Morgunblaðið - 08.05.1994, Page 3

Morgunblaðið - 08.05.1994, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 B 3 gaman að spila með góðum mönnum. Eðlilega átti ég flesta vini meðal listamanna, enda tók þátt í lífí þeirra og félagsskap. Ég átti þátt í stofnun Félags íslenskra tónlistarmanna og Kammermúsíkklúbbsins svo eitthvað sé nefnt, því raunar tók ég þátt í nánast öllu sem viðkom músík hér. Ég var þó ekki einn af postulunum tólf sem stofnuðu tónlistarfélagið, þar var Ragnar í Smára fremstur í flokki eins og víðar, hann var góður vinur minn.“ Fimmtíu krénur i húsbyggingarfélag „Efnahagur okkar hjóna var ekki sérlega glæsilegur þegar við byggð- um húsið okkar hér á Hávallagöt- unni og margar ferðimar þurfti ég að gera mér til skattayfírvalda til þess að semja um greiðslur. Fyrst bjuggum við Anna með drengina í kjallara á Smáragötunni og svo í íbúð á Vesturgötu 41, þar sem Árni Thorsteinsson tónskáld hafði búið í 30 ár. Það var gömul íbúð með kola- ofni og maskínu en hafði verið settur í hana miðstöðvarofn. Einn sunnu- dag var ég niður við tjöm að gefa öndunum, þá koma tveir glæsilegir sjálfstæðismenn þama gangandi, þeir voru vinir mínir. Þeir segja við mig: „Svona, komdu með okkur, við erum að fara í húsakaup." Ég átti fimmtíu krónur sem áttu að vera húspeningar fyrir vikuna. Það var verið að stofna þama húsbyggingar- félag og vinir mínir tveir sögðu við mig: „Hana, láttu bara þennan fimm- tíu kall, þú þarft að eignast hús.“ Ég kom staurblankur heim en með kvittun um að ég væri komin í þetta húsbyggingarfélag. Þetta var á stríðsárunum og þá földu stríðs- gróðamenn peningana sína með því að lána þá út í alls konar svona starf- semi. Við fengum 70 prósent bygg- ingarkostnaðarins lánuð hjá ríkinu og svo þetta lán hjá hinum. Þannig hafðist þetta, en það liðu mörg ár frá því ég borgaði fimmtíukallinn þangað til við fluttum inn í húsið.“ Í „kompu" Árna Heimili Árna og Önnu hefur yfir sér þann hlýlega menningarblæ sem áralöng umhyggja ein getur skapað. „Allt hér er Önnu verk, hún hefur skapað þetta heimili og haldið því við, meira að segja útbjó hún garðinn og sinnir honum enn, ég er bara hér og hef reynt að vinna svolítið," segir Árni þegar talið berst að heimilinu. „Anna hefur alltaf verið heima og hugsað um mig og börnin okkar þijú, Yngva Matthías, Kristján og Krist- ínu. Nú eru þau öll löngu farin en við búum hér enn. Anna hefur verið mín stoð í líflnu.“ Niðri í stofunni þar sem við sitjum fyrst eru ýmsir fallegir munir og málverk en vinnu- herbergi Árna er á efri hæð hússins. „Viltu sjá kompuna mína,“ spyr hann og vísar mér upp á loft. „Kompan" er stórt og bjart herbergi þar sem inni er viðamikið bókasafn og stór flygill. „Ég átti lengi vel ekki hljóð- færi, varð að notast við ræfíl sem ég fékk lánaðan. Svo gáfu þeir pabbi minn og Davíð Stefánsson mér lít- inn, amerískan Steinway-flygil. Þeg- ar ég átti stórafmæli, líklega þegar ég varð fímmtugur, þá tóku tíu vinir mínir hann og færðu mér þennan stóra flygil í staðinn, hann er þýskur Steinway. Það var gott að spila á hann, en nú er það búið. Ég spila ekki lengur, hætti fyrir tveimur árum, það hefur allt sinn tíma. Ég er líka hættur að fara á konserta. Ekki vantar að við séum boðin, en ég fer bara ekki. Elli kerling stjómar daglegu lífi mínu.“ Á heilsuhœli Við flygilinn eru fjölmargar mynd- ir af listafólki, sumar áritaðar. „Þetta eru gamlir vinir og samstarfsmenn. Með þessari konu hef ég haldið marga konserta, Pína Carmírelli, hún er ítalskur fiðluleikari, ég hafði voða- lega gaman af að spila með henni,“ segir Ámi. Þarna er líka mynd af Davíð Stefánssyni. „Við vorum mikl- ir vinir, við Davíð,“ segir Árni. „Við sameinuðumst bæði í gleði og þján- ingu. Við vorum meira að segja sam- tímis á heilsuhæli. Þá var ég búinn að ganga fram af mér andlega og líkamlega. Ég gat ekki staðið heldur skreið á gólfinu. Ég var lagður á hæli og fékk þar alls kyns pillur. Einn morguninn eftir ægilega þján- inganótt fór ég fram og fannst ég ekki orka meira. Þetta var í desem- ber og ennþá dimmt úti. Þá heyrði ég sungna morgunmessu í útvarpinu og um leið kom svolítill geisli inn um gluggann. Ég leit út, þetta var á Sjálandi og ég sá til Kaupmanna- hafnar. Þá var sólin að koma upp, eldrauð upp úr dimmunni. Ég hugs- aði með mér: „Þetta er auga Guðs sem lítur inn til mín. Ég er ekki að deyja.