Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 tfúm FOLX ■ GEORGE Graham, fram- kvæmdastjóri Arsenal, hefur gefið John Jensen frí til að leika með danska landsliðinu vináttuleik gegn Ungverjalandi í Kaupmannahöfn á morgun. ■ GRAHAM vildi greinilega ekki standa í útistöðum við danska knattspyrnusambandið, rétt áður en Arsenal leikur úrslitaleik Evr- ópukeppni bikarhafa gegn Parma á Parken-leikvellinum i Kaupmannahöfn. ■ ARSENAL og Parma fá 20.000 miða á leikinn, fyrir stuðn- ingsmenn sína, en 20.000 miðar verða seldir í Danmörku. Forráða- menn Arsenal vonast til að tíu þús. Danir verði á bandi Arsenal, þar sem John Jensen er fæddur og uppalinn í Kaupmannahöfn og vinsæll þar. ■ KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri Blackburn, mun velja og stjórna úrvalsliði ensku úrvalsdeildarinnar, sem leikur gegn landsliði Irlands í Dublin 11. maí — ágóðaleik fyrir Kevin Moran. Dalglish hefur valið mikla marka- hróka í fremstu víglínu. Andy Cole og Alan Shearer, sem hafa skorað 50 og 33 mörk fyrir félög sín í vetur. ■ MAN. City hefur keypt Þjóð- verjann Uwe Rösler frá Niirn- berg á 500 þús. pund, en Rösler hefur leikið vel með City að undan- förnu og skoraði um helgina gegn Norwich. ■ MARK Hateley, miðheiji Glasgow Rangers, er sterklega orðaður sem knattspyrnumaður Skotlands 1994. Hann verður þá fyrsti leikmaðurinn sem er ekki Skoti, til að verða útnefndur af skoskum íþróttafréttamönnum. ■ STUÐNINGSMANNAFÉ- LAG spænska liðsins Deportivo Coruna dreifði 30 þúsund sleiki- bijóstsykrum til áhangenda liðsins fyrir leikinn gegn Tenerife á sunnudaginn. Þetta var gert til að stríða Johann Cruyff þjálfara Barcelona, sem tók upp á því eftir að hann hætti að reykja fyrri þrem- ur árum að vera með „sleikjó" á öllum leikjum Barcelona. ■ IVAN Zamorano, landsliðs- maður Chile sem leikið hefur með Real Madrid, mun að öllum líkind- um fara frá félaginu eftir þetta tímabil. Gríska liðið Olympiakos og Stuttgart í Þýskalandi hafa sýnt honum áhuga. ■ RAIMOND Aumann, mark- vörður Bayem Miinchen, hefur ákveðið að gerast leikmaður með tyrkneska félaginu Besiktas. Hann fer til Tyrklands í maí. Be- siktas borgaði Bayern 42 millj. ísl. kr. fyrir Aumann, sem hefur sjálfur 36,3 millj. ísl. kr. í árstekj- ur, en hann skrifaði undir tveggja ára samning. ■ ROY Keane, miðvallarspilari Man. Utd. og bakvörðurinn Denis Irwin geta ekki leikið með írum gegn Hollendingum á morgun, þar sem þeir eru meiddir. ■ PETER Schmeichel, mark- vörður Man. Utd., getur ekki leikið landsleik með Dönum gegn Ung- veijum á morgun, vegna meiðsla á ökkla ■ GEYSILEGUR áhugi er fyrir vináttulandsleik Noregs og Port- úgals í Ósló á morgun. Uppselt var á leikinn í sl. viku. Norðmenn und- irbúa sig fyrir HM í Bandaríkjun- um. Þeir mæta Svíum og Dönum áður en þeir halda vestur um haf. ■ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur kallað á Karl- heinz Riedle, leikmann hjá Dort- • mund, til að leika með þýska lands- liðinu vináttuleik gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í næstu viku. _ ■ JÚRGEN Klinsmann, miðheiji Mónakó, getur ekki leikið, þar sem Mónakó er að undirbúa sig fyrir undanúrslitaleik í Evrópukeppni meistaraliða. Leikmenn Arsenal hafa fagnað mörgum sigrum að undanfömu, en þeir leika úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa gegn Parma 14. maí í Kaupmannahöfn. Hér fagna sóknarleikmennimir Alan Smith, Kevin Campbell (10) og Ian Wright. Spennan magnast EFSTU liðin í Englandi, Manchester Unitd og Blackburn Rovers, töpuðu bæði leikjum sínum um helgina. United tapaði fyrir Wimbledon 1:0 og Blackburn fyrir Southampton 3:1. Bæði hafa þau hlotið 79 stig, en