Morgunblaðið - 17.04.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.1994, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRIL 1994 Frumniðurstöður tilrauna á mönnum hafa reynst jákvæðar Bólusetning með nefúða myndar víðtæk mótefni Frumniðurstöður rannsókna á bólusetningu slimhimnu með nefúða gefa til kynna góðan árangur en tilraunir á 26 háskóla- stúdentum með þessari aðferð standa nú yfir. Fyrirtækið Lyfja- þróun hf. stendur fyrir rannsóknunum- í samvinnu við Statens Seruminstitut í Kaupmannahöfn en verkefnisstjóri er Sveinbjörn Gizurarson, lektor í lyfjafræði við Háskóla íslands. Með því að bólusetja slimhimnu er hægt að ná fyrr til örvera heldur en með stungubólusetningu, þ.e. á smitstað, og drepa þær áður en þær ná að sýkja einstaklinginn en slímhimnan myndar ónæmis- svörun á öllum öðrum slímhimnum líkamans, svo og í blóði og öðrum líkamsvessum. Morgunblaðið/Júlíus Vandamál við þróun bóluefna hefur verið að finna hjálparefni eða ónæmisglæða, þ.e. efni sem hvetur til myndunat ónæmis. Rannsóknir á árangri slímhimnu- bólusetningar hófust með dýratil- raunum og segir Sveinbjöm að þær hafi gengið vel og tekist hafi að fínna hjálparefni sem hvetja til ónæmismyndunar og mælingar sýnt góða ónæmissvör- un. „Með því að bólusetja með nefúða má ná fram ónæmisvernd á öllum slímhimnum líkamans en langflestar sýkingar smitast af einni slímhimnu yfir á aðra. Þeg- ar bóluefni er sprautað undir húð, sem er algengasta aðferðin í dag, fæst nánast eingöngu mótefnamyndun í blóðinu en best er að ráðast að smitinu á mynd- unarstað, sem er slímhimnan. Fyrstu niðurstöður okkar sýna að bólusetning á eina slímhimnu með nefúðaaðferðinni myndar ónæmissvörun á öllum öðrum slímhimnum líkamans en líka í húð, blóði og öðrum líkamsvess- um,“ segir Sveinbjöm og segir ávinninginn fólginn í því að þróa bólusetningar við öndunarfæra- sýkingum, meltingarfærasýking- um, kynfærasýkingum og fleiri smitsjúkdómum. Tilraunir á mönnum hafnar SVEINBJÖRN Gizurarson stendur hér hjá Barböru Stan- zeit líffræðingi, sem tekur blóð- sýni úr einum þeirra 26 sjálf- boðaliða sem tók þátt i tilraun- inni, en fyrstu mælingar benda til, að árangur með slímhimnu- bólusetningu sé góður. Á þessari teikningu sést hvernig bólusetning á eina slímhimnu myndar ónæmissvörun á öllum öðrum slímhimnum likamans og víðar. Teikningin birtist með grein Sveinbjörns i siðasta tölu- blaði Mixtúru, blaði lyfjafræðinema. Tilraunirnar á mönnum hófust í byijun mars í samstarfí við læknana Helga Valdimarsson og Friðrik K. Guðbrandsson en alls eru 26 manns í tilraunahópnum. Bólusett er við stífkrampa og barnaveiki með nefúða og síðan hafa verið tekin sýni vikulega af munnvatni og nefskoli auk blóð- sýna. Sýna fyrstu niðurstöður að sambærileg svörun næst með nefúðabólusetningu og með sprautu. Mikið starf framundan Sveinbjörn segir að mikið starf sé framundan við að mæla sýnin nánar og flokka mótefnin en unnið verður áfram að mælingum í sumar. Þá þarf að skoða nánar skammtastærðir og áhrif þeirra, hvort mismunur sé á verkun bólu- efnanna hjá börnum og fullorðn- um. Næsta skref varðandi til- raunir á mönnum mun sennilega fara fram á dönskum hermönn- um. Rannsóknir Lyfjaþróunar hf. hófust árið 1991 undir stjórn Sveinbjörns sem stundaði fram- haldsnám í Danmörku og vann að