Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1994 + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1r 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. [ lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Samtakamáttur litlu hluthafanna Auglýsing, sem Pétur Blöndal, nýkjörinn bankaráðsmaður í íslands.- banka, birti hér í Morgun- blaðinu á fimmtudag í síð- ustu viku, þar sem hann fal- aðist eftir umboði hluthafa í íslandsbanka vegna fram- boðs til bankaráðs, kann að verða upphafið að miklum breytingum í hinum stóru, opnu hlutafélögum, sem hér starfa og eru skráð á Verð- bréfaþingi. í sumum tilvikum eru stjórnir kjörnar á aðal- fundum slíkra hlutafélaga með takmarkað atkvæða- magn á bak við sig vegna þess að hlutafjáreignin er mjög dreifð. í Bandaríkjunum hefur það lengi tíðkazt, að hluthaf- ar, sem hyggjast knýja fram breytingar á stjórnum í hlutafélögum, leiti eftir um- boðum frá litlum hluthöfum og stórum með auglýsingum á opinberum vettvangi, eða bjóði í hlutabréf þeirra. í sumum tilvikum er háð mikið kapphlaup á milli ríkjandi stjórnar í hlutafélagi og hlutahafa, sem vilja koma breytingum fram, um umboð frá litlu hluthöfunum eða um kaup á hlutabréfunum. í Svíþjóð t.d. eru samtök hlut- hafa í hlutafélögum geysi- lega öflug. Samstaða margra smárra hluthafa hefur gert þá að afli í sænsku atvinnu- lífi, sem stjórnendur stórfyr- irtækja og stórir hluthafar verða að taka tillit til. Hér á íslandi hafa litlir hluthafar yfirleitt haft hægt um sig. Árum saman var lit- ið svo á, að tæki lítill hlut- hafi til máls á aðalfundi stórs hlutafélags og bæri fram fyrirspurn um rekstur fyrir- tækisins eða hefði uppi gagnrýni á stjórnendur væri það til marks um sérvizku viðkomandi. Slíkt þótti ekki við hæfi. En þetta er að breytast. Aðalfundur ís- landsbanka hf. fyrir ári var til marks um þessa breytingu og aðalfundur bankans nú og aðdragandi hans er stað- festing á því, að grundvallar- breyting er að verða í við- horfi hluthafa, hversu smáir sem þeir eru til eignar sinnar. Þetta_ er ákaflega jákvæð þróun. í fyrsta lagi er eðli- legt, að hluthafar noti vett- vang á borð við aðalfundi til þess að ræða málefni fyrir- tækja sinná og spyija starfs- menn sína og þá ekki sízt æðstu stjórnendur spurninga um rekstur fyrirtækjanna. í öðru lagi eru líflegar umræð- ur á aðalfundum og lýðræð- isleg vinnubrögð við kjör stjórna stórra almennings- hlutafélaga líkleg til að auka áhuga almennings á því að veija hluta sparifjár síns til hlutabréfakaupa. Tíðarand- inn hefur breytzt. Fólk kann ekki að meta það að vera hvatt til þess að efla atvinnu- lífið með hlutafjárkaupum en jafnframt sé til þess ætlast að það hafi enga skoðun á rekstri þeirra fyrirtækja, sem það hefur lagt fjármuni sína í. Af þessum sökum kann auglýsing Péturs Blöndals hér í Morgunblaðinu að valda nokkrum þáttaskilum. Lík- legt má telja, að auglýsingin og það sem á eftir fylgdi hvetji litla hluthafa til þess að efla samtakamátt sinn og auka þar með áhrif sín innan stórra hlutafélaga. I sumum tilvikum geta þau orðið mjög mikil og jafnvel haft úrslita- áhrif á stjórnarkjör og for- ystu í fyrirtækjum. Þetta er ekki þróun, sem menn þurfa að óttast. Miklu fremur er ástæða til að fagna henni. Öll þróun í átt til heilbrigð- ara þjóðfélags er fagnaðar- efni. Islenzkt atvinnulíf hefur lengi verið