Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 29
MORGUNBLA.ÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994
29
mæðraskólans á Laugum. Halldóra
var fædd 26. júní 1905 á Sandi í
Aðaldal. Foreldrar hennar voru Sig-
urjón Friðjónsson, bóndi þar, og kona
hans Kristín Jónsdóttir. Sigurjón var
sonur Friðjóns bónda á Sandi Jóns-
sonar bónda á Hafralæk Jónssonar
og konu hans Sigurbjargar Guð-
mundsdóttur Stefánssonar frá Síla-
læk. En Kristín var dóttir Jóns bónda
á Rifkelsstöðum í Eyjafirði Ólafsson-
ar Jónssonar bónda á Stokkahlöðum
og konu hans Halldóru Asmunds-
dóttur Gíslasonar frá Þverá í Dals-
mynni.
Hal'.dóra var sjöunda í röð tíu
barna Siguijóns og Kristínar sem upp
komust. Eldri voru Amór, skólastjóri
Alþýðuskólans á Laugum, síðar
starfsmaður Hagstofu íslands, Unn-
ur, húsfreyja á Laugabóli í Reykjad-
al, Áskell, bóndi í Laugafelli í
Reykjadal, Dagur, skólastjóri bama-
skólans á Litlulaugum, Fríður, ljós-
móðir, síðast á Sólvangi í Hafnar-
firði og Sigurbjörg, húsfreyja á Litlu-
laugum í Reykjadal, en yngri Ing-
unn, sem lést úr berklum fulltíða,
Ásrún, hjúkrunarkona á Hvítaband-
inu í Reykjavík, og Bragi, alþingis-
maður og bankaútibússtjóri á Akur-
eyri. Lifa Áskell, Fríður, Sigurbjörg
og Bragi systur sína.
Halldóra fluttist á fyrsta ári með
foreldrum sínum að Einarsstöðum í
Reykjadal þar sem þau tóku við hálfri
jörðinni til ábúðar eftir að Haraldur
Siguijónsson, mágur Kristínar, lést
um aldur fram. Voru þetta ráð Ásr-
únar húsfreyju Jónsdóttur og föður
systranna. Foreldrar þeirra höfðu
flutt í Einarsstaði þegar þau brugðu
búi. En þriðja systirin, Kristjana,
hafði gifst í Stórulaugar í Reykjadal
Aðalgeiri Davíðssyni, bónda þar. Sig-
uijón og Kristín höfðu einmitt kynnst
þegar Siguijón var heimiliskennari á
Einarsstöðum hjá Haraldi og Ásrúnu
og var kært með þeim og húsfreyju.
Var þeim því ljúft að flytja fram í
Reykjadal, þó einkum Kristínu sem
naut þar nábýlisins við eldri systur
sínar. Þau Siguijón og Kristín bjuggu
á Einarsstöðum til 1913 þegar þau
tóku hálflendu Litlulauga í sömu
sveit á leigu og fluttu þangað með
öllum börnum sínum. Þar bættist
þeim fóstursonur, Gísli T. Guð-
mundsson, systursonur Siguijóns.
Seinna keyptu þau jörðina alla og
bjuggu þar til æviloka.
Halldóra var snemma rösk til allra
inniverka og gekk í heimilisstörfin
með móður sinni af miklum dugnaði
enda margt að iðja á stóru heimili.
Voru þær mæðgur mjög samrýndar
Oog einhuga um verk. Ekki minnkuðu
annir þeirra við það að Siguijón tók
mikinn þátt í málefnum Kaupfélags
Þingeyinga og stjómmálum. Settist
hann á þing sem varamaður Hannes-
ar Hafstein, þegar hann lét af störf-
um sökum heilsubrests, og sat alls
fjögur þing. Var því gestkvæmt á
Litlulaugum. Ábyrgðin af heimilinu
lagðist þó enn þyngra á herðar Hall-
dóru fyrir það að Kristín varð berkla-
veik.
Halldóra var þó ekki aðeins hveij-
um röskari til vinnu heldur einnig
til bóknáms. Hún naut fýrst leiðsagn-
ar Arnórs, bróður síns, og Helgu
Kristjánsdóttur, mágkonu sinnar, við
Alþýðuskólann á Breiðumýri
1922-23 og síðar á Laugum 1926-27,
þegar skólinn hafði verið fluttur
þangað. Eftir það fór hún til náms
í hússtjómarfræðum til Svíþjóðar,
fyrst við húsmæðraskólann Hels-
ingegárden 1927-28. Húsmæðra-
kennaraprófí lauk hún hins vegar í
Rimforsa 1930. Enn fór hún í náms-
ferð til Norðurlanda 1950 og tók
m.a. þátt í kennaranámskeiði í upp-
eldishagfræði í Uppsölum.
