Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ SÉRHÆFING OG SJÁLFVŒKNI . ' ' / VIDSKIPn AIVINNULÍF ÁSUIMNUDEGI ► BRYNJÓLFUR Bjarnason framkvæmdastjóri Granda hf. er fæddur í Reykjavík 1946. Hann lauk prófi í viðskipta- fræði frá Háskóla íslands 1971 og MBA gráðu í rekstrarhag- fræði frá University of Minnesota 1973. Brynjólfur starf- aði hjá VSÍ og Almenna bókafélaginu þar til hann varð framkvæmdastjóri BUR 1984 og síðan framkvæmdastjóri Granda hf. 1985. Brynjólfur gegnir fjölda trúnaðarstarfa fyrir samtök og aðila í fiskiðnaði og skyldum greinum. eftir Guðna Einarsson Ut um skrifstofuglugga Brynjólfs Bjarnasonar framkvæmdastjóra, í höf- uðstöðvum Granda við Norðurgarð, blasir Faxaflóinn við. Það er lokadagur og gargandi sílam- áfar og svartbakar stunda listflug við húshornið. Ixikadagur er ekki lengur sá tímamótadagur og þegar hann markaði endalok vetrarvertíð- ar. Það er á vissan hátt táknrænt fyrir þá miklu breytingu sem orðið hefur í íslenskum sjávarútvegi. Rúmur áratugur er liðinn frá því að Brynjólfur Bjarnason fór að starfa við sjávarútveg og fisk- vinnslu. Brynjólfur hafði starfað við bókaútgáfu þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur og hóf þar störf 3. jan- úar 1984. „Ég tók við af tveimur framkvæmdastjórum, ekki alveg án umtals. Það stóð fyrir dyrum skipu- lagsbreyting í fyrirtækinu og tæpu ári seinna hófust viðræður, að frum- kvæði þáverandi borgarstjóra Davíðs Oddssonar, milli ísbjarnarins hf. og Bæjarútgerðarinnar um sameiningu. Þeim samningum lyktaði í nóvember 1985 og Grandi hf. hóf starfsemi. Samningarnir voru undirritaðir 13. nóvember og við byijuðum undir nýju nafni 17. nóvember. Ég lagði mikið upp úr því að láta breyta strax öllum bréfsefnum, stimpilkortum og nafnspjöldum. Þegar fólk mætti til vinnu eftir helgina fór ekki framhjá neinum að fyrirtækið hét Grandi hf.“ Algjör uppstokkun Brynjólfur segir að kappkostað hafi verið að mynda samstöðu um nýja fyrirtækið meðal starfsfólks- ins. „Þetta tókst ekki síst vegna þess að öflugt starfsmannafélag Granda var stofnað í desember 1985 og tók við af starfsmannafé- lögum gömlu fyrirtækjanna. Strax hófst útgáfa fréttabréfs, sem enn kemur út. Það er sent heim til starfsmanna til að fjölskyldur þeirra fái einnig að fylgjast með því sem gerist hjá Granda.“ Brynjólfur segir að í hönd hafi farið mikill umbreytingatími. Starf- semin var skipulögð frá grunni og sérhæfing og sjálfvirkni höfð að leiðarljósi. Akveðið var að fækka vinnsluaðferðum og fisktegundum sem unnið var úr. Saltfiskvinnsla var aflögð, en lögð áhersla á vinnslu karfa, þorsks og ufsa, aðrar fiskteg- undir eru seldar á fiskmarkaði. Brynjólfur segir að fyrirtækið hafi byrjað á traustum grunni með ágætt eigið fé, en l'ull þörf hafi verið á að straumlínulaga rekstur- inn, eins og hann kallar það. Breytingarnar voru ekki með öllu sársaukalausar. Sjálfvirknin og sér- hæfingin skilaði þeim árangri að framlegð hvers starfsmanns jókst til muna og 1986 og 1988 var starfsmönnum fækkað talsvert. Nú stárfa hjá Granda að jafnaði um 400 starfsmenn að veiðum og vinnslu úr 30 þúsund tonnum af