Morgunblaðið - 08.05.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNA/RAÐ/SMA
SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 B 23
ATVINNUAUGÍ YSINGAR
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Óskum að ráða fóstrur í fullt starf á
eftirtalda leikskóla:
Álftaborg v/Safamýri, s. 812488.
Brákarborg v/Brákarsund, s. 34748.
Hálsaborg v/Hálsasel, s. 78360.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi
leikskólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
Gæðastjórnun
Nemandi við gæðastjórnunarbraut Háskól-
ans á Akureyri óskar eftir sumarvinnu tengda
sínu námi. Allt kemur til greina, t.d. kennsla,
kynning eða vinnsla sérverkefna, hvar sem
er á landinu.
Hugsanleg vinnsla lokaverkefnis eftir áramót.
Nánari upplýsingar gefur Davíð
í sfma 96-25948.
Atvinnurekendur
36 ára skipstjóri, sem hefur verið við störf
erlendis undanfarin ár, vantarframtíðarvinnu
til sjós eða lands. Margt kemur til greina.
Upplýsingar fást í síma 610358.
Starf fóstru, sem jafnframt veitir forstöðu
leikskólanum Bjarkatúni, Djúpavogi, er laust
til umsóknar frá 1. september nk.
Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Djúpa-
vogshrepps í síma 97-88834.
Löglærður fulltrúi
Staða löglærðs fulltrúa við embætti sýslu-
mannsins á ísafirði er laus til umsóknar.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
opinberra starfsmanna.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 3. júní nk.
Sýslumaðurinn á ísafirði,
6. maí 1994.
Þroskaþjálfanemi
óskar eftir vinnu hálfan daginn í sumar.
Barnapössun eða aðstoð í heimahúsum
kemur til greina.
Upplýsingar í síma 685429.
Lögfræðingur
Lögfræðingur óskar eftir starfi.
Nánari upplýsingar í síma 689213 eftir
hádegi næstu daga.
Dönsk stúlka
Dugleg 24 ára stúlka sækist eftir að starfa
í Reykjavík frá 15. 6. '94. Allt kemur til greina.
Frekari upplýsingar veitir Ólöf Óladóttir, í
símum 12363 og 31860.
Marianne Thygesen,
Ryslinge Höjskole, D.K. 5856 Ryslinge,
fax. 9045-62671955.
Iðnmeistarar -
iðnfyrirtæki
Við höfum á skrá fjöldan allan af iðnnemum
sem vantar starfsþjálfun og sumarvinnu.
Ráðið iðnnema til starfa.
Eflið íslenska iðnmenntun.
AMIN - atvinnumiðlun iðnnema,
Skólavörðustíg 19, s. 91-14318.
Heimilishjálp í USA
íslensk fjölskylda óskar að ráða heimilishjálp
frá 15. ágúst fram til jóla.
Viðkomandi þarf að vera orðinn 20 ára, hafa
bílpróf og má ekki reykja.
Krafist er góðrar enskukunnáttu, reglusemi
og þolinmæði við börn. Kvöldskóli í ýmsum
námsgreinum í næsta nágrenni.
Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast leggi inn
skriflegar umsóknir til auglýsingadeildar
Mbl., merktar: „Ameríka“, fyrir 14. maí.
Verkfræðingur
með MBA próf frá virtum, bandarískum
háskóla og mikla starfsreynslu, óskar eftir
atvinnu. Lítil fyrirtæki og eignaraðild koma
vel til greina.
Áhugasamir sendi upplýsingar til auglýsinga-
deildar Mbl., merktar. „MBA - 0094“, fyrir
föstudaginn 13. maí.
VII FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
n|^ Síðumúla 39 - 108 Reykjavík - Sími 678500
Félagsráðgjafar
Laus er til umsóknar 50% staða félagsráð-
gjafa við Áfangastaðinn, Amtmannsstíg.
Um er að ræða heimili fyrir konur, sem hafa
farið í meðferð vegna áfengis- og vímuefna-
vandamála, og felst starfið m.a. í vinnu með
konunum að félagslegri endurhæfingu. Æski-
legt er að umsækjendur hafi reynslu af starfi
með áfengis- og vímuefnaneytendum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Svein-
björg J. Svavarsdóttir, forstöðumaður,
í síma 26945.
