Morgunblaðið - 27.04.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994
23
Golfklúbbar Kópa-
vogs og Garðabæjar
sameinast í einn klúbb
SAMNINGUR hefur verið gerður milli Golfklúbbs Garðabæjar og
Golfklúbbs Kópavogs annars vegar og bæjarstjórna Garðabæjar og
Kópavogs hins vegar um samruna klúbbanna og samstarf bæjarfélag-
anna um frekari uppbyggingu á golfaðstöðu Golfklúbbs Garðabæjar
við Vífilsstaði. Klúbbarnir hafa verið sameinaðir í einn klúbb, Golf-
klúbb Kópavogs og Garðabæjar, skammstafað GKG.
Við Vífilsstaði er gert ráð fyrir
18 brauta golfvelli, höggæfinga-
svæði, Par-3 æfingarvelli og stækk-
un golfvallarins í 27 brautir með 9
brautum á landsvæði í Leirdal innan
bæjarmarka Kópavogs. Svæðið ligg-
ur að núverandi golfsvæði við Vífils-
staði og myndar þannig eina heild.
Með 27 golfbrautum verður mögu-
legt að halda vellinum opnum fyrir
æfingar og almennan golfleik þótt
keppni fari fram.
Flýta fyrir framkvæmdum
Megintilgangur sameiningarinnar
er að samnýta framlög bæjarfélag-
anna og flýta þannig framkvæmdum
sem auðið er til framdráttar og efl-
ingar golfíþróttinni segir í frétt
GKG. Bent er á að athafnasvæðið
sem um ræði sé landfræðilega og
veðurfarslega einstætt, nærri
þungamiðju höfuðborgarsvæðisins
og vel fallið til golfvallagerðar.
Áætlað er að taka í notkun 9
nýjar golfbrautir síðsumars á næsta
ári og mynda þær ásamt núverandi
velli Golfklúbbs Garðabæjar góðan
18 brauta völl. Framkvæmdum verð-
ur síðan haldið áfram eftir því sem
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samstarf um golfvöll
SAMNINGUR um samstarf Kópavogs og Garðabæjar og golfklúbba
bæjanna Innsiglaðir. Formenn golfkiúbbanna, þeir Þorsteinn Stein-
grímsson, Golfklúbbi Kópavogs, og Finnur Jónsson, Golfklúbbi Garða-
bæjar, og Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Gunn-
ar Birgisson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, undirrituðu samkomu-
lagið.
efni standa til, en með ofangreindu
samstarfi er unnt að flýta því um
allmörg ár, að nýju brautirnar verði
teknar í notkun. Er stefnt að iands-
móti í golfi á Vífilsstaðavelli árið
2000.
Iceland Review breytir um svip
FYRSTA tölublað Iceland Review á þessu ári kom út fyrir skömmu
en j)að hefur þrengt ritstjórnarsvið sitt eftir að hafa flutt alhliða efni
um Island í 30 ár. Ritið er nú fyrst og fremst helgað náttúru lands-
ins, ferðaþjónustu og ferðamöguleikum hérlendis. Aðspurður sagði
Haraldur J. Hamar, útgefandi að ferðaþjónustan hefði sýnt mjög já-
kvæð viðbrögð við breytingunum og það sem heyrst hefur frá áskrif-
endum og öðrum sem haldið hafi tryggð við Iceland Review um ára-
bil, hefði líka verið mjög jákvætt.
„Þetta var að sjálfsögðu heilmikið
átak og verður áfram, en við efuð-
umst ekki eitt andartak um að við
værum að stíga skref í rétta átt.
Viðtökurnar sem Iceland Review
með nýjan blæ hafa hlotið staðfesta
þá skoðun okkar. Við prentum í lið-
lega 20.000 eintökum, byggjum á
gömlum merg en stefnum að því að
gera ritið enn verðmætara íslensku
atvinnulífi," segir Haraldur. Til við-
bótar hefðbundinni dreifingu senda
Flugleiðir í London blaðið til 3.000
aðila, férðaskrifstofa og blaða-
manna. Flugleiðir í Bandaríkjunum
eru með tilraunaútsendingu í svipuð-
um stíl, 1.000 eintök.