mjög lokað. Það er hins vegar að opnast smátt og smátt. Hlutabréfa- markaðurinn á mikinn þátt í því. Og nú er nútíminn að hefja innreið sína í stóru al- menningshlutafélögin, sem hér eru starfrækt. Þeirri breytingu á eftir að fylgja einhver titringur og einhver átök. En þegar upp er staðið verður þessi breyting til góðs. Afkoma Islandsbanka hf. hefur aldrei veríð erfiðari Hluthafamir töpuðu 2,5 millj örðum króna áámnum 1992-1993 HREMMINGAR íslandsbanka hf. frá ársbyrjun 1992 til ársloka 1993 hafa verið mikl- ar. Hluthafar bankans töpuðu samtals 2.463 milljónum króna á þessu tímabili, eða tæpum 2,5 milljörðum króna, þar sem heildarraunarðsemi eignar hluthafanna var neikvæð sem nemur þessari upphæð. Heildarraunávöxtun hluthafa frá 1.1. 1992 til ársloka 1993 var neikvæð um 41,5%. Slík niðurstaða í ávöxtun á fjármunum eigenda lánastofnunar er náttúrlega með öllu óviðunandi, ekki síst þegar horft er til þess, að ef ávöxtun eigin fjár bankans hefði samsvarað meðalútlánavöxtum bankanna á árun- um 1991 til og með 1993, þá ættu hluthafarnir 2,1 milljarði króna hærri upphæð í dag, en þeir áttu um áramótin 1990-1991. Morgunblaðið/Þorkell Lagt á ráðin VIÐ UPPHAF aðalfundar íslandsbanka í fyrradag stungu þeir Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka, og Bent Scheving Thorsteinsson, einn hluthafa bankans, saman nefjum. Bent þótti í máli sínu jákvæðari í garð bankans og bjartsýnni á framtíð hans, en menn höfðu átt von á að hann yrði, fyrir fundinn. Náði kjöri í bankaráð PÉTUR Blöndal er hér á leið í ræðupúltið á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á aðalfundi bank- ans í fyrradag. Hann vandaði bankastjórn og bankaráði ekki kveðjurnar í ræðu sinni og náði kjöri í bankaráð íslandsbanka og að fella Orra Vigfússon út úr bankaráðinu, en Orri hlaut mestan atkvæðastyrk við bankaráðskjör fyrir ári. Það fer ekkert á milli mála, að 654 milljóna króna tap bankans á liðnu ári, er áfall fyrir eigend- ur jafnt sem stjórnendur bankans, sem höfðu margir gert sér í hugarlund, að 177 milljóna króna taprekstri ársins 1992 yrði snúið í rekstrarhagnað á árinu 1993. Enda drógu þeir Valur Valsson bankastjóri og Kristján Ragnarsson bankaráðs- formaður enga dul á, að niðurstaða liðins árs er áfall, í málflutningi sínum á aðaifundi bankans í fyrradag. íslandsbanka tókst að lækka rekstrar- kostnað bankans um 400 milljónir króna á liðnu ári, miðað við árið 1992, sem verður að teljast mjög góður árangur á rekstrarsviðinu. En þótt bankanum hafi orðið verulega ágengt í hagræð- ingu, sparnaði, fækkun starfsmanna og fækkun útibúa, er alveg ljóst, að betur má ef duga skal. Hlutabréf í íslandsbanka voru ekki skráð á markaði fyrr en í febrúarmánuði í fyrra, eða fyrir rúmu ári. Það gerir það að verkum að styðjast verður við aðrar forsendur við útreikninga, en gert hefur verið áður, í hliðstæðum greinaskrifum. Islandsbanki bauð í árslok 1991 út 900 milljónir króna að nafnvirði í nýju hlutafé og bankaráð íslandsbanka ákvað að útboðsgengi bréfanna skyldi vera 1,5. Því er stuðst við gengið 1,5 frá ársbyrjun 1992, þegar reiknuð er út heildarávöxt- un hluthafanna og heildarraunarðsemi þeirra frá 1.1. 