Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 20

Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRIL 1994 Oskar Schindler. Myndin var tekin þegar Steinhouse ræddi vid hann. Sckndei Fyrsta og eina einkaviðtalið við Oskar Schindler, hýska verksmiðjustjórann, sem bjargaði líti hundruða gyðinga í síðari heims- styrjöld, var tekið 1949. Það hefur legið óbirt í 45 ár LÖNGU áður en Steven Spielberg gerði kvikmyndina um Lista Schindlers frétti kanadiskur blaðamaður, Her- bert Steinhouse, af afrekum Oskars Schindlers í stríð- inu. Það var rétt eftir styrjaldarlok og Steinhouse vann þá á vegum Sameinuðu þjóðanna við að hjálpa þcim, sem lifðu af vistina í útrýmingarbúðunum. Schindler sjálfan hitti hann fyrst 1948. Steinhouse, sem nú er 72 ára gam- all og býr í Montreal, segist í fyrstu hafa verið fullur efasemda. „Þjóðverjar virtust allir eiga sína sögu um hvernig þeir björguðu gyðingi. Pólverja eða kommún- ista,“ segir hann og bætir við, að hann hafi verið tor- trygginn gagnvart fyrrverandi nasista, sem vildi komast úr landi. „Hann vildi fá mig til að hjálpa sér að komast vestur, með öðrum orðum að segja sögu sína og það vildu Schindlergyðingarnir Iíka.“ Þetta gekk svo langt, að Steinhouse bannaði konu sinni að taka við gjöfum frá Schindler-hjónunum. „Fyrir Schindler var það eðli- legasti hlutur í heimi að gefa gjafir af minnsta tilefni. Hann var töfrandi maður og af þeim sökum og vegna þess, að hann var fæddur sjónhverfingamaður, tókst honum að bjarga lífi 1.100 manna í stríðinu." Steinhouse fór að vinna fyrir CBS-útvarpsstöðina í París 1949 og þar heyrði hann áfram sögur um „góða Þjóðverjanum". Hann tók sig þá til cg kannaði ýmis stríðsskjöl og aðstoð- aði síðan við að smygla Schindler og konu hans yfir til Frakklands. Á veitingahúsi í París voru fyrstu formlegu endurfund- ir Schindlers með nokkrum gyðinganna, sem hann bjarg- aði. Þá um helgina ræddi Steinhouse lengi við Schindler og gyðinginn Itzhak Stem, sem staðfesti söguna í öllum atriðum. Þetta fyrsta einkaviðtal við Oskar Schindler hefur samt aldrei komið á prent fyrr en nú. Á þessum tíma voru ritstjórar dagblaðanna og almenningur búnir að fá sig fullsadda af hryllingssögum úr stríðinu og vildu fara að horfa fram til nýrri tíma og viðtalið lá óbirt hjá Steinhouse í 45 ár. Viðtalið ber þess merki, að það var skrifað 1949 en þá var það venjan, að blaðamaðurinn væri í aðalhlutverkinu og sama og ekkert er haft beint eftir Schindler. Viðtalið, sein birtist í Thc Sundny Te- legraph 3. apríl sl., fer hér á eftir. Eg heyrði Oskars Schindlers fyrst getið hjá bókhaldaranum Itzhak Stern. Þeir höfðu hist í Kraká árið 1939. „Ég verð að viðurkenna það nú, að ég var lengi ákaflega tortrygg- inn gagnvart Schindler," sagði Stern þegar hann hóf sögu sína. „Ég þjáð- ist mikið meðan á hernámi nasista stóð, missti móður mína snemma í Auschwitz og var mjög bitur.