Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 B 5 HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN Leikmenn Selfoss veifa og klappa fyrir áhorfendum og þakka þeim fyrir stuðninginn. Morgunblað/RAX Þrenna hjá Setfyssingum Einar Gunnar Sigurðsson átti stórleik í síðasta leiknum gegn KA SELFOSS tryggði sér á sunnudagskvöldið síðasta sætið í fjög- urra liða úrslitum íslandsmótsins íhandknattieik, erliðið lagði KA með 27 mörkum gegn 24, á heimavelli sínum á Selfossi. Selfyssingar eru eina liðið sem hefur náð þrennu — leikið í undan- úrslitum öll árin þrjú sem þetta fyrirkomulag hefur verið á ís- landsmótinu, sem verður að teljast frábær árangur. Þeir mæta Valsmönnum í undanúrslitum líkt og í fyrra, en þá höfðu Vals- menn betur. Selfyssingar hafa einu sinni leikið til úrslita, gegn FH-ingum árið 1992, en lutu þá í lægra haldi. „Við erum eina íslenska liðið sem hefur þrisvar sinnum farið í undanúrslit, sem sýnir dágóðan styrk. Við höfum aldrei klárað dæmið, en nú er komið að því,“ sagði Einar Gunnar Sigurðsson sem átti frábær- an leik á sunnudagskvöldið. voru meira í einstaklingsframtakinu fyrir norðan, en við spiluðum núna sem lið og þegar við gerum það erum við mjög erfiðir." Aðspurður um and- stæðingana í undanúrslitum sagði Einar að Valsmenn væru með mjög gott lið, spiluðu góðan handknattleika og sagðist hann eiga von á hörkuleikj- um. „Okkur tókst að útfæra varnarleik- inn stóran hluta af leiknum nokkuð vel og sóknarlega spilum við þennan leik mjög vel. Þetta var verðskuldað- ur sigur, en auðvitað græðum við á því að Alfreð er ekki heill, þó svo að hann hafi verið að leika frábærlega. Þetta er fyrst og fremst sigur liðs- heildarinnar og sýnir að við höfum góða breidd,“ sagði Einar Þorvarðar- son þjálfari Selfoss. Aðspurður um komandi viðureignir við Val sagði Einar að þær yrðu barátta upp á líf eða dauða. „Sama má segja um leiki Hauka og Víkings. Þetta virðist vera svo jafnt að heppni og dagsform hef- ur allt að segja, og því er ómögulegt að spá um úrslit.“ Fengu of mikla hjálp fráþeim svart- klæddu - sagði Alfreð Gíslason Þeir spiluðu vel, en reyndar fannst mér þeir fá fullm- ikla hjálp frá dómurunum fyrstu fimmtíu mínúturnar. Þeir reyndu að laga það síðustu tíu mínúturnar, en það breytir því ekki að þeir dæmdu stóran hluta af leiknum afspyrnuilla og með Selfyssingum," sagði Alfreð Gíslason þjálfari og leik- maður KA eftir leikinn á Sel- fossi á sunnudagskvöldið. „Það er alltaf leiðinlegt þegar þeir svartklæddu eru lang lélegustu mennirnir á vellinum. En Sel- foss var betri aðilinn í leiknum og þeir áttu skilið að vinna, en fengu að mínu mati óþarflega mikla hjálp við það,“ sagði Al- freð. Hnéð fyllt af deyfilyfjum Alfreð lék meiddur á vinstra hné allan leikinn og var spraut- aður með miklu magni af deyfi- lyfjum til að deyfa sársaukann. Hann sagðist ekki vita hvað væri að, það kæmi í Ijós þegar hnéð yrði speglað á næstunni. „Það gæti verið liðþófi sem er farinn og jafnvel eitthvað meira. Þetta háði mér óneitan- lega í dag, ég þurfti að fara strax út af í byijun þrátt fyrir að búið væri að fylla hnéð af deyfilyfjum.“ Selfyssingar bytjuðu af miklum krafti gegn KA og voru komnir með þriggja marka forystu strax eft- ir tíu mínútur. Þeir Stefán juku þann mun upp Eiríksson í fjögur mörk, og skrífar héidu tveggja til fjög- urra marka forskoti út fyrri hálfleikinn. Þeir voru þremur mörkum yfir í lcikhléi, 12:9. Heimamenn gerðu út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Þeir tóku vel á móti KA-mönnum í vöminni, svo vel að þeir gerðu ekki mark fyrr en eftir fimm mínútur, en á meðan bættu Selfyssingar þremur mörkum við for- skotið. Muninn juku þeir áfram og voru komnir með átta marka forskot um miðjan hálfleikinn, 19:11. Eftir það slökuðu þeir á í vöminni, KA- menn skoruðu þá nánast að vild og náðu að minnka muninn í fjögur mörk, þegar um tíu mínútur voru eftir. En lengra komust þeir ekki, heimamenn héldu haus og vel það síðustu mínútumar og sigruðu með þriggja marka mun. Góður varnarleikur Selfyssinga lengst af í leiknum lagði gmnninn að sigrinum, auk þess sem Hailgrím- ur Jónasson varði mjög vel. Einar Gunnar Sigurðsson átti sannkallaðan stórleik, skoraði átta stórglæsileg mörk, lék firnavel í vörninni, og tók af skarið á mikilvægum augnablikum í síðari hálfleik, er KA-menn virtust vera að komast inn í leikinn. Sigurð- ur Sveinsson var að vanda dijúgur og Oliver Pálmason hleypti fáum framhjá sér í vörninni. Það háði KA-mönnum greinilega að Alfreð Gíslason gat ekki beitt sér af fullum krafti vegna meiðsla í hné. Hann haltraði um allan leikinn, en skoraði þó sex mörk. Leó Örn Þor- leifsson stóð sig vel á línunni og Valdimar Grímsson lék frábærlega í vöminni, en gekk ekki eins vel í sókn- inni. Allir lögðust á eitt „Við ákváðum að mæta þeim með mikilli baráttu, við vorum vel undir- búnir og allir gerðu sér grein fyrir hvað mikið var í húfi. Það lögðust allir á eitt og þess vegna unnum við þennan leik,“ sagði Einar Gunnar Sigurðsson leikmaður Selfoss. „Menn Hvaða lið fara í Evrópukeppni Það er þegar ljóst að FH-ingar leika í Evrópukeppni bikarhafa næsta keppnistímabil og Haukar hafa tryggt sér rétt til að leika í Borgarkeppninni, sem 1. deildarmeistarar, en annars eru möguleikarn- ir þannig hjá liðinum: ■Ef Haukar verða íslandsmeistarar, fer Valur í borgarkeppnina og Víkingur eða Selfoss leika í EHF-keppninni. Það lið sem nær betri árangri í úrslitakeppninni vinnur sér rétt á að leika í EHF-keppninni. ■Ef Valur verður Islandsmeistari, taka Haukar þátt í borgarkeppn- inni og Víkingur eða Selfoss í EHF-keppninni. ■Ef Selfoss verður íslandsmeistari, taka Haukar þátt í borgarkeppn- inni og Valur eða Víkingur í EHF-keppninni. ■Ef Víkingur verður íslandsmeistari, taka Haukar þátt í borgarkeppn- inni og Valur eða Selfoss í EHF-keppninni. Stuðningsmenn Selfossliðsins láta heldur betur í sér heyra á heimaleikjum liðsins. Morgunbiað/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.