Morgunblaðið - 27.04.1994, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞROTTIR
MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1994
51
HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN
Hingað, og ekki lengra!
Deildarmeistarar Hauka héldu sínu striki og lögðu Víkinga í miklum baráttuleik
Sigmundur Ó.
Steinarsson
skrifar
HAUKAR mættu ákveðnir til
leiks geng Víkingi að Strand-
götu og ætiuðu sér greinilega
að halda uppteknum hætti þar
— að fagna sigri, sem þeir og
gerðu, 30:25. Haukar byrjuðu
leikinn með miklum látum og
léku sterkan varnarleik —
komust þrisvar þremur mörk-
um yfir, en baráttuglaðir Vík-
ingar náðu að halda ívið þá.
Mark Halldórs Ingólfssonar
beint úr aukakasti eftir að fyrri
hálfleikurinn var runninn út,
færði Haukum tveggja marka
forskot, 12:10.
Varnarleikur Hauka var geysi-
lega öflugur í fyrri hálfleik —
liðið lék sterka hreyfanlega flata
vöm, sem Víkingar
áttu oft í miklum
erfiðleikum með.
Fyrir aftan vörnina
stóð Magnús Áma-
son, sem varði vel. Haukar héldu
síðan uppteknum hætti í byijun
seinni hálfleiks, en þá gerðu þeir
hreinlega út um leikinn með því
að skora Qögur mörk gegn einu
marki Víkings, 16:11. Eftir það
slökuðu Haukar ekki á klónni og
leikur þeirra varð alltaf léttari og
léttari eftir því sem á tímann leið,
en Víkingar urðu þyngri og þyngri.
Þeir reyndu allt til að stöðva
Hauka — tóku Pál Ólafsson úr
umferð, Pál og Halldór Ingólfsson
og undir lokin Pál, Halldór og
Petr Baumruk. Ekkert dugði og
þeir félagar ásamt Sigurjóni Sig-
urðssyni léku við hvern sinn fingur
og skoruðu mörk í öllum regnbog-
ans litum.
Haukar náðu að halda Bjarka
Sigurðssyni vel niðri, eins og öðr-
um útileikmönnum Víkings — með
því að ganga vel út gegn þeim.
Hvað sögðu þeir?
Páll Ólafsson, leik-
stjórnandí Hauka
„Þetta var geysilegur bar-
áttuleikur, eins og ég reiknaði
með. Við náðum að laga vamar-
leikinn mikið frá því í Víkinni —
og vorum ákveðnir að brjóta
Víkinga á bak aftur eins fljótt
og við gátum. Þeir voru erfíðir
í fyrri hálfleik, en við náðum
að bjóta þá niður strax í byrjun
seinni hálfleiks. Þá fundum við
að það vorum við sem höfðum
yfirhöndina og Víkingar voru
að gefa eftir. Þetta voru allt
erfíðir leikir og Víkingar veittu
okkur svo sannarlega harða
keppni, eins og í deildarleikjun-
um tveimur sem enduðu með
jafntefli. Það er mikill léttir fyr-
ir okkur að vera komnir í úrslit
— við höfum tekið stefnuna á
meistaratitilinn og byrjum hér á
Strandgötunni."
Gunnar Gunnarsson,
þjátfarí Víkings
„Við náðum ekki réttum stíg-
anda í byijun seinni hálfleiks
og misstum Hauka of langt frá
okkur — í fimm marka forskot.
Pressan varð mikil á okkur —
að ná því forskoti upp, en Hauk-
ar eru of sterkir til að láta þann-
ig forskot af hendi. Það er sárt
að horfa á eftir Haukum fara í
úrslitin, því að það er alltaf
skemmtilegra að vera sjálfur í
baráttunni, en að horfa á. Þetta
er búinn að vera góður vetur
þjá okkur - hópurinn hefur
verið mjög samstilltur. Við erum
ekki búnir að leggja árar í bát,
því að framundan eru leikir um
þriðja sætið, sem gefur rétt til
að leika í Evrópukeppni."
