Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
þegar ég kem næst.“ Þá varð ég
rólegri."
- Hvers vegna var þér svona illa
við að hitta Sigurgeir?
„Ég var svo hræddur við allt, ég
var svo feiminn við alla hluti, bæði
við að láta heyra í mér, og eins þeg-
ar gestir komu og maður var sýnd-
ur, þetta var afskaplega þvingandi.
Ég var óvenjulega feiminn, og faldi
mig þegar ég gat fyrir gestum. Ég
átti yngri bróður sem Gunnar hét,
hann var miklu kátari og léttlyndari
en ég. Hvorugt foreldra minna,
þeirra Kristjáns Árnasonar og Hólm-
fríðar Gunnarsdóttur, var svona, það
var mikill gestagangur heima, mikið
um námsmenn, piltar úr sveitinni
fengu að vera þar meðan þeir voru
í skólanum á Akureyri. Pabbi rak
verslun á Akureyri en hafði byijað
sem verslunarstjóri hjá Magnúsi á
Grund, þar er ég fæddur og þaðan
á ég mína fyrstu endurminningu. Þá
var ég tveggja ára og fékk að fara
með þegar pabbi var að spila á orgel-
ið ( Grundarkirkju, hann var organ-
isti þar. Ég sat á bæjarhellunni og
nagaði kleinu sem húsmóðirin hafði
gefið mér. Ég var sæll og glaður og
horfði á þegar hún fór að gefa
hænsnunum sem þarna voru líka. í
hópi þeirra var geysilega stór hani
og voðalega rembingslegur. Hann sá
að ég var að eta eitthvað og spígspor-
aði í áttina til mín. Ég sá hann nálg-
ast og varð óskaplega hræddur. Þeg-
ar hann var kominn að mér svipti
hann sér til og kippti af mér klein-
unni. Þetta var algert sjokk, heimur
minn hefur ekki verið mér samur
síðan, þetta var svo ógurleg reynsla.
Ég var óttalegur vonarpeningur eftir
þetta, þoldi ekki þoku, var astmatísk-
ur og svo mætti lengi telja. Pabbi
tók við verslun Magnúsar á Akur-
eyri. Hún var byggð fyrir tengdason
Magnúsar. Hann missti konu sína
og fór til Reykjavíkur en pabbi fór
í búðina og eignaðist hana með tím-
anum.“
Fór í tónleikaferó tólf ára
Wagner og tónlist hans kemur til
umræðu á ný: „Ég fór í tónleikaferð
til Húsavíkur og víðar með Benedikt
Elfar þegar ég var tólf ára. Benedikt
var undarlegur maður, menntaður
guðfræðingur, síðan lærði hann söng
í Danmörku. Um tíma var hann söng-
kennari en settist svo að í Reykjavík
sem leikfangasmiður. Hann spilaði
vel á harmoníum og lék t.d. mjög
vel verk eftir Bach. Eg var lítið far-
inn að spila hann þá og Wagner
kunni ég ekki að meta fyrr en seinna.
Beethoven kom fyrst til mín og Moz-
art — svo Chopin þegar ég fór að
verða rómantískari. Þegar ég kom
til Þýskalands varð ég alveg gagn-
tekinn af rómantíkinni, bæði í tónlist
og bókmenntum. Ég var fímmtán
ára þegar ég kom þangað, þá byij-
aði ég að læra. Frændi minn Stefán
Pétursson, seinna ritstjóri Alþýðu-
blaðsins og þjóðskjalavörður, var þá
kominn til náms í Þýskalandi. Þetta
var 1921 og það var mjög ódýrt fyr-
ir námsmenn að vera í Þýskalandi
þá. Verðbólgan var voðaleg, markið
féll og féil, menn höfðu ekki við að
prenta, það var meira að segja prent-
að yfir gamla seðla, allt var notað.
Fólkið flýtti sér á hveijum degi að
nota peningana sína því þeir urðu
helmingi minna virði daginn eftir.
Fyrst hækkaði markið um þúsundir
á dag en það endaði með því að það
hækkaði um milljarða á dag áður
en það var stabflíserað árið 1924.
