Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
vmsiapn AIVINNULÍF
Þýskland
Ásgeir Sigurvinsson stofn-
ar drykkjarvörumarkað
Frá Bergljótu Friðriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins í Þýskalandi.
EFTIR 20 ára farsælan knattspyrnuferil er nú að hefjast nýtt tíma-
bil í lífi Ásgeirs Sigurvinssonar, sem undanfarna mánuði hefur
unnið að því að koma á fót drykkjarvörumarkaði í heimabæ sín-
um, Denkendurf, skammt fyrir utan Stuttgart. Markaðurinn verð-
ur opnaður næstkomandi föstudag og eru ýmsar uppákomur fyrir-
hugaðar í tilefni opnunarinnar. Meðal annars munu fyrrum félag-
ar Asgeirs úr knattspyrnufélaginu Stuttgart gefa gestum og gang-
andi eiginhandaráritanir.
í Þýskalandi er hefð fyrir
drykkjarvörumarkaði af þeirri teg-
und sem Ásgeir og kona hans,
Ásta Guðmundsdóttir, eru að fara
að opna þar sem seldir eru ýmsir
drykkir, t.d. bjór, vín, vatn og
ávaxtadrykkir. Að sögn Ásgeirs
var upphaflega ætlunin að reyna
Hlutabréf
Sala á hlutabréf-
um ríkisins í Þormóði
ramma aðglæðast
STÆRRI fjárfestar hafa óskað eftir að kaupa um 10 milljónir
króna af hlutabréfum ríkisins í Þormóði ramma sem nú eru til
sölu á almennum markaði. Þá hafa þreifingar átt sér stað með
sölu 20 milljóna til viðbótar og er reiknað með að sú sala gangi
í gegn innan tíðar. Bréfin eru alls að nafnverði 48 milljónir og
eru seld á genginu 1,85 þannig að söluverð þeirra er alls um 89
milljónir.
Utanrikisviðskipti
VÖRUSKIPTIN VIÐ ÚTLÖND ' Verðmæti vöruút- og innflutnin í janúar 1993 og 1994 1993 (fob virði í milljónum króna) janúar i. . 1994 breyting á janúar föstu gengi*
Útflutningur alls (fob) 5.477,2 7.221,1 21,1
Sjávarafurðir 4.18431 5.203,9 14,2
Ál 587,7 879,1 37,4
Kísiljárn 170,8 253,4 36,2
Skip og flugvélar 2,8 389,3
Annað 531,6 495,4 -14,4
Innflutningur alls (fob) 4.147,9 5.093,1 12,8
Sérstakar fjárfestingarvörur 13,1 4,1 -71,3
Skip - -
Flugvélar - -
Landsvirkjun .13,1 4,1 -71,3
77/ stóriðju 98,5 754,5
íslenska álfélagið 67,3 710,1
íslenska járnblendifélagið 31,2 44,4 30,7
Almennur innflutningur 4.036,3 4.334,5 -1,4
Olía 7,4 149,8
Almennur innflutningur án olíu 4.028,9 4.184,7 -4,6
Vöruskiptajöfnuður 1.329,3 2.128,0
Án viðskipta íslenska álfélagsins Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska jámblendifélagsins 808,9 1.959,0
og sérstakrar fjárfestingarvöru 679,6 1.364,8
’ Miðað er við meðalgengi á viðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris 8,9% hærra í janúar 1994 en á sama tlma árið áður.
Vöruskiptajöfnuður
hagstæður um 2,1 milljarð
VÖRUSKIPTIN í janúarmánuði voru hagstæð um 2,1 milljarð
króna, en í sama mánuði i fyrra voru þau hagstæð um 1,4 millj-
arða fob, reiknað á sama gengi. Fluttar voru út vörur fyrir 7,2
milljarða í janúar en inn fyrir 5,1 milljarð. Samkvæmt þessum
tölum er áframhald á samdrætti í almennum innflutningi.
Hlutabréf ríkisins í Þormóði
ramma voru fyrst boðin á markaði
um miðjan febrúar. Ákveðið var
að sala til hvers aðila yrði tak-
mörkuð við 250 þúsund krónur að
nafnverði fram til 1. mars þannig
að bréfunum var í reynd fyrst og
fremst beint til einstaklinga í þess-
um fyrsta áfanga. Undirtektir
markaðarins reyndust hins vegar
mjög dræmar og sáralítil sala varð
á þessu tímabili. Pálmi Sigmars-
son, framkvæmdastjóri hjá Hand-
sali, segir að skýringin felist í því
að einstaklingar sýni hlutabréfum
almennt lítinn áhuga um þessar
mundir. Einnig hafi framboð
hlutabréfa í fyrirtækinu frá öðrum
aðilum aukist á sama tíma. Þann-
ig hafi til skamms tíma verið fáan-
leg hlutabréf í Þormóði ramma á
genginu 1,80.
að vera með eitthvað íslenskt, en
ekki reyndist nægur áhugi fyrir
því á íslandi. „Við erum þó enn í
viðræðum við Akva hf. á Akur-
eyri,“ sagði Ásgeir, en fyrirtækið
selur íslenskt vatn.
