Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 B 9 KNATTSPYRNA Bjami og Kristján fóm á kostum Bjarni Sigurðsson varði vítaspyrnu eftir aðeins fimm mín. og Kristján Jónsson var bestur á vellinum í Bodö BJARNI Sigurðsson og Kristján Jónsson voru heldur betur í sviðsljósinu þegar keppnin í norsku úrvalsdeildinni hófst um helgina. Bjarni sýndi frá- bæra markvörslu og varði víta- spyrnu við mikinn fögnuð tíu þús. áhorfenda í Bergen, en hjá þeim var Bjarni nánast í dýrlingatölu á árum áður. Krist- ján Jónsson fór á kostum með Bodö/Glimt og sendi þeim blöðum langt nef, sem höfðu deilt á forráðamenn félagsins og sagt að það hafi verið stór mistök þegar íslendingarnir, hann og Anthony Karl Gregory voru keyptir til félagsins. Fjórir íslendingar leika með úr- valsdeildarliðum, en svo marg- ir hafa þeir ekki verið í einu með norskum félögum áður. Bjarni Sig- urðsson leikur á ný með Brann, Kristján og Anthony Karl með Bodö/Glimt og Rúnar Simundsson með Sogndal. Þá þjálfar Teitur Þórðarson Lilleström, sem er spáð góðu gengi undir hans stjórn. Andri Marteinsson leikur með Lyn í 1. deildarkeppninni. Bjarni Sigurðsson sýndi frábæra endurkomu hjá Brann, sem lagði Strömsgodset að velli, 5:1. Bjarni gerði sér lítið fyrir og varði víta- Kristján Jónsson í liði vikunnar í ftestum blöðum. spyrnu strax á fimmtu mín. leiks- ins. Hann kastaði sér niður og varði knöttinn út við stöng. Bjarni var mjög öruggur í markinu og styrkir lið Brann mikið. Kristján bestur á vellinum Kristján Jónsson átti einnig stór- leik og var besti maður vallarins þegar Bodö/Glimt gerði jafntefli, 1:1, við Kongsvinger. Kristján var valinn í lið vikunnar í flestum blöð- um í Noregi. Norska Dagblaðið sagði að Kristján hafi bjargað einu stigi fyrir Bodö/Glimt. Anthony Karl Gregory lék ekki, en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Lið- ið leikur 4-3-3 og hefur Anthony Karl leikið úti á kanti, þegar hann hefur leikið. Rúnar lék ekki með Sogndal og Andri Marteinsson var ekki í byij- unarliði Lyn, en kom inná sem vara- maður þegar 25 mín. voru eftir í jafnteflisleik, 2:2. Um 12.000 áhorfendur komu á leik VIF og Lilleström, en nýliðarn- ir komu skemmtilega á óvait og náðu jafntefli, 0:0, gegn Teiti og félögum. Mifcill áhugi Um 55 þús. áhorfendur komu til að sjá leikina i fyi-stu umferð úrvals- deildarinnar, eða um 9000 áhorf- endur að meðaltali á leik. Þetta eru mun fleirri áhorfendur en hafa ver- ið á leikjum fyrstu umferðanna á undanförnum árum. Áhuginn á knattspyrnuninni hefur aldrei verið meiri og að margir telja að knatt- spyrnan hafi aldrei verið betri en um þessar mundir — það þrátt fvr- ir að margir norskir landsliðsmenn séu farnir til útlanda, til að leika þar. Arnór skoraði í Trelleborg Arnór Guðjohnsen skoraði mark Örebro þegar félagið gerði jafntefli, 1:1, í Trelleborg. Arnór skoraði markið á 40. mín., en heimamenn jöfnuðu í seinni hálfleik. Arnór og Hlynur Stefánsson léku mjög vel á miðjunni, en miðjan er mjög öflug hjá Örebro — ein sú sterkasta í Svíþjóð. IFK Gautaborg er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í úrvalsdeildinni í Svíþjóð, með 12 stig. Norrköping og Öster er með 9 stig, en Örebro og Malmö FF eru með 8 stig. Bjarni Sigurðsson sýndi gamia takta í Bergen. LaCoruna gefur ekkert eftir á Spáni DEPORTIVO La Coruna gefur ekkert eftir í baráttunni við Barcelona um spænska meistaratitilinn. Eftir 2:0 sigur á Tenerife á sunnudaginn hefur Coruna þriggja stiga for- skot á meistarana þegar aðeins fjórar um- ferðir eru eftir. Claudio Barragan skoraði tvívegis með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleik fyrir Depor- tivo Coruna og þar