Morgunblaðið - 27.04.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994
31
Aukiuu stuðningur
við barnafjölskyldur
eftir ÓlafF.
Magnússon
Tillögur frambjóðenda Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík í fjölskyldu-
málum vegna borgarstjórnarkosn-
inganna í vor hafa nýlega verið lagð-
ar fram, en þær skiptast í fimm
meginþætti, sem eru:
1. Þjónusta við börn.
2. Þjónusta við aldraða.
3. Forvarnir.
4. Aukið umferðaröryggi.
5. Umhverfisvernd.
Ég hef þegar fjallað um umferðar-
öryggisþáttinn í fjölskyldustefnu
okkar sjálfstæðismanna í grein hér
í Morgunblaðinu 12. apríl sl., en
hyggst nú fjalla um bætta þjónustu
við böm og þá einkum aukinn stuðn-
ing við barnafjölskyldur.
Biðlistum á leikskóla útrýmt
Nú stendur yfir mesta uppbygg-
ingartímabil í leikskólaþjónustu í
Reykjavík frá upphafi. Á þessu kjör-
tímabili fjölgar leikskólarýmum um
1.400 og þar með njóta 86% 2-5 ára
barna í borginni þessarar þjónustu.
Með sama áframhaldi verður biðlist-
um fyrir 2-5 ára börn útrýmt á
næsta kjörtímabili.
Varðandi áðurnefndar tölur skal
tekið fram, að 6.684 2-5 ára börn
áttu heima í Reykjavík um síðustu
áramót. Af þeim voru 4.920 böm á
leikskólum borgarinnar eða á leik-
skólum, sem borgarsjóður styrkir.
Ef bætt er við 413 börnum, sem fá
niðurgreitt gjald hjá dagmæðrum
fengu 5.333 eða 80% 2-5 ára barna
styrk með einum eða öðrum hætti
um sl. áramót. Þessi hlutfallstala
hækkar umtalsvert á þessu ári með
tilkomu fímm nýrra leikskóla eða í
um 86%.
Árið 1978 fóru 4,92% heildartekna
borgarinnar til reksturs og stofn-
kostnaðar dagvistarheimila. Þetta
hlutfall var orðið 7,22% árið 1985
og verður nálægt 12% á þessu ári!
Af framansögðu er ljóst, að áróðri
vinstri aflanna á „Reykjavíkurlistan-
um“, um að dagvistarmál njóti ekki
skilnings meirihlutans í borgarstjórn
Reykjavíkur, ber að vísa á bug. Verk-
in tala hér skýru máli og em eindreg-
ið Sjálfstæðisflokknum í vil. En sjálf-
stæðismenn hafa ekki aðeins staðið
fyrir mun öflugri uppbyggingu á leik-
skólaþjónustu á þessu kjörtímabili
en vinstri menn gerðu á árunum
1978-1982, því nú hafa jafnframt
verið teknar upp heimgreiðslur til
foreldra, sem eru heima hjá 2'h til
4‘/2 árs bömum sínum.
Um barnaspítala og
heilsdagsskóla
Ég mun aðeins víkja nokkrum
orðum að þjónustu við sjúk eða slös-
uð börn og heilsdagsskóla, enda þótt
bæði þessi málefni verðskuldi ítar-
lega umfjöllun. Stuðning sjálfstæðis-
manna við bætta sjúkrahúsþjónustu
við börn þarf að skoða í Ijósi þess,
að foreldrar þurfa oft að dvelja lang-
dvölum hjá veikum börnum sínum
við erfiðar aðstæður. Tilkoma barna-
deildar á Borgarspítalanum, helsta
bráðaspítala landsins, má teljast for-
gangsverkefni í heilbrigðisþjón-
ustunni og vonandi ná áform um
hana að verða að veruleika á þessu
ári. Þessu verður síðan fylgt eftir
með uppbyggingu á barnaspítala á
lóð Landsspítalans, en þar er ætlunin
að bjóða sjúkum börnum og aðstand-
endum þeirra upp á betri aðstæður
en hingað til.
