Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 1
KNATTSPYRNA
KORFUKNATTLEIKUR
Guðmundur
hættir að
þjálfa UMFG
Haukarverða án útlendings
Guðmundur Bragason hef-
ur ákveðið að þjálfa ekki
meistaraflokk Grindavíkur í
körfunni næsta vetur. „Ég
ætla að einbeita mér að því
að spila. Ég held að ég eigi
einhver góð ár eftir sem leik-
maður og ætla að einbeita
mér að því að spila. Þessi
vetur hefur verið mjög lær-
dómsríkur og skemmtilegur
og ég hef áhuga á að þjálfa
í framtíðinni en ekki alveg
strax,“ sagði Guðmundur í
samtali við Morgunblaðið í
gær.
Hann sagðist eiga von á
að litlar breytingar yrðu á liði
Grindvaíkur. Hjörtur Harðar-
son hefur reyndar fengið
skólavist í Bandaríkjunum og
fer líklega þangað en tals-
verðar líkur eru á að Helgi
Jónas Guðfinnsson komi heim
frá Bandaríkjunum, en ekkert
er þó ákveðið enn.
Ægir Ágústsson, formaður
körfuknattleiksdeildarinnar,
sagði að menn væru aðeins
farnir að huga að þjálfaramál-
um en ekkert alvarlega og
ekki væri búið að ræða við
neina. Hann sagði jafnframt
að Wayne Casey yrði að öllum
líkindum með Grindavík
næsta vetur. „Það þarf eitt-
hvað óvænt að koma uppá ef
hann kemur ekki,“ sagði
Ægir.
Haukar án erlends leikmanns
Stjórn körfuknattleiks-
deildar Hauka hefur ákveðið
að úrvalsdeildarlið félagsins
leiki án erlends leikmanns á
næsta tímabili. „Við lögðum
tillögu þess efnis fyrir síðasta
þing að banna erlenda leik-
menn en hún var felld. Við
viljum prófa að leika án er-
lends leikmanns og ætlum að
taka unglingaflokkinn okkar
inní meistaraflokkinn og leyfa
þeim strákum að reyna sig.
Annars er þetta fyrst og
fremst fjárhagsspursmál hjá
okkur," sagði Sverrir Hjör-
leifsson formaður körfuknatt-
leiksdeildar Hauka.
Að sögn Sverris eru fléstir
leikmenn sáttir við þessa
ákvörðun en aðspurður um
hvort Ingvar Jónsson yrði
áfram þjálfari, sagði Sverrir:
„Ég á síður von á því. Hann
hefur einhveija vantrú á því
að leika án erlends leikmanns
og á þessari stundu á ég síður
von á að hann verði þjálfari
meistaraflokks hjá okkur.“
Valur með IMjarðvík
Valur Ingimundarson gerði
tveggja ára samning við
Njarðvíkinga fyrir tímabilið
sem nú er á enda og verður
því þjálfari liðsins næsta vet-
ur. Olafur Eyjólfsson, formað-
ur körfuknattleiksdeildar
UMFN, sagði menn rétt að
jafna sig eftir sigurinn og því
fátt komið á hreint. „Við
munum að sjálfsögðu taka
Rondey ef hann hefur áhuga
á að koma, en það á eftir að
ræða við hann,“ sagði Ólafur.
Hvað varðar aðra leikmenn
sagðist hann eiga von á svip-
uðum mannskap.
Jón Kr. áfram með IBK
Keflvíkingar hafa gert eins
árs samning við Jón Kr. Gísia-
son um að hann þjálfi meist-
araflokk félagsins eins og á
þessu tímabili. „Við ætlum
ekki að ákveða alveg strax
hvaða erlenda leikmann við
fáum,“ sagði Jón Ben Einars-
son gjaldkeri körfuknattleiks-
deildar ÍBK.