„Ferðaþjónustan með öllum sínum
öngum er að yerða veigamikill at-
vinnuvegur á íslandi — og kannski
sá sem á næstu árum mun veita
fleira fólki starf en aðrir atvinnuveg-
ir landsmanna. Það var tímabært
að láta á það reyna hvort ferðaþjón-
ustan vildi eða gæti nýtt þá mögu-
leika sem Iceland Review getur veitt
þegar til lengri tíma er litið,“ segir
Haraldur. „Það var líka tímabært
fyrir Iceland Review að stokka spilin
og aðlagast enn frekar aðstæðum
og viðhorfum sem breyst hafa mikið
í samskiptum íslands við önnur lönd
á þeim 30 árum sem liðin eru frá
því að ritinu var hleypt af stokkun-
um.“
Haraldur J. Iiamar
PAVIGRE S
Sterkar og
ódýrar flísar
ALFABORG f
KNARRARVOGI 4 <
‘ 686755
Diplomat fistölva
alvörn 486
Uppfæranleg 25-6K Mllz
UoáingSlalion ^
¥ BOÐEIND
Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081
V_____________________________________y
DU PONT bflalakk notað af
fagmönnum um land allt.
Er bfllinn þinn
grjótbarinn eða
rispaður ?
DU PONT lakk
á úðabrúsa er
meðfærilegt og
endingargott.
ohíSbsi I
Faxafeni 12. Sími 38 000
URVAL NOTAÐRA BILA
HUNDAY PONY 1300, árg. ‘94, 5
gíra, 3ja dyra, rauður, ek. 12.
þ.km. Verð 850 þ.
MMC LANCER 1500, árg. '89,
sjálfsk., 4 dyra, bleikur, topplúga,
álfelgur, ek. 81 þ.km. Verð 730 þ.
HYUNDAI PONY 1300, árg. ’93, 5
gíra, 3ja dyra, rauður, ek. 12
þ.km. Verð 750 þ.
MMC LANCER 1500, árg. ’91,
sjálfsk., 5 dyra, rauður, ek. 70
þ.km. Verð 980 þ.
TOYOTA CGROLLA GTi 1600,
árg. ’89, 5 gíra, 3 dyra, rauður,
topplúga, ek. 98 þ.km. V. 660 þ.
TOYOTA COROLLA 1300, árg.
’88, sjálfsk., 4 dyra, rauður, ek. 70
þ.km. Verð 550 þ.
LADA SAFÍR 1500, árg. ’94,5 gíra,
4 dyra, vínrauður, ek. 4 þ.km.
Verð 520 þ.
SUBARU JUSTY 1200, árg. ’91, 5 MAZDA 626 2000, árg. ’89, sjálf- MMC COLT 1500, árg. ’89, sjálf-
gíra, 5 dyra, hvítur, ek. 14 þ.km. sk., 5 dyra, Ijósbrúnn, ek. 107 sk., 3ja dyra, grænn, ek. 70 þ.km.
Verð 800 þ. þ.km. Verð 790 þ. Verð 690 þ.
VW GOLF 1600, árg. ’88, 5 gíra,
3ja dyra, hvítur, ek. 93 þ.km. Verð
550 þ.
LADA SAFÍR 1300, árg. ’91,4 gíra,
4 dyra, vínrauður, ek. 34 þ.km.
Verð 290 þ.
MMC LANCER 1500, árg. '87, 5
gíra, 4 dyra, grár, ek. 81 þ. Verð
480 þ.
CHRYSLER LE BARON, árg. ’88,
sjálfsk., 5 dyra, vínrauður, ek. 77
þ.km. Verð 790 þ.
LADA SPORT 1600, árg.’91, 5
gíra, 3ja dyra, rauður, ek. 46
þ.km. Verð 540 þ.
Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar
Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga kl. 10-14.
HMEa * NOTADIR f Æk Æk
BIIAR 1
814060/681200