LEIKMENN Hauka breyttu ekki útaf vananum
var létt yfir Haukum eftir leikinn.
Morgunblaðið/Þorkell
Fögnuður á Strandgötunni
þeir fögnuðu enn einum sigrinum á Strandgötunni í gærkvöldi. Það
Þá opnaðist stundum leið inn á
línuna til Birgis Sigurðssonar, sem
nýtti færin sín vel þegar hann fékk
knöttinn. Leikurinn var mikill bar-
áttuleikur, sem tók vel á leikmenn
liðanna. Víkingar, sem hafa ekki
eins mikla og góða breidd og
Haukar, urðu að játa sig sigraða
eftir drengilega baráttu.
Næsta verkefni Hauka er loka-
baráttan um meistaratitilinn gegn
Valsmönnum eða Selfyssingum,
en Víkingar leika um þriðja sætið.
Haukar - Víkingur 30:25
íþróttahúsið Strandgötu, íslandsmeistara-
mót karla, 3 leikur i undanúrslitum, þriðju-
dagur 26. apríl 1994.
Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:4, 6:3, 7:7,
10:7, 11:8, 11:10, 12:10. 13:10, 16:11,
17:12, 18:14, 19:16, 23.19, 24:20, 26:22,
27:24, 30:24, 30:26.
Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 9/2, Sig-
urjón Sigurðsson 6, Páll Ólafsson 4, Aron
Kristjánsson 3, Petr Baumruk 3, Þorkell
Magnússon 2, Jón Öm Stefánsson 1.
Utan vallar. 10 min. (Pétur Vilberg Guðna-
son útilokaður þegar 14. mín. voru eftir.).
Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 6, Bjarki
Sigurðsson 6/4, Slavisa Cvijovic 4, Gunnar
Gunnarsson 3, FViðleifur Friðleifsson 3,
Árni Friðleifsson 3.
Utan vallar: 6 mín.
Áhorfendur: 1.200.
Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli P.
Ólsen, dæmdu ágætlega.
SOKNARNYTING
Iþróttahúsið við
Strangötu. Þriðji
leikur I undan-
úrslitum (slands-
mótsins, þriðju-
daginn 26. apríl.
Haukar Víkingur
m
Urslitakepnnin í
handknattleik 1994
MSrk Sókrw % Mðrk Sóknir %
12 23 52 F.h 10 23 43
18 26 69 SJt 15 25 60
30 49 61 Alls 25 48 52
.
9 Langskot 9
6 Qegnumbrot 2
1 7 Hraðaupphlaup 2
4 Hom 3
ir 2 Lína 5
2 4
Níu daga hlé
Níu daga hlé verður gert á úrslita-
keppninni í handknattieik eftir
að ljóst verður annað kvöld hvaða lið
leika til úrslita. Fyrsti úrslitaieikurinn
verður leikinn föstudaginn 6. maí og
annar leikurinn sunnudaginn 8. maí.
Síðan kemur aftur hlé þar til þriðji
leikurinn verður leikinn, nú til föstu-
dagsins 13. maí. Ef kemur til fjórða
og fímmta leiks verða þeir leiknir
sunnudaginn 15. maí og þriðjudaginn
17. maí. 'Fyrirhugað var að halda
lokahóf handknattleiksmanna föstu-
daginn 13. maí en því hefur nú verið
Þannig vörðu þeir
Markverðir liðanna vörðu þannig ! gærkvöldi, (innan sviga varið, en knötturinn fór
aftur til mótheija):
Magnús Árnason, Haukum - 17(6) 7(3) langskot, 6(2) úr homi, 2 af ltnu, 1(1)
gegnumbrot, 1 hraðaupphlaup.
Bjarni Frostason - 2 2 langskot.
Reynir Reynisson, Víkingi - 6(2) 4(2) langskot, 1 úr horni, 1 gegnumbrot.
Magnús Ingi Stefánsson, Víkingi - 5(2) 5(2) langskot.