rannsóknum þar og í Japan. Að Lyfjaþróun hf. standa Lyfja- verslun ríkisins, Lyf hf., Tækni- þróun hf., Lýsi hf. og Steinar Waage en verkefnið er einnig unnið í samráði við Statens Ser- uminstitut í Kaupmannahöfn. Samstarfsmenn Sveinbjörns hafa verið Rúna Hauksdóttir hjá Lyfjaverslun ríkisins og Baldur Hjaltason hjá Lýsi hf. og í Kaup- mannahöfn Iver Heron og Henrik Aggerbeck. jf Öndunarfærin (lungu og nef) y/ * Munnvatnskirtlar óg^nunnhol (V X 'y' Tárakirtlar og augu (f V X\ Mjólkurkirtlar og brjóstamjólk Meltingarfærin (t.d. þarmar) \ (Húðj Vessar líkamans, blóði Útttekt RALA Þónokkur útbreiðsla kögurvængju FYRSTU niðurstöður sérfræð- inga Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins í rannsókn á útbreiðslu svokallaðrar blóma- kögurvængju gefa til kynna að útbreiðsla hennar sé þónokkur hér á landi. Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómasérfræðingur, segir að kögurvængja hafi þeg- ar fundist í 8 til 10 gróðrastöð- um með blóm og 2 stöðvum með grænmeti. Kögurvængja er skordýr og sækir sérstaklega í blóm og sýgur safa blaða þeirra sem og blaða græn- metisplatna. Mik- ið magn hennar getur valdið minnkandi vexti og jafnvel upp- skerubresti. Halldór Sverrisson sagði að kög- urvængjan gæti hafa komið upp með tvennum hætti. Hún gæti hafa borist til landsins með inn- fluttum blómum eða komið upp á yfirborðið eftir að hafa legið niðri í þijú ár hér á landi. Eitur eða maurar Ung kögurvængja er ljósgræn og fullorðin dökkleit og getur flog- ið. Halldór sagði að tvær aðferðir væru tii að vinna á kögurvængj- unni. Blómaræktendum væri ráð- lagt að nota eitur til að útrýma henni og grænmetisræktendum að nota ránmaura. Engu að síður væri ljóst að ekki væri hægt að útrýma kögurvængju algjörlega úr gróðurhúsum með grænmeti fyrr en húsin væru hreinsuð að hausti. Úttekt RALA nær til ræktenda á Suðurlandi og í Borgarfirði auk þess sem ætlunin er að kanna hús á Norðurlandi. Aðrir geta sent inn sýni til rannsóknar. 500 þúsund til hreins- unardaga BORGARRÁÐ hefur samþykkt að leggja til 500 þús. króna aukafjárveitingu vegna hreins- unar- og fegrunardaga í hverf- um borgarinnar. í maímánuði standa yfir hreins- unar- og fegrunardagar í hverfum borgarinnar í samvinnu við íbúa- samtök og hverfafélög. Fjárveit- ingin er ætluð til að styrkja fram- takið og er gert ráð fyrir að fjár- hæðin skiptist á milli 10 til 12 hverfafélaga. Stuðningur borgar- innar miðast við þátttöku í kynn- ingum og auglýsingu, grillveislu, leiktækjum og hljóðkerfí. Morgunblaðið/Kristinn Listasafn Kópavogs LISTASAFN Kópavogs, Gerðarsafn, verður formlega opnað í dag, sunnu- daginn 17. apríl. Um leið verður opnuð sýning á úrvali verka úr gjöf sem erfingjar Gerðar Helgadóttur færðu Kópavogsbæ árið 1977 og hafa sum verkanna aldrei áður verið sýnd opinberlega. í listasafninu verður einnig til sýnis úrval verka eldri íslenskra málara, sem Kópavogskaupstaður hefur keypt siðustu 30 ár og úrval úr gjöf sem minningarsjóður Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar færði Kópavogsbæ til minningar um þau hjón. Hætt var við keppni í götubolta á heilsudögum ÍFA Málshöfðun var hótað SAMTÖKIN íþróttir fyrir alla, sem gangast fyrir heilsudögum 16.