Morgunblaðið - 27.04.1994, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.04.1994, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1994 BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI Akureyri betri bær eftir Sigurð J. Sigurðsson Á síðuslu árum höfum við séð tölur um fjölda atvinnulausra fara vaxandi með hverju árinu sem líð- ur. Í hugum okkar flestra höfum við gælt við þá von að hinum svo- kallaða botni væri náð og nú væri hægt að hefjast handa, ný tæki- {jæri sköpuðust, afkomumöguleikar bötnuðu og fleiri fengju atvinnu. Ein ástæða þess er að við erum ekki ein um þessa þróun mála. Við sjáum þessa sömu mynd í okkar nágrannalöndum. Hagvöxtur hefur dregist saman, vextir hafa verið háir og kaupmáttur hefur minnkað. Atvinnuleysi hefur snert alla lands- menn að meira eða minna leyti, þó atvinnuleysistölur hafi verið misháar eftir landshlutum. Umræðan gagnvart Akureyri hefur verið með nokkuð sérstökum hætti. Hér mætti á stundum álíta að allt væri í kalda koli, vart vinnu að fá. Þannig tóntegund hefur þljómað um langan tíma jafnvel á þeim tíma er atvinnuleysistölur hér voru ekki einu sinni helmingur þess landsmeðaltals sem nú er. Þetta er ekki sett fram til þess að draga úr þeirri alvöru sem við okkur blasir, en sett fram vegna þess að ég tel að neikvæð umræða dragi úr kjarki og vilja manna til að glíma við vandann. Fyrir okkur sem atvinnu höfum, er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því ástandi sem skapast hjá Instaklingum og fjölskyldum sem úið hafa við Iangvarandi atvinnu- leysi þegar fjöldi atvinnulausra verður jafn mikill og raun ber vitni, getur það gerst að báðar fyrirvinn- Það kostar minna en þig grunar að hringja til útlanda. PÓSTUR OG SÍMI *64,50 kr: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Flórida á næturtaxta m. vsk. ur fjölskyldu verði atvinnulausar. Með auknum íjölda atvinnulausra hefur þurft að íjölga starfsmönnum á skrifstofu vinnumiðlunar og starfsmönnum á ráðgjafardeild fé- lagsmála. Sérstakur starfsmaður sinnir atvinnuátaki á vegum bæjar- ins og fyrirspurnum um fjár- hagsaðstoð hefur fjölgað gríðar- lega. Ljóst er að útgjöld Akureyrar- bæjar verða mikil vegna þessa vanda. Akureyrarbær hefur reynt að milda áhrif atvinnuleysis með ákveðnum aðgerðum sem tengjast atvinnuátaki og leiðbeiningarstörf- um. Slíkt hrekur þó skammt en er engu að síður mikilvægur þáttur í viðbrögðum bæjarfélagsins til að bregðast við vandanum. Það hefði sjálfsagt fáa grunað það fyrir fjórum árum að skóiðnað- ur legðist af á Akureyri. Að íslensk- ur skinnaiðnaður hf. yrði gjald- þrota. Að ullariðnaðurinn yrði gjaldþrota. Að niðursuðuverk- smiðja K. Jónssonar yrði gjald- þrota. Að súkkulaðiverksmiðjan Linda yrði gjaldþrota. Að vélsmiðj- an Oddi hf. legðist í raun og veru af. Að Slippstöðin yrði orðin að litlu fyrirtæki miðað við það sem áður var. Slíkt áfall hefur ekki riðið yfír neitt sveitarfélag á þessum árum, ef frá eru talin sveitarfélög þar sem íbúar hafa átt nánast allt sitt und- ir einu fyrirtæki eins og t.d. í Bol- ungarvík. Og það er ekki bara að þessi fyrirtæki hafi orðið gjaldþrota, því á sama tíma hafa fjölmörg minni fyrirtæki farið sömu leið. Bæði fyr- irtæki í iðnaði og þjónustu. Þessi vandi hefur síðan lagst þungt á þau sem eftir lifa. Bæði hafa þau orðið að afskrifa við- skiptakröfur og orðið að taka þátt í uppsöfnuðum vanda lánastofnana, sem krafið hafa lántakendur um óeðlilega háa vexti til að riða ekki sjálfar til falls. Þessu til viðbótar hafa fram- kvæmdir á vegum einstaklinga og fyrirtækja dregist saman sem síðan hefur leitt til vaxandi samkeppni um þau fáu verk sem falla til. Til- boð verktaka hafa verið lág sem leitt hefur til þess að þeir hafa sjálf- ir riðað til falls og ekki staðið skil til sinna undirverktaka og hráefnis- sala. Þannig hefur fjármunamynd- un í rekstri nánast horfið og hagn- aðarvonin nánast engin. Við þenn- an vanda hafa sveitarstjórnir verið að