Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 13

Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRIL 1994 —i ‘ ■ i'1 /- .71 iir;i )/.*:■ l*1 ■ i:- i ■ Listdansflokkur æskunnar Ballett í Operunni Myndlistarsýning barna Bömin í leikskólanum Amarborg og á skóladagheimilinu Bakka sýna verk sín dagana 13.-20. apríl og böm- in í leikskólanum Bakkaborg og Fálka- borg dagana 20. apríl - 27. apríl. Sýnt er í húsnæði SVR í Mjóddinni. Þú svalar Icstiaifx' nf d;ipsins_ á^sjdum M(>guans! __ æ- ' - 'í __________Ballett______________ Ólafur Ólafsson Listdansflokkur æskunnar: Ball- ett í óperunni. Danshöfundar: David Greenall, Aðalheiður _ Halldórsdóttir, Kristín A. Ogmundsdóttir, Ivg- enia Makarova, Jules Perrot, Tom Bosman, Alvin Ailey, Laur- en Hauser, Ingibjörg Björns- dóttir. Tónlist: Ur ýmsum áttum. Flytjendur: Sinfonietta æskunn- ar og ýmsir flytjendur. Hljómsveitarstjóri: Ríkharður Þórhallsson. Búningar: Coco, Joey. Skólastjóri Listdansskóla ís- lands: IngibjÖrg Björnsdóttir. Listdansstjóri: David Greenall. Islenska Operan, apríl 1994. Það hefur verið kraftur í starf- semi Listdansflokks æskunnar að undanförnu. Dagskráin hefur verið fjölbreytt, sýningarnar vel sóttar og stemmning á sýningum og móttökur áhorfenda með endæm- um góðar. Þennan listdanshóp skipa þeir nemendur Listdansskóla íslands, sem lengst eru komnir í námi og reyndar tveir dansarar úr íslenska dansflokknum að auki. Allt er þetta tilkomið fyrir áhuga og áræði nemendanna og trú stjórnenda Listdansskólans á nema sína, en ekki síst fyrir ótnílega elju, útsjónarsemi og kjark list- dansstjóra flokksins, David Gre- enalls. Listdansflokkur æskunnar er nauðsyn dönsurunum til að þroskast sem listamenn, því þeir þurfa að koma verkum sínum fyrir áhorfendur. Ef tækifærin koma ekki uppí hendur manns, þá verður að skapa þau. Sýning Listdans- flokks æskunnar í íslensku óper- unni er einmitt glöggt dæmi um það, þegar ungir vaxandi lista- menn standa á sínu og skapa sér tækifæri. Flokkurinn er ferskur blær í ballett á íslandi í dag. Á sýning- unni kenndi ýmissa grasa. Um helming efnisskrárinnar hefur flokkurinn sýnt áður. Af þeim hluta var það einkum Bændatví- dansinn úr Giselle, sem hafði tekið stakkaskiptum. Búið var að svið- setja þennan hefðbundna kafla nokkuð skemmtilega fyrir fjóra dansara. Hann gaf fleiri dönsurum tækifæri og var líka fallega og vel dansaður. Af nýjum atrioum er vert að minnast á Tilbrigði úr Þyrnirósu, eftir Lauren Hauser, sem nú starfar hér á landi eftir dansferil við New York City Bal- lett. Þessi sex kloss'sku sóló voru samin fyrir flokkinn og þjóna fyrst og fremst því hlutverki að þjálfa dansarana og gefa þeim nauðsyn- leg tækifæri til að reyna sig sem sólóistar. Það tókst dálítið misjafn- lega, en í heild mjög þokkalega. Tom Bosman var gestakennari við Listdansskólann í vetur og setti saman Karakterdans fyrir stúlk- urnar í hópnum. Það atriði var með ánægjulegustu atriðum kvöldsins og makalaust hvað stutt- ur tími hans hér á landi hefur skil- að miklu af sér. Lokaatriði sýning- arinnar var Valse triste sem Ingi- björg Bjömsdóttir samdi við tónlist Jean Sibelius. Sinfonietta æskunn- ar undir stjórn Ríkharðs Þórhalls- sonar flutti tónlistina. Kóreógrafía Ingibjargar var falleg og hæfði tónlistinni mjög vel. Að vísu þrengdi sviðið nokkuð að dansinum og hann hefði notið sín mun betur á stærra sviði. Vandaður loka- punktur við góða kvöldstund. í heild mega aðstandendur sýn- ingarinnar mjög vel við una eftir veturinn. Það er þrekvirki að koma upp sýningu sem þessari, án þess að hafa nokkra aðra sjóði en sína eigin til að ganga í. Þau hafa skap- að sér sín eigin tækifæri. Samvinn- an við tónlistarmennina er einnig