Morgunblaðið - 27.04.1994, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994
39
Bolli Gunnars-
son — Minning
Fæddur 1. júlí 1918
Dáinn 19. apríl 1994
Skömmu eftir miðnætti 20. apríl
andaðist tengdafaðir minn, Bolli
Gunnársson, á Hrafnistu í Hafnar-
firði. Bolla hafði ég kynnst lítillega
um það leyti sem við hjónin giftum
okkur 1972, en 1973 fórum við í
sumarfrí til ísafjarðar og þá mynd-
uðum við óijúfandi vináttutengsl.
Bolli Gunnarsson var fæddur á
Þingéyri við Dýrafjörð en fluttist
ungur til ísafjarðar og ólst þar
upp, elstur fimm systkina.
Það var einstakt að kynnast hon-
um á sínum heimaslóðum. Við Ein-
ar vorum með elstu dóttur okkar,
Hjördísi, sem þá var sex mánaða,
og bjuggum við fjögur í símabú-
staðnum inni í skógi. Bolli var
glæsimenni, kurteis, skemmtilegur
pg með frábæra kímnigáfu. A
ísafirði lék hann á als oddi, talaði
um bernskuárin, talaði við fjöllin,
dalinn, ána og hríslurnar. Sjálf
kunni ég vel að meta þetta, því ég
átti líka sérstaklega ljúfar bernsku-
minningar frá afa mínum og ömmu
á ísafirði. Seinna vorum við Einar
forsjóninni þakklát fyrir þetta frí,
því í nóvember sama ár fékk Bolli
heilablóðfall, sem hann náði sér
aldrei alveg af.
Á næsta ári flutti Bolli til okkar
og það sumar fæddist Bryndís, önn-
ur dóttir okkar hjóna. Bolli gat þá
gengið með hækju, en vinstri hönd-
in var lömuð. Hann gafst þó ekki
upp, fór í æfingar hjá sjúkraþjálf-
ara og eignaðist síðan bíl, sem hann
gat farið á allra sinna ferða.
Það er ekki allt ungt fólk hrifið
af því að hafa tengdaföður eða
móður inni á heimili sínu. Fyrir mér
var það sérstök ánægja að hafa
Bólla, fyrst og fremst vegna þess
hve hann var einstaklega ljúfur
maður. Þrátt fyrir veikindi sín,
hugsaði hann fyrst og fremst um
það, hvernig mér og dætrunum liði.
Hann lék við eldri dótturina á með-
an ég sinnti þeirri nýfæddu og þeg-
ar hún var með fyrirferð og prakk-
araskap þá hló hann með henni og
fíflaðist. Á þessum tíma vann Einar
mikið úti. Það hefði verið einmana-
legt að vera heima með tvö lítil
börn í nýju bæjarfélagi ef ekki hefði
verið fyrir Bolla. Við Bolli höfðum
alltaf um nóg að spjalla, því að
fyrir utan Ísaíjarðartengslin, þá
vorum við bæði Valsarar og mikið
fyrir íþróttir. Það var þægilegt að
hafa hann nálægt, hvort sem var í
spjalli eða þögn. Hann var snyrti-
menni, hjálpfús og góður.
Það varir ekki allt að eilífu. í
janúar 1976 lenti fjölskyldan í
hremmingum og Bolli var aldrei
samur eftir það. Hann fór út til
Lindu dóttur sinnar á Hawaii, kom
aftur heim, fór á milli stofnana og
ýmist of heilbrigður eða of veikur
til að falla þar inn. Að lokum komst
hann inn á Hrafnistu í Hafnarfirði
og þar leið honum vel. Hann hafði
sitt herbergi með útsýni yfir hafið.
Starfsfólkið var honum mjög gott
og lagði sig fram við að skapa hon-
um notalegt ævikvöld. Fyrir það
erum við hjónin mjög þakklát.
Elsku tengdapabbi, ég vil þakka
þér fyrir yndislegan vinskap og
væntumþykju. Ég veit að nú líður
þér loksins vel. Þú sagðir sjálfur
síðasta daginn sem þú lifðir: „Nú
er ég þreyttur, nú vil ég sofna.“
Þú fékkst fallegt og friðsælt andlát
og ég trúi því að andi þinn svífi nú
á öðru sviði.
Hafðu þökk fyrir allt.
Sigrún Ingólfsdóttir.
Látinn er stóri bróðir minn, Bolli
Gunnarsson.
Hann var elstur okkar systkin-
anna á ísafirði, og dugnaðarforkur
og forystumaður. Hann var skáta-
foringi, og þegar að loknu barna-
skólaprófi fór hann að vinna fyrir
sér á símstöðinni á ísafirði.
