Morgunblaðið - 27.04.1994, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.04.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1994 35v Minning Páll Þórarinsson Fæddur 5. apríl 1930 Dáinn 16. apríl 1994 Eg finn, hve sárt eg sakna, hve sorgin hjartað sker. Af sætum svefni að vakna, en sjá þig ekki hér; því svipur þinn á sveimi í svefni birtist mér. í drauma dularheimi eg dvaldi í nótt hjá þér. (K.N.) 16. apríl 1994 er og verður eftir- minnilegur dagur. 16. apríl var dag- urinn sem vorið náði undirtökum á vetrinum. Fólk fagnaði þessum tíma- mótum við leik og störf. Dagurinn leið, komið var kvöld. Mennimir tóku á sig náðir. 16. apríl hafði verið tengdaföður mínum góður. Hann eins og margir aðrir höfðu varið deginum við að sinna áhugamálum sínum. Áhuga- máli sem átti hug hans allan. Það var komið kvöld og hann ákvað að fara snemma að sofa, þannig að hann gæti tekist á við verkefni morg- undagsins vel hvíldur og upplagður. Skyndilega dró ský fyrir sólu. Maðurinn með Ijáinn barði dyra. Þessa helgi eins og svo margar aðrar dvöldu tengdaforeldrar mínir í sumarbústað sínum uppi í Hvítár- síðu, þar sem þeim leið vel og kusu að eyða frítíma sínum. Sumarbústaðalandið höfðu þau tekið á leigu 1989. Sú ákvörðun hjá þeim að heíjast handa við sumarbú- staðarbyggingu breytti miklu í lífi þeirra. Síðan hafa þau unnið saman við að reisa og innrétta bústaðinn á þann hátt sem þau vildu. Það var farið að sjá fyrir lokin á meistara- stykkinu. Rólegri tímar voru fram- undan, þó ég viti að hann tengdafað- ir minn hefði seint orðið iðjulaus. Hann var maður sem gat allt og gerði það vel. Sumarbústaðurinn mun standa sem minnisvarði um tengdaföður minn, Pál Þórarinsson. Það verða stoltir foreldrar sem sýna bömum og bamabörnum í náinni framtíð sumarbústaðinn í Hvítársíðu og segja: „Þetta smíðaði Palli afí.“ Tengdafaðir minn var hamingj- unnar maður þegar hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Erlu Ól- afsdóttur. Hann gat ekki verið heppnari með lífsförunaut, enda bar hann alltaf mikla virðingu fýrir henni. Sambúð þeirra var með ein- dæmum góð og hamingjurík. Bömin urðu ijögur svo og tengdabörn. Barnabömin eru tólf og eitt bama- bamabam. Þegar ég kom inn í Ijölskylduna vann tengdafaðir minn í Pharmaco, en þar áður hafði hann starfað sem skipasmiður í Daníelsslipp til nokk- urra ára. Hann hafði numið fræði skipasmíðinnar, og einnig vann hann við ýmis önnur störf áður en hann réð sig til Pharmaco fyrir tuttugu og Qómm ámm. Tengdafaðir minn var vel virtur af vinnufélögum sínum, enda hafði fyrirtækið ráðið mann sem vann sitt verk með ósérhlífni og dugnaði. Það var honum kapps- mál að standa sig vel, og svo var um allt sem hann tók sér fyrir hend- ur. Það var einkennandi fyrir tengda- föður minn hvað hann var langt frá því að vera verklatur. Það var sama hversu mikið hann hafði að gera, þá hljóp hann til ef hans var þörf og gerði það sem gera þurfti og spurði hvorki uht fyrirhöfn né tíma. Þó helstu eiginleikar tengdaföður míns hafið verið dugnaður og fram- kvæmdasemi, þá birtist hann mér í minningunni sem hinn einlægi faðir bama sinna og ástríkur eiginmaður. Þegar ég hugsa um hvað sé mikil- vægast í lífinu geri ég mér grein fyrir að hvorki auður né frægð skapa