“ Undir árslok 1939 var Stern yfir- maður bókhaldsdeildar stórs inn- og útflutningsfyrirtækis í eigu gyðinga og hafði gegnt því starfi frá 1924. Eftir innrás Þjóðveija í Pólland í sept- ember skipuðu nasistar sinn eigin yfirmann eða Treuhánder í öllum helstu fyrirtækjum gyðinga og hinn nýi yfirmaður Sterns var maður, sem kallaður var Herr Aue. Hinn eigin- legi eigandi varð aðeins óbreyttur starfsmaður hjá fyrirtækinu, sem nú var orðið þýskt, og arískir verkamenn voru látnir taka við mörgum störfum gyðinganna. , Aue var mjög ósamkvæmur sjálf- um sér og vakti strax forvitni Sterns. Þótt hann hefði „arískað" fyrirtækið og rekið gyðinga úr störfum eins og honum var uppálagt, þurrkaði hann ekki nöfn hinna burtreknu af al- mannatryggingaskránum en það þýddi, að þeir héldu áfram hinum mikilvægu atvinnuskírteinum. Auk þess gaf hann mönnunum fé á laun. Hafði þessi framkoma að sjálfsögðu mikil áhrif á gyðingana og Stern furðaði sig á henni. Undir lok stríðs- ins komst hann hins vegar að því, að Aue hafði áður verið gyðingatrú- ar, að hann hefði misst föður sinn í Auschwitz 1942 og pólskan, sem hann þóttist tala svo illa, var í raun hans móðurmál. »Þú getur treyst Schindler" Meðan Stern vissi ekki um þetta sá hann enga ástæðu til að treysta Aue og skildi ekki hvað fyrir honum vakti þegar hann kom, aðeins nokkr- um dögum eftir að hafa tekið við fyrirtækinu, og kynnti Stern fyrir vini sínum, sem nýkominn var til Krakár. „Þú veist það, Stern, að þú getur alveg treyst Schindler, vini mínum,“ sagði Aue og Stern heilsaði Schindler kurteislega en svaraði spurningum hans með mikilli gát. „Ég vissi ekki hvað hann vildi og var óttasleginn," hélt Stern áfram. „Fram að 1. desember höfðum við gyðingar í Póllandi verið látnir að mestu afskiptalausir en þegar ég hitti Schindler fór ástandið versnandi dag frá degi. Hann vildi vita hvers konar gyðingur ég væri. Spurði margra spurninga, hvort ég væri zíonisti og þess háttar og ég sagði honum það, sem allir vissu, að ég væri varafor- seti gyðingasamtakanna í Vestur- Póllandi og ætti sæti í miðstjórn zíon- istahreyfíngarinnar. Síðan þakkaði hann mér fyrir og fór.“ Varaói Slern vió Schindler vitjaði Sterns aftur 3. desember en að þessu sinni að nætur- lagi og á heimili hans. Stem segir, að þeir hafi aðallega talað um bók- menntir og Schindler sýndi óvenju- legan áhuga á helstu rithöfundunum á jiddísku. Þeir voru að drekka sam- an te þegar Schindler sagði allt í einu: „Ég hef heyrt, að það eigi að hirða það, sem eftir er, af eigum gyðinga á morgun." Stern áttaði sig á viðvör- uninni og gat komið henni áfram. Hann skildi líka, að Schindler var að reyna að ávinna sér traust hans en hann gat ekki enn skilið hvers vegna. Oskar Schindler, atvinnurekandi frá Súdetahéruðunum í Tékkóslóvak- íu, hafði komið tii Krakár frá heimabæ sínum, Zwittau, nokkrum mánuðum áður en ólíkt því, sem var með flesta þá, sem komu til að sölsa undir sig framleiðslutækin í hinu sigraða Póllandi, þá hafði hann ekki komist yfir verksmiðju, sem tekin hafði verið af gyðingi, heldur var um að ræða gljábrennslufyrirtæki, sem hafði orðið gjaldþrota fyrir mörgum árum. Veturinn 1939-40 hóf hann starf- semina á 4.000 fermetra gólfplássi með 100 starfsmönnum, þar af sjö gyðingum, og skömmu síðar tókst honum að koma Stern að sem bók- haldara. Framleiðslan hófst af mikl- um krafti enda Schindler klókur og harðduglegur og framboð á ódýru vinnuafli var meira en nokkur at- vinnurekandi hafði áður getað látið sig dreyma um. Á fyrsta árinu fjölg-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.