Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ 14 SUNÉUDAGÚR 15. MAÍ 1994 UPPELDISMÁL Á ÍSLANDI SKOÐUÐ MEÐAL ANNARS X / I LJOSI KENNINGA PENELOPE LEACH Er eitthvað að börnunum okkar? eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur UPPELDISMÁL eru einn mikilsverðasti málaflokkur samfélagsins. Hvernig til tekst í þeim efnum skiptir sköpum um það hvernig þjóð- félögum vegnar. Þetta er jafnframt málaflokkur sem mjög margir hafa skoðun á og skoðanirnar eru að sama skapi margar. Meginlínur í uppeldismálum eru þó í nútímasamfélögum gjarnan lagðar af sér- fróðu fólki. Penelope Leach heitir barnasálfræðingur einn í Bretlandi sem sett hefur saman kenningar í uppeldismálum sem sumum þykja nokkuð öfgafullar. Hún vill lögbinda bann við lík- amsrefsingum á bömum og gerir þær kröfur til foreldra að þeir „séu á tánum“ í kringum barn sitt allan sólarhring- inn, a.m.k. fyrstu árin og telur rangt að láta börn gráta eftir bijósti eða pela. Hún leggur áherslu á að samfé- iagið verði að koma á sveigjanlegri vinnutíma til þess að auðvelda fólk að vera sem mest með bömum sínum og dagvistarstofnanir fyrir börn yngri en þriggja ára telur hún alvar- leg ntistök. Þá álítur hún að samfé- lagið tæli bæði konur og karlmenn frá varanlegri ánægju fjölskyldulífs- ins með fölskum loforðum um full- nægju í starfi. Hvernig skyldu þessar kenningar koma heim og saman við íslenskan veruleika? Nokkuð öfgafull sjónarmið Helga Hannesdóttir bamageð- læknir segir þessi sjónarmið nokkuð öfgafull að sínu mati, einkum af því að þau séu ekki byggð á rannsóknum sem Leach hafi sjálf gert. „Ef fólk vinnur ekki lengur frá barninu en átta tíma á dag kemur það ekki að sök samkvæmt rannsóknum prófess- ors Michael Rutters í Bretlandi. Rannsóknir gefa yfírleitt til kynna að því styttri tíma sem barn sé látið gráta því heilbrigðara verði það,“ segir Helga. „Ég er alveg sammála Leach um ■ að líkamsrefsingar em ekki af hinu góða og ættu að vera bannaðar," segir Helga einnig. „Ofbeldi hefur keðjuverkun, ef barn er lamið lemur það önnur böm og líka sín eigin börn seinna. Ef foreldri verður á að slá til bams síns ætti að líta á þann verknað sem algert slys, vinna úr atvikinu og ræða um það við barnið hvers vegna foreldrið missti sjóm á sér. Það á ekki að beita börn líkamsr- efsingum, ef barn fær t.d. bijálæð- iskast á að halda því en ekki leggja hendur á það. Það ætti að vera grundvallarregla í samskiptum manna á meðal að beita ekki of- beldi, hvernig myndi sá vinnustaður vera þar sem menn gengju að næsta manni og lemdu hann ef þeim mislík- aði? Hver maður sér að slíkt gengur ekki og það gengur heldur ekki á heimilum fólks. Þetta ætti að vera algerlega bannað," segir Helga Hannesdóttir. Mannréttindi að fá að vera í leikskóla í sama streng og Helga tekur Valborg E. Baldvinsdóttir kennari og þriggja barna móðir. „Ég er alfar- ið á móti likamlegum refsingum og finnst fjarstæðufullt að nokkur skuli leyfa sér að leggja hendur á börn,“ segir Valborg. „Ég veit nokkur dæmi þess úr skólastarfi að börn, sem laus er höndin, afsaki sig með því að þau hafi verið barin. Mér finnst Penelope Leach einblína um of á þátt móður- innar í uppeldi barna, þó vissulega sé hún óskaplega mikilvæg börnum og ómissandi bijóstabömum. Sjálf lét ég mín börn aldrei gráta lengi. „Það er erfitt að vera foreldri en það er líka erfitt að vera ungbam og geta ekki tjáð sig nema með gráti,“ segir Leach og þar er ég sammála henni. Böm gráta bara ef þau eru svöng, blaut eða veik. Þörf barnsins hlýtur að eiga að ráða hvenær þau drekka en ekki einhver tilbúin kenning. Ég held að stærsti hluti foreldra líti á sig sem sólarhringsvaktmann yfir litlu barni sínu og ég held líka að fáar mæður taki vinnu sína alger- lega fram yfir bamið, en feður gera það fremur. Mér finnst eins og Leach að vinnutími foreldra þyrfti að vera sveigjanlegri og það væri hægt ef vilji ráðamanna væri fyrir hendi. Ef það kæmist í framkvæmd myndi bömum líða betur því þau gætu ver- ið meira hjá foreldrum sínum en yfír- leitt er raunin nú. Mörgum kennurum finnast böm sem verið hafa í leikskóla ömggari með sig en hinum sem heima hafa dvalið eingöngu. Ég er þeirrar skoð- unar að það séu mannréttindi fyrir böm að fá að vera í leikskóla, þótt þeim sé kannski ekki plantað þangað kornungum, sem ég tel jafnslæmt. Valborg E. Baldvinsdóttir Einar Ingi Magnússon Ég er sammála þeirri kenningu Pene- lope Leach að börn útivinnandi for- eldra þurfi staðgengil, góða ömmu eða dagmömmu fremur en að vera sett á dagvistarstofnun innan þriggja ára aldurs. Ég tel að málið snúist þó ekki endilega um lengd samvistar- tímans heldur hvernig foreldrar nýta hann. Mér finnst hins vegar út í hött að börn eigi að hafa hönd í bagga með læknishjálp þeim til handa og lítil börn tel ég engar forsendur hafa til að móta álit ef deilt er um forræði Guðfinna Eydal Helga Hannesdóttir þeirra, en slíkt telur Leach æskilegt. Eldri börn gætu þetta aftur á móti. