Morgunblaðið - 27.04.1994, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1994
Framkvæmdir við fyrsta áfanga endurbyggingar Sundlaugar Akureyrar hafnar
Rennibrautir, eimbað
og nýtt sólbaðssvæði
FRAMKVÆMDIR við fyrsta áfanga endurbyggingar við Sundlaug
Akureyrar eru nýlega liafnar en áætlað er að þeim verði lokið fyr-
ir þjóðhátíð, 17. júní. Kostnaður við þennan áfanga er um 55 milljón-
ir króna.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hagkvæm og ódýr lausn
MIKLAR framkvæmdir eru við Sundlaug Akureyrar en þær
munu ekki koma í veg fyrir að gestir geti baðið sig í heitum
potti. Verið er að setja upp gám við laugarbakkann sem gegna
mun hlutverki heita pottsins fram að þjóðhátíð þegar verkinu
verður lokið.
Sigurður Guðmundsson, for-
stöðumaður Sundlaugar Akur-
eyrar, sagði að í þessum fyrsta
áfanga framkvæmdanna yrðu heitu
pottarnir endurbyggðir m.a. verða
þeir flísalagðir og byggt verður
eimbað á milli þeirra. Nýtt sólbaðs-
svæði verður gert vestan núverandi
svæðis og settar verða upp renni-
brautir.
Samhliða brun
Rennibrautirnar verða þar sem
sólbaðssvæðið er nú og er önnur
þeirra 55 metra löng og yfirbyggð.
Hin er 11 metra löng og þriggja
metra breið þannig að fleiri en einn
geta rennt sér þar í einu og sagði
Sigurður að hana yrði t.d. hægt
að nota til keppni í samhliða bruni.
Tvö akureyrsk fyrirtæki munu
gera tilraun með nýja framleiðslu
í tengslum við endurbyggingu
laugarinnar, nýtt mjúkt gúmmíefni
frá Sjöfn verður sett í lendingar-
og barnalaugar og þá verður lituð-
um gúmmímottum frá Gúmmí-
vinnslunni komið þar fyrir.
Þó að sundlaugin taki stakka-
skiptum á næstu viku verður henni
ekki lokað nema rétt á meðan ver-
ið er að mála hana. Það verður
gert í lok maí og verður þá lokað
í 2-3 daga.
Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar kynnt
Fasteignagjöld verða lækkuð
til að styrkja byggingariðnað
Miðstöð fólks í atvinnuleit
Ferðatil-
boðkynnt
FERÐAMÁL og ýmis ferðatilboð
verða til umfjöllunar í máli og
myndum í Miðstöð fólks í atvinnu-
leit í Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju í dag, miðvikudag, frá kl.
15.00 til 18.00.
Sævar Frimannsson fulltrúi í
ferðanefnd ASÍ kynnir samninga
sem gerðir hafa verið fyrir hönd fé-
lagsmanna innan ASÍ og fleiri sam-
taka við ýmsa þjónustuaðila á sviði
ferðamála. Hér er fyrst og fremst
um að ræða hagstæð kjör á ferðum,
gistingu og fæði innanlands en einn-
ig hafa verið gerðir samningar um
afsláttarfargjöld á ferðum erlendis.
Þá mun Ingvar Teitsson læknir
kynna störf Ferðafélags Akureyrar
og sýna litskyggnur frá starfínu og
frá ýmsum áhugaverðum stöðum.
----------------
Kynning á
þróunarsetri
Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit.
ÞRÓUNARSETRIÐ að Ytra-
Laugalandi stendur fyrir opnu
húsi næstkomandi laugardag, 30.
april, kl. 13.30.
Þar fer fram kynning á starfsemi
þess og sýning á ýmiss konar hand-
verki. I smíðastofunni verða sýndir
útskomir munir af nýloknu útskurð-
amámskeiði og fleiri smíðisgripir. í
vefstofunni verða vefarar að störfum
og sýna þeir handverk sitt.
- Benjamín
„VIÐ ERUM þess fullviss að við
höfum unnið gott verk við erfiðar
aðstæður á síðasta kjörtímabili.
Við sjáum ýmis batamerki á lofti
sem við viljum nýta til nýrrar
sóknar og munum beita öllum til-
tækum ráðum til uppbyggingar
atvinnulífs en við stefnum að því
að mynda meirihluta í bæjarstjórn
eftir kosningar," sagði Sigurður
J. Sigurðsson forseti bæjarstjórn-
ar og efsti maður á lista Sjálfstæð-
isflokksins þegar frambjóðendur
kynntu stefnuskrá flokksins fyrir
komandi bæjarstjórnarkosningar
í maí.