“ Ég staulaðist út og sofnaði þar vært. Þegar ég vaknaði voru tvö dádýr yflr mér og horfðu forvitnis- lega á mig. Mér fannst þetta góðs viti og í stað þess að fara heim fór ég á knæpu sem var þama rétt hjá, það eru alltaf knæpur við hæli fyrir þá syndugu sem vilja bijóta reglum- ar. Þegar maður er sjúklingur verður maður alltaf að bijóta reglur til þess að lifa af. Þetta var sunnudagur 13. desember, Lúsíudagur sem álitinn var sólstöðudagur. Ég keypti mér kaffl og koníak, fór að fletta Sunday Times og rakst á kvæði eftir enska skáldið John Donne, um líf og dauða, sól og sorta. Þar sagði að þegar myrkrið væri hvað mest væri ljósið mest, þá færi sólin að rísa. Á fékk ég lífslöngunina aftur, endurfæddist undir auga Guðs og hef aldrei óttast dauðann eftir það.“ Mótsetningar heimsins Við höldum áfram að skoða mynd- imar í „kompunni". „Héma sérðu Gerd Grieg, hún var mikil leikkona," segir Árni. „Hér er svo mynd af Matthíasi Jochumssyni, hann var mjög geníal maður, hann skrifaði Sigurði Nordal þessi orð: „Veistu hvað, skeptiskara kvikindi og um leið trúhneigðara held ég að muni vart finnast á þessu landi“, og átti þá við sjálfan sig. Hann sagðist trúa á einhvem virkileika eftir Thanatos, eftir dauðann, en annars tryði hann engu ákveðnu, undir þessi orð get ég tekið," segir Árni. Loks bendir hann mér á gipsmynd af Chopin og segir: „Hann er minn heillavinur." Við fömm aftur niður í stofu. „Heimurinn er samsettur af mótsetn- ingum,“ segir Ámi. „Maður getur aldrei fengið bara allt það góða, hið illa fylgir n?eð. Þannig erum við sam- sett líka. Það hefur aldrei verið frið- ur í heiminum, það er alltaf stríð og alltaf beijast tveir og tveir, norður- póllinn á móti suðurpólnum. Þó mað- ur geri ekki annað en dansa vínar- vals þá verður maður að passa sig, þar takast á tvö öfl, aðdráttaraflið og miðflóttaaflið. Ef það væri bara það síðarnefnda myndi maður henda dömunni út í hafsauga, aðdráttarafl- ið kemur í veg fyrir það. Það eru alls konar demonar í mér eins og öðrum, og þeir fá sitt. Svo iðrast maður, situr grátandi á sínu rúmi og nagar á sér handarbökin. Ég við- urkenni að ég er breyskur maður og líka það að ég bið bænir. Ég segi þetta óhikað, svona er ég og þarf ekki að punta mig neitt til.“ Þegar ég er að tygja mig til farar spyr ég Árna hvort hann ætli að sjá sýningu listahátíðar í Þjóðleikhúsinu á Niflungahring Wagners. „Ég á boðsmiða og ég ætla fara, ef Elli kerling leyfír mér það,“ svarar Árni og hjálpar mér í kápuna. „Ég fór til Bayreuth árið 1974 til þess að heyra og sjá uppfærslur á óperum Wagn- ers og fannst það stórkostlegt. Átakanlegast af allri Wagnersmúsík sem ég hef heyrt er dauði Siegfrieds þegar hann var veginn. Þá ferst heimurinn í ragnarökum og Bryn- hildur gengur á bálið. Sorgarmarsinn eftir Siegfried situr í mér eins og galdur. Maður veit miklu meira um hvað sorg er, hvers konar tilfinning þetta er, þegar sorginni hefur verið breytt í músík. Ég las fyrir löngu bók um ungan danskan sjómann sem Þjóðveijar tóku af lífí. Kvöldið áður en átti að taka hann af lifi skrifaði hann unnustu sinni og móður og segir þar: „Eftir sorg kemur dýpt, eftir dýpt kemur gleði.“ Þetta segir Beethoven líka: „Durch Leider Freude." Gleðin sprettur af þjáning- unni.“ AF SÆTAAKLÆÐUM AF BARNAHJALMUM OG FARANGURSBOXUM Auk þess mikið úrval af hvers konar öryggisbúnaði í bíla s.s.: öryggisbelti, barnapúðar, glitþríhyrningar, slökkvitæki, sjúkratöskur ofl. ofl. Bæjarhraun 6, Hfj Sími 655510 HABERG Skeifunni 5a, Rvík Sími 814788 Borgartúni 26, Rvík Sími 622262 »x .£*>>!*«•** fcsi 4 Imi* hiiUiniríioiiitnjl k.{UtHIÍ»ríaiU<liU*iiHM*t:{a irUHliiUríltHh

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.