glíma á þessu kjörtímabili. Akureyrarbær hefur orðið að koma inn í hvert verkefnið á fætur öðru til þess að hrinda af stað nýrri sókn í stað uppgjafar. Þannig hefur bæjarfélagið gripið inn í myndina og orðið í raun og veru sá aðili^ sem komið hefur hjólum atvinnul- ífsins aftur af stað. í því sambandi er vert að geta þess mikla starfs sem Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hefur unnið og fengið til þátttöku með bæjarfélaginu fjölmarga aðila sem aðstoðað hafa við að koma fyrirtækjum aftur af stað. ístess var endurreist. Krossanes- verksmiðja var endurfjármögnuð. Reist var nýtt fyrirtæki úr rústum ullariðnaðarins. Skinnaiðnaður var endurreistur. Tilraun var gerð með endurreisn Slippstöðvar, sem því miður mistókst. Kröftugir einstakl- ingar og fyrirtæki endurreistu lag- metisiðnaðinn og sælgætisfram- leiðsluna. Þó hefur svo farið að fá þessara fyrirtækja hafa bytjað að nýju með sambærilegan starfs- mannafjölda og á það sinn þátt í fjölgun atvinnulausra. Á þessum sama tíma hefur okk- ur Akureyringum fjölgað, sum árin umfram landsmeðaltal og á hverju ári koma fram stórir árgangar æskufólks, með góða menntun, sem sækja inn á vinnumarkaðinn. Á sama tíma og bæjarfélagið hefur verið í þessari varnarbaráttu og ráðstafað gífurlegum fjármun- um í því skyni höfum við einnig verið að glíma við fjölbreyttan Sigurður J. Sigurðsson „Barátta okkar sjálf- stæðismanna í komandi kosningum byggist á þeirri bjartsýni að framundan séu tæki- færi til nýrrar sóknar. Við þurfum að komast út úr vítahring fortíðar í efnahagsmálum til nýrrar sóknar.“ rekstur bæjarins til áframhaldandi eflingar. Ótrúlega margt hefur verið gert til eflingar Akureyrar á þessum síðustu árum. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur tekist að halda jafnvægi og stöðugleika í fjármál- um bæjarfélagsins. Við höfum reynt að feta okkur fram þá leið, sem hér hefur verið lýst, í þeirri von að með því'að koma með eins öflugum hætti og við höfum treyst okkur til inn í mótun nýrra fyrir- tækja og á sama tíma reynt að treysta undirstöður almennrar þjónustu og velferðar bæjarbúa þá værum við að skapa stöðu til nýrr- ar sóknar. Þetta höfum við gert í þeirri von að skammt væri að bíða betri tíma, þar sem framtakssemi einstaklinga og fyrirtækja eygði ný tækifæri. Þar sem ekki þyrfti að leita forsjár hins opinbera. Sveitarstjórnir um land allt hafa verið að berjast í atvinnumálum á undanförnum árum og þó ég viti að margur segi að þær ættu að gera meir og ef dugur þeirra væri svolítið meiri þá væri ástandið á annan veg. Við vitum líka að í komandi sveitarstjórnarkosningum munu koma fram menn sem segja að þetta og hitt þurfi að gera og að þeir geti gert betur fái þeir til þess völd. Þetta er einföld fram- setning sem auðvelt er að bera á torg, en ég vara við slíkum loforð- um. Eg held að sveitarstjórnarmenn hefðu fremur kosið sér það hlut- skipti að taka þátt í nýjum sóknar- færum í stað varnarbaráttu, en þau hafa verið vandfundin sóknarfærin. Við þörfnumst sannarlega nýrra sóknarfæra. Slíkt er hægt t.d. með aukinni neyslu innlendrar vöru á kostnað innflutnings, með full- vinnslu í stað hráefnisútflutnings og með minni opinberri forsjá og aukinni virkni atvinnulífsins. Barátta okkar sjálfstæðismanna í komandi kosningum byggist á þeirri bjartsýni að framundan séu tækifæri til nýrrar sóknar. Við þurfum að komast út úr vítahring fortíðar í efnahagsmálum til nýrrar sóknar. Þar verða sveitarstjórnir að koma inn í myndina líkt og aðr- ir. Þær þurfa að skapa aðstöðu og hjálpa aðilum að sjá nýja mögu- leika. Stefnumál okkar í þessum bæjarstjórnarkosningum verða kynnt þessa dagana. Þau byggjast á þeim trausta grunni sem er til staðar og þeirri sannfæringu okkar að á Akureyri geti fólk átt góða framtíð. Höfundur er núverandi forseti bæjarstjórnar Akureyrar og skipar fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í konmndi bæjarstjórnarkosningum. Mosfellingar Styrkjum innviðina, styrkjum fólkið eftir Sævar Magnússon Hvað er það sem fær mann sem aldrei hefur kosið Alþýðubandalag- ið hér í bæ til að gera það núna í komandi sveitarstjórnakosning- um? Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri er reynslan af stjórn- visku sjálfstæðismanna þau tæp- lega 20 ár seni undirritaður hefur búið í Mosfellssveit. í einni setningu hljóðar sú reynsla þannig: Umgerðin fín - innviðirnir fúnir. Víst er að aldrei verða allir sam- mála um það hvernig skattpening- ar skuli notaðir og víst má einnig telja að margir hafi skoðanir á þessum málum og mismunandi áherslur, en skoðanir bæjarbúa berast því miður ekki þeim sem skyldi. Flokkur Sjálfstæðismanna er hættur að heyra, hefúr setið of lengi við völd og er of viss með stjórnarsetu áfram. Fólk er e.t.v. ekki mjög hávaða- samt pólitískt séð, en þó er ljóst að bæjarbúar hafa hnotið um ýmsa stjórnarþætti í bænum undanfarin ár. í því sambandi má nefna ýmis- legt s.s. votheystóftina (tilvonandi ráðhús) við Þverholt, viðamikil pólítísk tengsl við einn bygginga- raðila o.fl. Bæjarbúar hljóta að hafa spurt sig hvort réttlætanlegt sé að stjórn „Einsetnir skólar eru besti kosturinn fyrir bæði börn og fjölskyld- ur en hvergi virðist örla á skilningi bæjaryfir- valda á hag fólksins hvað þetta varðar.“ þessa 4.500 manna bæjarfélags byggi yfir sig „ráðhús" sem muni fullbúið kosta um 200.000.000 kr. Samkvæmt upplýsingum sem undirritaður hefur aflað sér hefur Sjálfstæðisflokkurinn keypt af byggingarfélaginu Álftárósi 1.330 m2 á fjórum hæðum alls fyrir starf- semi bæjarins. Ekki verður farið nánar út í þessi mál hér en ljóst er að allt þetta mál ásamt yfir- byggðu torgi og „verslunarmið- stöð“! er eitt allsherjar klúður og mun nú sannast hið fornkveðna „menn gera ekki rétt sem skapað er bogið“. Stærsta májið er að sjálfsögðu fólkið sjálft. Ég minntist áðan á fúna innviði. Þar á ég við hvernig búið er að börnum og unglingum hér í bæ. Hvað varðar íþróttamál er umgerðin ekki slæm en innra starf er í molum og kemur.það m.a. fram í dapurlegri reynslu barnanna okkar er þau árum sam- an koma úr boltakeppnum á vegum UMFA með oftar en ekki stórtöp á bakinu. Jónas Sigurðsson Ástæðan er ekki sú að við höfum ekki frambærilegu fólki á að skipa. Ástæðan er sú að mikið peninga- leysi hefur hrjáð starfsemi UMFA, fá fyrirtæki að leita til og lítill styrkur og skilningsleysi af bæjar- félagsins hálfu. Afleiðingin er margvísleg og kemur fram í niður- lútum andlitum barnanna okkar og sjálfstraust þeirra minnkar og minnkar. Grunnástæðan er aftur þessi stefna sjálfstæðismanna hér „Umgerðin fín - innviðirnir fúnir“. Nú á að fara að byggja nýtt íþróttahús!? Hver verður endanleg- ur kostnaður bæjarfélagsins við þetta mannvirki? Er þeim pening- um e.t.v. betur varið í að koma á einsetnum skóla eða byggja íþróttastarfið upp innanfrá og efla hug unga fólksins þannig til betri árangurs og framfara? Skokk og göngur eru mjög vinsælar hjá hin- um almenna bæjarbúa. Hvernig væri að búa þar betur að áhuga- málum almennings og lyfta göngu- brautum uppúr druílunni og tengja þannig bæinn við okkar fallegu náttúru? Einsetnir skólar er besti kostur- inn fyrir bæði börn og fjölskyldur en hvergi virðist örla á skilningi bæjaryfirvalda á hag fólksins hvað þetta varðar. Það er kominn tími til að byggja upp innanfrá og því nefni ég seinni ástæðuna fyrir því að ég hef ákveð- ið að kjósa G-listann í komandi kosningum. Þar er í fyrsta sæti Jónas Sigurðsson, maður sem ég treysti mjög vel til ábyrgðarstarfa fyrir bæjarfélagið okkar. Ég hef þekkt Jónas nú í nokkur ár og veit að hann er maður sem mun standa undir væntingum mínum um betra samfélag í Mosfellsbæ. Ég treysti því einnig að hann og það fólk sem er á G-lista muni vinna í takt við bæjarbúa og gefi betur gaum en nú er að innviðum þessa ágæta bæjarfélags. Höfundur er sölu- og þjónustustjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.