mikilvæg. Þessi duglegu ungmenni hafa sannað dugnað og hæfileika með þessu og tendrað ljós, sem eflaust á eftir að skína mun skærar. Óvitar í Færeyjum HAVNAR Sjónleikarfélag frumsýndi sl. föstudagskvöld íslenska barna- leikritið Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur í þýðingu Martins Næs. 30 leikarar tóku þátt í sýningunni, 10 fullorðnir og 20 börn. í Óvitum eru það einmitt börnin sem leika fullorðna fólkið og öfugt. Sex af bókum Guðrúnar Helga- dóttur hafa verið gefnar út í Færeyj- um í þýðingu Martins Næs, þar á meðal bækurnar um þá félaga Jón Odd og Jón Bjarna. Þeir eru í miklu uppáhaldi meðal Færeyinga, jafnt ungra sem aldinna. Ovitar eru annað verkefni Sjónlei- karfélagsins í vetur og fyrir áramót var Hafið eftir Ólaf Hauk Símonar- son leikið við góðar undirtektir. Á fimmtudagskvöld sýndi Fær- eyska sjónvarpið hálftíma þátt um vinnu leikstjóra og leikmyndateikn- ara við tilurð sýningarinnar. Það er Sigrún Valbergsdóttir sem leikstýrir Óvitum, en Messíana Tómasdóttir er höfundur leikmyndar og búninga. Nemendasýning Listdansskóla íslands verður í Þjóðleikhúsinu Sýning- Listdansskólans HIN árlega nemendasýning List- dansskóla Islands verður í ÞJóð- leikhúsinu, þriðjudaginn 19. apríl kl. 20. Sýningin er tvískipt, fyrri hlutinn Lítið ævintýri er frumsamið dansæv- intýri þar sem allir nemendur skólans koma fram, hátt í hundrað talsins. Lítið ævintýri er eftir kennara skól- ans, Ingibjörgu Björnsdóttur, Nönnu Ólafsdóttur, Auði Bjarnadóttur, Mar- gréti Gísladóttur og Tom Bosma, sem var gestakennari við skólann í vetur. Síðari hlutinn er af verkefnaskrá Listdansflokks æskunnar sem sýnir verkin Ferðalag og Bóleró ásamt nokkrum sígildum sólódönsum. List- dansflokkur æskunnar var stofnaður fyrr á árinu og hefur þegar haldið nokkrar sýningar meðal annars á Sólon íslandus og í íslensku óper- unni. Dansarar Listdansflokks æsk- unnar eru allir nemendur Listdans- skóla Islands ásamt tveimur dönsur- um íslenska dansflokksins. Stjórn- andi hópsins og danshöfundur er David Greenall. Tveir undirleikarar Listdansskól- ans, þær Olga Bragina og Björg Bjarnadóttir, leika í nokkrum atrið- um á sýningunni. Aðeins verður ein sýning og er miðasala hjá Þjóðleik- húsinu. (Fréttatilkynning) VORDAGAR Rýmum fyrir nýjum skóm Gerið góð kaup cVjDVttSL PÓKÐAK g<edú öfy pjóYUA&ta/ KIRKJUSTRÆTI 8, SÍMI 14181 ecco- LAUGAVEGI 41, SÍMI 13570 -sniðin að mannleéum TOPPI TIL TÁAR Uppbyggilegt lokað námskeið. Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. Strangur megrunarkúr sem tist fylgt er eftir daglega með and- onum legum stuðningi, einkaviðtölum tvo og fyrirlestrum um mataræði geta og hollar lifsvenjur. fostu- Heilsufundir þar sem farið er t hafa yfjr förðun, klæðnað, fram- ndi komu og hvernig á að efla sjálfstraustið. Þetta námskeið er eingöngu ætlað þeim konum sem berjost Þessi Yjý aukakílóin. m Tveir fastir tímar °g tveir frjáisir i hverri viku. KORTAKERFIÐ ■ Rautt kort. Rauða kortið eru líkast þvi sem áður gerðist hjá okkur í JSB. Þetta kort hentar þeim konum i sem eru tilbúnar að binda sig við tvo ! ákveðna tíma í viku, en auk þess geta þær svo mætt í tvo frjálsa tíma á fostu- dögum og laugardögum. Rauð kort hafa forgang i þann flokk sem viðkomandi skráir sig í. Skráning er takmörkuð. ■ Grænt kort. Grænt kort gildir i alla flokka alla daga vikunnar þar til flokkarnir eru fullsetnir. Þessi kort eru miðuð við þarfir þeirra sem vilja hafa sveigjanleika á mætingu og ástundun. Barnapössun í Suðurveri alla daga frá kI. 9-16. Lelkhorn fyrir krakkana [ Urniinhnnri c 11 rm r v p n i LIDAIIMRPPíTI Hringið og pantið kort eða skráið ykkur í flokka. Sími 813730 TOOfilI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.