KNATTSPYRNA / EM 16 ARA LIÐA
Tap gegn Tyrkjum
jr
Eg er aldrei ánægður með tap, en
Tyrkir voru með fljótari og
leiknari leikmenn en við. Strákarnir
náðu ekki að halda jafnvægi allan
leikinn,“ sagði Ásgeir Elíasson,
landsliðsþjálfari, eftir að ísland hafði
tapað, 1:2, fyrir Tyrkiandi í fyrsta
leik sínum í úrslitakeppni Evrópu-
móts landsliða 16 ára og yngri í
Dublin í gær.
Islendingar náðu að skora fyrst
og var það Eiður Smári Guðjohnsen
sem það gerði, en Tyrkir jöfnuðu með
marki beint úr aukaspyrnu á 44.
mínútu. Skoruðu síðan sigurmarkið
á 70 mín. „Við vorum nálægt því að
jafna í lok leiksins er Ásgeir Ásgeirs-
son átti skot, sem hafnaði á þverslá.
Það hefði verið ánægulegt að ná jafn-
tefii, en það var ekki sanngjarnt eins
og leikurinn þróaðist," sagði Ásgeir.
ísienska liðið leikur gegn Belgíu á
morgun, en belgíska liðið tapaði fyrir
Úkraínu í gær, 1:2. Tvö efstu liðin
úr riðlinum komast í 8-liða úrslit, en
í riðlakeppninni er 3ja stiga reglan í
gildi.
frestað og stefnt er að því að halda
hófíð föstudaginn 20. maí.
Stöð 2 keypti réttinn til að senda
út frá úrslitakeppninni og hefur sýnt
frá öllum leikjum í lokaðri dagskrá.
RÚV hefur hins vegar lítið sinnt úrsli-
takeppninni og sýnt lítið frá leikjum
hennar þó svo það hafi rétt til að
sýna þrjár mínútur frá hveijum leik.
Menn hafa haft það á orði að hléið
sem nú er gert sé gert til að úrslita-
viðureignirnar nái fram yfir þann
tíma er nýtt lykilnúmer tekur gildi á
Stöð 2. Heimir Karlsson yfírmaður
íþróttadeildar vildi ekkert tjá sig um
málið þegar Morgunblaðið ræddi við
hann í gær.
Þorgeir Haraldsson, formaður
handknattleiksdeildar Hauka, er í
forsvari fyrir Samtök fyrstu deildar
félaga. „Þetta er fyrst og fremst
markaðssetning á leikjunum. Föstu-
dagar og sunnudagar eru bestu dag-
amir að leika á, laugardagar eru ai-
veg vonlausir þegar farið er að vora,“
sagði hann og bætti við að keppninni
hefði allri verið hnikað aftar vegna
samninga við íslenska útvarpsfélagið
Örn Magnússon framkvæmdastjóri
HSÍ sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að bréf hefði verið sent til félag-
anna og þau beðin uin að svara fyrir
ákveðinn tíma. „Þrjú félög svöruðu
og voru jákvæð vegna niðurröðunar-
innar og við fengum engar athuga-
semdir við þetta,“ sagði Örn.
Þess má geta að keppnin uin þriðja
sætið hefst þriðjudaginn 3. maí Qg
ársþing HSÍ verður haldið í Vest-
mannaeyjum á milli annars og þriðja
leiks í úrslitunum, 11. og 12. maí.
„Mér finnst of langt þangað til
úrslitakeppnin hefst — níu dagar eru
of löng livíld," sagði Páll Ólafsson,
Haukum, í gærkvöldi.
toéim
FOLK-
BAYER Munchen og Nttrn-
berg verða að leika að nýju í þýsku
úrvalsdeildinni 4. maí, eða þremur
dögum fyrir síðustu umferð deildar-
keppninnar. Þýska knattspyrnu-
sambandið ákvað þetta í gær, eftir
að nefnd hjá sambandinu var búin
að fara yfír leik liðanna um helg-
ina, sem Bayern vann, 2:1, á marki,
sem var ekki mark — knötturinn
fór aldrei inn fyrir marklínuna,
heldur framhjá markinu.