með varð fimmti sigurinn í röð staðreynd. „Við lékum þennan leik mjög skynsam- lega og sigurinn var sanngjarn. Sumir áhangenda liðsins eru þegar farnir að fagna fyrsta meistara- titlinum, en það er full snemmt,“ sagði Arsenio Iglesias, þjálfari Coruna. Barcelona sigraði Valencia sannfærandi 3:1 á Nou Camp og lagði Daninn Michael Laudrup upp tvö markanna. „Við verðum að vona að þeir fari að misstíga sig hjá Coruna,“ sagði Miguel Nadal, landsliðsmaður Barcelona. Einu góðu fréttirnar fyrir Barcelona um helgina voru þær að Romario, sem fór útaf meiddur á ökkla í fyrri hálfleik, er ekki eins alvarlega slasaður og óttast var í fyrstu. Læknar sögðu í gær að hann yrði orðinn leikfær um næstu helgi. Real Madrid, sem er í þriðja sæti, 8 stigum á eftir, náði að tryggja sér UEFA-sæti með útsigri á Sevilla, 1:0. Chilemaðurinn Ivan Zamorano gerði sigurmarkið og var þetta fyrsta mark hans síðan í desember. Hann gerði 26 mörk í fyrra en hefur aðeins gert átta í vetur. „EHt besta lið heims þrátt fyrir breytingar" - sagði Fabio Capello, þjálfari AC Milan, sem varð meistari þriðja árið í röð AC MILAN varð á sunnudaginn ann- að ítalskra liða til að vinna meistara- titilinn þrjú ár f röð. Það er aðeins Tórínó sem getur státað af þessum árangri og var það fyrir um 50 árum síðan. AC Milan tryggði sér titilinn í 14. sinn með því að gera jafntefli við Udinese, 2:2, á San Siro leikvangin- um í Mílanó. Leikmenn fögnuðu titl- inum með því að hlaupa um og renna sér á maganum á rennblautum vellin- um eftir leikinn. Silvo Berlusconi, eigandi og stjórnarfor- maður AC Milan, var að vonum ánægður og sagði að hann hyggðist halda áfram störfum fyrir félagið þrátt fyrir afskipti sín af ítölskum stjórnmálum. „Milan hefur enn einu sinni sannað yfir- burði sína. Ég bjóst við að liðinu gengi vel en gat ekki ímyndað mér svona gott gengi. Liðið er eitt það besta í heimi þrátt fyrir manna breytingar á liðinum árum. Þetta sýnir að stjórnunin er í góðum hönd- um,“ sagði Fabio Capello, þjálfari liðsins. Franco Baresi, fyrirliði sem er orðinn 33ja ára, segir að enn sjái ekki fyrir end- an á sigurgöngu liðsins. Liðið hefur fjórum sinnum fagnað meistaratign á síðustu fjór- Fabio Capello, þjálfari AC Milan. um árum, auk þess að vinna Evrópu- keppni meistaraliða tvívegis og heimsbikar félagsliða jafn oft. Liðið tapaði aðeins fjór- um leikjum í deildinni í vetur. „Fyrir þrem- ur árum sögðu menn að okkar tími væri liðinn. Þá hefði enginn þorað að spá okkur sigri þijú ár í röð. En málið er að við vit- um hvað þarft til að ná árangri,“ sagði Baresi. „Ég held að titillinn hafi í raun verið í höfn eftir sigurinn á Sampdoria 13. mars,“ sagði Alessandro Costacurta, varnarmað- ur AC Milan. Enginn leikmaður var þó eins ánægður og Frakkinn Jean-Pierre Papin, sem lék á ný með liðinu á sunnudag- inn eftir nokkurt hlé og gat fagnað sigrin- um. Hann er á förum til Bayern Múnchen eftir þetta tímabil. „Ég var næstum farinn að gráta þegar áhorfendur kölluðu nafn mitt. Þetta er stór dagur, en ég er svolít- ið sár að þurfa að yfirgefa þetta frábæra lið,“ sagði Papin. „Það mikilvægasta nú er að Milan haldi áfram á sömu braut og vinni Evrópukeppnina.“ Juventus er í öðru sæti, fimm stigum á eftir þegar tvær umferðir eru eftir af deild- arkeppninni. Gianluca Vialli gerði þrennu fyrir Juve í 6:1 sigri gegn Lazio. Vialli hefur verið meira og minna meiddur allt leiktímabilið en sýndi að hann hefur engu gleymt og ætti að eiga öruggt sæti í HM liði ítala. Sampdoria hitaði upp fyrir úrslitaleikinn gegn Ancona í ítölsku bikarkeppninni með sannfærandi sigri gegn Inter 3:1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.