Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
17
GISLI
FERDINAN'OSSON H F.
Austurstræti 3,sími 14033-
Sleinaríki
v/Lxkjargötu, sími 610140.
>4lafossbúðin
Pósthússtræti 13, sími 13404
Lækjargötu 6a, sími 20937.
Hafnarstræti 5,
símar 1 67 60 og 1 48 00
Austurstræti 17,
s. 10151 og 11321
PARÍSARbÚðin RAMMA
Austurstræti 8, sími 14266 GERÐIN
Hafnarstræti 19,sími 17910.
Eymundsson
** STOFNSETT 1872
Austurstræti 18, s. 13135 og 18880
FOKUS HF.
Lækjargötu 6b, sími 15555
LONDON
Dömudeild,
Austurstræti 14,sími 14260.
ULLARHÚSIÐ
THE W00LH0USE
Adalstræti 4,sími 26970.
THORVALDSENSBASAR
Austurstræti 4,sími 13509.
Fuku yfir jökul
ATLI og Gunnar Páll á rokþotunni á fullri ferð.
Létu sig fjúka yfir Mýrdalsjökul
Bflarnir höfðu
ekki við í lokin
FIMM nemendur Mcnntaskólans við Sund sigldu farartæki sem þeir
nefna rokþotu yfir Mýrdalsjökul síðastliðinn þriðjudag. Hefur hið
nýstárlega farartæki verið í smíðum undanfarna mánuði og var ferð-
in farin til þess að vekja athygli á 25 ára afmæli skólans sem haldið
er hátíðlegt í dag og verður rokþotan meðal annars til sýnis í skólan-
um. Piltarnir segjast hafa lent í ýmsum ógöngum vegna færðar á
leiðinni en undir lokin voru jepparnir sem fylgdu þeim hættir að
hafa við en þá lá leiðin niður í móti.
Piltarnir fimm, Atli Karl Ingi-
marsson, Bergur Stefánsson, Eiríkur
F. Einarsson, Gunnar Páll Eydal og
Sigurður Ó. Sigurðsson, lentu í ýms-
um hrakningum á leiðinni vegna
þungrar færðar. Þeir lögðu af stað
á mánudag en þurftu að gista í skála
á Sólheimajökli fram á þriðjudags-
morgun vegna veðurs. Klukkan tíu
um morguninn lögðu þeir svo loks
af stað en ferðin tók um tíu tíma.
Drengjunum fylgdu tveir jeppar og
voru þeir yfirleitt tveir á þotunni í
einu. Bergur og Gunnar sögðu í sam-
tali við Morgunblaðið að ferðin hefði
verið farin til þess að vekja athygli
á afmælinu en merki skólans er á
segli þotunnar. „Við áttum í öllu
mögulegu basli á leiðinni vegna
færðar en hins vegar vorum við vel
útbúnir og ferðin gekk ótrúlega vel.
Það er til dæmis bæði talstöð og
neyðarblys á þotunni. Við vorum líka
með hraðamæli tengdan við hjólið
sem er að aftan en hann sýndi 8-10
kílómetra hraða að meðaltali. Við
héldum í norð-norð-austur og þegar
við vorum að koma að jökulröndinni
hættu bílarnir að hafa við okkur
enda lá leiðin niður í móti. Svo bætti
í vindinn, sem hafði ekki verið mjög
mikill fram að því. Ætli við höfum
ekki verið komnir hátt á þriðja tug.
En við fórum ekki lengra því jökull-
inn er talsvert sprunginn þar,“ segja
þeir Bergur og Gunnar að lokum.
Nemendur og starfslið Menntaskólans við Sund halda upp á 25 ára afmæli skólans í dag
Hef aldrei séð nem-
endur jafn áhugasama
Langur
laugardagur
' miöbænum
Opiö frá kl. 10 til 17
Afmælishátíð
PÉTUR Rasmussen rektor
Menntaskólans við Sund og
Hulda Þórisdóttir gjaldkeri nem-
endafélagsins.
ið útundan og að menn hafi ekki
tekið eftir okkur. Við vitum ekki
almennilega hvað veldur þessú. Hug-
myndin hefur því verið að opna skól-
ann og sýningin í dag miðast auðvit-
að að því að vekja athygli fólks á
skólanum og skapa honum sterkari
ímynd. Við viljum leggja áherslu á
sérstöðu okkar og teljum að hér
hafí sú hefð alltaf verið ríkjandi að
taka meira tillit til einstaklingsins.
Lögð er áhersla á að halda í bekkjar-
kerfið því við teljum að nemendur
þrífist betur í bekk en í áfangakerf-
inu þar sem þeir geta orðið ein-
mana.“
Morgunblaðið/Þorkell
Framkvæmdagleði
NEMENDUR Menntaskólans við Sund mála skólann og nánasta
umhverfi eins og það var þegar hann var við Tjömina.