1992, og gengið 0,86 sem var lokagengi árs- ins 1993. Gengi bréfanna hefur enn fallið frá ára- mótum. Viðskipti í fyrradag, þann dag sem aðal- fundur íslandsbanka var haldinn, voru á genginu 0,8, en í síðustu viku var gengið enn lægra, því viðskipti fóru fram á genginu 0,72. Miðað við gengið 0,8, eru hlutabréf íslandsbanka rétt liðlega 3,1 milljarður króna að markaðsvirði í dag. Sú breyting sem orðið hefur á markaðsverði frá ársbyrjun 1992 til ársloka 1993, að teknu tilliti til verðbreytinga og arðgreiðslna á tímabilinu, fel- ur það í sér, að um síðustu áramót höfðu hluthafar í reynd tapað tæplega 2,5 milljörðum króna af hlutafé sínu. (Tap þeirra er bókhaldslegt, á þeim bréfum sem ekki hafa verið seld, en þeir sem selt hafa bréfin, eftir að verðið hrundi, hafa að sjálf- sögðu orðið fyrir raunverulegu tapi.) Hluthafar áttu í árslok 1991 3,78 milljarða á nafnverði í hlutafé, ogmiðað við gengið 1,5 á bréfunum, sem bankaráð íslandsbanka ákvað sjálft við nýtt 900 milljóna króna hlutafjárútboð í árslok 1991, var markaðsvirði hlutafjárins í ársbyijun 1992, 5,67 milljarðar króna. Nafnverð hlutafjárins í árslok 1993 var 3,88 milljarðar króna, en miðað við árs- lokagengi 1993, sem var 0,86 var markaðsvirði hlutafjárins ekki nema 3,34 milljarðar króna um síðustu áramót. Þegar markaðsvirði hlutabréfanna frá ársbyijun 1992 hefur verið fært upp til ársloka- verðlags 1993 og tekið hefur verið tillit til arð- greiðslna, samtals um 250 milljónir króna, fæst þessi niðurstaða um tæplega tveggja og hálfs milljarðs króna eignarýrnun hluthafanna. Vantar 2,1 milljarð upp á viðunandi ávöxtun á eigin fé Meðalvextir vísitölubundinna útlána bankanna undanfarin þijú ár (1991-1993) hafa verið 9,1% til 9,3%. Sé reiknað út hvaða ávöxtun hluthafar íslandsbanka hefðu fengið á eigin fé bankans, hefði sama ávöxtunarkrafa verið gerð til ávöxtun- ar eigin fjár og til útlána bankans, jafngilti /það neikvæðri rekstrarniðurstöðu árið 1991 að upphásð 301 milljón króna, 678 milljónum árið 1992 og 1.125 milljónum króna árið 1993. Miðað við þess- ar reikniforsendur vantar því 2,1 milljarð króna upp á að ávöxtunin á eigin fé sé viðunandi fyrir hluthafana á þessu þriggja ára tímabili. Það er I sjálfu sér ekki óeðlileg krafa að íslandsbanki hf. sjái eigin hluthöfum að minnsta kosti fyrir sams- konar ávöxtun á hlutafé sínu 'og bankinn gerir Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvort samskonar tilraunir verða gerðar, áður en aðalfundahrinan skellur á, að ári. Þannig má vel ímynda sér, ef hlutabréfa- eigendur geta myndað með sér öflug samtök, að þeir geti í skjóli samtakamáttar síns, náð ákveðnum völdum og áhrifum í fyrirtækjum eins og Eimskip, Flugleið- um, olíufélögunum, trygg- ingafélögunumog útgerðar- fyrirtækjum sem eru al- menningshlutafélög. kröfu um að fá á eigin útlánum, en eins og sést af ofangreindum tölum fer því víðsfjarri að svo sé. Brynjólfur Bjarnason, þáverandi formaður bankaráðs íslandsbanka, sagði m.a. á ávarpi sínu í ársskýrslu bankans fyrir árið 1990: „Engu að síður er ljóst að stefna verður hærra í ávöxtun eigin fjár á komandi árum.“ Og í ársskýrslu bank- ans fyrir árið 1991 segir undir kaflanum „Stefnu- mótun til framtíðar": „Stefna skal að 12-15% arðsemi eigin fjár“. Þar var átt við 12-15% raun- ávöxtun, eftir skatta. Þessar tvær tilvitnanir í eldri ársskýrslur sýna glöggt að rekstrarmarkmið og rekstrarárangur íslandsbanka hafa í þessu tilliti alls ekki farið saman. 