Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 HANDKNATTLEIKUR / BIKARURSLITALEIKUR Sigmar Þröstur getur náð þrennu „EG er ákveðinn að gera allt sem ég get til að fagna þrenn- unni,“ sagði Sigmar Þröstur Óskarsson, landsliðsmarkvörður úr KA, sem hefur orðið bikarmeistari með Stjörnunni og ÍBV, en á möguleika á að verða bikarmeistari með þriðja félaginu í Laugar- dalshöllinni ídag. Sigmar lékmeð Stjörnunni 1987 í leikgegn Fram, 26:22 og með Eyjamönnum 1991, þegar þeir lögðu Vík- inga óvænt að velii, 26:22. Já, Sigmar Þröstur hefur orðið tvisv- ar bikarmeistari — á sömu markatölu! „Það er alltaf viss spenna að leika bikarúrslitaleik, en við höfum fengið mjög góðan stuðn- ing hér á Akureyri — stuðning sem hefur þjappað okkur saman. Þegar við lékum gegn FH í deildinni fyrr í vetur, þá endaði leikur- inn með jafntefli. FH-ingar byrjuðu betur og komust yfir, 1:9, en þegar við náðum að stöðva hraðaupphlaup þeirra, náðum við að jafna leikinn. Við verðum að vera vel vakandi fyrir því að FH-ingar nái ekki mörgum hraðaupphlaupum íbikarúrslitaleikn- um,“ sagði Sigmar Þröstur. Þetta verður mikill baráttuleikur og það er aldrei hægt að bóka sigur fyrirfram í eins þýðingarmikl- um leik,“ sagði Kristján Arason, sem leikur sinn síðasta bikarúr- slitaleik. Kristján ætlar að leggja skóna á hilluna eftir þetta keppnis- tímabil og gerist þjálfari hjá þýska liðinu Dormagen. Kristján glímir við Alfreð Gíslason, en þeir hafa háð margar orrustur í gegnum tíð- ina — hér á landi, í Þýskalandi og á Spáni. Þess má geta til gamans að fyrir tólf árum, 1982, áttust þeir félagar við í bikarúrslitaleik og fór Alfreð, sem lék þá með KR, með sigur af hólmi, 19:17. L KNATTSPYRNA Þorvaldur orðaður við þijú stórlið Þorvaldur Örlygsson, lands- liðsmaður hjá Stoke í Eng- landi, hefur leikið mjög vel að undanfomu. Skv. frétt í bresku blaði nýverið hafa ótsendarar þriggja stórliða verið að fylgj- ast með íslenska landsliðs- manninum. Fyrst var greint frá þvf að „njósnari" frá Newcastle hefði fýlgst með Þorvaldi og síðan birtist önnur frétt þar sem menn frá Liverpool og Everton vom sagðir hafa bæst í hópinn. Þorvaldur sagðist ekkert vita um málið, annað en að hann hefði heyrt af fréttunum sem birst höfðu í biaðinu, Birming- ham Sports Argus. Vissulega væri ánægjulegt, að eftir sér væri tekið, en hann hugsaði ekki um annað nó en standa sig vel með Stoke. Því má bæta við að blaðið sagði ennfremur að forráðamenn Stoke mætu íslendinginn á eina milljón punda, andvirði 107 milljóna króna. Hann fékk fijálsa sölu frá Nottingham Forest fyrir tímabilið, þannig að Stoke þurfti ekki að borga krónu fyr- ir hann. Ekki hefur náðst í forráða- menn félaganna þriggja, sem nefnd voru til sögunnar, vegna málsins. NISSAN stöðugri sokn Fjörugur baráttuleikur Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Hauka, sagði að eitt væri víst, að leikur KA og FH yrði fjörugur bar- áttuleikur. „Tvö ólík lið eigast við. KA-liðið er geysilega sterkt vam- arlið, með góðan markvörð. Hinir hávöxnu l'eikmenn liðsins, Alfreð Gíslason og Erlingur Kristjánsson, stjóma flatri vörninni og þegar Sigmar Þröstur Óskarsson er í stuði fyrir aftan vömina, er hún sann- kölluð „Mulningsvél." FH-ingar era aftur á móti þekktir fyrir að vera „sóknarvél" og hraðaupphlaup þeirra eru afar hættuleg. Sóknar- leikur KA þarf því að vera mjög markviss og ógnandi, til að slá það vopn úr höndum FH-inga.