Morgunblaðið - 08.05.1994, Side 18
18 B SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994
AFMÆLI
MORGUNBLAÐIÐ
LATTU EKH FUMHLYKT OG
RAKA VALQA ÞÉR EtGNATJÓNI!
ikagleypirinn ei ódýi rakavöm se
húsnœði og eigníi. Hvei áfyffing dugai 2 - 3 mónuðl á
hveija 50 m3
NOTKUNAPMÖGULEIKAk:
-á öllum stóóum sem eiu illa loftiœstii svo sem:
kjötluram, þvottahúsum, baóheibeigjum, geymslum,
vönihús, sumaibúslaóum, hjólhýsum, Ijaldvögnum
bátum, bátaskýlum, sklpum ofl. ofl.
EIGINLEIKAR:
-diegui í sig raka og þunkai andiúmsloft.
-kemui í veg fyrii fúaskemmdli og fúkkalykt.
-kemui í veg fyrii myglu og lakaskemmdii.
Sölustaölr:
Sumarhús, Háteigsvegl,
Esso afgrelOslur á höfuöborgarsvoeálnu.
Húsasmlðlan, Skútuvogl og Hatnarflröl,
Elllngsen, Ánanaustum,
vélar og taekl, Tryggvagötu.
Vélorka, Ánanauslum.
Heildsölublrgðii: síml: 91-67 07 80
SAHARA rakagleypirinn verndar verlmæli
OLAFIA PALINA
M AGNÚ SDÓTTIR
ÞAÐ BORGAR SIGAÐ PANTA
KÍKTUÁ VERÐIÐ!
Dömubolir bls. 135, 145,
8 litir, stærðir 10-20,
verð kr. 1.303,-
Barnabolir bls. 368,
3 í pk., kr. 1.449,-
Barnagallar bls. 407,
2 í pk., kr. 1.884,-
Herrabolir, stærðir s-xxl,
frá kr. 796,-
Yfir 1000 síður af vörum
á góðu verði.
Fullt af tilboðum.
Lúxusferð til London
fyrir tvo o.fl.
PÖNTUNARSÍMI 52866
RM B. MAGNÚSSON HF.
Hólshrauni 2, Hafnarfirði
TEPPABÚÐIN
HÚN ÓLAFÍA, fyrrum
húsfreyja á Gilsfjarð-
arbrekku í Austur-
Barðastrandarsýslu, er
áttræð í dag.
Ólafía Pálína eins
og hún heitir fullu
nafni er Dalamaður að
uppruna, fædd í
Hvammsdal í Saurbæj-
arhreppi, dóttir hjón-
anna Magnúsar Guð-
mundssonar og Ingi-
bjargar Kristfríðar
Bjömsdóttur. Þau vora
búendur í Staðarhóls-
seli á Efri-Múla og síð-
ast í Belgsdal, en
þangað flytja þau 1949 og búa þar
til 1944 þegar Magnús fellur frá á
sjötugasta og fjórða aldursári. Þau
eignuðust sjö böm og ólu auk þess
upp eitt stúlkubarn. Ölafía er næst-
yngst sinna systkina, fædd 8. maí
1914.
Ólafíu og Baldvin Sigurvinssyni
eiginmanni hennar kynnist ég ekki
að neinu ráði fyrr en yngsta systir
mín, Bjarney, tekur upp sambúð
við Sigurvin, yngri son þeirra
hjóna. Var þó engin órafjarlægð á
milli heimila okkar, aðeins innan
við 20 km.
í Belgsdal þar sem Ólafía er enn
í föðurhúsum hefst sambúð þeirra
Baldvins og eru þau þar búendur
í nokkur ár ásamt Jóakim bróður
Ólafíu. Þar fæðast þrjú elstu böm-
in, dæturnar Jóna Guðmey, Ingi-
björg Magnea og Elínborg Alda.
Arið 1947 flytja þau svo að Gils-
ijarðarbrekku. F'yrstu árin em þau
þar leigjendur en kaupa síðan jörð-
ina af Eysteini Eymundssyni sem
þar bjó næst á undan þeim. í litlum
bæ með lágreist þil og torfveggi
hefst þeirra sjálfstæðisbarátta. Þar
fæðast svo þrjú yngstu bömin,
Smári Hlíðar, Sigurvin Helgi og
Katrín Björk.
Baldvin hafði áður verið kvæntur
Kristbjörgu Bjarnadóttur og eign-
ast með henni tvo syni, Indriða
Elberg og Ragnar Birgi. Þau slitu
sambúð. Eldri sonur þeirra, Indriði
Elberg, fylgir föður sínum og geng-
ur Ólafía honum í móðurstað nokk-
uð stálpuðum. Mannkosti sína sýn-
ir hún snemma með því að gera
ekki mun á honum og eigin bömum
í uppvextinum. Dvelur hann hjá
þeim til fullorðinsára þar til hann
stofnar eigið heimili allfjarri heima-
byggð.
Rétt fyrir jólin 1959 flytur fjöl-
skyldan á Gilsfjarðarbrekku, í ný-
byggt og glæsilegt íbúðarhús.