Við brölluðum margt um ævina.
Á stríðsárunum ætluðum við að
verða ríkir á því að kaupa vörubíl
og keyra fyrir herinn. En þann bíl
flæddi í sandbleytu uppi í Gufu-
nesi, og stóran trukk frá hernum,
sem ætlaði að draga hann upp,
flæddi líka, og svo fór á endanum
að við töpuðum á öllu saman. Þá
var Bolli að vinna á símstöðinni í
Reykjavík sem símritari, en
skömmu síðar hófu Loftleiðir milli-
landaflug með flugvélinni Geysi, og
þá réðst hann til þeirra sem loft-
skeytamaður. Þá vorum við báðir
einhleypir, ég keyrði norðurrútuna
og bjó vestur í Sörlaskjóli, en Bolli
flutti til pabba sem bjó í Thorvald-
sensstræti, og þegar Bolli var að
koma úr millilandafluginu var hann
jafnan hlaðinn allskyns góðgæti
bæði föstu og fljótandi, og þá var
oft glatt á hjalla.
Bolli var glæsimenni og íþrótta-
maður mikill, bæði fótboltamaður í
fremstu röð og lék með Val, og
skíðameistari vestur á ísafirði. Svo
gerðist það á þessum árum að flug-
vélin Geysir týndist og hennar var
leitað árangurslaust dögum saman.
Mikill harmur var að fólki kveðinn
yfir ótíðindunum, þótt sjálfur tryði
ég því aldrei einhverra hluta vegna,
að áhöfnin, Bolli bróðir minn og
félagar hans, hefðu farist. En ég
gleymi því aldrei þegar ég fékk tíð-
indin um að vélin væri fundin uppi
á Bárðarbungu á Vatnajökli, og
heyrst hefðu neyðarsendingarnar
sem Bolla tókst að senda út af slys-
staðnum.
Honum gekk allt í haginn á þess-
um árum, bæði í vinnu og einka-
lífi. Hann flutti til New York þar
sem hann starfaði sem umboðsmað-
ur Loftleiða, kom svo heim og
byggði sér glæsilegt einbýlishús.
Hann átti sjö hraust og mannvæn-
leg börn. Én svo veiktist hann á
miðjum aldri, missti atvinnuna og
lamaðist af heilablóðfalli og bar
ekki sitt barr eftir það. Hann var
sjúklingur tvo síðustu áratugina.
En hann var harðjaxl og vorkenndi
sér aldrei, og var lítið um það gefið
að fólk sýndi sér meðaumkun, enda
var hann stórmenni að upplagi.
Blessuð sé minning hans.
Kári Gunnarsson.
Það er komið að leiðarlokum hjá
pabba. Kannski héldum við, að af
því að hann var lengi búinn að vera
heilsulítill, þá yrði ekki eins þungt
að kveðja hann. Það má vera að
við höfum haldið að við værum
búnar að kveðja hann með því að
aðlagast þeirri staðreynd að hann
væri sjúklingur. En þegar ljóst var
að hann nálgaðist sína hinstu stund
á meðal okkar, þá fundum við að
svo var ekki. Það fer enginn fyrr
en kallið kemur og fyrr er ekki
hægt að kveðja. Nú þegar komið
er að sárri kveðjustund fyrir fjórar
systur finna þær huggun sína í vitn-
eskjunni um það að elskaður pabbi
þeirra er kominn þangað heim sem
sjálfur Drottinn Jesús tekur á móti
honum.
Elsku pabbi okkar. Hann var jú
besti pabbinn í öllum heiminum, um
það efuðust aldrei fjórar Bolladæt-
ur. Þessar fjórar dætur eru Guði
þakklátar fyrir þann pabba sem þær
fengu. Honum þótti svo undur vænt
um stelpurnar sínar og sýndi þeim
það á ótal vegu. Mörg er sú minn-
ing sem ber því vitni, en það eru
slíkar minningar sem streyma fram
í hugann nú þegar við megum til
að kveðja hann pabba. Þessar minn-
ingar milda hörku þeirrar stað-
reyndar að pabbi skuli vera farinn.
Minningar um þær mætur sem hann
hafði á „Bollaseríunni“ sinni, stelp-
unum sínum sem hann sagði að
væru þær fallegustu sem til væru.
Þegar við einhveiju sinni inntum
hann eftir því hvort hann teldist
vera ríkur maður kvað hann svo
vera og það meira að segja forrík-
ur, af því að hann ætti fjórar dýr-
mætar dætur. Slíkt tilsvar var dæ-
migert fyrir hann og einkennandi
fýrir viðmót hans gagnvart okkur
stelpunum hans. { nærveru hans
vorum við alltaf svo sérstakar, svo
dýrmætar.