fiski úr sjó. Þegar fyrirtækin tvö voru sameinuð störfuðu hjá þeim um 600 manns og aflinn var tæp- lega 30 þúsund tonn. Grandi gerir nú út 9 togara en þeir voru 6 til 7. Átakatími í sjávarútvegi Brynjólfur hóf störf í sjávarút- vegi sama ár og kvótakerfið kom til sögunnar. Undanfarinn áratug hefur starfsumhverfi sjósóknara ef til vill breyst meira en nokkru sinni á jafn skömmum tíma í íslandssög- unni. Vegna hins síbreytilega starfsumhverfis hefur sjávarútveg- urinn þurft að hafa meiri sveigjan- leika og aðlögunarhæfni en flestar aðrar atvinnugreinar. „Það hafa orðið gífurleg umbrot í sjávarút- vegi. Þar er auðvitað fyrst að nefna þessa takmörkun á sókn í auðlind- ina. Ég held að fólk eigi mjög erf- itt með að gera sér grein fyrir hvað slíkar hömlur hafa að segja.“ Brynj- ólfur segir að þetta breytingaskeið hafi að mörgu leyti verið mjög erf- itt. Hann er þeirrar skoðunar að ekki sé um betri leið að ræða til að stjórna sókn en aflamarkskerfið. „Sjö fyrstu árin vorum við með margar útfærslur við að takmarka sóknina. Það var barist og ýmsir komu út með glóðaraugu og skrám- ur, en áttu þá að fara inn í fisk- veiðistjórnunarkerfi sem átti að vera með meiri festu. Það hefur verið deilt um þetta á hveiju ári, en ég tel mjög mikilvægt fyrir aðila að um þetta náist sátt og að við náum stöðugleika til lengri tíma í leikreglunum. Það hefur verið erfitt að vita ekki nema frá ári til árs hvernig beita má skipunum." Langtímaáætlanir Hjá Granda hafa verið sett lang- tímamarkmið í stjórnun. Fyrir tveimur árum voru lagðar línur fyr- ir næstu þijú til fimm ár. Hluti breytinga sem orðið hafa, til dæmis á samsetningu eigna, var ákveðinn þá og hafa þær þurft sinn tíma til að verða að veruleika. Afkoma Granda hf. breyttist til batnaðar í fyrra frá árinu áður. Bæði útgerð og fiskvinnsla skiluðu betri afkomu, hagnaður 1993 vartæpar 177 millj- ónir. Tap varð á dótturfélagi þann- ig að hagnaður af rekstri félaganna beggja varð um 108 milljónir en árið áður var tap upp á um 156 milljónir. „Ég tel að á síðasta ári höfum við verið að uppskera árang- ur af þeirri hagræðingu sem við tókum ákvörðun um fyrir nokkrum árum síðan. Þessi stefnumótun er í sífelldri endurskoðun og aðilar þurfa að reyna að líta til lengri tíma með sín markmið, setja sér mark- mið í arðsemi. Það er mjög mikil- vægt fyrir almenningshlutafélag eins og Granda.“ Kvótakerfið góð lausn Hvað um þá hættu að hér rísi upp nokkur „lénsveldi" kvótaeig- enda, sem drottna yfir auðlindinni? Hvað um litlu byggðirnar, sem ekki eiga kvóta og hanga á horriminni? „Til kvótakerfisins var stofnað, í takmarkaðri auðlind, til að fram- kalla hagkvæmni og hagræðingu. Þess vegna varð óhjákvæmilega breyting á uppbyggingu sjávarút- vegsins," segir Brynjólfur. „Það er mikið búið að gnísta tönnum yfir þessari breyttu uppbyggingu, sem enn er ekki að fullu gengin yfir. Ég held að þessi breyting hafi ver- ið óumflýjanleg. { íslendingum er ákveðin fælni gagnvart stærð fyrir- tækja. Það er sérkennilegt að í öðru orðinu tala menn um þörf á samein- ingu fyrirtækja og aukinni hag- kvæmni, í næsta orði fara þeir að tala um hvað þessi stærð sé ógn- vekjandi. Við verðum að haga rekstri okkar þannig að við séum samkeppnisfær á erlendum mörk- uðum. Mín reynsla er sú að á erlend- um mörkuðum finnum við ekki fyr- ir því hvað íslensku fyrirtækin eru stór, þau eru bara lítil peð.