LEIKMENN Manchester
United fá 13.000 sterlingspund
(um 1,4 millj. ísl. kr.) hver, ef þeir
ná að vinna tvöfalt — bæði deildar-
og bikarkeppnina.
ANDREAS Limpar, sem
Everton keypti frá Arsenal á 1,1
millj. pund, er ekki vinsæll meðal
stuðningsmanna Everton. Ástæð-
an fyrir því er að Limpar hafði í
samningi sínum, að honum væri
frjálst að fara frá félaginu ef það
félli 2. deild.
ÍTALSKA félagið Cremonese
vill frá Limpar til liðs við sig og
fer hann til félagsins ef Everton
fellur.
MIKLAR líkur eru á því að
Liverpool láti Mark Wright, fyrr-
um landsliðsmiðvörð Englands,
fara aftur til Southampton. Hann
hefur lítið leikið með Liverpool að
undanfömu.
KENNY Dalglish, fram-
kvæmdastjóri Blackbum, hefur
áhuga á að kaupa Nigel Clough
frá Liverpool, en Clough hefur
lítið fengið að spreyta sig hjá félag-
inu síðan það keypti hann frá Nott.
Forest.
SAMPDORÍA hefur augastað
á Alan Shearer, miðheija Black-
burn. Félagið er tilbúið að borga
10 millj. punda fyrir Shearer og
vikulaun hans yrðu 3,4 millj. ísl.
kr. Þess má geta að David Platt
er með 2,6 millj. ísl. kr. í vikulaun
hjá félaginu. Shearer mun þá taka
stöðu Ruud Gullit, sem er á leið-
inni aftur yfir til AC Mílan.
MARK Stein, miðheiji
Chelsea, sem hefur ekki leikið með
vegna meiðsla síðan í byijun mars,
verður klár í bikarúrslitaleikinn
gegn Man. Utd. á Wembley 14
maí. Stein skoraði 12 mörk í fjór-
tán leikjum áður en hann meiddist.
BELGÍSKA knattspyrnusam-'
bandið vill gera landsliðsþjálfara-
samning við Paul Van Himst fram
yfir HM í Frakklandi 1998.
■ TONY Woodcock fyrrum
landsliðmaður Englands í knatt-
spyrnu, og leikmaður Arsenal og
Kölnar hefur verið ráðinn þjálfari
þýska liðsins Leipzig fyrir næsta
tímabil, en liðið fellur í 1. deildina
þýsku, á ekki möguleika á að halda
sæti sínu í úrvalsdeildinni. Wo-
odcock hefur þjálfað Fortuna
Köln í 2. deildinni í Þýskalandi
og einnig nokkur áhugamannalið
þar um slóðir.
■ TONY Dorigo, bakvörður Le-
eds vonast til að vera klár í slaginn-'
í dag þegar lið hans mætir Manc-
hester United. Hann mun þá kljást
við Andrei Kanchelskis hjaUn-
ited.
■ ARSENAL hefur kallað Paul
Dickov til liðs við liðið fyrir úrslita-
leikinn gegn Parma í Kaupmanna-
höfn. Dickov var lánaður til Brig-
hton í einn mánuð og hefur gert
fimm mörk í átta leikjum.
■ STUART Pearce gæti misst
af leik Nottingham Forest og
Derby í dag, en hann meiddist í
baki á sunnudaginn er Forest lö4M|
við WBA.
■ DANUT Lupu, rúmenskur
miðjumaður, hefur skrifað undir
tveggja ára samnig við Rapid Buc-
hares en það þurfti að leysa kapp-
an úr fangelsi í Grikklandi þar sem
hann hefur verið í 10 mánuði vegna
þjófnaðar. Nýja félagið þurfti að
greiða Panathinaikos tæpar l4"'
milljónir fyrir Lupu.