Morgunblaðið - 27.04.1994, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1994
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
Húsbréf
Avöxtunarkrafan 5,02%
og hefur ekki verið lægri
Viðskipti með húsbréf á Verðbréfaþingi milljarði meiri það sem af er
þessu ári en allt árið í fyrra
ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa var komin niður í 5,02% við lok við-
skipta á Verðbréfaþingi íslands í gær og hefur aldrei áður orðið jafn-
lág frá því húsbréfakerfið var sett á laggirnar síðla árs 1989. Ávöxtun-
arkrafa spariskírteina var 4,84% við lok þingsins. Velta húsbréfa á
Verðbréfaþingi það sem af er þessu ári er orðin tæplega einum millj-
arði meiri en hún var allt árið í fyrra.
Ávöxtunarkrafan hefur fari jafnt
og þétt lækkandi frá því um miðjan
mánuðinn, er Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra lýsti því yfir í grein í
Morgunblaðinu að grundvöllur væri
fyrir frekari lækkun raunvaxta en
HAGNAÐUR Boeing-flugvéla-
verksmiðjanna minnkaði á fyrsta
ársfjórðungi vegna hægari af-
greiðslu flugvéla til félaga, sem
berjast í bökkum, að sögn félags-
ins.
Hagnaðurinn minnkaði í 292
milljónir dollara, eða í 86 cent á
hlutabréf, úr 325 milljónum dollara,
eða 96 centum, fyrir ári.
Lægri íj árfe st i ngarte kj u r og
fram væru komnar í kjölfar aðgerða
stjórnvalda í lok október á síðasta
ári. Ávöxtunarkrafa húsbréfa var þá
5,20% og hafði verið það um nokk-
urt skeið. Strax í kjölfarið lækkaði
krafan í 5,13% og ávöxtunarkrafa á
aukinn vaxtakostnaður áttu einnig
þátt í minni hagnaði, en lægri rann-
sóknar- og þróunarkostnaður bætti
það upp að nokkru.
Boeing-verksmiðjurnar afhentu
alls 82 áætlunarþotur á fyrsta árs-
fjórðungi miðað við 93 á sama tíma
í fyrra. Áætlað er að á öllu árinu
1994 verði alls afhentar 260 flug-
vélar að verðmæti um 21 milljarður
dollara.
nýjasta flokki spariskírteina í 4,90%.
Síðan hefur krafan lækkað jafnt og
þétt. Hún var til dæmis 5,06% á
föstudaginn og 5,04% á mánudag.
Áður hafði ávöxtunarkrafan lægst
orðið 5,08% í febrúarmánuði. Ávöxt-
unarkrafan á spariskírteinum var
4,88% fyrir viku en lækkaði í 4,75%
á föstudag og var síðan 4,84% í gær
og fyrradag.
Rúmlega tvöfalt meiri viðskipti
voru með húsbréf í gær og í fyrra-
dag á Verðbréfaþinginu en alla síð-
ustu viku, eða samtais 133 milljónir
samanborið við 54 milljónir, og við-
skipti með spariskírteini voru rúm-
lega 170 milljónir fyrstu tvo daga
vikunnar. Viðskipti með húsbréf á
Verðbréfaþingi það sem af er þessu
ári nema nú 3,7 milljörðum króna,
en námu allt síðastliðið ár 2,8 millj-
örðum. Viðskiptin er því nú þegar
orðin 900 milljónum króna meiri en
allt árið í fyrra, en í janúarmánuði
hóf Seðlabankinn viðskipti með hús-
bréf á Verðbréfaþinginu. Sala spari-
skírteina á þinginu það sem af er
árinu nemur 3,4 milljörðum króna
og var samtals á síðasta ári um 14
milljarðar króna.
Flugvélaiðnaður
Færri vélarhjá Boeing
Seattle. Reuter.
Holiday Inn, föstudaginn 29. apríl 1994
09.30-10.00
10.00 -10.30
10.30- 11.00
11.00-11.15
11.15- 12.00
12.00-13.30
13.30- 14.14
14.15- 14.45
14.45-15.15
15.30- 17.00
Skráning og afhending gagna
Rekstrarskoðun sem endurskoðunaraðgerð
Stefán Svavarsson dósent og löggiltur endurskoðandi.
Ábyrgð endurskoðandans
Samanburður á endurskoðun í þágu ríkis og einkaaðila
Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi.
Kaffihlé
Endurskoðun lítilla fyrirtækja hætt / Abolition of Small Company Audits
Mrs Primrose McCabe forseti Institute of Chartered Accountants of Scotland.
Hádegisverður
Fjallað um bókhald og endurskoðun í Evrópu sem starfsgrein /
An Analysis of the European accounting and auditing profession
Mr John Flower yfirmaður rannsókna hjá European Institute for Advanced Studies in Management.
Umrót á starfsvettvangi endurskoðenda
Ólafur Nilsson löggiltur endurskoðandi.
Samantekt, fyrirspurnir og yfírlit
Sveinn Jónsson ráðstefnustjóri.
Viðhorf og athugasemdir um störf endurskoðenda
Bankaeftirlit
Þórður Ólafsson
Pallborðsumræður
Verðbréfaþing
Tómas Ö. Kristinsson
Þjóðhagsstofnun
Ásgeir Daníelsson
17.00-18.00 Móttaka
Félagsmenn FLE eru hvattir
til að tilkynna strax þátttöku
í síma 68 81 18 eða
bréfasíma 68 81 39
Ráðstefnustjóri: Sveinn Jónsson
Félag löggiltra endursKoöenda
Endanlegar afskriftir
íslandsbanka
1990-93
3.795 milljónir kr.