Áður en Halldóra lauk húsmæðra-
kennaranámi hafði verið komið á fót
húsmæðraskóla á Laugum undir
stjórn Kristjönu Pétursdóttur alþing-
ismanns Jónssonar á Gautlöndum og
hafði verið ákveðið að Halldóra tæki
þar við kennslu í hússtjómarfræðum.
Halldóra hóf þar störf 1930. Varð
húsmæðraskólinn síðan starfsvett-
vangur hennar meðan kraftar hennar
entust til kennslu. Tók hún við skóla-
stjórn að Kristjönu látinni 1946 og
gegndi henni allt til ársins 1966 eða
í tuttugu ár.
Skólasetrið á Laugum var reist í
túnfæti Litlulauga fyrir atbeina
þeirra feðga Siguijóns og Arnórs.
Gaf Siguijón lóð undir skólana og
hitaréttindi til hitunar þeirra. Fjögur
systkinanna áttu eftir að sinna
kennslustörfum þar en ekkert eins
lengi og Halldóra. Rækti hún það
starf af áhuga, stakri alúð og að-
gæslu. Var henni umhugað um að
af skólanum færi hið besta orð, þar
væm úrvalskennarar og námsmeyjar
menntuðust þar bæði til munns og
handa. Þá var það henni kappsmál
að húsakynni skólans væru ætíð í
besta horfí og þrifnaður hvergi meiri.
Samstarf hennar og annarra kennara
var með ágætum og unnu flestir
þeirra með henni áratugum saman
að velferð skólans. Samskipti hennar
við stjórn skólans voru og góð. En
mestur styrkur við skólastjómina
mun henni þó hafa verið af Áskeli,
bróður sínum. Öll árin sem hún starf-
aði við húsmæðraskólann sá hann
um bókhald hans. Var þeim báðum
samviskusemi í blóð borin og heið-
arleiki í ljárgæslu ailri. Svo ríkar
voru kröfur Halldóru til sjálfrar sín
að duga við skólastjórnina að hún
gekk að lokum fram af heilsu sinni
og varð því að láta af störfum. Flutt-
ist hún þá til Reykjavíkur og síðar
á Seltjarnarnes og bjó lengstum hjá
Kristínu, dóttur sinni. Alltaf leit hún
samt á Reykjadal sem sína heima-
byggð og hvarf hún norður í Laugar
þegar snjóa leysti á vorin.
Halldóra giftist 1933 Halldóri Víg-
lundssyni, síðar vitaverði. Þau slitu
samvistir 1942. Þeim varð þriggja
barna auðið. Þau eru Halldór, yfír-
læknir á Kristnesspítala, kvæntur
Bimu Bjömsdóttur, vefnaðarkenn-
ara, og eiga þau fjögur uppkomin
böm. Svanhildur, starfsmaður
BSRB, var gift Arnaldi Valdimars-
syni, starfsmanni Skattstofunnar í
Reykjavík, og eiga þau fjögur böm,
og Kristín, starfskona Kvennalistans,
gift Jónasi Kristjánssyni, ritstjóra,
og eiga þau ijögur börn.
Halidóru var mjög annt um böm
sín. Velferð þeirra, bamabama og
barnabamabama tók ekki síður hug
hennar en kennslan og skólastjómin.
Er það líklegast ríkasti votturinn um
atorku hennar og nægjusemi fyrir
sjálfa sig að hún kom börnum sínum
til mennta ein og óstudd. Bera þau
öll uppeldi hennar og menningu gott
vitni.
Halldóra var fremur hlédræg, fá-
mælt og orðvör þótt hún væri alveg
feimnislaus og ákveðin í framkomu.
Hún var meðalkona á hæð, beinvax-
in og grannholda, andlitsdrættimir
skarpir og festa í svipnum, dökk-
hærð en hærðist snemma. Hreyfíng-
ar hennar vom kvikar og í fullu sam-
ræmi við röskleika hennar. Hún var
fremur alvörugefin en hress í tali við
kunnuga. Ræktarleg var hún við þá
sem henni voru hollir og hlý þeim
sem henni geðjaðist að.
Ég sem þetta rita var svo lánsam-
ur að eiga Halldóm að föðursystur.