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var mikill þrýstingur á konur að vinna utan heimilis. Á ámnum eftir 1970 voru konur lokkaðar út á vinnu- markaðinn með lýsingum á fullnægju í störfum þar. Loforð um slíkt sýn- ast mér ekki hafa verið efnd. Nú eiga konur hins vegar ekki lengur neinna kosta völ vegna lágra launa, jafnvel þótt þær vilji vera heima. Það þarf að koma málum þannig fyrir hér að ein fyrirvinna geti framfært fjölskyldu og þar sem ein fyrirvinna er þarf að búa svo um hnútana með aðstoð trygginga að dagvinna nægi til framfærslu." Ný rannsókn Einars Inga Magnússonar á börnum Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á íslandi á högum bama, en fáeinar þó. Þá nýjustu gerði Einar Ingi Magnússon sálfræðingur í Hafnar- firði og kannaði þá áhrif leikskóladv- alar og atvinnuþátttöku mæðra á þroska leikskólabarna. „Ég gerði þessa rannsókn á árunum 1990-92. Niðurstöður hennar eru í stuttu máli þær að börn útivinnandi mæðra mælast að jafnaði þroskameiri en böm heimavinnandi mæðra og þann- ig er það líka í útlöndum þar sem slíkar rannsóknir hafa verið gerðar. Skýring á þessu er ekki fyllilega ljós en menn geta sér þess til að starfs- ánægja mæðra skili sér sem örvun til barna þeirra. I sænskri rannsókn var þetta mælt og þar kom í ljós fylgni milli starfsánægju mæðra'og góðra framfara bama þeira. Önnur tilgáta til að skýra fyrr- greindan mun er sú að útivinnandi foreldar nýti takmarkaðan samveru- tíma sinn með börnum sínum betur en móðir sem er alltaf með barni sínu. Þetta kann að stafa af því að fjölmargar útivinnandi mæður þjást af samviskubiti vegna þess að þær vinna frá börnum sínum og leggja því hart að sér þann tíma sem þær em með þeim. Þannig má ætla að gæði samskiptanna vegi þyngra en lengd þeirra. Penelope Leach er and- stæðrar skoðunar. Hún telur að öllu skipti að mæður séu sem allra mest með börn sín og vill nánast nýta samviskubit útivinnandi kvenna til þess að ýta þeim inn alveg inn á heimilið aftur. Hún tjáir sig hins vegar lítið um innihald samskipta móður og barns nema hvað hún vill láta banna með lögum að foreldar hýði börn sín. Þótt alls ekki sé hægt að útiloka að foreldrar hýði börn sín hér á landi þá er ofbeldi gagnvart börnum mun víðtækara en þetta eitt og vissulega er nauðsynlegt að reyna að halda ofbeldi gagnvart börnum í skefjum þótt ég sé þeirrar skoðunar að það verði seint upprætt að fuilu. Samkvæmt íslenskum lögum fá börn að tjá sig um hjá hvoru for- eldri sínu þau vilji vera ef til skiln- aðar kemur þótt sá vilji sé alls ekki einn lagður til grundvallar í úrskurð- um í forræðisdeilum. í Morgunblaðs- grein þar sem vitnað er í viðtal Time við Penelope Leach er tæpt á að Leach vilji að böm fái að ráða meiru um eigin mál, t.d. forsjárdeildur og heilbrigðisþjónustu. Islensku lögin gefa fyllilega kost á að böm geti komið sínum skoðunum í forsjárdeil- um á framfæri, einnig börn innan við tólf ára aldur, lagaleg hlið þessa málsins virðist því vera í góðu lagi hér. Hugmyndir Leach um að um- bylta vinnuvikunni, koma á sveigjan- legri vinnutíma og iengra fæðingar- orlofi er aðeins hægt að taka undir, þótt leggja beri áherslu á að þessar hugmyndir eru ekki sérstaklega hennar, þær komu fram löngu fyrir hennar tíð víða um heim og alls ekki alltaf af fjölskylduástæðum. Hvað Penelope Leach og kenning- ar hennar snertir vil ég aðeins segja að mér finnst hún hafa um of fest sig í þeim tíðaranda sem ríkti þegar hún var við nám og rannsóknir á sjöunda áratugnum, þegar ríkti kyrr- staða í fjölskyldumálum og mikið var byggt á rannsóknum á þroska barna frá munaðarleysingjahælum annars vegar og foreldraheimilum hins veg- ar. í dag er þessi samanburður úrelt- ur. Öfgafullar staðhæfingar eins og þær sem Leach setur fram teljast ekki sæma þeim sem fást við rann- sóknir og vísindi. Það er ætíð nauð- synlegt að setja fyrirvara við niður- stöður því annars verða þær marklitl- ar. Því miður virðist mér Leach ekki uppfylla kröfur þessar kröfur.“ Rannsókn sem stungið var undir stól Guðfinna Eydal sérfræðingur i klíniskri sálarfræði gerði á árinum 1981-82 , að tilhlutan Halldórs Hans- ens læknis á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, rannsókn á högum fjög- urra ára barna á Islandi. „I rannsókn þessari kom í ljós að geðheilbrigði barna heimavinnandi mæðra var verri en útivinnandi mæðra,“ segir Guðfinna. „Þáverandi heilbrigðisráð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.