“ - Nú hafa FH-ingar mikla reynslu að leika þýðingarmikla leiki, eins og úrsiitaleiki ogEvrópu- leiki. Ræður sú reynsla úrsiitum? „Það munar mikið um þá reynslu, en KA-liðið hefur einnig reynslumikla leikmenn, eins og baráttumennina Alfreð Gíslason og Valdimar Grímsson, sem hafa leik- ið með sigursælum verðlaunaliðum. Óvænt úrslit geta litið dagsins ljós.“ - Hefur það komið niður á leik Alfreðs að hann er einnig þjálfari KA? „Já, en hann á að gleyma því að hann sé þjálfari, þegar út í slag- inn er komið. Það er hann sem á að gefa tóninn." - Taka FH-ingar hann ekki úr umferð? „Ég reikna með því að þeir geri það. Bæði liðin koma til með að bjóða upp á ýmsar vamaraðgerðir, eftir hvernig leikurinn þróast." - Ef þú værir þjálfari KA. Hvaða leikmann FH-Iiðsins myndir þú taka úr umferð? „Ég myndi láta mína merin ráð- ast til atlögu gegn leikstjórnandan- um Guðjóni Amasyni.“ Jóhann Ingi sagði að leikurinn yrði mikill spennuleikur — tauga- spenna leikmanna myndi setja svip sinn á hann í byrjun. „Ég hef trú á því að það lið sem nær að losa sig frá spennunni og ná tökum á leik sínum, fari með sigur af hólmi. „Það hefur gengið á ýmsu fyrir leikinn, eða eftir að honum var frestað. Það má því reikna með að. leikurinn verði eldfimur, en þó ekki grófur. Ég vona að dómararnir sem dæma takist vel upp, því að þeir geta haft mikið að segja,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson. Það má fastlega búast við mik- illi stemmningu í Laugardalshöll- inni, en úrslitaleikurinn hefst kl. 17. Stuðningsamenn FH ætla að koma saman á veitingahúsinu A. Hansen kl. 11, en stuðningsmenn KA í Valsheimilinu kl. 13. Rútu- ferðir frá þessum stöðum verða síð- an á leikinn. í Slgmar Þröstur Óskarsson hefur orðið bikarmeistari með Stjörnunni og ÍBV. Tekst honum að verða bikarmeistari með KA? UM HELGINA BERGSVEINN 245/8 288/21 SIGMAR ÞROSTUR GUNNAR 152 18 EINVARÐUR ÞORVALDUR HANS 72/15 83/11 ALl'REÐ J HALFDAN 44 1j KNUTUR 88/42 167/70 J VALDIMAR GUÐJON 91/15 47/2 1 Skorað Þar af úr vítum-1 BYRJUNARLIÐ FH og KA, skoruð mörk og varin skot í 1. deild í vetur Helgi gerði þrennu fyrir Stuttgart - og boðið að æfa með aðalliði félagsins HELGI Sigurðsson, knatt- spýrnumaður úr Fram, lék æf- ingaleik með varaliði Stuttgart í vikunni — sló í gegn og gerði þrjú mörk. Eftir leikinn komu forráðamenn félagsins til hans og buðu honum að æfa með aðalliði félagsins. Helgi sagði að sér hafi gengið mjög vel í umræddum leik sem var gegn úrvalsliði úr þýsku 3. deild- arliðunum Fellbach og Oeffingen. Stuttgart sigraði örugglega 8:1 og spilaði Helgi með í 60 mínútur. Tryggvi Guðmundsson KR-ingur lék einnig með Stuttgart í þessum leik, en meiddist á ökkla. Helgi sagði að níu leikmenn sem spilað hafa með aðalliði Stuttgart hafi verið með í þessum leik, þar á meðal Eyjólfur Sverrisson sem lék allan leikinn. Helgi og Tryggvi hafa verið hjá Stuttgart í viku og verða við æfingar þar út næstu viku. Helgi æfir með aðalliðinu en Tryggvi með varaliðinu. Þorbjöm