Engin kona önnur en móðir mín ann-
aðist mig barnið eins og hún, engin
önnur en móðir mín lét sér jafntítt
um þroska minn og hún. Drengurinn
eyddi ég summnum með henni. Strax
og vorskólinn á Akureyri var búinn
fór ég austur í húsmæðraskóla til
hennar. Einnig ferðaðist ég með for-
eldrum mínum og henni um allt land
svo langt sem vegir leyfðu. Mér varð
þá fullljóst að foreldrum mínum var
návist fárra jafnkær og hennar enda
fannst mér hún hvergi njóta sín jafn-
vel og með þeim nema í samskiptum
við Áskel, bróður sinn. Þau þijú
systkinin vom næsta lík að andlits-
falli og gerð og áhugasvið þeirra var
svipað um margt. Þó hafði Halldóra
lítinn áhuga á þessum ámm á stjóm-
málum. Þær frænkur móðir mín og
Halldóra voru báðar afarröskar til
vinnu. Höfðu þær ungar orðið að
sinna heimilisstörfum þegar mæður
þeirra veiktust af berklum og sam-
hugur þeirra virtist koma af sjálfu
sér þótt þær væm óskaplíkar. Engin
mágkvenna móður minnar virti kosti
hennar eins og Halldóra enda leitað-
ist móðir mín alltaf eftir að verða
henni að hveiju því liði sem hún gat
hvort sem það var um aðdrætti til
skólans eða fyrirgreiðslu vegna
barna hennar.
Mér finnst síðan ég ferðaðist barn
með foreldmm mínum og Halldóm,
föðursystur minni, hringinn kringum
landið að engin landafræði og sögu-
kennsla hafi verið betri. Þau þeystu
ekki um sveitir og kauptún landsins
heldur gáfu sér tóm til að skoða
kennileiti, glöggva sig á bæjamöfn-
um, ræða landsins gögn og gæði,
rifja upp frásagnir úr hémðum og
sögu staða og heimsækja fólk enda
þekktu þau systkinin víða til. Ekki
var það síður gott veganesti drengn-
um að fá að kynnast þeim anda
menningar sem ríkti í Húsmæðraskó-
lanum á Laugum. En best var að
dveljast með Halldóru einni í Varma-
hlíð og njóta kyrrðarinnar með henni.
Heiman frá mér var ég vanur stöð-
ugum ys og þys enda við systkinin
mörg og mjög gestkvæmt en á sumr-
in dvaldist Halldóra langdvölum ein
þegar þetta var enda börnin farin
að heiman til náms og starfa. Móðir
mín sagði mér síðar að Halldóm
hefði þótt félagsskapur af að hafa
mig hjá sér í Varmahlíð og þar fannst
mér líka indælt að vera. Hún hafði
gott fyrir mér og leiðbeindi mér á
sinn hljóðláta hátt. Bar ég óblandna
virðingu fyrir henni eins og mér virt-
ust einnig allir aðrir gera. Hún var
mér raungóð fóstra. Það fékk ég
henni aldrei fullþakkað.
Úlfar Bragason.
Minning
Sigrún Halldórsdóttir
Fædd 18. janúar 1917
Dáin 6. apríl 1994
Á morgun, mánudag 18. apríl,
verður gerð útför móður minnar,
Sigrúnar Halldórsdóttur frá, Foss-
vogskirkju. Það er með djúpum sökn-
uði sem ég minnist hennar og kveð.
Hún lést í Landspítalanum 6. apríl
sl. eftir mánaðarlegu þar.
Á svona stundu vakna margar
spumingar, en engin em svörin.
Hvað kemur upp í hugann á þesari
stundu er ung kona í blóma lífsins
fellur frá?
Minningar um góða móður og
ömmu og skemmtilegar stundir rilj-
ast upp, minningar sem munu lifa
ævilangt. Efst í huga mínum er þakk-
læti fyrir að hafa átt mínar yndislegu
stundir með lífsglaðri móður. Stund-
um okkar fór fjölgandf síðustu árin
er við deildum saman áhugamálum
okkar og skiptumst á skoðunum.
Alltaf þótti mér gott að geta leitað
til hennar ef mér lá eitthvað á hjarta.
Oft var glatt á hjalla hjá okkur mæðg-
unum, ég sat stundum tímunum sam-
an og hlustaði á hana segja frá yngri
árum sínum. Minningar hennar
hrönnuðust upp, frá æskuárum sínum
í Svanahlíð á Akranesi, þar sem hún
var fædd og uppalin. Frá því hversu
dugmikla foreldra hún átti, frá
prakkarastrikum sínum í sveitinni.
