Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, HELGI SKÚLASON frá Guðlaugsvík, andaðist þann 25. apríl. Anna S. Sigurðardóttir, börn og tengdabörn. t Eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR BJARNFREÐSDÓTTIR fyrrv. formaður Sóknar, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést á Vífilsstöðum 26. apríl. Guðsteinn Þorste'insson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Frændi okkar, Í LÁRUS OTTESEN, lést 24. apríl. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. apríl kl. 10.30. Gylfi Birgisson, Örn Guðmundsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA GÍSLADÓTTIR, Sólvallagötu 21, veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 29. apríl kl. 13.30. Sigríður Guðbjörnsdóttir, Gyða Guðbjörnsdóttir,Stefán Björnsson, Sigurlaug Guðbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Til minningar um systur BARBÖRU, er starfaði í 55 ár á St. Jósefsspítala f Haf narflröi, og nú er ný látin í Kaupmannahöfn, verður sungin sálumessa í Jósefskirkju, Hafnarfirði, ídag, miðvikudaginn 27. apríl, kl. 18.00. St. Jósefssystur og Safnaðarfélag Jósefskirkju. t Eiginkona mín, JÓNASÍNA JÓELSDÓTTIR, Stuðlaseli 13, Reykjavfk, lést á heimili sínu 18. apríl síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Guðnason. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JASONARDÓTTIR, Hvassaleiti 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudag- inn 29. aprfl kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Gigtarfélag íslands. Margrét Egilsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Sonja Egilsdóttir, Lárus Jónsson, Guðmundur Egilsson, Hulda Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar PÁLS ÞÓRARINSSONAR verð- ur lokað í dag frá kl. 14.30. Pharmaco hf. Minning Kristján Knútur Jónasson, Isafirði Drengur góður er fallinn í valinn. Hörmuleg tíðindi berast vestan af fjörðum. Paradís ísfirðinga, „skóg- urinn“, er í rúst, allt er farið, horfíð. Eins og hendi sé veifað er áratuga- starf fyrir bí. En verst af öllu válegu er þó að æskuvinurinn Kristján Jón- asson mætti örlögum sínum. Minningamar hrannast upp, um æskuvinina að leik við sundin, um félagann Kitta og Högna bróður hans, sem varð sömu örlögum að bráð í Neskaupstað fyrir nær 20 árum og um alla hina leikfélagana í Tangagötunni, á Bökkunum og í Dokkunni. Þó Kitti væri nokkrum árum yngri en við hinir prakkararn- ir, var hann snemma tekinn í hóp- inn, enda áræðinn og fylginn sér, eins og hann var reyndar alla tíð í lífi sínu og starfi. Eftir að við kom- umst á legg áttum við áfram sam- leið í knattspyrnunni, hann í Vestra og ég í Herði. Þar var mörg rimman háð innan og utan vallar, en allt varð það til að skerpa vináttuna. Ógleymanleg var samveran við æf- ingar, keppnir og ferðalög í knatt- spymunni, eða þegar verið var að setja upp „kabaretta" til að afla pen- inga. Sum atriðin þannig að enginn hló nema við sjálfír. Eftir að Hanna og Sigga eiginkon- ur okkar komu til sögunnar efldist vináttan. Þó vík hafí verið milli vina síðari árin eftir að við Sigga fluttum Fædd 30. mars 1938 Dáin 15. apríl 1994 Góði Jesús, fyrir greftran þín gefðu síðasta útför mín frá ísafirði, hélst alltaf þetta góða og innilega samband. Það er eftirsjá í manni eins og Kristjáni, hans einstaki drengskapur, umhyggja fyrir náungánum og þeim sem minna mega sín eru eiginleikar sem ekki eru öllum gefnir. Hann átti auðvelt með að greina kjamann frá hisminu í öllum málum og kom mönn- um sífellt á óvart með þekkingu sinni. Kímnigáfan var rík og þeir eru orðn- ir margir ráðherrar samgöngumála sem Kristján heillaði upp úr skónum. Það er svo margs að minnast, en trega setur að. Elsku Hanna, við Sigga höfum hugsað mikið til þín og þinna þessa ögurstund. Megi sá er öllu ræður veita þér bata og ykkur öllum styrk. Blessuð sé minning Kristjáns Jónas- sonar. Albert Karl Sanders. verði friðsöm og farsæl mér, frelsuð sál nái dýrð hjá þér. Helgum Guðs bömum Herrans hold helgaði bæði jörð og mold, gröfin þvi er vort svefnhús sætt, svo má ei granda reiðin hætt. Svo að lifa, ég sofni hægt, svo að deyja, að kvöl sé bægt, svo að greftrast með Guðs barn hér, gefðu, sætasti Jesús, mér (H.P.) Mig langar að minnast Öddu frænku minnar í örfáum orðum. Það er erfitt að trúa því að hún sé farin, en ég trúi því samt að nú líði henni vel. Víst er að ég mun minn- ast hennar með söknuði. Adda frænka var alltaf svo já- kvæð og sá björtu hliðamar á öllu, sama hvað á gekk. Hún var alltaf svo vel inni í öllu sem við krakkarn- ir vorum að fást við og full áhuga. M.a. þess vegna var svo gott að koma til hennar. Hún tók alltaf á móti mér með hlýjum, opnum örm- um. Guð blessi minningu þína, Adda mín. Jón og aðstandendur, ég sendi ykkur samúðarkveðjur. Heiðdís Dögg. Erfidrykkjur (ilæsileg kaifi- lilaðborð íallegir Sídir og nijög góð þjónnsta llpplýsingar ísíma22322 FLUGLEIÐIR HOTEL LOFTLEIBIR 1 ERFI DRYKKJUR Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 29900 t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN STEINDÓRSDÓTTIR, Grandavegi 47, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. apríl kl. 15.00. Einar Pétursson, Kolbrún Thomas, Pétur Pétursson, Steindór Pétursson, Guðrún S. Grétarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSTEINN KONRÁÐSSON, Grettisgötu 79, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. apríl kl. 13.30. Sigrfður Jónsdóttir, Sigríður Jósteinsdóttir, Magnús Jónatansson, Kristján Jósteinsson, Sólveig Hrafnsdóttir, Jónas Jósteinsson, Hjördís Hauksdóttir, Svavar Haukur Jósteinsson, Kristjana Jónsdóttir, Svava Jósteinsdóttir, Garðar Vilbergsson, Hildur Jósteinsdóttir, Bjarni Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL ÞÓRARINSSON, Kirkjubraut 19, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarnes- kirkju í dag, miðvikudaginn 27. apríl, kl. 15.00. Erla Ólafsdóttir, María Jónsdóttir, Ingibjörg Maria Pálsdóttir, Stefán Agnar Finnsson, Ólafur Pálsson, Fjóla Haraldsdóttir, Ásdfs Pálsdóttir, Haukur Ásgeirsson, Þórdfs Pálsdóttir, Ásmundur Birgir Gústafsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og systur, ÞÓREYJAR HANNESDÓTTUR frá Norðfirði, Háaleitisbraut 115. Gunnar Pótursson, Aöalsteinn Gunnarsson, Hildur Mósesdóttir, Ólöf Helga Gunnarsdóttir Benjamfn Júlfusson, Ester Ósk Aðalsteinsdóttir, Ragna Erlendsdóttir, ívar Hannesson, Svanhvít Hannesdóttif, Ólöf Hannesdóttir. Arnþrúður Jóhanns- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.