Morgunblaðið - 27.04.1994, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 27.04.1994, Qupperneq 52
vlsA 1 I RAFRÆNT ÞJÓNUSTUKORT roguiilribifrife MORGUNBLAÐW, KRINCLAN 1 103 RBYKJA VÍK ---- AO.SlMBRÉF SlMI 0 91100, , IF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. SPRON auglýsir eftir lántakendum Góð lausafjár- staða ástæðan SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis auglýsir eftir nýjum og góðum lántakendum vegna góðrar lausafjárstöðu eftir því sem Bald- vin Tryggvason sparisjóðsstjóri segir. Hann segir að töluvert hafi verið keypt af ríkisbréfum. Hins vegar sé ekki stefnan að fjármagna ríkissjóð og því hafi þessi leið verið valin. Baldvin sagði að auglýsing I Morgunblaðinu í gær væri nýjung. „Við ákváðum að fara þessa leið vegna þess að lausafjárstaða okkar hefur verið góð. Fest hefur verið kaup á hvers kyns ríkisbréfum á síðastliðnu ári og að undanförnu en þar sem stefna okkar er ekki að fjár- magna ríkissjóð ákváðum við að leita '•tif nýrra góðra lántakenda. Hingað til hafa innlánsstofnanir sóst um- fram allt eftir nýjum innlánum en auðvitað er líka þörf fyrir lántakend- ur,“ sagði Baldvin og fram kom að almennar reglur giltu um útlán eins og áður. Hann sagði að sparisjóðurinn væri ekki í vandræðum með hvað hann ætti að gera við peningana sína. „Hins vegar viljum við gjaman bæta við viðskiptavinum, fyrirtækjum og ekki síst einstaklingum," sagði hann og taldi ekki ólíklegt að aðrar lána- stofnanir fylgdu í kjölfarið. Þokast í samkomulags- átt hjá meinatæknum ^íev HELDUR þokaðist í samkomu- lagsátt á fundi meinatækna og aamninganefndar ríkisins, eykjavíkurborgar og Landakots í gærkvöldi. Var verið að ræða tillögur samninganefndar ríkisins sem þýðir um 6% launahækkun að meðaltali fyrir meinatækna. Sáttafundinum var ekki lokið þeg- ar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Edda Sóley Óskarsdóttir, formaður Meinatæknafélags íslands, segist „eygja skímu“ í samningaviðræðun- um. „Við ákváðum að sjá hvort grund- völlur væri til að halda þessu eitthvað áfram,“ segir Edda Sóley sem sagði einnig að sér virtist meiri sáttatónn hjá báðum aðilum deilunnar. Tillögumar sem verið er að ræða eru röðun í launaflokka og mat á '■'Bðbótarmenntun og þýða í raun um 6% hækkun að meðaltali. Hertar verkfallsaðgerðir gengið vel Edda Sóley segir að hertar verk- fallsaðgerðir hafi gengið nokkuð vel frá þeirra sjónarhomi séð. „Við telj- um að við höfum haldið okkur innan ramma laganna að öllu leyti og við höfum reynt að skilgreina betur hvað er brýn neyðarþjónusta," sagði hún. „Hve glöð er vor æska“ Morgunblaðið/Sverrir ÞEIR sem hugðust skreppa í Kringluna í gær hafa eflaust orðið hvumsa við vegna skyndilokana sem beitt var síðla dagsins. Hafði margt glaðlyndra ung- linga lagt leið sína þangað yfir daginn til að gera sér dagamun, en samræmdum prófum lauk í gær. Ríkti mikil kæti í verslunarhöllinni og virtust marg- ir ölvaðir af gleði á þessum tímamótum. Því fóru leikar svo að húsráðendur þreyttust á hinum tíðu heimsóknum og settu vörð við dyrnar til að stemma stigu við hátíðahöldunum. Sýkíng komin upp í sextán hrossum 1 einu af hesthúsum Fáks í Víðidal Grunur leikur á að um al- varlega farsótt sé að ræða Sýkt hross hafa verið sett í einangrun - einkenni hósti og lungnakvef GRUNUR leikur á að komin sé upp alvarleg farsótt i hestum í einu af hesthúsum Fáks í Víðidal. Frá þessu var skýrt á framhaldsaðal- fundi Hestamannafélagsins Fáks, sem haldinn var í gærkveldi og sat hann m.a. Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, líta þetta mjög alvarlegum augum og mæltist til þess að hestamenn héldu hestum sínum inni og að þeir kæmust ekki í samneyti við aðra hesta. Ennfremur ættu menn hvorki að flytja hross né hestakerrur í Víðidal, þar sem smitið er. Veikinnar varð fyrst vart á miðvikudag í fyrri viku, en síðan hafa öll hrossin í sýkta húsinu veikzt, 16 að tölu. Samkvæmt heimildum Morgun- I upp í einu húsa Fáks og hafa menn blaðsins hefur sóttin aðeins komið gefið hrossunum meðul, sem ekki Afkoma íslandsbanka frá ársbyrjun 1992 til loka 1993 Heildarraunávöxtun var neikvæð um 41,5% 2,1 milljarð króna vantar upp á að raunávöxtun hluthafa jafnist á við ávöxtun bankanna á lánsfé sínu sl. þrjú ár HLUTABRÉF í íslandsbanka voru um síðustu áramót tæplega 2,5 milljörðum króna minna virði á markaði en þau voru um áramótin 1991-1992. Gengi bréfanna um síðustu áramót var skráð 0,86, en þegar bankaráð íslandsbanka ákvað nýtt hlutabréfaútboð í árslok 1991, að nafnvirði 900 milljónir króna, ákvað ráðið að bréfin skyldu ■túld á genginu 1,5. Heildarraunávöxtun hluthafa frá 1. janúar 1992 til ársloka 1993 var neikvæð um 41,5%. Miðað við gengið 1,5 voru hluta- bréf í íslandsbanka í ársbyrjun 1992 5,67 milljarða króna virði. Heildarraunarðsemi hluthafanna var neikvæð sem nemur 2,46 millj- örðum króna frá 1. janúar 1992 til ársloka 1993 og heildarraunávöxt- trfi hluthafa frá 1. janúar 1992 til ársloka 1993 var neikvæð um 41,5%. Ef ávöxtun eigin fjár bank- ans hefði samsvarað meðalútlán- avöxtum bankanna á árunum 1991 til og með 1993, ættu hluthafarnir 2,1 milljarði króna hærri upphæð í dag en þeir áttu um áramótin 1990- 1991. Gengi hlutabréfa íslands- banka var 0,86 um áramót og mark- aðsvirði bréfanna þannig í árslok 1993 3,78 milljarðar króna. Gengið hefur enn fallið frá áramótum. Við- skipti í fyrradag, þann dag sem aðalfundur íslandsbanka var hald- inn, voru á genginu 0,8, en í síð- ustu viku var gengið enn lægra, því viðskipti fóru fram á genginu 0,72. Miðað við gengið 0,8 eru hlutabréf Islandsbanka rétt liðlega 3,1 milljarður króna að markaðs- virði í dag. Sjá ennfremur Af innlendum vettvangi: „Hluthafarnir töp- uðu 2,5 milljörðum króna á árunum 1992-1993“ í miðopnu. hafa haft áhrif á sjúkdóminn, sem lýsir sér með hósta og kvefi í lung- um. Var jafnvel óttast að um hrossa- lungnabólgu væri að ræða, en vegna þess hve íslenzki hestastofninn hefur verið einangraður, er talið að sá sjúkdómur geti valdið miklu tjóni hér á landi. Brynjólfur Sandholt sagði að ekki væri enn vitað um hvaða sjúkdóm væri að ræða. Sent hefur verið sýni í rannsókn til Dan- merkur og er búizt við niðurstöðum í vikulokin. Brynjólfur kvað menn telja sjúkdóminn bráðsmitandi og sagði að vegna einangrunar og þétt- býlis hér á höfuðborgarsvæðinu gæti sóttin farið um eins og eldur í sinu. Því hafi hann mælzt til þess á Fáksfundinum í gærkveldi að hesta- menn. mynduðu nefnd með dýra- læknum til þess að freista þess að koma í veg fyrir útbreiðslu veikinn- ar. A Fáksfundinum í gær var rætt um varúðarráðstafanir, sem unnt væri að grípa til og var þar rætt um að banna mönnum að fara milli húsa og gefa hrossum, tamninga- menn færu ekki milli húsa og var einnig rætt á hvern hátt unnt yrði að einangra sýktu hrossin, svo að þau kæmust ekki í samneyti við önnur hross. Brynjólfur Sandholt mæltist til þess á fundinum í gær- kveldi að að ekki yrði farið með hesta út úr húsunum, sem sýktu hrossin væru í. Þessi sjúkdómur mun ekki vera líkur þeim veikindum, sem íslenzk hross fá að jafnaði, þegar þau koma á erlenda grund. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun árla í dag vera ráð- gerður fundur með dýralæknum og hrossaeigendum vegna þessa sjúk- dóms. Flugvirkjafélag íslands SamningTi- um sagt upp Á FÉLAGSFUNDI Flugvirkjafé- lags Islands í gærkvöldi var sam- þykkt samhljóða að segja upp kjarasamningi félagsins við Flug- Ieiði og tekur uppsögnin gildi 28. júlí nk. að sögn Hálfdáns Her- mannssonar, formanns félagsins. AIls mættu um 50 manns á fund- inn sem haldinn var eftir að stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins sam- þykktu að segja samningnum upp. Enn baríst við sinuelda SLOKKVILIÐIÐ í Reykjavík barðist við sinuelda í gær eins og und- anfarna daga. Alls voru 10 útköll vegna sinuelda í gær, en útköllin voru 22 í fyrradag. Svo virðist sem brennuvargar um eldum. Lögreglumenn og hafi því eitthvað hlustað á tilmæli slökkviliðsmenn fóru í grunnskóla í lögreglunnar og slökkviliðsins um Reykjavík í gær og ræddu við krakk- að láta gróðurinn í friði. Ekki varð ana um hættuna af því að kveikja í tjón á tijágróðri eða eignum í þess- sinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.