Þannig er það enn og verður allt-
af í minningunni um hann pabba.
Hann skildi fjórar stelpur eftir með
fullvissuna um það að aðrar eins
stelpur væru ekki til. Hann skildi
þessar fjórar stelpur líka eftir með
fullvissuna um það að annar eins
pabbi væri ekki til. Fyrir það þökk-
um við himneskum föður okkar
allra, í Jesú nafni.
Linda, Erla, Helga
og Lilja Bolladætur.
Við fráfall móðurbróður okkar,
Bolla Gunnarssonar, verður ekki
hjá því komist að láta hugann reika
og rifja upp ýmsar skemmtilegar
myndir frá uppvaxtarárum okkar
bræðranna. Samskipti okkar við
Bolla frænda voru óvenju mikil þar
eð móðir hans og amma okkar bjó
á heimili okkar og Bolli sonur hans
ólst upp með okkur bræðrum.
Af þessum frænda okkar stafaði
ákveðnum ævintýraljóma. Hann
hafði á yngri árum unnið til afreka
á skíðum vestur á ísafirði og varð
síðar íslandsmeistari í knattspyrnu.
Ekki dró úr ljómanum að Bolli lærði
til loftskeytamanns og flaug með
Loftleiðum á fyrstu árum þess fyrir-
tækis.
Fjölskylda okkar naut þess að
eiga frænda sem fór víða um heim-
inn og kom heim færandi hendi.
Þegar Bolli flytur ásamt fjölskyldu
vestur um haf brást það aldrei að
rétt fyrir jólin birtist stór kassi full-
ur af gjöfum og ýmsu góðgæti sem
var vandfundið hérlendis. Á þessum
árum kom hann alltaf öðru hvoru
heim í erindum Loftleiða. Það brást
ekki að fyrsti viðkomustaðurinn var
Kaplaskjólsvegurinn þar sem amma
Guðlaug bar fram ýsu með vest-
firskum mör. Alltaf þótti okkur
bræðrum skrýtið að sigldur maður-
inn skyldi vilja svo hversdagslegan
mat til hátíðabrigða.
Bolli frændi var jafnan glaðvær,
skemmtilegur í viðmóti og okkur
leið vel í návist hans. Hann fylgdist
vel með því sem við vorum að gera,
sem fólst aðallega í því að vita
hvernig okkur gekk í fótboltanum
og í skólanum. Svo vel líkaði okkur
við hann að við gátum alveg fyrir-
gefið honum að vera Valsmaður.
Raunar vissum við að allir góðir og
gegnir ísfirðingar eru KR-ingar inn
við beinið.
Við bræður munum um ókomin
ár geyma í huga okkar mynd af
Bolla Gunnarssyni sem. glaðværum
og hlýlegum frænda. Við kveðjum
hann með virðingu og þökk.
Magnús Ingimundarson,
Gunnar Ingimundarson.
Vetur var að kveðja og sumar-
koma á næsta leiti, þegar lífshlaup
góðvinar míns, Bolla Gunnarssonar,
hafði runnið sitt skeið til enda.
Bolli átti við mikla vanheilsu og
lömun að stríða síðustu tvo áratug-
ina, svo hvíldin hefur verið kærkom-
in eftir langa og erfiða lífsbaráttu.
Bolli var fæddur á Þingeyri „í
faðmi fjalla blárra", sonur hjónanna
Gunnars Andrew og Guðlaugar Jós-
epsdóttur. Hann var elstur fimm
barna þeirra hjóna, en systkini hans
eru Kári, Kjartan, Lilja og Jósep,
sem lést fyrir nokkrum árum. Bolli
var ágætur skíðamaður á yngri
árum fyrir vestan, tók þátt í mótum
og vann til verðiauna.
Eftir að fjölskyldan fluttist suður
til Reykjavíkur, réðst Bolli til starfa
hjá Ritsímanum og vann þar í mörg
ár. Hann fékk snemma „fiugbakter-
íuna“ eins og títt var um unga
menn á árunum eftir seinna stríð.
Hafði hann fengið vilyrði um starf
sem loftskeytamaður hjá Loftleið-
um, er nýlega höfðu hafið braut-
ryðjendastarf í millilandaflugi okk-
ar með Skymaster-vélum. Sótti
Bolli því um leyfi hjá Ritsímanum
um frí frá störfum í nokkra mánuði
meðan hann var að átta sig á hlut-
unum. Raunin varð hins vegar sú,
að Bolli ílengdist í hinu nýja starfi
sínu hjá Loftleiðum, sem heillaði
hann svo mjög. Bolli starfaði síðan
hjá félaginu um áraraðir, bæði sem
flugliði á millilandavélunum, og síð-
ar í nokkur ár sem stöðvarstjóri í
New York. Þetta voru án efa bestu
ár ævi hans, því flugið átti hug
hans allan.