Hvað skipulags- og byggingamál
•varðar kemur fram í stefnuskránni
að sjálfstæðismenn ætla að ljúka
gerð Borgarbrautar yfir Glerá og
tengingu við Dalsbraut á næstu
tveimur árum en með því skapast
betri tenging Giljahverfis við miðbæ-
inn. Þá er stefnt að því að ljúka skipu-
lagi Naustasvæðisins sunnan núver-
andi byggðar á næstu tveimur árum
og að koma í framkvæmd göngu-
og hjólreiðaskipulagi í bænum. Nýtt
tjaldsvæði verði tekið í notkun á
næsta kjörtímabili og lóðaleiga og
fasteignagjöld af nýjum lóðum verði
lækkað til að styrkja byggingastarf-
semi í bænum eru einnig á meðal
stefnumála.
Sorphaugum í Glerárdal
verði lokað
í umhverfismálum er m.a. stefnt
að áframhaldandi vinnu við end-
urnýjun fráveitukerfis bæjarins
þannig að allt skólp verði leitt út
fyrir Glerárósa en með því verður
Pollurinn hreinni og nýtist betur til
siglinga og vatnaíþrótta. Á kjörtíma-
bilinu vilja sjálfstæðismenn að fund-
inn verði framtíðarurðunarstaður
fyrir sorp og núverandi sorphaugum
á Gierárdal verði lokað en þannig
verður Glerárdalurinn enn öflugra
útivistarsvæði. Þá vilja þeir að
Krossaneshaginn verði gerður að
Alls eiga 16 ljósmyndarar tæplega
80 myndir á sýningunni og er þeim
skipt í sjö efnisflokka. Þetta er fjórða
árið í röð sem slík sýning og sam-
keppni er haldin og í þriðja sinn sem
sýningin er einnig sett upp á Akur-
eyri. Sýningarnar hafa hlotið verð-
skuldaða athygli enda koma þar fram
á skemmtilegan hátt sérkenni lands
og þjóðar. Einnig má fullyrða að
bestu myndirnar standist vel saman-
burð við það besta sem gert er erlend-
útivistarsvæði.
í stefnuskránni kemur fram að
framkvæmdir við Sundlaug Akur-
eyrar verði forgangsverkefni í
íþróttamálum og að þeim ljúki á kjör-
tímabilinu._ Þá vilja þeir fylgja eftir
ákvörðun ÍSÍ um að gera Akureyri
að miðstöð vetraríþrótta á íslandi og
einnig að Iþróttaskemman verði
áfram nýtt sem íþróttahús næstu
árin.
Það er Áhugaljósmyndaraklúbbur
Akureyrar sem stendur fyrir því að
fá sýninguna norður í samvinnu við
Blaðamannafélagið og Blaðaljós-
myndarafélagið.
Sýningin verður í Blómahúsinu við
Hafnarstræti og verður hún opin frá
kl. 13.00-21.00 frá fimmtudeginum
28. apríl til sunnudagsins 1. maí.
Vakin er athygli á því að sýningin
verður einungis opin þessa fjóra
daga. Aðgangseyrir er 200 krónur.
(Fréttatilkynning.)
Fyrirlestur
HÁSKÓUINN
A AKUREYRi
Tími: Laugardagurinn 30. apríl 1994 kl. 14.00.
Staður: Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti 23,
stofa 24.
Flytjandi: Prófessor Helga Kress.
Efni: „Oft stendur illt af tali kvenna."
Um tungumál, kynferði og vald f forníslenskum
bókmenntum.
Öllum er heimill aðgangur.
Til sölu á Akureyri
- raðhúsið Borgarhlíð 6C - samtals 226 fm.
Húsið er á fjórum pöllum - 5 rúmgóð svefnherbergi, sjón-
varps- eða vinnuherbergi, stofa og stórt eldhús.
Góður bílskúr. Einstakt útsýni. Skipti á eign í Reykjavík
koma til greina.
Upplýsingar hjá
Fasteigna- og skipasölu Norðurlands,
sími 96-11500.
1S.
Vortónleikar
KARLAKÓR Akureyrar-Geysir hélt árlega vortónleika sína á sunnudagskvöldið, þá fyrri af tveimur en tónleikar
með sömu söngskrá verða í Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöldið 27. apríl kl. 20.30. Á söngskránni eru
20 lög eftir innienda og erlenda höfunda og verður m.a. flutt lag Jóhanns Ó. Halldórssonar Land míns föður sem
samið var í tilefni lýðveldisstofnunarinnar 1944. Stjórnandi kórsins er Roar Kvam og undirleikari Richard J. Simm.
Sýningin Blaðaljós-
myndir 1 Blómahúsinu
SÝNINGIN „Blaðaljósmyndir 1993“, úrval úr verkum íslenskra blaða-
yósmyndara, verður opnuð I Blómahúsinu á Akureyri á morgun,
fimmtudaginn 28. apríl.