Verður þá mikil breyting í lífi fjöl-
skyldunnar, ekki síst húsmóðurinn-
ar. Olíueldavél var bylting, því að
á þessum áram á margt fólk til
sveita á íslandi ennþá aðeins
drauminn um þægindi rafmagns-
ins, og langt var að bíða þess að
það kæmi að Gilsijarðarbrekku.
Bæjarstæði er fagurt á Gilsfjarð-
arbrekku. Há fjöll eru að vísu all-
nærri, en til suðvesturs sér yfir
Stórholtsland og til byggða þar.
Til norðausturs sér að Gjárholti á
ofanverðum Brekkudal. En af út-
sýninu þótt fagurt sé ræðst afkoma
heimilanna ekki. Það þurfti útsjón-
arsemi og fyrirhyggju, en þó um-
Suðun/eri, Stigahlíð 45# sími 34852
★ Frífilma
★ Afsláttarkort
★ Frf stækku n
Ljósmyndastofa
Gunnars Ingimarssonar
fram allt vinnusemi,
ráðdeild og nægjusemi
til þess að sjá stækk-
andi ijölskyldu far-
borða. Túnið var ekki
stórt og nauðsynlegt
var að auka heyfeng-
inn. Votlendar engjar
neðan túns vora þurrk-
aðar, land brotið upp
og breytt í tún, Rækt-
un hófst á fremur erf-
iðu landi fram á dal
og nú jókst töðufall til
muna. Gilsijarðar-
brekka hefur lengi ver-
ið á mjólkursölusvæði.
Baldvin og Ólafía voru
jafnan með kýr þótt sauðfé væri
aðalbústofninn. Nú var kúnum
ijölgað og talsvert féll til af mjólk
til frálags sem varð afkoma heimil-
isins góð búbót. Búskapurinn varð
þó engin auðsuppspretta frekar en
var og er á jörðum sem líkt hagar
til og á Gilsfjarðarbrekku. Að kom-
ast af án þess að vera upp á aðra
kominn var og verður verðugt
markmið að keppa að. Því tak-
marki náðu þau hjón.
Börnin lögðu hönd að þeim verk-
um á heimilinu sem vinna þurfti
bæði úti og inni strax og þau höfðu
til þess burði eins og alltaf hefur
viðgengist í sveitum á íslandi. Þeim
var ekki spillt eða þau gerð heimtu-
frek með dýram gjöfum, ferðalög-
um eða sjónvarpsglápi. Gæfu og
hamingju æsku sinnar sóttu þau í
erfíði daganna og þau viðfangsefni
sem búskapnum tengdust. Ekki síst
þess vegna urðu þau hinir nýtustu
þegnar okkar þjóðfélags og eftir
að þau fullorðnuðust og höfðu
stofnað sín eigin heimili ijarri
æskustöðvum og tóku að festa þar
rætur voru þau ætíð tilbúin að vitja
æskustöðvanna, veita þar aðstoð
og hjálp á annatímum sveitanna
foreldrum sem tóku að eldast og
þreytast.
A fyrri hluta þessarar aldar og
víða fram um og yfir miðja öldina
má segja að allt hafí skort sem
telst til þæginda nú á tímum. Eldað
var við mó, tað og timbur þar sem
reki var. Ljósker voru fá og lýstu
illa. Hýbýli vora köld í frosthörkum
vetranna. Hreinlætisaðstaða á
heimilum var afleit, aðdrættir allir
erfíðir, fólk bar þungar byrðar oft
langan veg s.s. úr kaupstað og all-
an eldivið, jafnvel var til að bera
þyrfti út allt skólp. Þrátt fyrir þetta
minnist ég ekki annars en að fólk
væri áður ekki síður lífsglatt en
það er nú á dögum, það sem ég
man aftur fyrir miðja þessa öld.
Það höndlar ekki allt hamingjuna
unga fólkið nú á dögum sem flytur
inn í fullbúnar íbúðirnar sínar með
öllum þægindunum. Staðreynd er
að aðkeyptir hlutir verða ekki sjálf-
krafa ávísun á farsæld og gæfu í
lífínu. Hjarta mannsins heimtar
meira en húsnæði og brauð. Án
þess að^ hafa þekkt til á heimili
þeirra Ólafíu og Baldvins fyrstu
búskaparár þeirra ímynda ég mér
að eitthvað líkt hafí verið hlut-
skipti þeirra og lýst er hér á undan
og ekki trúi ég öðru en að fram-
koma þeirra öll svo og lundarfar
hafí þá verið eitthvað líkt því sém
það var eftir að ég kynntist þeim,
góðlyndi, glaðværð og löngun til
að fjalla um það sem horfði til betri
vegar og jákvætt var í fari fólks.
Sá þáttur í fari þeirra hjóna sem
ég met mest og kynntist best var
hjálpsemi þeirra og mikil gestrisni.
Þjóðvegurinn til og frá Vestfjörðum
liggur í gegnum túnið á Gilsfjarðar-
brekku. Þar var og er jafnan mikil
umferð yfír sumartímann sérstak-
lega. Á vetrum verður oft margt
til að tefja ferðir vegfarenda, ófærð
vegna snjóa og eða aurskriðna eða
bilanir á farartækjum. Öllum sem
í einhverjum erfiðleikum lentu á
ferðum sínum um Gilsfjörð var
jafnan vís aðhlynning og aðstoð
fólksins á Gilsfjarðarbrekku.
