Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUll 19. APRÍL 1994 0) ENGLAND 22. febrúar Hofftá-Þotvald Örlygsson ( .JetiCmed Stoke gegn Bolton._ 0) UNGVERJALAND 9. mars:’ Horftá'leik Ungverjalands og Sviss, "sém leika með Islandi ( Evröpukeppni landsliða. __ ' Q SVÍSS12. mars: Fondur vegna niður- | íöðunar leikjaí ÉM. OÍRLAND, 26.apríl: ,,€M-úrsljl.W| á'.a iandsiiða. Heim 6. maí Ásgeir á ferð og flugi Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari íknattspyrnu, hefur heldur betur verið á ferðinni á árinui (Q BRASILIA, Brasilía - ísland Ef 16 ára landslíðið kemst í 4-liða úrslit fer.Ásgeir frá Brasillu l: til irlands - kemur síðan heím 10. maí, eftir 22 daga ferðalag. 0) MALTA 2.-5. apríl: U-16 landsliðinu stjórnað á móti. FRAKKLAND, 20. apríl: Saudi-Arabía - ísland f Cannes. OvJAPAN 21. mars: Landsíiðið.lék gegn télaoslíðinu Kasbiwa Reysci Hitachi. Island ,vann2.t. V, Mm FOLK ■ BJARNI Guðmundsson, fyrr- um landsliðsmaður í handknattleik, sem hefur leikið með Wanne-Eic- kel í Þýskalandi sl. tíu ár, leikur kveðjuleik sinn í kvöld. Bjarni hef- ur kallað saman gamla félaga sína, sem hann hefur leikið með í gegn- um árin, til að leika gegn úrvalsliði. ■ ÞINGEYINGAR tryggðu sér sigur fímmtánda árið í röð í Sveitarglímu íslands, sem fór fram á Laugarvatni um helgina. HSÞ lagði HSK í úrslitum 19:6. ■ ÞRÍR fyrrum Glímukóngar íslands eru í öflugu keppnisliði Þingeyinga — þeir Eyþór Péturs- son og bræðurnir Ingi og Pétur Yngvasynir. ■ STJÓRN KSÍ hefur ákveðið að ársþing sambandsins fari fram á Akranesi í ár. Þingið hefur tvisv- ar áður verið fyrir utan Reykjavík — á Húsavík og Selfossi. ■ NORSKA handknattleiksliðið Elverun, sem Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar og ÍR- ingurinn Matthías Matthíasson leikur með, er komið í úrslitakeppn- ina um norska meistaratitilinn. Liðið hafnaði í fjórða sæti í 1. deildarkeppninni. ■ ÚLFAR Jónsson varð í 11. sæti af 82 keppendum á móti í Texas fyrir helgina. Ulfar lék báða dagana á 71 höggi en par vallarins er 72. ■ SIGURÐUR Gunnarsson og lærisveinar hans hjá Bodö/Glimt björguðu sér frá falli. Gylfi Birg- irsson leikur með liðinu. Árangur Sigurðar með liðið er góður, því að þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem liðið heldur, sæti sínu í 1. deild. ■ TEITUR Þórðarson, þjálfari Lillerström í Noregi, hafði mikinn áhuga að koma með lið sitt til ís- lands í sumar og var hann í sam- bandi við Skagamenn og Þórsara á Akureyri. Það kom í ljós að of kostnaðarsamt væri að taka norska liðið til landsins. ■ JOAO Havelange, forseti al- þjóða knattspyrnusambandsins FIFA, og landi hans — knatt- spyrnukappinn Pele, voru meðal 20.000 áhorfenda á Queen Park Oval-leikvanginum í Port og Spa- in tryggðu sér meistaratitil Karabíska hafsins í knattspyrnu, með því að leggja Martinique að velli, 7:2. ■ DRAGOSLAV Stepanovic, þjálfari Bayern Leverkusen, meiddist þegar hlið hans lék í Bremen. Stepanovic fór úr axlarlið, eftir að hann féll á blaut- um vellinum í Bremen, þegar hann spyrnti knettinum inn á völlinn. Hann var með hendur í vasa þegar hann spyrnti í knöttinn og missti jafnvægið. ÁH0RFENDUR Ahorfendur eru stór og nauð- alls ekki. Það gæti verið í lagi að synlegur