Skipt eftir atvinnugreinum
Sjávarútvegur og fiskvinnsla-
Verslun
j— Einstaklingar í atvinnurekstri
Heimili
r
Byggingariðnaður
og verktakar
Þjónusta og samgöngur
Skipt eftir tryggingum
/- Sjálfskuldarábyrgðir
Iðnaður
Fiskeldi og landbúnaður
Fasteignaveð/
handveð
Afurðaveð
Veð í skipum/flugvélum
Ekki skráðar tryggingar
Fjárfestingarfélag
Draupnissjóðurínn
keypti hlutabréf
fyrír 28 milljónir
DRAUPNISSJÓÐURINN fjárfesti í hlutabréfum fyrir 28 milljónir
króna á síðasta ári en seldi á sama tíma bréf fyrir 37,4 milljónir.
Sala hlutabréfa var þannig 34% umfram kaup en Ragnar Ögmunds-
son stjórnarformaður Draupnissjóðsins sagði á aðalfundi félagsins
i gær að náðst hefði að framfylgja þeirri stefnu að ná sem næst
jafnvægi í kaupum og sölum hlutabréfa á eftirmarkaði. Hagnaður
félagsins varð fjórar milljónir króna.
Frá upphafi hefur Draupnissjóð-
urinn haft tvíþætt markmið. Annars
vegar að fjárfesta í hlutabréfum
óskráðra fyrirtækja þar sem sjóður-
inn hefur haft augastað á stórum
fyrirtækjum með arðbæran rekstur
og vaxtarmöguleika og hins vegar
að kaupa og selja hlutabréf félaga
sem eru skráð á Verðbréfaþingi Is-
lands eða OTM. í báðum tilvikum
er markmiðið að hagnast á viðskipt-
Svíþjóð
Volvo selur
Cardo-félagið
Stokkhólmi. Reuter.
V OL V O-bifreiðaverksmiðjurn-
ar í Svíþjóð hafa selt hlut sinn
í fjármögnunarfyrirtækinu
Cardo fyrir 2,6 milljarða sæn-
skra króna. Salan er liður í
nýboðaðri stefnu Volvo á þá
leið að fyrirtækið snúi sér aftur
að bílasmíði eingöngu.
Volvo átti 43,8% í Cardo og
seldi hlut sinn verkfræði- og iðn-
fyrirtækinu Incentive AB. Volvo
hefur þegar selt hlut sinn í fjár-
festingarfyrirtækinu Custos,
norska olíufélaginu Saga Petrole-
um og alþjóðlega Hertz-bílaleigu-
fyrirtækinu. Volvo hefur hagnazt
um 3,4 milljarða sænskra króna
af sölu hlutabréfanna í þessum
fyrirtækjum — að Cardo undan-
skildu.
Volvo hyggst einnig selja
Branded Consumer Products
(BCP) og 27,5% hlut í Pharmacia
ÁB. Breytingu Volvo á að vera
lokið fyrir árslok 1996.
unum og um leið stuðla að aukinni
virkni markaðarins.
í ræðu Ragnars kom fram að
Draupnissjóðurinn hefði verið aðili,
kaupandi eða seljandi, að um 5%
þeirra viðskipta á eftirmarkaði sem
skráð voru í helstu félögum á Verð-
bréfaþingi og OTM á árinu 1993 í
fjárhæðum talið. Ekki sé langt síðan
að þetta hlutfall hafi verið 20% og
þá hefði stjómin haft áhyggjur af
smæð markaðarins og því að félagið
sjálft réði of miklu um verðþróunina.
Nú væri því ekki lengur að heilsa.
Lækkun á gengi hlutabréfa á síð-
asta ári sagði til sín í afkomu
Draupnissjóðsins. Liðurinn „gengis-
breyting hlutabréfa" í rekstrar-
reikningi að fjárhæð 36,3 milljónir
endurspeglar lækkun á markaðs-
virði hlutabréfaeignar félagsins
gagnvart framreiknuðu kostnaðar-
verði á árinu. Sambærileg tala fyrir
árið 1992 er um 73 milljónir að
teknu tilliti til 51 milljón króna óinn-
leysts geymsluhagnaðs sem sjóður-
inn átti í ársbyrjun 1992. Ragnar
sagði í ræðu sinni að sú stefna að
hlutabréfaeign fari ekki yfir 60%
af heildareignum og að aðrar eignir
séu ávaxtaðar í vaxtaberandi verð-
bréfum hefði komið sér vel. Hluta-
bréfaeign Draupnissjóðsins var í
árslok bókfærð á 417 milljónir sem
er um 57% eigna alls.
Stjórn Draupnissjóðsins fjallaði á
síðasta ári um 18 mismunandi fjár-
festingarkosti en fjárfesti í tveimur.
Þau félög sem fjárfest var í eru
bæði skráð á Verðbréfaþingi og nam
fjárfesting í hvoru félagi fyrir sig
um 3 milljónum. í árslok 1993 átti
Draupnissjóðurinn hlut í 23 félög-
um. 12 þeirra eru skráð á Verð-
bréfaþingi, átta á OTM og þrjú
flokkast sem óskráð félög.