Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 B 7 Fórum erfiðari leiðina að ÆT Islandsmeist- aratKlinum segja að reynslan geri útslagið í leik sem þessum, við hittum úr öll- um vítunum í leiknum síðustu sex mínúturnar, jafnvel Rondey. Eina vítið sem við klikkum á er það síð- asta sem Ronday tók en það skipti ekki máli. Reynslan skiptir miklu máli í svona úrslitaleik. Samt vil ég segja að Gummi [Guðmundur Bragason] er búinn að gera alveg frábæra hluti með strákunum sín- um og þeir eiga frábæra stuðnings- menn, verðugir andstæðingar enda ekki hægt að hafa það naumara en að vinna með einu stigi á úti- vellij“ sagði Teitur. „Eg var svolítið hræddur þegar ég fór á vítalínuna í lokin. Ég hafði misnotað tvö skot skömmu áður' en þar sem ég er með um 50% nýtingu í vítaum þá var ég nokkuð viss um að ég myndi hitta úr öðru, og sem betur fer var það fyrra skotið, því annars hefði ég trúlega farið á taugum í því seinna. Svo var þetta ásetningsvilla þannig að ég vissi að við fengjum boltann eftir skorið og það hjálpaði manni líka,“ sagði Rondey Robinson leik- maður UMFN. „Við byijuðum illa eins og í hin- um leikjunum og ég hugsaði með' mér; „ekki einu sinni enn“, en sem betur fer tókst okkur þó að komast fljótt inn í leikinn. Það tók okkur fjóra leiki að finna út hvernig best væri að leika gegn Grindvíkingum, en okkur tókst að finna það út.“ Þú sagðir í viðtali við Morgun- blaðið fyrr í vetur kð þú þyrftir að sanna eitthvað og því kæmir þú alltaf aftur. Nú eruð þið orðnir meistarar, þarftu að sanna eitthvað fleira? „Já, við urðum ekki bikarmeist- arar þannig að ég þyrfti þess eigin- lega. Annars veit ég ekkert hvort ég kem aftur, það hefur ekkert verið rætt ennþá,“ sagði Rondey. toémR FOLK H ÓLAFUR Eyjólfsson formaður körfuknattleiksdeildar UMFN sagði við Morgunblaðið eftir leikinn að samstarf deildanna hefði verið til fyrirmyndar og gengið snuðrulaust fyrir sig. Hann hrósaði Ægi Ágústs- syni formanni körfuknattleiksdeildar UMFG fyrir það. ■ SEM dæmi um samstarf deild- anna má nefna að í leiknum á laug- ardaginn voru starfsmenn frá báðum félögunum. Grindvíkingar hugsuðu um sitt fólk en gæslumenn frá Njarðvík um sína áhorfendur. ■ ÁHORFENDUR á leikjum úrsli- takeppninnar hafa verið stórkostlegir og til mikillar fyrirmyndar. A laugar- daginn sýndu áhorfendur það fyrir leik að þeir kunna að meta þá sem starfa við leikinn og klappað var vel og lengi fyrir dómurunum þegar þeir voru kinntir. ■ GRIND VÍKINGAR eiga tvö frá- bær lög sem óspaif voru leikinn fyrir leiki liðsins. Taktur þeirra er slíkur að hann hrífur alla með, mótheijana líka. Njarðvíkingar höfðu þó breytt textanum lítillega á laugardaginn. í stað þess að syngja „þeir skora og skora“ eins og segir í textanum sungu Njarðvíkingar: „Þeir sofa og sofa!“ Morgunblaðið/Golli Góðri skemmtun lokið ÚRSLITAKEPPNI úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik er nú lokið, mikilli og góðri skemmtun fyrir alla þá sem nærri komu, áhorfend- ur eins og sjá má á myndunum hér til hliðar. Fólk á öllum aldri mætti á leikina og lét sig ekki muna um að koma einni og hálfri klukkustund áður en leikur hófst. Og það var sungið og sungið. Á neðri myndinni eru það Grindvíkingar sem syngja hástöfum til að styðja sína menn. Textinn var „þeir skora og skora“ en á minni myndinn hér til vinstri sýna Njarðvíkingar hvernig þeir „lagfærðu textanrt: „Þeir sofa og sofa!“. Áhorfnedur háðu ekki minni baráttu á pöllunum með hvatningarhrópum en leikmenn liðanna á leikvellin- um. Á vellinum höfðu Njarðvíkingar betur, en á pöllunum hefur líklga orðið jafntefli. Á myndinni hér að ofan kyssa þeir Teitur Orlygsson og Rondey Robinson íslandsbikarinn, en þeir voru tveir bestu menn liðsins í úrslitakeppninni. Frímann Ólafsson skrifar trá Grindavík Mér líður vel núna þegar þetta er búið og við stöndum uppi sem Islandsmeistarar,“ sagði Valur Ingimundarson þjálfari og leikmað- ur Njarðvíkinga eft- ir að lið hans hafði tryggt sér titilinn með sigri á Grindavík í fimmta og síðasta úrslitaleik liðanna. „Þessi úrslitakeppni er búin að vera alveg stórkostleg í alla staði, umgjörðin í kringum hana, leikirnir sjálfir og dómgæslan. Grindvíking- ar stóðu sig alvég frábærlega á móti okkur og eiga hrós skilið. Við þurftum að hafa fyrir þessum leikj- um. Það sýnir þó styrk okkar að við vinnum báða oddaleikina á úti- völlum, fyrst gegn Keflavík og síð- an í dag gegn Grindavík þannig að við fórum erfiðari leiðina að titl- inum. Mér leið ágætlega í lokin þegar Rondey tók vítin því ég vissi að hann mundi hitta úr öðru því hann er með 50% vítanýtingu! Júlíus Valgeirsson liðstóra Njarð- víkinga leið ekki vel á bekknum og settist áreiðanlega aldrei niður í leiknum. „Þetta var jafnt allan leik- inn. Grindvíkingar náðu smá foiystu i seinni hálfleik og það var frábært að ná henni upp. Það var frábært að „vítaskyttan" okkar skyldi af- greiða þetta í lokin og sýnir hvað Rondey er frábær leikmaður. Ég vil þó þakka Grindvíkingum fyrir frábæra leiki og góðan umbúnað." „Þetta var gríðarlega erfitt en það hafðist. í leiknum í Njarðvík á fimmtudaginn sáum við hvað virk- aði á móti Grindavík. Við hægðum dálítið á leiknum þar þó við hefðum skorað mikið í lokin. Þegar við komum í seinni hálfleikinn héldum við haus og fórum hægt og hægt að bíta á þá, þeir fóru að missa boltann í sókninni og ég vissi að við mundum hafa þetta. Ég vil Fyrirliðinn tolleraður VALUR Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga fékk að sjálfsögðu flugferð að leik loknum enda hefur liðið staðið sig fráabærelga vel undir hans stjórn í vetur og sérstaklega í upphafi tímabilsins og í lok þess, einmitt þegar á þurfti að halda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.