hluti af íþróttum og vera með eina trommu á lið svona þeir geta sett skemmtilegan svip á til að menn haldi takti, en þegar leiki, en þeir geta líka sett leiðinleg- hver ber trumbu í sínu homi verður an svip á leiki. Úrslitakeppninni i úr ægilegur og leiðinlegur hávaði körfuknattleik lauk á laugardaginn eftir ellefu & Notum raddbönd og mernitu tii að 6kemmta hendur, ekki trommur ser. Og hvilik stemmn- J „ _ ing. Urslitakeppnin í bllkkClOSIR handboltanum er nýhaf- in og þar setja áhorfendur einnig ákveðinn svip á leikina, því miður ekki eins skemmtilegan, ef marka má fyrstu leikina. I körfuboltanum, þar sem ailtaf var fullt hús, mættu áhorfendur klukkutíma fyrir leik og þeir voru komnir til að skemmta sér. Þeir sungu og hvöttu sína menn til dáða með hvatningarópum. Mannsröddin fékk að njóta sín. í handboltanum virðast hins vegar misgóðir „hljóm- listarmenn“ ætla að taka völdin. Trommur, tómar blikkdósir og ann- að því um líkt er notað til að skapa hávaða svo að þeir sem vilja hvetja sína menn með ópum og klappi fá ekki notið sín. Fyrir leik Selfoss og KA á sunnu- daginn sá kynnir leiksins ástæðu til að benda mönnum á hvemig hægt væri að hvetja sitt lið: „Þið eigið ekki að láta trommurnar um að skapa allan þennan hávaða. Við vorum sköpuð með ýmsa hluti sem hægt er að nota, til dæmis hendum- ar, klappið þeim saman!“ Hann hafði svo sannarlega mikið til síns máls, en er ekki eitthvað að þegar taka þarf þetta fram fyrir leiki? Hvaðan ætli þessi ósköp séu upprunninn? Ef sú skoðun, sem einhver benti mér á, er rétt, að þetta sé tekið frá knattspyrnunni, en Brasilíumenn og Spánveijar nota talsvert trommur á áhorfenda- pöllunum, þá þykir mér menn verði að skoða sinn gang. Á knattspyrnu- velli getur sjálfsagt verið í lagi að hafa trommu til að slá taktinn í hvatningarópunum en þegar komið er inn í lítið íþróttahús gengur það sem á ekkert skilt við hvatningu. Þegar ég kom að Víkinni á laug- ardaginn, skömmu fyrir leikhlé, var ég ekki viss um hvort ég væri að fara á íþróttakappleik eða á hræði- lega lélega hljómleika. Hávaðinn sem barst á móti mér þegar ég nálgaðist húsið var slíkur að hljóm- iistarmenn hefðu gripið fyrir eyrún og snúið við. En þar sem ég er ekki hljómlistarmaður og þóttist nokkuð viss um að þarna væri ver- ið að leika handknattleik lét ég mig hafa það. Áhorfendur á körfuboltaleikjum eru líka til mikillar fyrirmyndar á öðru sviði. Þeir koma greinilega til að skemmta sér og til að eyði- ieggja ekki skemmtunina þá ein- beita þeir sér að því að hvetja sína menn en eru ekki sinkt og heilagt að skattyrðast við mótheijana og kasta hnútum í dómarana. Slíkt sást varla, en er því miður allt of algengt á handboltaleikjum. Handknattleikurinn tók úrslita- keppnina upp eftir körfuknattleikn- um og nú ættu áhorfendur á leikj- um úrslitakeppninnar í handknatt- leik að taka áhorfendur á körfubol- taleikjum sér til fýrirmyndar. Það var miklu betri stemmning á körfu- leikjunum en á handboltaleikjun- um. Það var hægt að fara með böm á úrslitaleikina í körfu, en þau verða hrædd í látunum á handbolta- leikjunum. Gerum úrslitakeppnina í handbolta að skemmtun eins og úrslitakeppnin í körfuboltanum var. Skúli Unnar Sveinsson EríþróttakonanOLGAFÆRSETH