Morgunblaðið - 17.04.1994, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 17.04.1994, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994 43 Noregs aðstöðunni í Noregi og leggja jafn- aldra sína að velli í keppni, sem þeir höfðu aldrei áður tekið þátt í.“ Jón Magnús sagði að þessi árangur strákanna hafi sannað að það er hægt að æfa og keppa í kappróðri á íslandi. „Það var mikill sigur fyrir okkur að vinna í Nor- egi, en þar eru aðstæður eins og best verður á kosið.“ - Hvernig eru aðstæður hér. Hvernig finnst þér, Tinganelli, að æfa róður hér miðað við á Italíu? „Það er ekkert að því að æfa róður hér — til dæmis í Nauthólsvík- inni og Fossvognum. Það er alltaf erfitt að fara á sjó út í löngum og mjóum bát. Það tekur tíma að kynn- ast bátnum, en menn þurfa að æfa til að ná árangri. Menn þurfa að fara oft út á bátunum, en það höf- um við gert. Strákarnir hafa verið mjög duglegir og lagt hart að sér við æfingar. Veðurfar hér á landi er ekkert mál. Það þarf að bæta aðstöðuna til að æfa — koma upp húsnæði fyrir báta og aðstöðu til að æfa í róðrarvélunum, en þær eru nú í sundlauginni í Laugardal." Fengu boð um að taka þátt í móti í Noregi Árangur íslensku strákanna vakti athygli í Posgrun, þar sem menn áttu erfitt með að trúa að þeir væru að keppa í fyrsta skipti. „Okkur var boðið að senda fimm manna hóp, frítt fæði og uppihald, á opið Norðurlandamót, sem er í byrjun júní í Noregi. Þetta er mjög góð viðurkenning á starfi okkar,“ sagði Jón Magnús. Tinganelli sagði að boðið hafi gefið strákunum aukinn kraft. „Við förum á mótið til að standa okkur — ekki aðeins að vera með. Strák- arnir hafa æft vel í vetur, en nú eru þeir byijaðir að æfa ellefu sinn- um í viku og við æfum á hverjum morgni klukkan sex, eða áður en strákarnir fara í skólann." „Skemmtilegt og krefjand“ Jón Einar Sverrisson, sem er stýrmaðurinn hjá róðrarsveitinni, sagði að það væri mjög skemmti- legt að stunda róður. „Róðraríþrótt- in er krefjandi, en um leið fær maður mikið út úr henni. Við kynnt- umst fyrst spennunni sem er fylgj- andi því að keppa í Noregi og erum í sjöunda himni yfir árangurinn þar.“ - Er ekki erfitt að vakna snemma á morgnana til að fara á æfingar klukkan sex? „Jú, það var erfitt fyrst — að vakna klukkan hálfsex, en við verð- um að leggja ýmislegt á okkur til að ná árangri." - Sérðu fyrir þér að róðrar- íþróttin eigi framtíð fyrir sér hér á landi? „Já, ég hef trú á því. Þetta er tilvalin skólaíþrótt, þar sem keppt verður á milli skóla, en það verður að bæta aðstöðuna." - Hvað er langt í skólakeppni hér á landi? „Það fer allt eftir því hvernig aðstaðan verður í framtíðinni. Ef hún skánar og við fáum fleirri báta, þá gæti það orðið innan fárra ára. Forsenda fyrir keppni er góð að- staða — betri en hún er í Nauthóls- vík. Eins og hún er í dag, þá er ekki hægt að æfa þar og gera út fyrir stóra hópa.“ Jón Magnús og Tinganelli sögðu að þegar nýr bátur kæmi frá Nor- egi í sumar, yrði byijað að kynna róðraríþróttina. „Við erum mjög spenntir fyrir því að kynna íþróttina á landsmóti ungmannafélaganna á Laugarvatni í sumar. Það er greinilegt að þeir félagar eru að vinna gott starf í að endur- vekja róðraríþróttina á íslandi, sem hefur legið í dvala í 34' ár. ión Magnús Jónsson er hér (t.h.) ásamt ungu róðrarmönnum, að gera klát áður en haldið til æfingar í Posgrun í Noregi. IÞROTTIR FVRIR RLLR Nú standa yfir heilsudagar íþrótta fyrir alla Iþróttir fyrir alla hvetja landsmenn til meiri hreyfingar og að kynna sér starfsemi göngu- og skokkhópanna, líkams- rækta og sundstaða um land allt. 30 > Veggsamstæða kr. 37.900 stgr. Litir: Svart m/bláum, beyki eða gráum hurðum, beyki og hvítt. Fataskápar ir. - Margargerð Verðfrá kr. 8.650 Kommóður 15gerðir * v>— h /’ \l» Ótal litir Verð frá kr. 3.950 Hljómtækjaskápar Lpl . r með geymslufyrir geisladiska Verð frá kr. 7.700 Skrifborð Hvítt/svart/beyki/fura Verðfrá kr. 5.900 Bókahillur Svart/hvítt/beyki/fura Verðfrá kr. 2.900 Sjónvarpsskápar m/snúningsplötu Hvítt/svart/beyki/ fura/mahoní Verð frá kr.5.600 HIRZLAN húsgagnaverslun í Garðabæ, Lyngási 10, sími 654535.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.