„Nú stendur yfir mesta
uppbyggingartímabil í
leikskólaþjónustu í
Reykjavík frá upphafi.
Á þessu kjörtímabili
fjölgar leikskólarýmum
um 1.400 og þar með
njóta 86% 2-5 ára
barna í borginni þessar-
ar þjónustu.“
Áætlanir sjálfstæðismanna um
heilsdagsskóla sýna, að með frjórri
hugsun og markvissri leit að hag-
kvæmum lausnum má ná miklum
árangri. Með uppbyggingu undanfar-
inna ára er nú fyrirséð, að markmið-
inu um einsetinn heilsdagsskóla verði
náð í lok næsta kjörtímabils. Ætlun-
in er að börn eigi kost á margvís-
legri þjónustu að lokinni kennslu og
að þeim bjóðist lengd viðvera til kl.
17.15. Þetta skapar mikið öryggi og
aukin réttindi allra foreldra.
Ólafur F. Magnússon
Lækkun á gjöldum unglinga
Á fundi borgarráðs 29. mars sl.
var samþykkt, að fargjöld 12-15 ára
unglinga í strætisvagna borgarinnar
skyldu lækkuð og nema þau nú hálfu
fullorðinsgjaldi. Á sama fundi sam-
þykkti borgarráð, að allir á grunn-
skólaaldri greiði barnagjald á starfs-
svæðum íþrótta- og tómstundaráðs
og er þá átt við sundstaði og skíða-
svæði borgarinnar ásamt fjölskyldu-
garðinum og skautasvellinu. Ungl-
ingar greiða hins vegar fullorðins-
gjald í strætisvagnana og á starfs-
svæðum íþrótta- og tómstundaráðs
frá l.júní það ár, semþeirverða 16 ára.
Ég hef oft lýst þeirri skoðun minni,
að börn og unglingar að 16 ára aldri
eigi að njóta sömu niðurgreiðslna á
heilbrigðisþjónustu og annarri opin-
berri þjónustu og ellilífeyrisþegar og
öryrkjar. Þar sem ofangreindar ráð-
stafanir miða í þessa átt og umfram
allt í átt til meiri sanngimi gagnvart
barnafjölskyldum eru þær mér fagn-
aðarefni.
Aukinn stuðningur við
barnafjölskyldur
í fjölskyldustefnu okkar sjálfstæð-
ismanna fyrir borgarstjórnarkosn-
ingar í vor segir m.a.: „Aukinn stuðn-
ingur við bamafjölskyldur, lenging
fæðingarorlofs og 100% nýting per-
sónuafsláttar maka eru forgangs-
verkefni í viðræðum, sem framundan
em á milli Reykjavíkurborgar og rík-
isins um skattamál fjölskyldunnar."
Aukinn íjárhagsstuðningur við
barnafjölskyldur er brýnt mál, sem
verður að nást fram á ári fjölskyld-
unnar. Að mínu mati gerist það best
með því að auka barnabætur og að
báðir foreldrar fái undantekningar-
laust fullan persónufrádrátt. Fram-
færsla stórra barnafjölskyldna er
kostnaðarsöm og íslensk skattalögg-
jöf tekur ekki nægilegt tillit til þess.
Þessu þarf að breyta og auka veg ,
og virðingu barnaijölskyldna.
Höfundur er læknir og
varaborgarfulltrúi í Rcykjavík.
Hann skipar 9. sætið á
borgarstjórnarlista
Sjálfstæðisflokksins.
Ferðaþjónusta - eitt af lyk-
ilatriðum í atvinnustefnu
+
orðið fyrir barðinu á frjálshyggju
og þjónustugjaldastefnu Framsókn-
ar- og Sjálfstæðisflokks. Hjalla-
svæðið ef til vill ekki meira en önn-
ur hverfi. Þar er það hins vegar
mjög áberandi því hverfið er bam-
margt og þar er mikið af ungling-
um. Þar er líka fátt um einbýlishús
og ekki margt um jeppa fyrir utan
húsin. Á móti kemur hins vegar að
íbúarnir vinna saman og ná þá oft
árangri. Okkur tókst að hrinda
þeirri atlögu að reist yrði enn eitt
fjölbýlishúsið á Engihjalla 6. Það
tókst líka að koma byggingakran-
anum burt eftir að hann hafði legið
sem slysagildra í hverfinu í tvö ár.