hamingjuna, heldur það að láta gott af sér leiða og lifa í sátt við sjálfan sig. Þannig var það hjá honum. Hann hafði sínar skoðanir á lífinu, en virti ávallt skoðanir annarra. Á vorin þegar lífið fær á sig fag- urblæ fyllast hjörtu mannanna gleði og tilhlökkun til að takast á við verk- efni morgundagsins. Þessi tilfinning er blendin hjá okkur, fjölskyldu Páls heitins, í dag. En ég veit að sá sem öllu ræður mun styrkja okkur og sér í lagi tengdamóður mína í hennar miklu sorg. Tengdamóðir Páls, María Jóns- dóttir, biður fyrir þakkarkveðjur fyr- ir allt, sem hann hefur fyrir hana gert á liðnum árum. Það er með miklum trega og sökn- uði sem við kveðjum tengdaföður minn, Pál Þórarinsson. Hann féll frá allt of snemma. Guð styrki okkur öll. Fjóla Haraldsdóttir. Það hefur verið einhvemtíma vet- urinn 1967 til 1968 að ungt par stóð undir húsvegg inni í Njörvasundi og kysstist eins og ungum pörum er tamt. Þau vom nýkomin af balli, að öllum líkindum í Hlégarði. Þá rennur leigubíll inn í heimkeyrsluna, faðm- lögin fjara út um leið og stelpan styn- ur upp: Mamma og pabbi. Of seint að stökkva í burt, skyldu þau hafa séð kossaflangsið? Úff, nú væri gott að geta sokkið niður í jörðina. Úr bílnum snarast maður og stekkur í átt til parsins, hann hlýtur að vera alveg snaróður hugsar kærastinn, en í stað þess að halda ærlega móralska predikun yfir elskendunum skellihlær hann að parinu. í fátinu sem fylgdi muldrar kærastinn einhver kveðjuorð og skokkar síðan heim á leið. Þetta vom fyrstu kynnin af Palla tengdapabba og aðstæðurnir gerðu það að verkum að þessi fyrstu kynni brenndust inn í minnið í stað þess að renna inn í móðu hugans eins og svo margt annað. Þannig verður það sem í fyrstu verkar sem óhemju niðurlægjandi að broslegri minningu þegar tíminn hef- ur fengið að vinna sitt verk. Jafnvel þungbær ástvinamissir fer ekki var- hluta af svipuðu, sorgin víkur smám saman fyrir ljúfum minningum og það verður aftur hægt að brosa ein- lægt að atvikum sem tengjast þeim sem við höfum misst. Og minning- arnar em margar og ekki síður þakk- lætið til Palla og Erlu fyrir að hafa verið tekinn svo fljótt og svo ungur inn í fjölskylduna. Einnig þakklæti fyrir tímann sem við fengum að búa í Njörvasundinu meðan ég var að ljúka við skólann og við Inga að eign- ast eigin íbúð yfír fjölskyldu sem var farin að stækka. Og þakklæti fyrir að taka inn á sig eitt barnabamið sem ekki þótti rétt að rífa úr mennta- skóla þegar foreldrarnir fluttu til útlanda. Af nógu er að taka. Að lokum viljum við þijú, sem atvikin haga svo að við emm langt fjarri á þessari stundu, senda Erlu, Maríu, systkinum, tengdafólki, börn- um, barnabömum og öllum þeim, sem sjá á bak frænda og vini, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Stefán, íris og Kristín. Mig langar að minnast Páls mágs míns örfáum orðum, þótt hið sviplega og ótímabæra fráfall hans valdi því að hugsun er óskýr og óskipulögð. Páll var borinn og bamfæddur Reykvíkingur, sonur hjónanna Þór- arins Jónssonar og Ingibjargar Jónu Kristjánsdóttur, og var hann elstur fjögurra bama þeirra hjóna. Hinn 9. júní 1951 kvæntist Páll Erlu syst- ur minni og var þá stigið gæfuspor af beggja hálfu. Við Erla þóttum afar samrýnd á bemskuárum okkar, og oftast nefnd I sama