Manchester-liðið á einn leik til góða. „Þrátt fyrir tapið duttum við ekki úr efsta sætinu og við erum enn sig- urstranlegastir,1' sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri United. Manchester United, sem hafði 16 stiga forskot á Blackbum um jólin, virðist ekki ná sér á strik uni þessar mundir og þarf að taka sig verulega á. Leikur Manchester United og Wimbledon hófst tveimur tímum eftir að Blackbum hafði tapað fyrir Southampton og fékk United því tækifæri til að ná þriggja stiga forskoti með sigri. En John Fashanu sá til þess að svo varð ekki — hann nýtti sér mistök Peter Schmeichels í markinu og skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf sem danski markvörð- urinn misreiknaði illilega. Wimbledon sýnd veíði... Wimbledon hefur unnið þijú efstu liðin; Blackbum, Newcastle og United með stuttu millibili og má því segja að það sé sýnd veiði en ekki gefin. „Það stappar í okkur stálinu að vinna þessi topplið," sagði Joe Kinnear, framkvæmdastjóri Wimbledon. Ferguson sagði að slæm vallarskil- yrði hefðu haft áhrif á leik sinna manna. Matt Le Tissier var allt í öllu hjá Southampton gegn Blackbum. Hann lagði upp tvö fyrstu mörkin og skor- aði síðan þriðja markið sjálfur úr umdeildri vítaspymu. Sothampton komst í 2:0 en síðan minnkaði Stuart Ripley muninn. Þá fékk Sauthampton vítið er Tim Sherwood var sakaður um að hafa handleikið knöttinn innan vítateigs. „Boltinn fór í andlitið á honum. Þetta voru slæm mistök hjá dómaranum. Við áttum skilið meira út úr þessum leik,“ sagði Kenni Dalglish, stjóri Blackbum, og var allt annað en ánægður. Enda kom það í ljós í hægri endursýningu í sjón- varpi að knötturinn fór aldrei í hönd Sherwoods. Keegan á heimaslóðum Kevin Keegan fór með lið sitt, Newcastle, á gamlar heimaslóðir í Liverpool og fór með sigur af hólmi, 0:2. Newcastle er í 3. sæti deildarinn- ar og á nú góða möguleika á að tryggja sér sæti í Evrópkeppninni næsta tímabil. Markavélin, Andy Cole, skoraði annað mark liðsins — 39. mark hans í vetur. Enginn annar leikmaður félagsins hefur nokkm sinni skorað svo mörg mörk á einu keppnistímabili. Ian Wright gerði 31. mark sitt á tímabilinu fyrir Arsenal gegn Chelsea og það dugði til sigurs. Besti Ieikmað- ur vallarins var hins vegar Kevin Campbell. George Graham, fram- kvæmdastjóri Arsenal, sagði að Campbell hefði verið hreint frábær og hrósaði honum mjög. Tottenham í fallhættu Tottenham er nú komið í bullandi fallhættu eftir 2:0 tap gegn Leeds. Rod Wallace gerði bæði mörkin fyrir Leeds. Fyrra markið var sérlega glæsilegt þar sem hann lék á þijá leikmenn Spurs áður en hann þrum- aði efst í markhomið framhjá Erik Thorstvedt í markinu. Tottenham, sem náði varla einu einasta skoti að marki Leeds, hefur unnið aðeins tvo leiki af síðustu 15 í deildinni og ekki unnið deildarleik á heimavelli í 5 mánuði! Crystal Palace endurheimti sæti sitt í úrvalsdeildinni eftir eins árs fjar- veru. Millwall náði aðeins jafntefli gegn Nottingham Forest, 2:2 og það dugði Palace í úrvalsdeildina. ■ Úrslit / B10 ■ Staðan/BiO Leikir sem eftir eru Manchester Gity (H) 23. apríl Leeds(Ú)27. aprfl Ipswich (Ú) 1. maí Southampton (H) 4. maí Coventry (H) 8. maí ■Man. United er með 35 mörk í plús. QPR (H) 24. áprfl West Ham (Ú) 27. aprfl Coventry (Ú) 30. apríl Ipswich (H) 8. maí ■Blackbum er með 27 mörk í plús. Garry Keily (Leeds) SSan’5 (Man. Utd.) ^ (A | Gary McAllister (Leeds) Denis Irwin (Man. Utd.) Paul Ince (Man. Utd.) Peter Beardsley (Newcastle) David Batty (Blackbum) Alan Shearer (Blackbum) Eric Cantona (Man. Utd.) URVALSDEILDARLIDID Valið af breskum íþróttafréttamönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.