ekkiþreyttáað veraaðalltárið? Hvfli mig í nokkra daga OLGA Færseth heitir ung Keflavíkurmær sem leikur körfu- knattleik á veturna og knattspyrnu á sumrin. Hún er á íþrótta- braut í Fjölbraut Suðurnesja og á von á að Ijúka námi þar eftir eitt pg hálft ár og þá stefnir hugurinn að Laugarvatni þar sem íþróttakennaraskólinn er. Hún er búin að vera lengi að í báðum greinum þó svo hún sé ung að árum, aðeins 18 ára gömul. Fyrir helgi varð hún íslandsmeistari með ÍBK í körfuknattleik kvenna og átti stórleik eins og raunar í allri úrslitakeppninni. Olga er ekki há í loftinu, að- eins 160 sentimetrar, en engu að síður er hún snjöll körfu- knattleiksstúlka Eftir og í knattspyrn- Skúla Unnar unni er hún ágeng Svemsson vjð mark mótheij- anna. Talsvert er síðan stöllur hennar í Breiðabliki hófu æfingar í knattspyrnunni en Olga hefur verið upptekinn í körf- unni. Þannig hefur það verið í nokkur ár. Hún er að allt árið, en er Olga ekki orðin þreytt á að fá aldrei hvíld? „Jú, ég get ekki neitað því að ég finn fyrir því að það er komin dálítil þreyta í mann núna, en það er bara tímabundið. Ég held að það sé vel þess virði að leggja aðeins á sig til að vera í báðum greinunum. Ég hvíli mig í nokkra daga og fer svo að æfa fótboltann á fullu“ Hvort er skemmtilegra að leika knattspyrnu eða körfuknattleik? „Ég veit það eiginlega ekki,“ svarar Olga en eftir nokkra um- hugsun bætir hún við: „Ég held mér finnist eiginlega skemmti- legra í körfuboltanum. Já, ég held ég verði að segja það.“ Þú ferð vel með bolta, er það eitthvað sem þú hefur verið að æfa sérstaklega? „Nei, en þegar ég var í yngri flokkunum þá vildi þjálfarinn okk- ar að ég væri alltaf með bolta og ætli þetta hafi ekki komið þannig. Svo var maður auðvitað að djöfl- Morgunblaðið/Jón Olga Færseth er að leggja körfuboltann á hylluna og snúa sér að knatt- spyrnunni eins og hún gerir venjulega um þetta leyti árs. ast í bílskúrskörfubolta á sumrin." Hvenær byrjaðir þú í körfu og fótbolta? „Ég var átta ár þegar ég bytj- aði í fótbolta og fyrir sex árum dró vinkona min mig með sér á körfuboltaæfingu og ég hef verið föst í báðurn greinum síðan. Ég lék með Keflavík í báðum greinum en fyrir tveimur árum skipti ég í Breiðablik ( fótboltanum. Þá var meistaraflokkurinn heima að leggjast af og ég ákvað að fara í eitthvað gott lið og þar sem Breiðablik hafði alltaf verið drau- maliðið mitt fór ég auðvitað þang- að. Ég er búin að vera í þrjú ár í meistaraflokki í körunni. Reynd- ar var ég eitt ár þar á undan á bekknum, fékk að koma inná í eina og eina mínútu. Það var hundleyðinlegt.“ Þú ert ekki áberandi hávaxin af körfuboltakonu að vera. Háir það þér ekkert að vera ekki hærri? „Jú, sjálfsagt eitthvað og þá frekar í körfunni. En maður bæt- ir það bara upp með einhverju öðru og ég er stundum að taka fráköst af stlepum sem eru 1,80 eða eitthvað, en ég er bara 160 sentimetrar." Þú lékst einstaklega vel í úrsli- takeppninni. Stefndir þú að því að vera á toppnum á þessum tíma? „Alls ekki, þetta er örugglega bara djöf...frekja í mér, ákveðni í að verða meistari." Ertu dálítil frekja? „Já, ég get verið mikil frekja, en svo er alveg blanka iogn á milli.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.