Við fórum með peningana í töskum
og alla vasa fulla til þess að kaupa
brauð og mat. Ég var í námi hjá
einkakennurum. Ég samdi við kenn-
arann minn í hljómfræði um að
greiða honum sem svaraði einu kílói
af margaríni fyrir hvem tíma, ég
þurfti alltaf að byija á því að fara
inn í búð til þess að vita hvað margar-
ínið kostaði áður en ég fór í hljóm-
fræðitíma. Píanónámið stundaði ég
hjá Isolde, dóttur Xavers Scharw-
enka, tónskálds og píanósnillings.
Hann var prófessor við frægt konser-
vatoríum, frábær kennari og komp-
ónisti. Hann tók mér svo vel, þessum
feimna sveitapilti ofan af íslandi."
Slátraöi átta konum
„Lífið var bijálað í Þýskalandi á
þessum tíma. Það var mikil reynsla
fyrir viðkvæma sál að koma þama
og fá heiminn strax inn á sig. Fyrsta
sem ég las þegar ég kom þangað
var að frægur morðingi hafði hengt
sig í fangaklefa í axlaböndunum sín-
um. Hann hafði slátrað átta konum
og selt þær í pylsur. Svona var
stemmningin. Morð voru framin og
vændi stundað, allt slíkt var í há-
marki — en tónlistarlífið stóð líka á
hátindi. Til Berlínar komu allir sem
eitthvað höfðu að segja í músík. Þijú
ópemhús voru í Berlín þegar ég kom
þangað og vom orðin fimm þegar
yfir lauk. Mörg konservatoríum vom
þar, allt sem hugsast gat — ég lenti
þama mitt í hringiðu tónlistarinnar
og lífsins. Ég hlustaði eins mikið á
músík og ég gat. Waldrómantíkin
þýska er fræg, ég mætti Lorelei,
hexinni, í einum skóginum og hef
ekki síðar fundið leiðina út úr hon-
um. í Þýskalandi er rómantíkin öll
bundin í skóga. í Niflungahring
Wagners er þetta augljóst. Strax í
Valkyijunni er komið inn í skóginn.
Ég sá margar ópemr Wagners í
Berlín, heyrði meira að segja Pétur
Jónsson syngja í Lohengrin. Ég
þekkti Pétur og kom oft heim til
hans. Seinna kom hann heim og söng
í Iðnó.
Veran í Þýskalandi þroskaði mig,
ég fór á alla mögulega staði þar,
enda fylgdi ég íslensku stúdentunum
hvert sem þeir fóm. Ég sá margt,
kannski of margt, en það skemmdi
mig ekki, ég lærði að sjá hlutina
díalektískt. Lífið hefur fallegar og
ljótar hliðar, það heyrir saman illt
og gott. Ég taldi mig vera guðleys-
ingja á þessum ámm, gaf mig þann-
ig fram, en eigi að síður trúði ég á
kölska, hann er andhverfa þess góða
í lífinu. Ég fór í kirkjur til þess að
hlusta á tónlistina þar. Landflótta
Rússar, sem allt var fullt af í Berlín
komu sér upp kirkjum og líka knæp-
um með balalaika strengjaleik. Þeir
drógu til sín mikla listamenn austan
að, svo sem Horowitz, Rakhmaninoff
og Karsavina. Þá má ekki gleyma
Ieiklistarlífinu sem líka var á hátindi
þegar þetta var. Menn eins og Max
Reinhart og Wassermann stjórnuðu
uppfærslum leikhúsanna. Ég sá sýn-
ingar með frægum leikumm, t.d.
Jannings og Palenberg, Fritzy Mass-
any og Marilene Dietrich."