Hún var greinilega fjörmikil stúlka.
Hún kenndi manni ýmislegt sem for-
eldrar hennar kenndu henni, svo ég
hef gott vegánesti í framtíðinni.
Móðir mín ólst upp í stórum systk-
inahópi. Alls urðu þau 16 talsins,
eftirlifandi eru 11.
Mamma var virkilega hjálpsöm
kona, vildi allt fyrir alla gera, hún
gaf virkilega mikið frá sér. Stærsta
áhugamálið okkar var að kynna okk-
ur dulræna hluti, hvort líf væri eftir
þetta líf, miðilsstörf og ýmislegt í
þeim dúr. Þetta var okkur svo fjar-
lægt þá. Við komumst að þeirri niður-
stöðu að eftir aðskilnað okkar á jörðu
hér myndum við hittast hinum megin
og að dáið fólk gæti fylgst með okk-
ur, sem mennsk erum hér á jörð.
Þar sem hún hefur nú kvatt okkur
hér trúi ég að hún hafí uppgötvað
annað líf og sé nú í faðmi pabba síns
og bræðra. Ég veit hún hefur enn
auga með okkur og er ekki alveg
horfín. Aldrei hafði ég leitt hugann
að því hversu trúuð hún væri, ég
man þó er við systumar vorum yngri
og faðir okkar á sjó var okkur kennt
að biðja fyrir honun, aldrei var farið
að sofa fýrr.
Ég veit það hefur mikið reynt á
þessa trú hennar, er hún bað fyrir
móður sinni, elsku ömmu minni, sem
þá lá veik á sjúkrahúsi og fyrir sum-
um systkina sinna. Er hún vissi að
ég væri löt við að fara með mínar
bænir skammaði hún mig oft, svo
núna loksins hef ég lært þetta. Ef
hún vissi um batamerki eftir bænir
sínar var alltaf viðkvæðið að þetta
væri honum Guði að þakka. Ég veit
að hún heldur áfram að biðja fyrir
okkur á nýja heimilinu sínu.
Það var sama hvað móðir mín tók
sér fyrir hendur, hún var alltaf jafn
myndarleg. Alltaf var jafn fínt í
kringum hana. Þar sem dauðinn var
okkur svo fjarlægur batt maður von-
ir við bata, ef einhver batamerki
sáust varð maður bjartsýnn. Oft
hugsaði ég hversu gaman yrði ef hún
næði sér, því þá skyldum við ekki
spara tímann saman. Það var svo
margt sem okkur langaði að gera,
en þeir draumar okkar verða að bíða
þar til í næsta lífí.
Hún skilur eftir sig stórt skarð,
en minningarnar munu ylja okkur
um hjartarætur, minningar um ynd-
islega móður og ömmu munu lifa.
Ég veit að sonur minn mun heiðra
minningu ömmu sinnar, er hann hef-
ur þroska til. Einhvern tímann segi
ég honum frá þeirra samverustund-
um og kenni honum það sem hún
kenndi mér.
Þá daga er við hittumst ekki not-
uðum við óspart símann, aldrei leið
sá dagur að við vissum ekki hvor
um aðra. Það er svo skrýtið að aldr-
ei framar muni ég heyra glaðlega
rödd móður minnar á hinum enda
línunnar. Þar sem hún er núna kom-
in á vit nýrra ævintýra og ég veit
að henni líður vel sætti ég mig við
að kveðja hana sem góða móður og
bestu vinkonu, sem ég hef átt. Hún
verður mér ávallt efst í huga.
Amma mín minnist hennar sem
stillts og góðs bams. Hjálpsamrar og
skemmtilegrar dóttur. Alltaf fannst
þeim gaman að tala saman og veit
ég vel að þetta er erfíð raun fyrir
ömmu mína, að horfa á eftir fimmta
baminu sínu. Guð gefí henni styrk.
Sigrún var dóttir Helgu Jónínu
Ásgrímsdóttur, Akranesi, og Hall-
dórs Magnússonar, Akranesi, sem
lést 1977.
Elsku amma, Linda, Helga, Birkir
Freyr, móðursystkini og aðrir ástvin-
ir, megi Guð veita ykkur styrk og
trú í þessari miklu raun, svo ykkur
auðnist að bera sorg ykkar fram á
veg vöna og minninga, minninga um
móður, ömmu, dóttur og systurina
bestu, sem gaf ykkur svo mikið.
Blessuð sé minning hennar.
Dýrleif Ólafsdóttir.