Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
+
ajasthan er eitt litríkasta hérað Ind-
lands í bókstaflegasta skilningi því
hvarvetna setur tignarlegt fólk í
skærlitum klæðum svip á umhverfið.
Konur bera mikið skart; gullkeðjur hanga
úr öðrum nasavæng yfir í eyra-snepil, hand-
leggir eru þaktir stórum armböndum úr beini
og fætur eru skreyttir silfurhringjum. Marg-
ir karlar ganga enn í dhoti, hvítum bómullar-
stranga sem vafinn er um líkamann. Á höfði
bera þeir vefjarhött sem bundinn er sam-
kvæmt hefðum hvers héraðs og láta sér vaxa
yfirskegg sem þeir snúa uppá til endanna.
Nútíminn hefur að litlu leyti náð að -setja
mark sitt á menningu og lifnaðarhætti fólks
í Rajasthan og allsstaðar er að finna ótrúlega
fallegar og íburðarmilklar hallir og virki frá
liðinni tíð. Á þriggja vikna yfirreið minni um
Rajasthan síðastliðið haust gafst ekki tími
til annars en að fleyta ijómann af þeim sjón-
rænu töfrum sem þetta hérað býr yfir.
Rajputar
Rajasthanhérað er í norðvestur hluta Ind-
lands og liggur að landamærum Pakistan í
vestri. Það er þrisvar sinnum stærra að flatar-
máli en ísland en telst ekki þéttbýlt á ind-
verskan mælikvarða þótt íbúar séu 160 sinn-
um fleiri en allir íslendingar eða á fimmta
tug milljóna. Rajasthan merkir „konunga-
staður“ og er heimkynni rajputanna (kon-
ungssonanna) en svo nefndust hermenn ætta-
flokka sem stjórnuðu landinu um þúsund ára
skeið. Ekki ósvipaðir riddurum miðalda í
Evrópu. Innbyrðis sundurlyndi rajputanna
veikti stöðu þeirra gegn sameiginlegum óvini
og urðu þeir lénsríki mógúlska heimsveldisins
í lok 16. aldar. Um miðja 18. öld þurftu rajp-
utríkin að glíma við vaxandi yfirráð Breta
en flest ríkin gerðu samninga við þá um sjálf-
stæði og áframhaldandi yfirráð maharaj-
anna. Þeir urðu í staðinn að lúta ákveðnum
stjómmála- og viðskiptakvöðum. Þetta var
upphafið að endalokum rajputveldisins. Þeg-
ar Indland hlaut sjálfstæði árið 1947 varð
ríkisstjómin að semja sérstaklega við rajput-
ríkin til að tryggja friðsamlega innlimun
þeirra í hið nýja Indland en leiðtogum ríkj-
anna var gert kleift að halda titlum sínum
og eignum auk þess sem þeir þáðu árleg
laun. Fyrir þetta var tekið í upphafi stjómart-
íðar Indiru Gandhi sem svipti þá titlum, tekj-
um og eignum. Sumir maharajanna héldu
þó velli með því að breyta virkjum í söfn og
höllum í lúxushótel en aðrir urðu utangátta
ölmusumenn. Ummerki þessara rajputríkja
setja enn þann dag í dag verulegan svip á
Rajasthan. Virki og hallir standa enn og þar
er að finna fágæta myndlistar- og handverks-
kunnáttu.
Bleika borgin
Leið okkar lá fyrst til Jaipur, höfuðborgar
Rajasthan. Þar búa 1,2 milljónir manna.
Borgin heitir eftir Maharaja Jai Singh II
(1699-1744) sem lagði grundvöll að bygg-
ingu og skipulagi hennar. Jaipur er nefnd
„bleika borgin" vegna gömlu bygginganna
innan borgarmúranna sem eru byggðar úr
bleikum sandsteini. Þar á meðal er Hava
Mahal eða Vindhöllin sem er eitt af furðu-
verkum Jaipur. Hún var byggð árið 1799 og
er á fimm hæðum en er lítið annað en fram-
hliðin. Gegnum fíngerðar gluggaborur vind-
hallarinnar gátu konur í konungsfjölskyld-
unni fylgst óséðar með mannlífinu fyrir ut-
an. Skammt þar frá er annað meistaravetk,
Jantar Mantar, stjörnuathugunarstöð sem Jai
Singh hóf byggingu á árið 1728. Hann lét
byggja fimm slíkar stöðvar á Indlandi en
þetta er sú stærsta og fullkomnasta. Þarna
er m. a. gríðarstórt sólúr, 30 metra hátt.
Skugginn sem það myndar hreyfíst allt að
fjórum metrum á mínútu. Sólúrið er mjög
nákvæmt en sýnir staðartíma í Jaipur.
Stjömuathugunarstöðin er ekki síst áhuga-
verð sem fallegur skúlptúr.
Götur Jaipur eru óvenju beinar og breið-
ar, hannaðar samkvæmt fornum fræðum um
borgarskipulag (Shilpa Shastra). Um þær fer
eitthvert það fjölskrúðugasta samsafn farar-
tækja sem við höfðum augum litið: allra-
handa kerrur sem flytja smávörur milli staða,
handdregnar eða settar fyrir hin ýmsu drátt-
ardýr svo sem uxa, kameldýr eða hesta.
O
Ul
M
CC
o
o
o
X
>•
S
o
o
I
Reíðhjóiin mynda þéttriðinn massa sem líður
áfram, venjuleg tvíhjól eða þríhjól fyrir öku-
mann og tvo farþega sem hægt er að leigja
(rickshaw). Loks eru trukkar, bílar, mótor-
hjól og vélknúnir þríhjóla leiguvagnar fyrir
tvo farþega. Þegar fílar, kýr og geitur bæt-
ast í þessa fylkingu verður hún fullkomlega
súrrealísk ásýndar. Ekki vottar fyrir umferð-
arreglum umfram þær sem gilda í frumskóg-
um yfirleitt og sá ökumaður sem ekki liggur
á flautunni og baðar út öngum telst líklega
ekki ökufær. Ekki gengur ferðamaður lengi
um þessar seiðmögnuðu götur Jaipur án þess
að vera ávarpaður og það jafnan með spum-
ingunni: „Which country sir?“. Og það er
sama hvert svarið er og sama hvert umræð-
an beinist, áður en langt um líður kemur í
ljós að sá sem spyr er á prósentum hjá ein-
hveijum hótelstjóra eða gimsteinasala. Jaipur
er því miður spillt af þeirri gróðavon sem
menn eygja í ferðamönnum og því er þreyt-
andi fyrir ferðamenn að ganga þar um göt-
ur. Þó var gaman að láta til leiðast og láta
draga sig um þröngar götur Johari Bazaar
og ranghaia einhverra bygginga og enda
inni í litlu herbergi fullu af skúffum með
gimsteinum. Þannig kynntumst við Shyam
bræðrunum sem við sátum með heilan eftirm-
iðdag við tedrykkju og fræddumst um gim-
steina.
Allra-
handa
farartaeki
á götum
bleiku
borgar-
innar.
Rútuferðir milii borga
Um Rajasthan er best að ferðast í rútum * markaói
því lestimar eru hæggengar. Rútuferðir geta * Jaipur.
þó hrætt úr mönnum líftóruna því ökumátinn
er oft óskaplegur og þjóðvegirnir lélegir.