FRJALSIÞROTTIR
toer jihra ,er HUOAautamd qiqaihkuo5iom
1994
ÞRIÐJUDAGUR 19.APRIL
BLAD
BJARIUISIGURÐSSON OG KRISTJÁN JÓNSSON í SVIÐSUÓSINU í NOREGI / B9
Sporthús Reykjavíkur
Laugavegi 44
adidas
„Vekur mann til Irfsins"
- sagði Jón AmarMagnússon, sem náði 7.805 stigum ítugþraut
„ÞAÐ var kominn tími til að sjá góðartölur. Þetta er góður árangur
miðað við hvernig ástandi maður er í — ég er í mjög þungu æfingaá-
lagi og því er þetta jákvætt og vekur mann til lífsins,11 sagði Jón Arn-
ar Magnússon, UMSS, við Morgunblaðið í gær en um helgina náði
hann 7.805 stigum ítugþraut á móti íLinsburg íVirginiu í Bandaríkjun-
um. Sigurvegari á mótinu varð heimamaðurinn Brian Broby með 7.910
stig.
Arangur Jóns Arnars er betri en
íslandsmet Þráins Hafsteinsson-
ar, sem er 7.592 stig. Met fæst þó
ekki staðfest, þar sem meðvindur var
of mikill í tveimur fyrstu greinunum,
100 m hlaupi og langstökki. Árangur
hans í einstaka greinum var sem hér
segir:
lOOmhlaup...............10,77 sek.
langstökk..................7,63 m
kúluvarp..................13,33 m
hástökk....................1,99 m
400mhlaup...............49,54 sek.
llOmgrindahlaup.........14,82 sek.
kringlukast................ 42,56 m
stangarstökk...................4,45 m
spjót.kast....................56,86 m
1.500 mhlaup............4.56,75 mín.
Árangur Jóns Arnars er betri en
lágmarkið fyrir Evrópumeistaramótið
í Helsinki í ágúst, en þar sem meðvind-
ur var of mikill i tveimur greinum, sem
fyrr segir, kvað hann ekki ljóst hvort
þetta dygði honum. „Svona árangur
er löglegur hér í Bandaríkjununi sem
lágmark, þó vindur sé of mikill, en ég
veit ekki hvað þeir gera heima. Annars
hef ég engar áhyggjur af því — það
er nógur tími til að ná lágmarkinu í
sumar.“
Jón Arnar sagðist þess fullviss að
geta enn bætt sig talsvert, í tugþraut-
inni. „Kúluvarpið var íélegt hiá mér
fyrri daginn, og fjórar síðustu grein-
arnar seinni daginn voru ekki nógu
góðar; ég get bætt mig í þeim öllurn,"
sagði hann og vísaði til kringlukasts,
stangarstökks, spjótkasts og 1.500 m
hlaups. Þá var hann ekki alveg nógu
ánægður með langstökkið (7,63) og
sagðist hafa náð átta metra stökki, sem
hefði verið naumlega ólöglegt.
Ólympíuhópur FRÍ 2000 dvelur um
þessar mundir í æfingabúðum í Talla-
liassee á Flórída og um helgina kepptu
einnig á háskólamóti Þói'dís Gísladóttir
HSK í hástökki og Sigurður Einarsson
Ármanni í spjótkasti. Þórdís sigraði og
stökk 1,82 m en Sigurður varð í öðru
sæti; kastaði 71,54 m.
Helgi tekur
stöðu Eyjólfs
í landsliðinu
Eyjólfur borinn af
velli um helgina
Helgi Sigurðsson, framheiji úr
Fram, tekur stöðu Eyjólfs
Sverrissonar í landsliðshópnum í
knattspyrnu, sem mætir Saudi-
Arabíu i Cannes á morgun í vináttu-
landsleik. Eyjólfur meiddist í leik
Stuttgart gegn Schalke — var bor-
inn af leikvelli eftir 39 mín. Eyjólf-
ur lenti þá í skallasamstuði við varn-
arleikmann Schalke, fékk heila-
hristing, og var fluttur á sjúkrahús.
Læknar ráðlögðu Eyjólfi að hvíla
sig í vikunni, þannig að hann getur
ekki leikið með í Cannes.
Meistarar í áttunda sinn
Njarðvíkingar urðu um helgina íslandsmeist-
arar í körfuknattleik karla í áttunda sinn.
Þeir lögðu lið Grindvíkinga í fimmta úrslita-
leiknum með eins stigs mun, 67:68 í Grinda-
vík. Ástþór Ingason fyrirliði Njarðvíkinga var
að vonum kátur þegar hann tók við íslands-
bikarnum. Til vinstri er Kolbeinn Pálsson,
formaöur KKÍ og hægra megin Rondey Rob-
inson, leikmaður UMFN.
■ Nánar / B6-B7