orði Erla og Hjalli, en eftir að hún giftist Páli þá breyttist það í Erla og Palli, og ekki að ástæðulausu, því að vart þekktust samrýndari hjón. Þau fóru allt sam- an, gerðu allt I sameiningu, hvort sem var innan heimilis eða utan. Það er ekki orðum aukið þótt ég segi að Páll hafi verið óvenju fjölhæf- ur maður. Allt sem þurfti lagfæring- ar við á heimilinu gerði hann sjálfur, og meira en það, hann smíðaði hús- gögnin sjálfur og að sjálfsögðu eid- húsinnréttingar o.fl. En það var ekki bara hans eigið heimili sem naut þessa, heldur mörg önnur í fjölskyld- unni og fræg er setning móður minnar ef eitthvað þurfti að laga: „Hann Palli lagar það.“ Einkalíf Páls og Erlu var mjög farsælt. Þau eignuðust fjögur mann- vænleg börn, þijár dætur og einn son sem ólust upp á heimili, sem byggt hafði verið af natni og umhyggju. Öll hafa þau fyrir löngu stofnað sín eigin heimili og em bamabömin orð- in 12 og eitt barnabamabarn. Kært er mér að minnast þess kafla í lífi mágs míns, sem ég tel að hafí verið honum hamingjuríkastur og þeim hjónum báðum. Það er sumar- bústaðatímabilið. Það hófst í nóvem- ber 1989 er okkur buðust tveir fok- heldir sumarbústaðir og land undir þá hjá þeim sæmdarhjónum Guð- mundi og Margréti á Bjarnastöðum. Þá lögðustm við í ferðalag um hveija helgi og var eftirvænting svo mikil, að oft var lagt upp í tvísýnu veðri eða mikilli hálku og ekki alltaf af fyrirhyggju, því eitt sinn fómm við báðir út af í Hvalfírði. Of langt væri upp að telja allt það sem henti okkur á þessum frumbýlingsárum í sveit- inni. í dag ber sumarbústaður þeirra hjóna og lóðin í kring vitni um hand- bragð Páls, því eftir að hafa keypt bústaðinn fokheldan, fullgerði hann sjálfur allt. Kannski er það örlítil huggun í mikilli sorg, að hann fór í sína hinstu för frá þeim stað, sem hann unni mest. Kæri mágur, að síðustu eigum við Björg eina ósk þér til handa, þ.e. að þar sem þú ert staddur nú, fínnist einhvers staðar óræktaður skiki og óbyggður, þar sem þú getur hafíst handa við það, sem veitti þér mesta gleði. Farðu vel mágur og vinur, Vilhjálmur Ólafsson. Guð gaf og guð tók. Hann gaf mér litlu dóttur mína og tók eisku afa minn. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast afa mínum vel, því að í tvö og hálft ár bjó ég hjá þeim ömmu og afa á Kirkjubrautinni. Og núna veit ég hversu erfítt það hlýtur að hafa verið að fá ungling inn á heimil- ið og fylgjast með honum breytast í unga konu, en afa og ömmu farnað- ist það vel og mér leið vel hjá þeim þennan tíma. Ég man eftir því þegar ég, amma og afí fórum að velja málningu á herbergið mitt áður en ég flutti til þeirra, en þá sagðist ég ætla að koma seinna og mála. Þegar ég síðan kom nokkrum dögum seinna var afi búinn að mála. Þannig var afí alltaf, vildi drífa í öllu og helst gera það einni Afi var þúsundþjalasmiður sem fannst gaman að dunda sér við eitt- livað í einrúmi og njóta svo afrakst- ursins með öðrum. Afi var hjálpsamur og greiðvikinn, hann neitaði aldrei neinum um greiða ef hann treysti sér til og var alltaf fyrstur á staðinn ef eitthvað þurfti að gera. Afi var félagslyndur, honum fannst gaman að fá gesti og naut þess að elda góðan mat fyrir vini sína. Svona gæti ég haldið áfram að telja kosti afa. Það er varla hægt að