Morgunblaðið - 27.04.1994, Page 40

Morgunblaðið - 27.04.1994, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 fclk f fréttum Japanskt par giftir Sá sérstæði atburður gerðist í Viðeyjarkirkju síðast- liðinn laugardag að japanskt par var gefíð saman í hjónaband af japanska prestinum séra Toshiki Toma sem búsettur er hér á landi og eiginkonu hans séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Hjónaefnin Sizu Takeuchi og Makoto Sato sögðust hafa kosið að gifta sig á ís- landi vegna þess að það væri „öðru vísi“ og þau vissu ekki til þess að sams konar athöfn hefði farið fram hér á landi áður. Þau tóku einnig fram að í Japan væri algengt um þessar mundir að hjónaefni leituðu til annarra landa með hjónavígsluna til að breyta út af hefðbundinni venju. Þess má einnig geta að brúðurin fékk kjólinn leigðan hjá íslenskri brúðarkjólaleigu. Hafði Toshiki það eftir brúðhjónunum að þau væru mjög ánægð með athöfnina og dvöl sína hér á landi. Séra Helga Soffía sagði að þeim hjónum hefði þótt mjög athyglisvert og skemmtilegt að gefa japönsku hjónin saman. Hún sagði jafnframt að svo virtist sem það væri í tísku víðar í heiminum að gifta sig annars staðar en í heimalandi sínu, þvi hún hefði að undan- fömu gefíð töluvert af sænskum pömm saman hér á landi. Hjónin Sizu Takeuchi, Makoto Sato koma úr kirkju eftir vígsluna. A eftir þeim koma prestarnir séra Helga Soffía Konráðsdóttir, séra Toshiki Toma og séra Þórir Stephensen staðarhaldari, ásamt Ragnari Baldurssyni sem var túikur og umsjónar- maður hjónanna á íslandi. sig í Viðey Morgunblaðið/Þorkell í samvinnu við evrópska hjólarisann PELLETIER bjóðum við hin þekktu VELO fjallahjól á verði sem á sér vart hliðstæðu hérlendis. VELO hjólin hafa verið seld á íslandi um árabil og er reynslan af þeim frábær! 18 GiRA FJALLAHJOL 26". SHIMANO-SYS gírar ★ Bretti ★ Dínamór og Ijósaðframanog aftan ★ Bögglaberi ★ Pumpa ★ Standari ★ Keðjuhlíf. Veröaóeins.^. Verð aðeins 18 GIRA FJALLAH JOL 26" 15 GIRA KVENHJ0L24' Verð aðeins 5 GIRA FJALLAHJOL 20" BMX HJOL20' Þetta eru eflaust bestu hjólakaupin í dag! Opið mánud.-föstud. 9-18 og laugard. 10-14 Faxafeni 9, sími 677332 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir ásamt módeli sínu Bryn- dísi Björk Ásgeirsdóttur og Gunnari Júlíussyni umboðsmanni Smirnoff á íslandi. HÖNNUN Hlaut fyrstu verð- laun fyrir „ískonuna“ Linda Björg Árnadóttir varð hlutskörpust í keppni ungra tískuhönnuða, sem fram fór á Hótel Islandi um síðustu helgi á vegum Smirnoff. Hún er 24 ára nemandi á næstsíðasta ári í tex- tíldeild Myndlista- og handíða- skóla íslands. í öðru sæti lenti Helga Sólrún Sigurbjörnsdóttir og í þriðja sæti Þuríður Edda Skúladóttir, báðar úr Iðnskólan- um í Reykjavík. Þema keppninnar var „And- stæð ímynd“ og sagðist Linda Björg hafa hugsað sér ískonu, enda var módelið farðað hvítt og hálsmenið sem hún bar var úr víravirki með ísmolum innan í. „Ég notaði einnig tónlistina til að undirstrika áhrifín og uppi- staðan í henni var upptaka af 16 vindstigum og þrumum,“ sagði hún í samtali við Morgun- blaðið. „Aðalefnið í kjólnum eru fjórar grisjur, sem ég litaði mismun- andi litum og dýfði í vax. Ég fór með þijár blokkir af 5 kílóa vaxi, þannig að kjólinn hefur örugg- lega verið 13 kíló að þyngd.“ Þegar Linda Björg var spurð hvort ekki væri óþægilegt að klæðast vaxkjól sagði hún það ekki vera. „Ég brýt upp vaxið þannig að sprungur koma í það, auk þess verður vaxið mýkra þegar búið er að vera í kjólnum nokkrar mínútur. Hins vegar er vandamál að það verður of mjúkt eftir nokkurn tíma, en þá verður bara að grípa til hárblásarans!" sagði hún. Sjálf segist hún hafa verið í kjól úr sams konar efni, en hann hafi ekki verið eins viðamikill og því ekki eins þungur. Sigurinn í keppninni veitir Lindu Björgu þátttökurétt í al- þjóðlegri keppni Smirnoff, sem fram fer í Dublin 9. nóvember. Fyrsta slíka keppnin fór fram árið 1984 og hafa íslendingar tekið þátt frá árinu 1989. „Ég fer með sömu hugmynd til Dublin, en ég bý örugglega til nýjan endurbættan kjól,“ sagði hún. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Múmínálfar í Eyjum STÚDENDTSEFNI Framhaldsskólans í Eyjum dimmiteruðu í síðustu viku og slettu úr klaufunum fyrir próftörnina sem framundan er. 1 bún- ingi múmínálfa ferðuðust þau um bæinn á traktorskerru og skemmtu sjálfum sér og öðrum með söng og ýmiss konar fjöri. Að sjálfsögðu vöktu þessi furðudýr athygli Eyjamanna og Sigurgeir smellti af þeim jnynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.