“ Brynjólfur segir að um 600 manns séu hluthafar í Granda hf. og öllum fijálst að eignast hlut á hlutabréfamarkaði. „Opnara getur það ekki verið fyrir þá sem vilja eignast hlut í fyrirtækinu. Grandi hf. er með um 4% af heildarafla- heimildum í dag, séu þær reiknaðar í þorskígildum, og hjá okkur starfa um 4% sjómanna í landinu." Hvaða lausn sérðu fyrir byggð- irnar fyrir vestan sem hafa misst togarana og kvóta? „Vandi þeirra á Vestfjörðum er gífurlega mikill og skyldi síst gert lítið úr honum. Þessi Iandshluti er mjög háður þorski. Það má hins vegar alveg ræða hvernig hefur verið brugðist við þessum vanda og hvaða möguleikar hafa verið til þess. Á norðurfjörðunum er nú ver- ið að bæta samgöngurnar, sem er einhver besta byggðastefnan að mínu mati. Þar með er verið að gera fólki mögulegt að starfa, til að mynda á Isafirði, þar sem öll helsta þjónusta er til staðar. Það verður hægt að sækja sjó frá mörg- um stöðum og mun taka 20 til 40 mínútur að fara á milli staða. Það ferðalag mun margt fólk verða að leggja á sig til að sækja sína vinnu. Ég býð í eftirvæntingu eftir því að sjá aukna samvinnu á milli fyrir- tækja á þessu svæði svo það takist að blása nýju lífi í atvinnulífið.“ Er til nægur kvóti fyrir þessar byggðir? „Það er alveg ljóst að það er ekki nægur kvóti til fyrir allar byggðir landsins. Byggðirnar þurfa eðlilega að sameina sína kvóta og það þarf að gerast fyrir vestan. Það verður heldur ekki hægt að halda uppi fullri þjónustu á öllum stöðum heldur verður líka að sameina hana. Það verður hagkvæmara fyrir þjóð- félagið í heild.“ Sjávarútvegur mun styrkjast Brynjólfur hefur mikla trú á því að þegar breytingaskeiðinu, sem hófst með tilkomu kvótakerfisins, lýkur þá skili þáð af sér mjög öflug- um sjávarútvegi. Atvinnugreinin hefur gengið í gegnum mikla sniðl- un. Gjaldþrot, greiðslustöðvarnir og rekstrarerfiðleikar hafi einkennt undanfarin ár. „Ég ætla að út úr þessu komi heilbrigðari rekstur í umhverfi sem er vinveittara fyrir- tækjarekstri en verið hefur undan- farna áratugi. Stöðugleikinn, sem ríkt hefur í verðlagi, raungengið, vaxtabreytingarnar og frelsið í fjár- magnsflutningum hefur þau áhrif að fyrirtækin eru í meiri samkeppni við umheiminn. Þau agast betur og það verður miklu hægara að takast á við verkefni heima og erlendis." Fisksalar á heimsvísu „Ég lifi í þeirri trú að þegar við íslendingar höfum losað okkur við útlendingafeimnina verðum við heimshöndlarar í fiski, þar sem okkur verður ekkert óviðkomandi sem viðkemur fiski um allan heim,“ segir Brynjólfur. „Markaðsfyrir- tækin okkar eru þegar farin að versla með allskonar fisk, hann þarf ekki lengur að vera fæddur og uppalinn við íslandsstrendur. Við eigum að nota þá gífurlegu þekkingu sem við höfum til að ná k i I L Í e u « 1 Q ( s Q € m « « « « 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.