minnast afa án þess að nefna sumarbústaðinn í Hvítársíðunni, því að þar undi hann sér best. Sumarbústaðurinn er lýs- andi dæmi um handlagni afa því að hann innréttaði hann sjálfur og byggði síðan skúr sem kallaður var Pálshús en bústaðurinn sjálfur var kallaður Perlan. Afi hafði hugsað sér að eyða ellinni þar og ég er viss um að ef hann afa er einhvers staðar að finna þá er hann í bústaðnum. Ég er mjög þakklát fyrir þann tíma sem ég hafði með afa og betri og skemmtilegri mann kann ég ekki að nefna. Á þeim tíma sem ég bjó hjá ömmu og afa sá ég ástina, umhyggj- una, virðinguna og síðast en ekki síst vináttuna sem ríkti á milli ömmu og afa. Þau voru eins og sköpuð hvort fyrir annað. Elsku amma mín, hugur minn er hjá þér í sorginni, guð geyrni þig og vittu að hann afi fer aldrei frá þér. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaðurinn sér fjallið best af sléttunni." Spámaður- inn, K.G. Erla Stefánsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum orðum viljum við minnast afa okkar. Þó hann sé nú farinn frá okkur, mun minningin um hann lifa áfram í hjörtum okkar. Það verður ekki eins og áður að fara upp í sumarbústað til ömmu og afa, þar sem afa leið vel og hann var alltaf að dytta að einhveiju. Elsku amma, megi Guð vera þér hliðhollur á meðan þú gengur í gegn- um þessa erfiðu tíma. Barnabörn. Það var mér sannkallað reiðarslag að frétta fráfall bezta vinar míns, Páls Þórarinssonar. Hann varð bráð- kvaddur að kvöldi laugardagsins 16. apríl, þar sem hann dvaldist með konu sinni í sumarbústað þeirra í landi Bjarnastaða í Hvítársíðu. Palli var sonur Þórarins Jónsson- ar, fiskimatsmanns, f. 8. júlí 1892, d. 30. júlí 1958, og konu hans Ingi- bjargar Jónu Kristjánsdóttur, f. 28. febrúar 1900, d. 8. maí 1983. Palli var elstur fjögurra bama þeirra, en hin eru Hörður, rakarameistari, og systurnar Kristbjörg og Margrét. Við Palli kynntumst á æskuárum okkar, nánast á styijaldarárunum, svo að kynni okkar og vinabönd hafa varað um hálfrar aldar skeið. Það er því margs að minnast, þótt minnst af þeim minningum eigi erindi á þessi blöð. í stuttu máli voru kynni okkar afar náin. Ég var á þessum árum mikill heimagangur á heimili Palla og hans mætu foreldra í Aðalstræti 9, og þama þróaðist okkar vinátta. Palli var vinfastur, og allt dagfar hans einkenndist alla ævina af drengskap, trúmennsku, hógværð og vandvirkni. Palli lærði skipasmíði og lauk námi vorið 1949. Við skipasmíðar vann hann til 1956, er hann gerðist far- maður, lengst af hjá Eimskip, en undir lok 7. áratugarins hætti hann sjómennskunni. Um nokkurt skeið starfaði hann hjá Olíufélaginu, en frá 1970 hefur hann verið í þjónustu Pharmaco hf. Alls staðar hefur starf hans og frammistaða verið með mikl- um sóma. Hann var í reglu frímúrarabræðra frá því á 6. áratugnum, og frá 1981 tók hann virkan og mikinn þátt í starfi Kiwanis. Hinn 9. júní 1951 kvæntist hann Erlu Ólafsdóttur, en foreldrar hennar em Ólafur Vilhjálmsson, sjómaður, f. 1900 d. 1972, og kona hans Mar- ía Jónsdóttir, f. 15. nóvember 1907. Palli og Erla eignuðust fjögur böm. Þau eru: Ingibjörg María, f. 1951, er gift Stefáni Agnari Finns- syni, tæknifræðingi, sem er í fram- haldsnámi í verkfræði. Þau eiga fyör- ar dætur, Agnesi, Erlu, írisi og