Sveinsson úr Fram er einnig í Stuttgart og æfir með unglingaliði félagsins, sem Sig- urvin Ólafsson leikur og æfir með. Helgl SigurAsson. Danir með þrjá nýliða á Wembley Richard Möller Nielsen, landsliðs- þjálfari Dana, hefur valið þrjá nýliða í sextán manna landsliðshóp sinn, sem leikur gegn Englendingum á Wembley á miðvikudaginn kemur. Það eru þeir Sören Frederiksen, sem leikur með Silkeborg, Jesper Krist- ensen, miðvallarspilari hjá Bröndby og vamarleikmaðurinn Carsten Det- hlefsen frá OB. Aðrir leikmenn eru: Peter Schmeichel, Man. Utd., Mogens Krogh, Bröndby; Lars Olsen, Seraing, Mark Rieper, Bröndby, Henrik Larsen, Mannheim, Jakob Friis-Hansen, Lille, Jes Högh, Bröndby, Jakob Kjeldbjerg, Chelsea, John Jensen, Arsenal, Kim Vilf- ort, Bröndby, Michael Laudrup, Barcelona, Brian Laudrup, AC Milan og Bent Christen- sen, Ölympiakos'Pireus. Körfuknattleikur Úrvalsdeildin Laugardagur: Strandgata: Haukar- UMFT............14 Sunnudagur: Akranes: IA - ÍBK.............. 20.30 Borgames: Skallagrímur - Snæfell....16 Seltjamanes: KR - UMFN..............20 1. deild kvenna: Laugardagun Sauðárkrókur: UMFT - fR.............14 Sunnudagur: Sauðárkrókur: UMFT-ÍR...............14 Mánudagur: Kennaraháskóli: ÍS - Valur..........20 1. deild karla: Höll Akureyri: Þór - ÍS.............14 Austurberg: Leiknir - Höttur........14 Sandgerði: Reynir - Höttur..........14 Handknattleikur Úrslitaleikur í bikarkeppni karla verður leik- inn í dag: Laugardalshöll: KA - FH.............17 2. deild karla - úrslitakeppni: Laugardagur: Fjölnishús: Fjölnir - UBK...........14 Sunnudagur: Strandgata: ÍH - Fram...............20 Mánudagur: Seltjamanes: Grótta - HK............20 Blak Sunnudagur: 1. deild kvenna: Hagaskóli: ÍS-Víkingur........kl. 18.00 1. deild karla: Hagaskóla: ÍS-ÞrótturR........kl. 19.30 Frjálsíþróttir Meistaramót fslands, 15-18 ára, verður haldið í dag og á morgun í Baldurshaga og Kaplakrika. I dag hefst keppni í Baldurs- haga kl. 10 með 50 m hlaupi, langstökki og hástökki án atrennu. Hástökk, kúluvarp og stangarstökk verður í Kaplakrika og hefst kl. 16. Á morgun hefst keppni í Baldurshaga kl 10 með 50 m grindahlaupi, þrístökki með og án atrennu og langstökki með og án atrennu. íþróttir fatlaðra fslandsmót fatlaðra verður um helgina og keppt verður í boccia og lyftingum í Iþrótta- húsi Seljarskóla, borðtennis og bogfimi í fþróttahúsi ÍFR, sundgreinar fara fram í Sundhöll Hafnarfjarðar. Karate fslandsmótið í karate - kata - verður haldið í Hagaskóla í dag, laugardag, og hefst kl. 14.00. Úrslit kl. 15.30. Skfði Bikarmót fullorðinna og f flokki 15 - 16 ára í alpagreinum verður á Dalvík um helgina. Keppt verður í svigi og stórsvigi. Skíða- staðagangan sem er hluti af fslands- göngunni verður í Hlíðarfjalli um helgina. Skíðaleikar verða haldnir fyrir böm 8 ára og yngri í dag á skíðasvæði Fram í Eldborg- argili. Sund Unglingamót KR verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. 500 börn víðsveg- ar að af landinu taka þátt í mótinu. Golf Púttmót verður haldið í Gullgolfi, Stórhöfða 15, í dag laugardag. Keppt verður í karla og kvennaflokki og ræst út milli kl. 10 og 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.