3,8 milljarðar króna afskrifaðir á 4 árum Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs ís- landsbanka, gerði í ræðu sinni á aðalfundi bank- ans í fyrradag grein fyrir afskriftum bankans á töpuðum útlánum undanfarin fjögur ár. Bankinn hefur iagt í afskriftareikning tæplega 5,5 milljarða króna á þessum Ijórum árum og afskrifað endan- lega 3,8 milljarða_ króna. í árslok 1990 nam af- skriftareikningur íslandsbanka rúmlega 1,5 millj- örðum króna, sem svaraði til 3,7% útlána bank- ans, en í árslok í fyrra stóð afskriftareikningurinn í tæplega 3,1 milljarði króna sem svaraði til 6,2% af útlánum bankans. Geysilegar afskriftir útlána eru meginástæðan fyrir vanda íslandsbanka í dag, en þær hljóta, að minnsta kosti að hluta til, að byggjast á því að íslenskt atvinnu- og efnahagslíf hefur um nokk- urra ára skeið verið í mikilli lægð. Auk þess verð- ur ekki fram hjá því horft, að rangar ákvarðanir hljóta að hafa verið teknar við veitingu útlána. Formaður bankaráðs sagði um þetta í ræðu sinni: „Þegar við nú lítum til baka og metum þróun lána- starfsemi í landinu, þá verður ekki fram hjá því litið að atvinnulífið og lánastofnanir gengu fijáls- lega um gleðinnar dyr á síðari hluta síðasta áratug- ar.“ Fimm áðilar hafa kostað bankann milljarð í máli bankaráðsformannsins kom fram, að við greiningu afskrifta útlána kæmi á daginn, að 26% þeirra væru vegna mála sem væru stærri en 50 milljónir króna og þar hefðu á þessu tímabili kom- ið 5 aðilar við sögu. Það er því vegna fimm við- skiptaaðila á undanförnum Ijórum árum, sem Ís- landsbanki hefur orðið að afskrifa rétt tæpan milljarð króna, eða 987 milljónir króna. Afskriftir á bilinu 20-50 milljónir króna námu 18% af heildinni og snertu 17 viðskiptaaðila. Af- skriftir á bilinu 5-20 milljónir króna námu 19% af heildinni og tóku til 76 aðila. Þessir viðskipta- menn bankans hafa því á fjórum árum kostað bankann í afskriftum útlána rétt rúmleg 1,4 millj- arða króna. 37% afskriftanna, eða 1,4 milljarðar króna, voru hins vegar vegna mála sem hvert um sig voru minna en 5 milljónir króna og þar komu við sögu hvorki fleiri né færri en 2.522 viðskiptamenn. Þessi mikli fjöldi afskrifta í svokölluðum „smámál- um“ segir óneitanlega sína sögu um efnahagsleg- ar þrengingar atvinnulífs og almennings í landinu á þessu tímabili. íjármunatekjur íslandsbanka umfram fjár- magnsgjöld á liðnu ári voru 2,7 milljarðar króna. í sérstakan og almennan afskriftareikning voru samtals lagðir 2,2 milljarðar króna, þannig að hreinar fjármunatekjur bankans eftir að lagt hafði verið í afskriftareikning voru 492 milljónir króna. Það er auðvitað stigvaxandi framlag í afskrifta- reikning útlána sem veldur öllu um hina neikvæðu rekstrarútkomu bankans. Ljóst má vera, af þessum tölum, hver afkoma bankans væri, ef hann ætti ekki við útlánavanda fortíðarinnar að glíma. Þótt forsvarsmenn bankans telji sig hafa tekið með myndarlegum hætti á útlánavandanum, með miklu framlagi í afskriftasjóð á liðnu ári, er ljóst að þeir telja ekki að útiánavandinn heyri fortíðinni þar með til. Það sést best af því, að nú eru mánað- arlega lagðar til hliðar í afskriftareikning 120 milljónir króna. Erfiðleikar viðskiptavina gleypt ávinninginn Um þetta atriði sagði Valur Valsson: „Það eru hins vegar framlög í afskriftareikning sem hafa valdið mestu um endanlega útkomu á rekstrinum. Af þeim stafar tap síðustu tveggja ára. Segja má að erfiðleikar viðskiptavina okkar hafi um sinn gleypt allan ávinninginn af hagræðingunni. Og jafnvel þótt ýmiislegt bendi til að betri tímar geti verið framundan verða afskriftir útlána enn um sinn miklar.