Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 B 3 HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN Morgunblaðið/Bjami Birgir Sigurðsson í þann mund að skora sigurmark Víkings gegn FH-ingum. Atli Hilmarsson og Hálfdán Þórðarson reyndu að stöðva hann án árangurs. Við erum miklu II II betri en FH-ingar - segir Bjarki Sigurðsson. Víkingar komnir í undanúrslit eftir æsilegan leik gegn FH Verðum áfram íhlut- verki músar- innar - segir Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings, um leikina gegn Haukum Þetta var rosalegur liðs- heildarsigur. Við börðumst gríðarlega vel en lékum einnig af skynsemi. Leikmenn voru að spila fyrir hvern annan, og skynsemin náði að halda okkur köldum og rólegum undir lok- in,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari og leikmaður Víkings eftir sigurinn gegn FH í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum. „FH-liðið er mun eldra og reyndara, en strákarnir sýndu stórkostlegan karakter og léku af vilja og skynsemi." Aðspurður um andstæðing- ana í undanúrslitum sagði Gunnar að sér litist vel á þá. „011 pressan er á þeim, þeir eru deildarmeistarar og hafa verið á mikilli siglingu undanfarið. Við erum hins vegar áfram í hlutverki músarinnar, okkur líkar það mjög vel, því við vitum hvað við getum," sagði Gunnar. „ÞAÐ má þakka sigurinn bæði baráttunni og góðri liðsheild. Þessir leikir við FH-inga voru erfiðir baráttuleikir, en við erum með gott lið og það er ekki spurning að við erum miklu betri en FH-ingar,“ sagði Bjarki Sigurðsson eftir sigur Víkinga, 25:24, í þriðja og síðasta leikn- um gegn FH í átta liða úrslitum. Leikurinn var barátta frá upp- hafi til enda, ótrúlega spenn- andi í lokin og lengst af frábær skemmtun fyrir þá fjölmörgu sem mættu í Víkina á laugar- daginn. Það var ljóst frá byrjun að bæði lið voru ákveðin að gefa allt sitt í leikinn. Nokkur titringur var í mönnum og nokkuð Stefán um mistök, en leik- Eiríksson urinn var í jafnvægi skrifar fyrstu tíu mínúturn- ar. Þá kom slæmur kafli hjá FH-ingum, þeir misstu knöttinn hvað eftir annað klaufalega í sókninni og fyrr en varði höfðu Víkingar raðað inn fimm mörkum og breytt stöðunni úr 4:5 fyrir FH, í 9:5. FH-ingar dvöldu ekki lengi í þessum öldudal og náðu að minnka muninn jafnt og þétt og jafna skömmu fyrir leikhlé. Jafnt var í hálfleik 13:13. Síðari hálfleikur var gríðarlega spennandi. Jafnt var á nær öllum tölum, og skiptust liðin á að hafa forystuna. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi. Bjarki Sigurðsson kom Víkíngum yfir 24:23 með glæ- simarki þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Hans Guðmundsson jafn- aði í næstu sókn, en það var síðan Birgir Sigurðsson sem skoraði sig- urmark Víkings af línu þegar 17 sekúndur voru til leiksloka. FH-ing- ar reyndu að knýja fram framleng- ingu, fengu aukakast þegar þijár sekúndur voru eftir og stilltu upp fyrir Hans Guðmundsson. Hans fékk boltann, bjó sig undir að þruma á markið en var stöðvaður gróflega af Inga Þór Guðmundssyni, sem hreinlega greip um andlitið á honum og skellti honum í gólfið. Hann fékk að sjálfsögðu að líta rauða spjaldið fyrir brotið, en FH-ingar aðeins au- kakast sem ekkert varð úr. „Þetta var auðvitað spurning um heppni þarna undir lokin, en við átt- um sigurinn skilið,“ sagði Bjarki Sigurðsson. Víkingar mæta Haukum í undanúrslitum og sagði Bjarki að sér litist mjög vel á það. „Þetta eru bæði stemmningslið og leikirnir verða örugglega skemmtilegir. Við ætlum okkur alla leið.“ Guðjón Árnason fyrirliði FH sagði að úrslitin væru fyrir það fyrsta gríðarleg vonbrigði. „Þeir höfðu heppnina með sér í lokin en voru alls ekkert að spila betur en við. Við lentum í erfiðleikum í fyrri hálf- leik, og það fór mikill kraftur í að vinna upp muninn aftur. En þegar við vorum komnir inn í leikinn aftur var þetta bara spurning um heppni,“ sagði Guðjón. Bjarki Sigurðsson lék mjög vel í vörn og sókn. Birgir Sigurðsson átti einnig góðan dag og Reynir Reynis- son varði mjög vel í fyrri hálfleik. Hans Guðmundsson var öflugast- ur FH-inga í sókninni og Sigurður Sveinsson stóð fyrir sínu í síðari hálfleik. Gunnar Gunnarsson þjálfari og leikmaður Víkings fagnaði ógurlega er sigur Víkings var Morgunblaðið/Bjami höfn. Mætum Víkingum í úrslitum - segir Þorbjörn Jensson, sem var sannspár um hvaða lið færu í undanúrslitin Þorbjörn Jensson spáði rétt um hvaða lið myndu leika í und- anúrslitum — Valur, Víkingur, Haukar og Selfoss. Það var aðeins eitt atriði sem gekk ekki eftir í spá hans. Þorbjörn sagði að Selfyssingar myndu vinna KA í tveimur leikjum, en þeir þurftu þriðja leikinn til að leggja KA-menn að velli. Þess niá geta að Valur mætir Selfossi i und- anúrslitum, eins og í fyrra — þá unnu Valsmenn 2:1. Haukar leika gegn Víkingum. Hvað segir Þorbjörn um undan- úrslitaviðureignimar? „Til þess að verða Islandsmeistari verðum við að leggja hveit liðið á fætur öðm að velli. Ég óttast ekki Selfyssinga. Leikir okkar gegn þeim hafa verið tvisýnir, en okkur hefur gengið betur að undanförnu. Ég spái því að við þurfum oddaleik að Hlíðar- enda tll að leggja Selfyssinga að velli. Ég spái því að Víkingar tiyggi sér rétt til að leika gegn okkur í úrslitum, með því að leggja Hauka að velli í oddaleik á Strandgötunni,“ sagði Þorbjörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.