Umsóknarfrestur er til 27. maí nk.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnun-
ar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á um-
sóknareyðublöðum sem þar fást.
Lögreglumaður
Staða lögreglumanns við embætti sýslu-
mannsins á Siglufirði er laus til umsóknar.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá
Lögregluskóla ríkisins.
Umsóknir berist sýslumanninum á Siglufirði,
Gránugötu 4-6, 580 Siglufirði, fyrir 25. maí
nk., en staðan verður veitt frá og með
1. júlí nk.
Sýslumaðurinn á Siglufirði,
4. maí 1994.
Framkvæmdastjóri
Knattspyrnufélagið Fram, handknattleiks-
deild, óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra.
Verksvið:
Markaðssetning á íþróttahúsi félagsins.
Auglýsingaöflun.
Bókhald
Almennt utanumhald upplýsingaflæðis o.fl.
Leitað er að framtakssömum einstaklingi
með skipulagshæfileika og jákvætt hugarfar,
sem á auðvelt með að umgangast og stjórna
fólki. Laun skv. samkomulagi.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf
sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar:.
„Fram - 300“, fyrir 17. maí nk.
Sölumaður óskast!
Ný og öflug fasteignasala óskar eftir að
bæta við sig harðduglegum sölumanni.
Aðeins þjónustuliprir og áhugasamir aðilar
koma til greina. Starfsreynsla æskileg en þó
ekki skilyrði.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. sem
fyrst, merktar: „H - 6969“.
íslenski dansflokkurinn:
Framkvæmdastjóri
íslenski dansflokkurinn auglýsir stöðu fram-
kvæmdastjóra lausa til umsóknar. Staðan
er laus frá 1. september 1994 til 3ja ára í
senn og er endurráðning möguleg.
Umsóknarfrestur er til 1. júní 1994.
Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólapróf
í stjórnun menningarstofnana eða aðra sam-
bærilega menntun. Launakjör samkvæmt
launakerfi ríkisins.
Umsóknir sendist íslenska dansflokknum,
Engjateigi 1, 105 Reykjavík.
Deildarstjóri
véladeildar
Opinber aðili í verklegum framkvæmdum
óskar að ráða vélaverkfræðing eða véltækni-
fræðing í starf deildarstjóra véladeildar.
Starfssfvið
Veitir véladeild forstöðu og ber ábyrgð á
að rekstur hennar sé hagkvæmur og f sam-
ræmi við áætlanir. Hefur umsjón með
tækja- og varahlutakaupum, rekstri véla
og bíla. Veitir tæknilega ráðgjöf varðandi
vélar og tæki.
Hæfniskröfur
Leitað er að vélaverkfræðingi eða véltækni-
fræðingi með reynslu í stjórnun og rekstri.
Viðkomandi þarf að hafa góða samstarfs-
og skipulagshæfileika.
Farið verður með allar umsóknir og fyrir-
spurnir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon
milli kl. 9 og 12.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs, merktar: „Deildarstjóri véladeildar“,
fyrir 18. maí nk.
RÁÐGARÐURhf.
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688
Frá Grunnskóla Njarðvíkur
Tónmenntakennari
Tónmenntakennara vantar að Grunnskóla
Njarðvíkur.
Sérstaklega er óskað eftir kennara (ekki leið-
beinanda), sem vill koma á fót barnakór.
Upplýsingar veita Gylfi Guðmundsson, skóla-
stjóri, og Sigríður Ingibjörnsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri, í síma 92-14399.
Skólastjóri.
Bakari óskast
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga óskar eftir að
ráða vanan bakara til starfa í brauðgerð
kaupfélagsins á Höfn, Hornafirði. Æskilegt
er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun júní.
Umsóknarfrestur er til 16. maí.
Nánari upplýsingar veita Jón Finnsson, bak-
arameistari, og Pálmi Guðmundsson, kaup-
félagsstjóri, í síma 97-81200.
KAUPFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINGA