddalegur í málflutningi sínum á
Alþingi okkar allra.
Eitthvað fóru Frakkar í taugarn-
ar á honum um daginn svo að hann
taldi sig þurfa að „skíta“ svolítið í
þá, en hann áttaði sig bara ekki á
því að hann gæti með þessum mál-
flutningi móðgað einhveija þá kjós-
endur sem hann þarf á að halda til
að kjósa sig í þetta embætti.
Steingrímur hreytti einhveijum
athugasemdum varðandi innflutn-
ing okkar frá Frakklandi og sagði
eitthvað á þá leið að við gætum
Skömmu síðar kemur þjónn að
borðinu til okkar og þar á eftir
konan. Ég bað þjóninn vinsamleg-
ast að vísa henni frá borðinu hvað
og hann gerði. Vissulega niður-
lægði ég þess konu, sem væntan-
lega hefur verið skírð einhveiju
nafni, en gremja mín varð til þess
að ég sýndi þessi viðbrögð, sem
gætu virst hroki. — Er þetta ef til
vill hroki?
x GÍSLI HELGASON,
Reynimel 22,
Reykjavík.
auðveldlega verið án rauðvíns og
nokkurra Citroen-druslna.
Nú veit ég ekki hvaða lúxus-
kerru þessi ágæti maður ekur. Ef
til vill á hann Síberíukádiiják. En
hvað um það, þá ætla ég að fræða
manninn um það að Citroén-bílar
eru engar druslur, spurðu bara
Áma Johnsen alþingismann.
Citroén-bílar hafa um áratuga
skeið verið langt á undan sinni sam-
tíð miðað við gæði og tækni, um
það get ég trútt um talað.
Ég skora á Steingrím Sigfússon
að koma og skoða Citroéninn minn
svo að hann megi sannfærast, og
skal ég meira að segja leyfa honum
að prufukeyra hann þessu til stað-
festingar, en það skal strax tekið
fram að bíllinn er ekki falur.
ELSA GUÐSTEINSDÓTTIR,
Engimýri 12,
Garðabæ.
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
Pennavinir
TVÍTUG dönsk stúlka sem skrifar
á ensku auk dönsku vill eignast
íslenska pennavini. Getur ekki um
áhugamál:
Christine R. Nielsen,
Finsensvej 47A, 1.-102,
2000 Frederiksberg,
Danmark.
TÓLF ára tékkneskur pittur með
áhuga á ensku, tónlist og íþróttum:
Zdenek Kraus,
Vaclavska 421,
507 81 Lazne Belohrad,
Czech Republic.
LEIÐRÉTTINGAR
Rangnefndur
reiðvegakóngnr
í frétt af árshátíð Hestmannafé-
lagsins Harðar í Mosfellsbæ, sem
birtist í Morgunblaðinu 3. marz, var
frá því skýrt að Jón Ásbjömsson
hafi verið kjörinn „reiðvegakógur
ársins“. Þetta mun vera rangt, því
að þennan titil hlaut Þórarinn Jóns-
son tannlæknir. Hann var hins veg-
ar ekki á árshátíðinni og tók Jón
við titlinum fyrir hönd Þórarins.
Nafn féll niður
í myndatexta á bls. 36 í Morgun-
blaðinu í gær, þar sem skýrt var
frá því, að ellefu félagar í Meistara-
félagi hárskera hafí verið heiðraðir
á 70 ára afmælishátíð félagsins,
féll niður nafn mannsins, sem stóð
lengst til hægri á myndinni. Hann
heitir Björn Gíslason hárskeri á
Selfossi og núverandi formaður
meistarafélagsins. Beðizt er velvirð-
ingar á þessum mistökum’. ' J
VELVAKANDI
MEIRAUM
BJÓRMÁLAÞÁTT
ÉG GET ekki orða bundist vegna
þess hvernig nú er farið að haga
ýmsum samtalsþáttum Sjón-
varpsins. Til þess að þeir heppn-
ist og séu þess virði að bera þá
á borð fyrir þjóðina er mjög nauð-
synlegt að stjórnandinn kunni þá
list að hafa alla þræði í hendi
sinni án þess að hægt sé að
greina hver sé skoðun hans sjálfs
á því málefni sem rætt er. Hann
á að vera hlutlaus.