Tekið tillit til allra
„Síðan var sett á laggirnar í fyrsta
skipti í vetur sérkennsla fyrir nem-
endur sem gengið hefur illa í jóla-
prófum. Nemendur sem eiga í erfið-
leikum í námi hætta ekki lengur í
skóla því þeir hafa ekki að nokkru
að hverfa á vinnumarkaðinum. Þeir
sitja áfram í skólanum og þetta var
að verða vandamál í bekkjarkerfis-
skólum. Einnig höfum við tekið nem-
endur úr bekkjum og stofnað sér-
stakan bekk sem við köllum kjarna-
nám þar sem lögð er áhersla á undir-
stöðufögin. Reynslan hjá okkur er
nefnilega sú að ef menn falla til
dæmis í fyrsta bekk og koma aftur
næsta vetur kemur í ljós að þeir
hafa sama og ekkert lært. Ég tel
að umhyggjan fyrir nemendum sé
eitt af því sem einkennir okkar skóla-
starf og þetta er eitt af því. Síðan
má nefna viðmót kennara gagnvart
nemendum og öflugt umsjónarkerfi,
ekki síst í fyrsta bekk þar sem um-
sjónarkennari hefur einn tíma á viku
með nemendum sínum. Við höfum
einnig haft forystu um það að sinna
nemendum sem glíma við lestrarörð-
ugleika, en það er dágóður hópur.“
Mikil eftirvænting
Varðandi dagskrána nefnir Pétur
söngleikinn Loka sögu Sívertsen sem
nemendur bindi miklar vonir við.
Að honum standa fjórir piltar og
verður hann frumsýndur á þriðju-
daginn kemur. Loka saga Sívertsen
tekur eina og hálfa klukkustund í
flutningi en atriði úr honum verður
flutt í dag. Piltamir hafa unnið að
hugmyndinni síðan í sumar og segir
Pétur að frumsýningarinnar sé beðið
með mikilli eftirvæntingu og ekki
sé laust við að höfundamir séu
spenntir. „Ég hef aldrei upplifað
nemendurna jafn áhugasama eins
og núna, þeir em hreint ótrúlegir,"
segir Pétur að lokum.
NEMENDUR, kennarar og starfsfólk Menntaskólans við Sund eru
með opið hús í dag vegna 25 ára afmælis skólans. Mikil stemmning
hefur ríkt í skólanum að undanförnu en afmælishátíðin verður sett
klukkan eitt í dag og segist rektor aldrei hafa séð nemendur jafn
áhugasama. Hulda Þórisdóttir gjaldkeri nemendafélagsins segir að
nemendur hafi lagt nótt við dag svo hátíðin mætti heppnast sem best.
Bekkjunum var til dæmis skipt upp í starfshópa sem hafa einbeitt sér
að tilteknum verkefnum. Fjórir skólapiltar skrifuðu söngleikinn Loka
sögpi Sívertsen, sem frumsýndur verður á þriðjudaginn, nýtt merki
var búið til fyrir skólann og sett
úr dúkkulísum og margt fleira.
Hulda Þórisdóttir segir að undir-
búningur hafi staðið yfir lengi og
dagskráin sé fjölbreytt. „Það hefur
verið mikil stemmning í skólanum
undanfarið og unnið langt fram á
nótt. Hver bekkur hefur fengið verk-
efni til að sjá um, til dæmis hvernig
hinn dæmigerði MS-ingur er, haft
upp á gömlum ármönnum, það er
formönnum nemendafélags skólans,
og búið til slangurorðabók MS. Einn
bekkur er að búa til eftirlíkingu af
Pétri Rasmussen rektor úr pappam-
assa, annar tekur fyrir tísku og tón-
list síðastliðinna 25 ára og heldur
tískusýningu. Fjallað er um unglinga
og áfengi og búið er að gera nýtt
merki fyrir skólann og setja á fána.
Síðan er umgengni í skólanum til
umfjöllunar. Einn bekkurinn hefur
búið til gervibekk, eftirlíkingar af
sjálfum sér í fullri stærð, líkt og
dúkkulísur, sem settar voru í sitt
á fána, búinn var til gervibekkur
sæti í skólastofunni. Krakkarnir
tóku svo einn heimspekitíma upp á
segulband sem verður spilaður í stof-
unni. Eitt verkefnið var að ímynda
sér skólann árið 2094, annað að
safna gömlum ljósmyndum úr skóla-
starfinu. MS nú og þá hefur líka
verið til skoðunar, til dæmis hvað
kostaði á árshátíðina fyrir 25 árum
og hvað kostar í dag svo er bekkur
að mála eftirlíkingu á umhverfi skól-
ans eins og það var þegar hann var
niður við Tjörn og svo framvegis,“
segir Hulda.
Skólinn útundan
ímynd skólans hefur einnig verið
til umfjöllunar og leitaði einn bekk-
urinn eftir hugmyndum almennings
um skólann. Pétur Rasmussen rekt-
or segir að framkvæmdagleði krakk-
anna hafi verið með ólíkindum.
„Okkur finnst oft að við höfum ver-