-18. apríl, hafa hætt við götuboltakeppni, „streetball11, sem halda átt í sam- vinnu við KKÍ á bílastæðum Kringlunnar sunnudaginn 17. apríl, en að öðru leyti verður dagskrá heilsudaganna óbreytt. Að sögn Gunn- laugs Grettissonar, framkvæmdastjóra ÍFA, er ástæðan sú að Sport- menn hf., sem sótt hafa um skráningu á vörumerkinu „Streetball" hjá Einkaleyfisstofunni, hótuðu málshöfðun vegna þess að orðið var notað í auglýsingum ÍFA um keppnina. Fyrirhuguð götuboltakeppni hafði verið auglýst I fjölmiðlum nú í vik- unni, og var orðið „streetball" notað í auglýsingunum. Gunnlaugur sagði að á fímmtudaginn hefði borist bréf frá Sportmönnum hf. undirritað af Ólafi B. Schram framkvæmdastjóra þess, þar sem farið var fram á að fyrirhuguð keppni yrði felld niður, ella kæmi til málshöfðunar þar sem farið yrði fram á skaðabætur og greiðslur fyrir notkun vörumerkis- ins. , „Okkur fannst það ekki vera þess virði að standa í einhveiju karpi um þetta og drógum við því keppnina til baka,“ sagði Gunnlaugur. Islenskt sölufyrir- tæki stofnað í Chile SÖLUFYRIRTÆKI í eigu Sæplasts, Hampiðjunnar, Icecon og verkfræðistofan Meka hefur tekið til starfa í Chile. Kristján Aðal- steinsson, framkvæmdasljóri Sæplasts, sagðist binda miklar vonir við að með stofnun fyrirtækisins takist að vinna nýja markaði fyrir íslenskan iðnvarning. Hann sagði áætlun eigenda fyrirtækis- ins ganga út á að reka það til reynslu í þrjú ár og endurmeta síðan stöðuna. „Við vitum að það er þörf fyrir okkar vörur á þessum markaði. Við komum til með að miða okkar mark- aðsstarf við að það taki 3-4 ár að koma okkur almennilega inn á þenn- an markað," sae'ði Kristján. Undirbúningur að stofnun fyrir- tækisins hefur staðið allt síðastliðið ár, en áður hafði Útflutningsráð unnið að markaðskönnun í Chile. Búið er að ráða starfsmann frá Chile að fyrirtækinu, en formiega tekur það til starfa eftir mánaðamótin. Sæplast hefur í gegnum árin selt nokkuð af kerum og trollkúlur til Chile, en hefur nú áætlanir uppi um að auka sölu þangað verulega. Meka og Icecon stefna að því að selja ráð- gjafarþjónustu til Chile og Hampiðj- an veiðarfæri. Auk þess mun sölufyr- irtækið taka aðrar íslenskar vörur í umboðssölu ef áhugi er fyrir því meðal íslenskra fyrirtækja. Kristján sagði það sitt mat að til að ná árangri á svona fjarlægum mörkuðum verði íslensk fyrirtæki að vera með söluskrifstofu í viðkomandi landi. Hann sagði að frátöldum mörkuðum í S-Ameríku einbeiti Sæ- plast sér að mörkuðum í Evrópu. Hann sagði vitað að stór markaður sé fyrir ker og trollkúlur í Rúss- landi, en vandamálið sé að greiðslur frá Rússum séu óöruggar og því fylgi mikil áhætta viðskiptum þar eystra. Sæplast seldi á síðasta ári um 1.000 ker til Rússlands í gegnum umboðs- fyrirtæki í Evrópu. Hann sagði óvíst hvort framhald verði á þessum við- skiptum í ár. ------♦ ♦ ♦----- Piltarnir úr Keflavík Aftur leitað með neðansiáv- armyndavél PILTANNA tveggja úr Keflavík, sem saknað hefur verið síðan í lok janúar, var á þriðjudag leitað með neðansjávarmyndavél. Viku eftir hvarfið var leitað með neðansjávarmyndavél og nú var farið aftur yfír svæðið frá Stakksvík inn að Vogum. Leitin bar ekki árangur. Að sögn lögreglunnar í Keflavík hafa fjörur verið gengnar reglulega fra því piltarnir hurfu en engar mark- tækar vísbendingar hafi borist um hvar þeir gætu verið niður komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.