Undir drykkjarvörumarkaðinn
keypti Ásgeir lóð þar sem hann
byggði 500 fm húsnæði. Ásgeir
og Ásta munu bæði vinna í mark-
aðnum og aðspurður hvort það
væri ekki sérstakt að vera eftir
tuttugu ár farinn að fást við eitt-
hvað sem ekki tengdist fótbolta
sagði Ásgeir að það hefði verið
kominn tími á eitthvað nýtt. Það
væri ágætt að vera farinn að festa
rætur og hætta flakkinu sem
fylgdi fótboltanum. Hann væri
spenntur að takast á við þetta og
fullur bjartsýni enda hefðu mark-
aðskannanir sýnt að það væri þörf
á svona markaði á þessu svæði.
Verðmæti vöruútflutningsins
var 21% meira á föstu gengi í jan-
úar en á sama tíma árið áður. Sjáv-
arafurðir voru 72% alls útflutn-
ingsins og var verðmæti þeirra 14%
meira en í janúar 1993, að því er
segir í tilkynningu Hagstofu ís-
lands.
Heildarverðmæti vöruinnflutn-
ingsins í janúar 1994 var 13%
meira á föstu gengi en á sama tíma
árið áður. Að frátalinni sérstakri
fjárfestingarvöru reynist almennur
innflutningur hins vegar hafa orðið
5% minni en í janúar 1993. Inn-
flutningur sérstakrar fiárfesting-
arvöru (skip, flugvélar og Lands-
virkjun), innflutningur til stóriðju
og olíuinnflutningur er jafnan mjög
breytilegur frá einu tímabili til
annars.
Erlent
Viðskiptajöfnuður Japana
*
*
HEFUR ÞU KYNNT ÞER MANEX TILB0ÐIÐ?
í TILBOÐSPAKKANUM ER
HÁRHREINSIR, HÁRNÆRING OG HÁRVÖKVI.
Manex prótín hárvökvi og vítamín eru ekki bara ætluð þeim sem eiga í
vandræðum með hárið eða hársvörðinn heldur öllum sem vilja hafa
heibrigt og fallegt hár.
Manex hársnyrtivörulínan samanstendur af prótín hárvökva, vítamíni,
hárhreinsi og næringu. Manex hársnyrtivörumar eru úr náttúrulegum efnum.
Manex fæst í flestum apótekum og hársnyrtistofum
verður sífellt hagstæðari
Tókýó. Reuter.
UMDEILDUR viðskiptajöfnuður Japana var hagstæður um 6,83
milljarða dollara í janúar - mun hagstæðari en hagfræðingar
höfðu spáð. Á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 5,22
miHjarða dollara og hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir að hann
yrði hagstæður nú um 5,5-5,8 miHjarða.
Jafnframt jókst heildartekjuaf-
gangur Japana í heimsviðskiptum
í 8,26 milljarða dollara í janúar
úr 7,18 milljörðum í sama mánuði
í fyrra. Þessar tölur japanska fjár-
málaráðuneytisins koma sér illa
c
Islandskostur
J|SP% Árshátíðir
Verö frá 1400 kr. á mann
6Í4849
fyrir Bandaríkjamenn eins og nú
er ástatt.
Vegna mjög óhagstæðs við-
skiptajöfnuðar gagnvart Japan
hefur Bill Clinton forseti gert
nauðsynlegar ráðstafanir til þess
að geta beitt Japana refsiaðgerð-
um. Bandaríkjamenn vilja að Jap-
anar grípi til skjótra og áþreifan-
legra ráðstafana til þess að opna
markaði sína fyrir bandarískri og
annarri erlendri vöru og þjónustu
Breyttu ábyggjum í uppbyggjandi orku!
Markviss málflutningur
Næsta námskeið verður haldið dagana
10. og 17. mars nk. í Ármúla 38.
Skráning stendur yfir hjá fræðslustjóra
ITC, Kristínu Hraundal, í síma 34159.
og byiji á því að skera niður núver-
andi greiðsluafgang.
Þó segja hagfræðingar að vera
megi að engin breyting verði á
núverandi viðskiptajöfnuði fyrr en
sjá megi fyrir endann á núverandi
samdrætti. „Vandséð er að af-
gangurinn muni lækka, þar sem
ólíklegt er að innflutningur muni
aukast mikið vegna samdráttar-
ins,“ sagði einn þeirra.
Áður hafði Morihiro Hosokawa
forsætisráðherra sagt á þingfundi
að gera yrði ráðstafanir til þess
að draga úr greiðsluafgangi.
Bandaríkjamenn beita Japana
síauknum þrýstingi til þess að fá
þá til þess að gera slíkar ráðstaf-
anir.
Clinton hefur endurvakið heim-
ild til refsiaðgerða, svokallaða
„Super 301“, til þess að reyna að
neyða Japana að kaupa meira af
bandarískum varningi. Super 301
leiðir ekki sjálfkrafa til refsiað-
gerða, en gerir Bandaríkjastjórn
kleift að nafngreina ríki, sem hún
telur geri sig sek um óviðurkvæmi-
lega viðskiptahætti og láta þau
sæta refsiaðgerðum.