Krist- ínu. Bamabam þeirra er María Erla, nýfædd; Ólafur, f. 1954, garðyrkju- fræðingur, kvæntur Fjólu Haralds- dóttur. Synir þeirra eru Páll Ágúst, Jóhann Fannar og Guðni Birkir; Ás- dís, f. 1958, er gift Hauki Ásgeirs- syni, sem er tæknifræðingur og við nám I verkfræði. Börn þeirra em Helga og ívar; Yngst er Þórdís, f. 1961, gift Ásmundi Birgi Gústafs- syni, iðnrekstrarfræðingi. Þeirra böm em Eva Ólöf og Snorri. Palli hafði ljúft geð, en sterfc^ skapgerð, næmt auga fyrir náttúr- unni, fegurðinni og gróandanum og unun af allri sköpun og uppbygg- ingu. Hann var fagurkeri og það kom áþreifanlega fram í verkum hans, sérstaklega þó smíðum, ræktun og matargerðarlist. Erla mín! Við Kristín omum okkur við minningamar um allar góðu stundimar með ykkur í áránna slóð, hvort heldur var á ferðum innan lands og utan eða hjá ykkur á Kirkju- braut eða í Hvítársíðu Við óskum þess og vonum, að með tímanum veitist þér og allri þinni stóm fjöl- skyldu styrkur og æðmleysi, sem breytir sorginni í gleði og treganum í Ijúfar minningar. Jón Rafn Guðmundsson. í dag er til moldar borinn sam- starfsmaður minn Páll Þórarinsson, en hann lést 16. apríl sl. fyrir aldur fram. Ég kynntist Páli, eða Palla eins og hann var alltaf kallaður, er ég hóf störf hjá Pharmaco hf. sumar- ið 1977, en hann starfaði hjá fyrir- tækinu frá desember 1970 til dauða- dags. Palli sá um útréttingar fyrir Pharmaco sem snem að innflutningL fyrirtækisins og ýmsa aðra snúninga. Palli var mjög traustur og góður starfsmaður. Hann var allaf boðinn og búinn að leysa úr þeim málum sem upp komu og skipti þá engu hvort hann þyrfti að sinna þeim verk- um innan eða utan hefðbundins vin- nutíma. Hann var glettinn og kallaði mig „stelpuna“ ? öll þessi ár, þó það ætti ekki við seinni árin. Við Palli áttum alla tíð ákaflega gott samstarf, sem ég vil þakka hon- um fyrir. Erlu og fyölskyldunni sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hvfl þú í friði. Guðbjörg Alfreðsdóttir. Ég vil með nokkmm orðum kveðja samstarfsmann og félaga til margra ára, Pál Þórarinsson, sem lést 16. apríl síðastliðinn. Kallið hefði kannski ekki átt að koma manni á óvart þar sem Palli hafði átt við veik- indi að stríða undanfarin ár, en það gerði það nú samt. Það er mikil eftirsjá að Palla, svo notalegur í samstarfi og bóngóður sem hann var. Ég held ég hafí aldr- ei heyrt hann hallmæla nokkmm manni, og það segir kannski meira en mörg orð um persónuna Pál Þór- arinsson. Það verða allir ríkari af kynnum við slíkan mann. Við sam- starfsfólkið söknum góðs vinnufé- laga og minnumst hans með virð- ingu. Ég ætla ekki að rekja ævi hans hérna, það verða vafalaust aðrir um það en ég vil þakka fyrir þann spotta á lífsleiðinni sem ég fékk að verða samferða Palla. Við Kibba sendum Erlu og fölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að geyma góðan dreng. Sindri Sindrason. t Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR VALUR HALLDÓRSSON, Espigerði 4, lést í Landspítalanum í gær, 26. apríl. Kristrún Jóhannsdóttir, Sigrún C. Halldórsdóttir, Magnús Guðmundsson, Jóhann Halldórsson, Guörún Siguróladóttir, Halldór Halldórsson, Margrét B. Sigurðardóttir, Valgerður G. Halldórsdóttir, Sigurður Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.