“ Þrátt fyrir hátt mánaðarlegt framlag í afskrifta- reikning, það sem af er þessu ári, hefur bankinn komið út með jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrstu mánuði ársins, eins og fram kom í máli Vals Valssonar bankastjóra á aðalfundinum, en hann greindi frá því að hagnaður bankans eftir fyrstu þrjá mánuði þessa árs næmi 94 milljónum króna. Haldist slíkur rekstrarhagnaður út þétta ár og engin stór skakkaföll koma til að því er varðar afskriftir útlána, þá gæti ávöxtun hluthafanna nálgast það að verða viðunandi, eða nálægt 10%, eða um 380 milljóna króna hagnaður, sem hlvti að gera það að verkum, að gengi hlutabréfa í Is- landsbanka færi að stíga á ný. Bankinn hefur náð umtalsverðum árangri í því að ná niður rekstr- arkostnaði á undanförnum fjórum árum, eða sam- tals hefur bankinn skorið niður rekstrarkostnað sinn um 22%. Á síðasta ári lækkaði þessi kostnað- arliður um 400 milljónir króna eða 12%. Þjónustugjöld hafa nokkurn veginn staðið í stað, AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR en Valur Valsson boðaði í ræðu sinni á aðalfundin- um í fyrradag, að þar yrði nú breyting á, og far- ið yrði að innheimta þjónustugjöld þannig að þeir sem notuðu þjónustuna, greiddu fyrir hana. Bjartara framundan? Með lækkandi raunvöxtum og hjöðnun verðbólg- unnar reynist innlánsstofnunum erfiðara að halda uppi miklum vaxtamun. Búast má við því að inni- ánsstofnanir þurfi á næstunni að fara að veita útlán á 5-7% útlánavöxtum, og það segir sig sjálft, að þannig geta þær ekki haldið 4% til 4,5% vaxta- mun, því það jafngilti litlum sem engum innláns- vöxtum. í ljósi minnkandi vaxtamunar, aðaltekju- lindar lánastofnana, sem hjá íslandsbanka fyrir framlag í afskriftasjóð var á liðnu ári 4,5%, en munurinn var einungis 0,8% á liðnu ári, að teknu tilliti til framlags í afskriftareikning, munu innl- ánsstofnanir í náinni framtíð þurfa að nýta sér í auknum mæli þann tekjustofn sem þjónustugjöld eru. Vaxtamunur íslandsbanka, að teknu tiiliti til framlags í afskriftareikning, var árið 1990 4%, en fyrir framlagið 5% og árið 1992 var hann 2,2%, en fyrir framlagið 4,7%. í upphafi árs 1989, fyrir sameiningu bankanna fjögurra, voru samtals 894 stöðugildi í bönkunum. Um áramótin 1990-1991 voru stöðugildin 805, um áramótin 1991-1992 voru þau 794, um ára- mótin 1992-1993 voru þau 729 og um síðustu áramót voru þau 683 og hafði þannig fækkað á tímabilinu um rétt tæp 22%. Valur Valsson greindi frá því í ræðu sinni á aðalfundinum í fyrradag að stefnt væri að því að enn fækkaði um 50-60 stöðugildi hjá bankanum á þessu ári. Flest virðist benda til þess, að ef holskeflu geysi- hárra afskrifta íslandsbanka er um það bil að ljúka, eða sér fyrir endann á henni, eins og forsvars- menn bankans hafa látið í veðri vaka að gæti verið raunin, þá ætti að vera mögulegt að reka bankann með mun betri afkomu í náinni framtíð. Einn hluthafa Islandsbanka, Bent Scheving Thor- steinsson, sem gjarnan hefur haft það orð á sér, að tala fyrir hóp hinna óánægðu, orðaði það svo á aðalfundi bankans í fyrradag, þar sem um 800 fulltrúar um 88% hlutaú’ár bankans voru saman- komnir í