Höndin bilaói
„Námið var mér erfitt af því að
ég þoldi það varla. Það bilaði á mér
höndin og ég hef átt í stríði við það
alla mína tíð. Liðpokinn utan um
úlnliðinn fylltist af vökva svo stór
kúla myndaðist á liðnum. Læknar
vildu skera þetta en það vildi ég
ekki, þá hefði ég verið búinn. Þetta
byijaði reyndar á íslandi. Þá fór ég
til lækna í Reykjavík sem töldu þetta
vera berkla. Ég fór norður á Ákur-
eyri og var þar í ljósum hjá Stein-
grími Matthíassyni Iækni, síðar
tengdaföður mínum. Þegar til kom
reyndust þetta ekki vera berklar."
- Þú varst heppinn að þetta var
vinstri höndin, segi ég. „Nei, það var
ekki heppni, ég hefði þurft að vera
betri í vinstri hendinni en þeirri
hægri,“ segir Árni og brosir. „Sú
vinstri þarf að gera svo miklar hreyf-
ingar þegar maður spilar. Þeir sem
em örvhentir geta spilað Byltingar-
etýðuna eftir Chopin alveg eins og
ekkert sé. Best væri að vera jafnvíg-
ur á báðar hendur.
Ég er svo díalektískur í mér að
ég sá frá upphafi eitthvað gott í því
að þurfa að stríða og líða, af því
lærir maður og veit að hveiju ber
að stefna. Ég lærði margt gott af
Brúókaupsmynd af Árna
og önnu som Árni kallar
kjötsúpumyndina.
„Handleggurinn á mir or
oins og kindarleggur sem
okki hofur onn verió brot-
inn til mergjar."
var allt svo hart. Ég get sagt dæmi
um það. Ég fór að hlusta á níundu
sinfóníu Beethovens, sem er það
stærsta sem ég hef upplifað og fékk
svo á mig að ég vissi ekki af mér
um tíma. í síðasta þættinum, kór-
þættinum þar sem hann syngur til
gleðinnar og tónarnir verða æ vold-
ugri, þá fannst mér allt blóðið
streyma út úr líkamanum. Á eftir
skjögraði ég út og fékk
mér titrandi sígarettu,
ég var farinn að tíðka
það að reykja. Þá komu
til mín lögreglumenn
með hjálma og í stígvél-
um og bönnuðu mér að
reykja. Þjóðveijar voru
voðalega óþolandi þá.
Þeir bönnuðu allt, það
var meira að segja
bannað að kyssa konur
á bekkjunum við höfn-
ina.“
„í Kaupmannahöfn
þurfti ég stundum að
hvíla höndina mánuðum
saman, námið gekk því
skrykkjótt og ég var oft
örvæntingarfullur. En
ég gat ekki hugsað mér
að leggja neitt annað
fyrir mig en tónlist, hún
var allt mitt líf. Ég lærði
af þessu að láta hveij-
um degi nægja sína
þjáningu og sætta mig
við að áætlanir brygðust. Þetta mjak-
aðist þó áfram og árið 1929 kom ég
heim til Islands ásamt Kristjáni
Kristjánssyni söngvara og við héld-
um tónleika, þá fyrstu sem ég hélt
hér. Árið 1932 flutti ég heim og
kvæntist það ár Önnu dóttur Stein-
gríms læknis Matthíassonar. Við
höfðum vitað hvort af öðru frá
æskuárum en sumarið 1931 fórum
við að vera saman. Við fórum svo
út til Þýskalands og ætluðum að
vera þar um tíma, en þá var Hitler
að komast til valda og ástandið ugg-
vænlegt. Við vorum að koma af tón-
leikum hjá Wilhelm Kempff þegar
Hitler var veittur kanslaratitillinn af
Hindenburg marskálki sjálfum. Við
sáum hann standa úti á svölum
kanslarahallarinnar í Wilhelmstrasse
ásamt Hindenburg, það var söguleg
stund og allt var krökkt af fólki og
stormsveitum nasista. Skömmu síðar
yfirgáfum við Þýskaland og fórum
heim. Þá var ég atvinnulaus og alls-
laus og hafði fyrir konu að sjá og
brátt fæddist okkur sonur. Þá vildi
mér til að mér bauðst kennarastaða
við tónlistarskólann í Reykjavík, sem
þá var nýlega tekinn til starfa."
i brumi
„íslenskt tónlistarlíf var í brumi
þegar ég kom til starfa í Tónlistar-
skólanum árið 1933. Verið var að
útskrifa fyrstu fjóra nemendurna.