Að kvöld 1. þessa mánaðar var
samtalsþáttur í sjónvarpinu með
óhæfum stjórnanda sem notfærði
sér aðstöðu sína til að grípa fram
í fyrir þátttakendum og koma
sjónarmiðum sínum á framfæri,
enda talaði hann sjálfur manna
mest. Ef ekki er hægt að fá kurt-
eisa menn sem þekkja takmörk
sín til að stjórna þessum þáttum
ber sjónvarpinu, sem á að vera
menningartæki, að leggja þá nið-
ur. Annað er ekki við hæfí enda
vil ég ekki trúa því að það sé
ásetningur að misbjóða bæði
þeim sem fengnir eru tii viðtals
og okkur hinum sem á hlýðum.
Lilja Krisljánsdóttir
SYKURSJÚKLING-
AR ATHUGIÐ
EINS OG margir hafa heyrt er
verið að selja næringarduftið
„Herbalife" í heimakynningum.
Dæmi eru fyrir því að sykursjúki-
ingum sé lofað minni insúlínþörf
og eigi þar af leiðandi að minnka
insúlíngjöfina. Herbalife gerir
engin kraftaverk fyrir sykur-
sjúklinga, það inniheldur kolvetni
og hækkar þar af leiðandi blóð-
sykurinn.
Fyrir hönd Samtaka sykur-
sjúkra,
Guðrún Þóra Hjaltadóttir,
vai’aformaður.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Skjalataska tapaðist
TAPAST hefur rauðbrún skjala-
taska með talnalás. Finnandi vin-
samlega hringi í síma 27314 eða
30799.
GÆLUDÝR
Köttur í heimilisleit
BLANDAÐUR síamshögni, eins
og hálfs árs, óskar eftir nýju
heimili vegna ofnæmis á gamla
heimilinu. Upplýsingar í síma
811901.
Köttur í óskilum
ÞESSI köttur hefur verið í óskil-
um í dágóðan tíma. Upplýsingar
í Kattholti eða í síma 21587.
Hundur í óskilum
LÍTIL svört tík, líklega labrador-
blendingur, er í vörslu Heilbrigð-
iseftirlits Kópavogs. Upplýsingar
í síma 41171.
Citroén engin drusla
Jógadans
Kripalujóga
Viltu losa þig við ótta og hömlur? Viltu tengjast frumorku þinni? |j
Viltu opna fyrir hið guðdómlega í þér? Stígðu þá dansinn af gleði í:
Dansupplifun með ANAMIKU helgina 11.-13. mars.
Hún verður einnig með námskeið fyrir fagfólk (dansara, danskenn-
ara, söngkennara o.fl.) helgina 18.-20. mars.
Verð kr. 8.500 fyrir hvort námskeið.
Jógastöðin Heimsljós,
Skeifunni 19, 2. hæð, s. 677981 (kl. 17-19).
yuieardasstilboð
Peysur fr Full búð af nýji á kr. 1 un vörum. I.99I I,-
íl la Sl
Laugavegi 54 S: 25201
4.-13. mars
Nautasteikur á tilboösveröi:
kn
Jarlinn
veisla alta daga
SJJJJ
:i ■''~r
Jarlim
r- v c I 1 I N 0 A 0 J O F A ■
Sprengisandi - Kringlunni
KAHl
ARKAÐURINI
Rýmingarsala á bókamarkaðinum!!
AUKAAFSLATTUR
ÞESSA SlÐUSTU HELGI
BÓKAMARKAÐSINS
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTORG
iHMtaUÉlUáfiAASUS^^
Opið iaugardag og sunnudag kl.10-16