Ekki er hægt að skilja svo við
þann kafla í lífi Bolla meðan hann
starfaði hjá Loftleiðum, án þess að
minnst sé eins örlagaríkasta atviks,
sem hann upplifði um ævina. Hér
er átt við þau tíðindi, er millilanda-
vélin Geysir týndist á leið frá Lúx-
emborgar til Reykjavíkur í sept-
ember 1950, en Bolli var þá einn
af sex manna áhöfn vélarinnar.
Umfangsmikil leit var gerð að Geysi
i nokkra daga uns flugmenn á
„Vestfirðingi“, Katalínuflugbáti
Loftleiða, komu auga á vélina, þar
sem hún hafði brotlent á Vatna-
jökli. Þegar menn voru að verða
úrkula vonar um að flugvélin myndi
finnast, barst sú gleðifregn, að
Geysir væri fundinn og öll áhöfn
vélarinnar á lífi og heil á húfi. Mik-
il fögnuður varð um land allt og
engu líkara en landsmenn allir
hefðu heimt sína nánustu úr helju.
Ég ræddi þetta örlagaríka atvik við
Bolla skömmu eftir að það gerðist,
og eins bar það nokkrum sinnum á
góma síðar. Er mér ekki örgrannt
um, að það hafi markað nokkur
spor í líf hans síðar meir.
Bolli var hið mesta glæsimenni
á velli, stundaði íþróttir á yngri
árum eins og fyrr getur, átti auð-
velt með að umgangast og laða að
sér fólk, enda hrókur alls fagnaðar
á góðra vina fundum. Liðin eru
hartnær 45 ár frá okkar fyrstu
kynnum, sem alveg hefðu getað átt
sér stað í gær.
Við hjónin eigum margar ljúfar
og fagrar minningar frá áralangri
vináttu og ógleymanlegum sam-
verustundum, bæði hér heima og
erlendis, með þeim Bolla og Erlu,
en hún og kona mín eru æskuvin-
konur. Fyrir það þökkum við af
heilum hug.
Bolli var tvíkvæntur, en leiðir
skildu. Með fyrri konu sinni, Hjör-
dísi Einarsdóttur, eignaðist hann
tvo syni, Einar Gunnar og Bolla
Þór. Seinna kona Bolla er Þóra
Erla Ólafsdóttir, en þau áttu saman
fimm böm, Arthur Björgvin, Lindu
Sigrúnu, Erlu, Helgu og Lilju.
Nú, þegar vetur hefur verið
kvaddur og náttúran að vakna úr
dróma skammdegisins, stöndum við
á vegamótum og leiðir skiljast um
sinn með vini okkar, Bolla Gunnars-
syni. Far þú í friði, góði vinur, „í
faðm íjalla blárra“, á vit sólar og
sumars.
Við Svava sendum börnum Bolla
og öðrum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Njáll Símonarson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu vegna andláts og
útfarar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SOFFÍU SMITH.
Karl G. Smith, Margrét Guðmundsdóttir,
Örn Smith, Elsa L. Smith,
GunnarSmith, Edda Eiríksdóttir,
Hilmar Smith, Anna Ottadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir faerum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför föður okkar, tengdaföð-
ur, afa, langafa, bróður og mágs,
BJÖRGVIIMSG.
ÞORBJÖRNSSONAR,
Sörlaskjóli 3.
Björn Björgvinsson, Valdis Caltagirone,
Guðbjörg Björgvinsdóttir,
Björgvin Sigurðsson, Heiðdis Einarsdóttir,
Sigríður Maria Sigurðardóttir, Jón Gísli Guðlaugsson,
Anita ísey Jónsdóttir.
Sigurbjörn Þorbjörnsson, Betty Þorbjörnsson.
+
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls móður okkar,
HALLDÓRU SIGURJÓNSDÓTTUR
fyrrverandi skólastjóra
Húsmæðraskólans, Laugum.
Halldór Halldórsson,
Svanhildur Halldórsdóttir,
Kristín Halldórsdóttir.
Lokað
Vegna jarðarfarar BOLLA GUNNARSSONAR
verður lokað eftir hádegi í dag, miðvikudag
27. apríl.
Fotoval,
Skipholti 50B.