Stundum komu gestir að utan og
héldu tónleika, ég lék undir fyrir
marga erlenda gesti. Konsertar,
bæði á sviði og í útvarpi, voru hluti
af starfsskyldum mínum auk kennsl-
unnar. Þeir sem stóðu fyrir skólanum
voru peningalitlir svo svigrúm til lau-
nagreiðslna var ekki mikið, skólinn
var líka á hrakhóium með húsnæði,
stundum rigndi svo inn í kennsluher-
bergið að við lá að ganga þyrfti um
það á skóhlífum, og oft var kalt. En
ég fékk góða nemendur, Rögnvaldur
Siguijónsson var einn af þeim fyrstu
og síðan komu þeir hver af öðrum
sem lengst hafa náð hér og auðvitað
margir fleiri. Á sumrin vann ég hitt
og þetta á Akureyri, kenndi, gaf út
ljóðmæli Matthíasar Jochumssonar
og hitt og annað.
Það var lítill gróðavegur að vera
píanóleikari og tónlistarkennari á
þessum tíma. Eigi að síður sá ég
aldrei eftir að hafa Iagt út á tónlistar-
brautina. Þótt lífið væri stundum
erfitt hafði ég alltaf ánægju af mús-
íkinni sjálfri. Ég eignaðist góða vini
í sambandi við hana, svo sem Pál
ísólfsson hollvin minn. Ég varð með
tímanum hans hægri hönd við skóla-
stjómina. Björn Olafsson var líka
góður vinur minn, við héldum saman
konserta í mörg ár, það var alltaf
F.w. Árni og Björn Ólafsson fióluleikari.
þessum veikindum en ýmislegt ljótt
líka. Læknir, sem sagði að ég væri
með berkla og vildi fá mig á sanator-
ium, lét mig ganga með spíritusbindi
og drekka eitt staup af eggjakoníaki
á dag. Mér þótt þetta svo hryllilega
vont og komst alls ekki upp á það
þá. Það gerðist löngu síðar að mér
fór að þykja vín gott. Nú er ég hætt-
ur að geta drukkið og þykir það
mjög miður.
í Þýskalandi bjó ég á pensjónati
og fékk þar kvöldmat, brauð og súpu.
Við fórum oft félagamir á restaurant
til þess að fá okkur baunir með spiki
sem kostuðu 50 pfenninga. Eftir að
verðlag var stabílíserað í Þýskalandi
var svo dýrt að vera þar að ég fór
til Kaupmannahafnar. Dóttir þýska
prófessorsins, sem hafði kennt mér
fyrst meðan ég var byijandi, útveg-
aði mér sem kennara einn af nem-
endum prófessorsins. Eftir fyrsta
árið hjá þeirri þýsku gat ég spilað
með henni C dúr konsertinn eftir
Beethoven. Ég þurfti að æfa mig
klukkustundum saman þar ytra svo
það var ekki nema að von að illa
gengi með höndina. Ég var í sam-
bandi við allra handa Iækna út af
þessum vandræðum, það vom teknar
röntgenmyndir af hendinni á mér og
ég var sýndur læknastúdentum, hvað
þá annað. Þá var ég hættur að vera
feiminn við fólk — ég var hins vegar
feiminn við að spila og hef alltaf
verið.“
Hin sveitalega Kaupmannahöfn
„Það var skemmtilegt að koma til
Kaupmannahafnar, þetta var eins
og að koma út í sveit eftir að hafa
verið í Berlín. Mér fannst Danir ákaf-
lega vinalegir. Pósturinn var í rauð-
um stökkum og gardistarnir eða líf-
verðimir, sungu slagara; „Elsie med
det röde haar“, það var annar tónn
í hermönnunum í Þýskalandi. Þar
Benedikt Elfar »g Arni fúru
taman í tónleikaferó.
Bernskumynd.
Árni vió flygilinn.