Samhjálp okkar og samvinna
hefur oft skilað ágætum árangri
og henni skulum við halda áfram.
Nú gefst okkur á hinn bóginn tæki-
færi til frekari aðgerða. Við höfum
tækifæri 28. maí næstkomandi til
að láta vita af því að við höfum
fullan hug á að eitthvað af því fé
sem við greiðum til Kópavogsbæjar
verði notað til að tryggja börnum
okkar sæmileg uppvaxtarskilyrði.
Það verður þó tæpast með núver-
andi meirihluta. Engihjallinn sjálfur
þarf að eignast rödd í bæjarstjórn.
Höfundur skipar fjórðn sæti álistn
Alþýðubandalagsins í Kópavogi
við komandi
bæjarstjómnrkosningar.
eftir Ingu Jónu
Þórðardóttur
Sjálfstæðismenn hafa lagt fram
tillögur sínar um markmið og leiðir
Reykjavíkurborgar í atvinnumálum.
Þar er annars vegar lögð áhersla á
átaksverkefni til að draga úr afleið-
ingum atvinnuleysis og hins vegar á
langtímaaðgerðir til að stuðla að
þróttmeira atvinnuiífi í framtíðinni.
Tillögur sína byggja sjálfstæðismenn
á vinnu undanfarinna ára og verkum
í borgarstjóm þar sem lagður hefur
verið grunnur að framtíðarverkefn-
um á ýmsum sviðum.
Á undanförnum ámm hafa sjálf-
stæðismenn beitt sér sérstaklega fyr-
ir eflingu ferðamannaþjónustu.
Þannig hefur verið unnið skipulega
að því að kynna Reykjavík sem
funda- og ráðstefnuborg til að lengja
ferðamannatímabilið, fjölga ferða-
mönnum og auka tekjur í ferðaþjón-
ustunni. Ráðstefnugestir eru þeir
ferðamenn sem skila hlutfallslega
mestum tekjum. Fyrir tveimur árum
stóð Reykjavíkurborg ásamt aðilum
í ferðaþjónustu að stofnun Ráð-
stefnuskrifstofu Íslands til að sam-
„Sjálfstæðismenn vilja
ráðast í alhliða aðgerð-
ir til að treysta ímynd
Reykjavíkur sem
heilsuborgar, þar sem
hreinleiki lofts og lagar
sé í fyrirrúmi. Nú er til
dæmis verið að vinna
að úttekt á margvísleg-
um möguleikum Nesja-
vallasvæðisins á sviði
heilsuræktar.“
hæfa kraftana og tryggja enn öflugri
kynningu.
Ferðamálanefnd Reykjavíkur hef-
ur undir forystu Júlíusar Hafstein
borgarfulltrúa staðið fyrir margvís-
legum markaðsverkefnum. Má þar
nefna sérstakt markaðsátak í Japan
og veglegar Reykjavíkurkynningar í
ýmsum borgum Evrópu. Énnfremur
hefur hún staðið fyrir gerð bæklinga
og kynningargagna.
Einn lykill sjálfstæðismanna að
nýjum tímum í atvinnumálum fjallar
um Reykjavík sem heilnæmustu borg
í heimi. Með því er verið að draga
fram mikilvægan þátt í ferðaþjón-
ustu framtíðarinnar þar sem ferða-
menn munu í ríkara mæli sækjast
eftir að komast í mengunarlaust
umhverfi og njóta óspilltrar náttúru
og fæðu. Sjálfstæðismenn vilja ráð-
ast í alhliða aðgerðir til að treysta
ímynd Reykjavíkur sem heilsuborg-
ar, þar sem hreinleiki lofts og lagar
sé í fyrirrúmi. Nú er til dæmis verið
að vinna að úttekt á margvíslegum
möguleikum Nesjavallasvæðisins á
sviði heilsuræktar.