Borgarleikhúsinu: „Markaðurinn mun skjótt átta sig á því, að núverandi vildargengi hlutabréfa íslandsbanka er langbesti fjárfestinga- kostur ársins." Hvort Bent reynist sannspár eða ekki, er ekkert hægt að segja til um á þessu stigi, en augljóst er að vantrú markaðarins á framtíð íslandsbanka endurspeglast í markaðsvirði bréf- anna, sem eru nú á genginu 0,80 og voru um áramót 0,86, jafnvel þótt innra virði hlutabréfanna. hafi þá verið 1,17. Umboð grasrótarinnar? Glæsileg kosning Péturs Blöndal til bankaráðs hlýtur að koma ákveðinni hreyfingu á umræðuna um hinn smáa hluthafa í almenningshlutafélögum og áhrifaleysi hans, að því er varðar stjórnun og stefnumótun slíkra féiaga. Pétur var í raun og veru að kalla eftir samstöðu hinna smáu og leita eftir umboði grasrótarinnar, sem á í mörgum tilvik- um stóran hlut í almenningshlutafélögum, en er áhrifalaus með öllu í félögunum, vegna þess að hinir smáu hafa ekki enn bundist samtökum í þá veru, að koma fram sem ein sameinuð blokk. Pétur var í gær spurður hvort hann myndi beita sér fyrir samstarfi smærri hluthafa í fleiri almenn- ingshlutafélögum, í kjölfar þess árangurs sem hann náði á aðalfundi íslandsbanka: „Það gæti vel komið til greina, án þess að ég hafi hugleitt það mikið, enda eru aðalfundir búnir að mestu leyti,“ sagði Pétur. „En ég vek athygli á því að auglýsingin sem ég birti í Morgunblaðinu, þar sem ég falaðist eftir umboði hluthafa íslandsbanka, á aðeins að takmörkuðu leyti við um íslandsbanka, því þar hefur mætingin yfirleitt verið um 85% á aðalfundi og þannig einvörðungu um 15% af hluta- fénu sem hafa verið dauð utan dyra. Svona auglýs- ing hefði aftur á móti miklu meira gildi í félögum, þar sem mætingin er rniklu minni. Það eru mörg stórfyrirtæki sem þannig háttar til hjá, að aðeins brot af hluthöfum mætir á aðalfundi. Ef hægt væri að ná til hinna mörgu smáhluthafa í slíkum fyrirtækjum, væri hægt að ná mjög sterku afli innan slíkra félaga," sagði Pétur. Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvort sams- konar tilraunir verða gerðar, áður en aðalfunda- hrinan skellur á, að ári. Þannig má vel ímynda sér, ef hlutabréfaeigendur geta myndað með sér öflug samtök, að þeir geti í skjóli samtakamáttar síns, náð ákveðnum völdum og áhrifum í fyrirtækj- um eins og Eimskip, Flugleiðum, olíufélögunum, tryggingafélögunum og útgerðarfyrirtækjum sem eru almenningshlutafélög. Efnahagur íslandsbanka 1990-93 (á verðlagi í árslok 1993) Heildareignir 70milljarðar kr.------------- Bókfært verðmæti eiginfjár 7milljarðarkr.--------------------- 60,3 58.2 1.1’90 31.12’90 ’91 ’92 ’93 1.1’90 31.12’90 '91 '92 ’93 Afkoma íslandsbanka 1990-93 (áverðlagi í árslok 1993) 600- 400* 200- Hagnaður (tap) ■h skv. ársreikningi Hagnaður (tap) eftir reiknaða vexti af bókfærðu eigin fé ■ . 1 mm® ’92 ’93 | '91 ’92 '93 -1.000 -1.200 milljónir kr. Afskriftareikningur íslandsbanka 1990-93 Framlag í afskriftareikning Milljónir kr. Endanlegar afskriftir Milljónir kr. Afskriftareikningur Milljónir kr. 3.079 Endanlegar afskriftir: Fjöldi og upphæðir aðila 2.205 815 il 1.740 1.134 591 329 Yfir 50 m.kr. 20-50 m.kr. 5-20 m.kr. Undir 5 m.kr. Hlutfall heildar- afskrifta 26% 18% 19% 37% Fjöldi aðila 5 17 76 2.522 '90 '91 ’92 ’93 '90 ’91 ’92 '93 ’90 ’91 '92 ’93 Samtals 100% 2.620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.