Breytti engu hver í hlut átti. Hygg
ég að sjaldan eða aldrei hafi verið
tekið fyrir hjálp eða greiða.
Mikill samgangur er á fé hér á
milli bæja og byggða beggja vegna
Steinadalsheiðar. Hún er lítil hindr-
un fé sem sækir í góða sumar-
haga. Mun meira er um að fé héð-
an að norðan sæki suður yfir en
að sunnanfé komi norður yfir. Ef
hörð veður gerir snemma hausts
og það snögglega kemur oft mjög
margt fé fyrir á bæjum í Gilsfirði
og er svo enn. Alltaf var þá góða
fyrirgreiðslu að fá á bæjum þar.
Óg þótt misjafnlega gengi að ná
fé saman og margar og á stundum
erfíðar ferðir þurfti til, þá var þó
alltaf eitt sem aldrei brást, það var
góðvildin og gestrisnin innanbæjar
hjá húsfreyjunni á Gilsfjarðar-
brekku.
Ég ætla að geta eins atviks þó
sjálfur væri ég þar reyndar ekki
þátttakandi, sem sýnir vel mann-
gerð þessarar konu. Allmikill snjór
var kominn og Steinadalsheiðin var
þá orðin ófær öllum þá þekktum
farartækjum. Vitað var um norð-
anfé fyrir sunnan. Átta menn úr
Kollafírði og Bitru fóru suður gang-
andi til fjársmölunar. Þeim gekk
illa, bæði vegna þess hve fé var
dreift, ófærðar og vegna kinda sem
vildu ekki sætta sig við frelsis-
skerðinguna. Það er orðið liðið á
dag þegar fénu hefur verið náð
saman í fjarðarbotninum. Menn eru
orðnir þreyttir og slæptir og ákveða
að ganga til bæja og fá sér hress-
ingu. Þeir skipta sér í tvo jafna
hópa og ganga til bæja á Kleifum
og Gilsfjarðarbrekku, en þegar
menn koma heim á síðarnefnda
bæinn þá er þar enginn heima. Af
ijárleitarmönnunum höfðu þau vit-
að og gestrisninni höfðu þau ekki
gleymt því að á útihurðina var fest-
ur miði sem á var letrað eitthvað
á þessa leið - Fórum út að Reykhól-
um til læknis, komum fljótlega.
Gjörið svo vel að ganga í bæinn,
kaffið er á borðinu. Þessari ein-
stöku hugulsemi þeirra hjóna segist
sveitungi minn, Guðbjörn Jónsson
í Broddanesi, aldrei munu gleyma.
Segja má að þessu líkar hafí mót-
tökurnar ætíð verið, það var sama
hvört komið var á nóttu eða degi.
Ég hygg að þau hjón hafi verið
samhent um flesta hluti alla sína
búskapartíð. Nákunnugur samtíð-
armaður þeirra hefur sagt: „Ég
heyrði aldrei þref eða þras eða
styggðaryrði á milli þeirra." Skyldu
þau vera mörg hjónin sem fá þenn-
an vitnisburð afkomenda sinna?
Mann sinni missir Ólafía í
nóvember 1982 á sjötugasta og
níunda aldursári eftir nokkur veik-
indi. Þau hafa þá hætt búskap og
flutt suður og eftirlátið Sigurvin
yngri syni sínum og tengdadóttur
jörðina. Það verður svo öllum sem
til þekktu mikill harmur þegar hann
deyr af slysförum á Ólafsdalshlíð
einn dimmasta desemberdag sem
komið hefur, árið 1984. Móðurinni
var það ekki síst mikill missir. Sig-
urvin hafði þá hafið uppbyggingu
á jörðinni ásamt konu sinni Hug-
rúnu Einarsdóttur. Við þennan
hræðilega atburð var klippt á
strenginn á milli bóndans og bú-
jarðarinnar og þá var flestum ljóst
að þessarar jarðar myndi fljótlega
bíða það sama og alltof margra
jarða á íslandi, að fara í eyði. En
tíminn fer oft líknandi höndum um
gömul sár.
Afkomendur Ólafíu og Baldvins
skipta nú nokkrum tugum. Hún
héfur að því er ég best veit alla tíð
verið frekar heilsuhraust og tekur
enn vel á móti gestum sem að garði
ber. Það ég hef nýfrétt. Best gæti
ég trúað að hún sé ekki hætt að
baka! Hún hefur búið á Akranesi
í eigin íbúð í allmörg ár. Þar býr
einnig Katrín yngsta dóttir hennar
ásamt fjölskyldu. Ég hygg að þær
líti hver til annarrar nokkuð reglu-
lega, því að langt mun ekki vera á
milli heimila þeirra.
Ólafíu era sendar innilegar ham-
ingjuóskir héðan af heimilinu í til-
efni dagsins.
Guðfinnur S. Finnbogason.