Framkvæmdir við nýja Miðbakk-
ann í gömlu höfninni munu stuðla
að eflingu ferðaþjónustu þar sem
aðstaða er komin fyrir skemmti-
ferðaskip nánast í hjarta borgarinn-
ar. Reykjavíkurhöfn hefur hafið sam-
starf við erlenda aðila um að fjölga
komum skemmtiferðaskipa til lands-
ins og eru þar fólgnir miklir mögu-
leikar í framtíðinni.
Þannig mætti áfram telja en
vinstri flokkarnir klifa á því að ekk-
ert hafi verið gert í borginni og eina
Inga Jóna Þórðardóttir
stefnuyfirlýsing þeirra í ferðamálum
fjallar um að .....samhæfa krafta
þeirra sem vinna að ferðamálum í
borginni". Hvar skyldu höfundar
stefnuyfirlýsingar sameiginlegs
framboðs Álþýðubandalags, Kvenna-
lista, Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks hafa alið manninn undanfarin
ár? Fór öll orkan i að „samhæfa
krafta“ þeirra sjálfra þannig að mál-
efni og stefnumótun urðu að víkja?
Höfundur er í þriðja sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins við
borgarstjómarkosningar í vor.
Speki úr skjóðu
sjálfstæðismanna
Regnhlífin og regnboginn
eftir Védísi
Daníelsdóttur
Margt gala gaukar og ritsóðar.
Fagurt galaði fuglinn sá um nasista
og hryðjuverkamenn. „Þetta eru nú
kumpánar sem ég kann ekki vel við,“
sagði forsætisráðherra sumarið
1988. Þeir sem að stefnumótun á
vegum Reykjavíkurlistans hafa unn-
ið, taka undir þessi sömu orð. Mönn-
um er líka tíðrætt um einhver ókunn
regnhlífasamtök. í búðum Reykja-
víkurlistans eru engar regnhlífar á
lofti, nema þá helst fyrir ritsóða-
regni. Eini maðurinn sem við höfum
séð með regnhlíf í slæmu veðri er
„Hér með er því komið
á framfæri að embættið
á að standa vörð um
rétt borgarbúa, í sam-
skiptum sínum við
borgarstjórn og aðra á
vegum borgarinnar.“
úr sjálfstæðisflokknum. Hins vegar
er að sjálfsögðu tekið við fólki úr
öllum veðrum. Allir sem hafa eitt-
hvað til málanna að leggja eru vel-
komnir.
Védís Daníelsdóttir
Umboðsmaður borgarinnar
Mikils misskilnings og mistúlk-
unar á lögum hefur gætt í skrifum
sjáfstæðismanna um þetta tilvonandi
embætti. Menn telja að umboðsmað-
ur borgarinnar eigi að vernda borgar-
stjóm eða borgarbúa fyrir Reykjavík-
urlistanum. Hér með er því komið á
framfæri að embættið á að standa
vörð um rétt borgarbúa, í samskipt-
um sínum við borgarstjórn og aðra
á vegum borgarinnar. Embættið fer
hugsað og útfært eftir þeim sjónar-
miðum sem giltu við stofnun umboðs-
manns Alþingis. Þetta snýst um jafn-
ræðisreglu og góða stjórnunarhætti.
Umboðsmaður Alþingis á ekki að
vernda þingmenn fyrir sjálfum sér,
stjórnmálaflokkum eða samstarfs-
mönnum. Hann á heldur ekki að
vernda þingmenn fyrir landsbúum.
Þetta er alveg þveröfugt. Gamla fyr-
irkomulagið, fyrir stofnun þessa
embættis, gaf ekki nógu góða raun.
Mönnum þótti ekki nógu gott, að
þurfa að leita beint til þingmanna
og annarra nefnda á vegum ríkisins.
Slíkt þótti seinvirkt og ekki nógu
lýðræðislegt. Málið snýst hér um
skilvirkari stjórnunarhætti. Því yrði
umboðsmaður borgarinnar að standa
undir sömu kröfum um menntun og
hæfni og umboðsmaður Alþingis.
Höfundur er viðskiptnfræðingur,
og kjósandi R-listans.