Morgunblaðið - 15.05.1994, Page 21

Morgunblaðið - 15.05.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MAÍ1994 21 Ur rekstri GRANDA 1985-199 40 þús. tonn------- 4,0 milljarðar kr,- Starfsmenn m Tffl i i llll! Velta/starfsmann '88 '90 '92 '94 '90 '92 '94 Tonn/starfsmann - '88 '90 '92 '94 „...þegar við íslendingar höfum losað okkur við útlendingafeimnina verðum við heimshöndlarar í f iski, þar sem okkur verður ekkert óviðkomandi sem viðkemur fiski um allan heim,“ segir Brynjólfur. forystu á þessu sviði. Það er ótrú- legur fjöldi landsmanna sem hefur mikið vit á fiski og sú þekking er auðlind sem við eigum að vera dug- legri við að nota, bæði í fiskverslun og í ráðgjöf." Brynjólfur nefnir til dæmis að fiskverksmiðjur í Banda- ríkjunum og Bretlandi eru að vinna afurðir úr tegundum sem keyptar eru af öðrum þjóðum. Þar á meðal er fyrirtækið í Chile sem Grandi á hlutdeild í og hefur styrkt með þekkingu og áhættufjármagni. „Við höfum sérhæft okkur í matvæla- framleiðslu úr fiski. Ef viðskiptavin- urinn treystir okkur til að afhenda gæðavöru, þá þurfum við ekki endi- lega að veiða fískinn og verka. Það er nóg að við ábyrgjumst gæðin.“ Sjávarútvegsmenntun Brynjólfur segir að menntunar- mál sjávarútvegsins séu mikið að breytast. Lengi var ákveðin and- staða við langskólamenntun í grein- inni en það hefur breyst á skömm- um tíma. Auk Fiskvinnsluskólans er nú farið að kenna sjávarútvegs- fræði á háskólastigi og útgerðar- tækni í Tækniskólanum. En hvað um sölumennsku fiskafurða? „Til lengri tíma litið hefur íslend- ingum farnast vel að koma afurðum í gott verð. Við höfum almennt gott orðspor fyrir hágæðavöru og að vera áreiðanlegir. Það var lán fyrir hraðfrystiiðnaðinn að frum- kvöðlamir fóru út í hinn stóra heim með merki, eins og Icelandic, og tryggðu viðskiptavinunum þau gæði sem beðið var um. Það skipti ekki máli hvar varan var framleidd á landinu, gæðin vom þau sömu. Við emm að uppskera af þessu enn þann dag í dag. Áratugalöng við- skipti sanna að þetta er metið.“ Enn getum við bætt okkur mikið í markaðsmálum, að mati Brynj- ólfs. Bæði þarf að afla nýrra mark- aða og sækja söluvöruna til annarra þjóða. „Þekking okkar á saltfiski er til dæmis það mikil að ég vildi sjá eftir nokkur ár keppinauta okk- ar vakna upp við að íslendingar höndli með mestallan saltfisk í heiminum." Breytingar í sölumálum Nú spretta upp nýir söluaðilar sem marka sér bás. Eru dagar stóru fisksölufyrirtækjanna ekki senn taldir? „Þau hafa bæði kosti og galla, en ég tel að þessi samtök hafi tví- mælalaust unnið kraftaverk fyrir lítið land að kynna okkur sem gæða- framleiðendur. Það má einnig vera að í þessu fyrirkomulagi og útflutn- ingsleyfunum hafi verið ákveðin hefting. Við eigum eflaust eftir að ganga í gegnum margt á þessu sviði. Nú erum við augljóslega að níða skóinn hver af öðrum á Banda- ríkjamarkaði. Við höfum verið þekktir þar fyrir góðan fisk, en undanfarið hefur borið á því að ís- lenskir aðilar séu að misnota gott orðspor með því að markaðssetja vöru sem er ekki nógu vönduð og lækka verðið.“ Brynjólfur segir að til skemmri tíma litið fylgi þessu verðlækkun, en til lengri tíma litið sé orðspor okkar í hættu. Það sé sárt að sjá það rifið niður. Hann segist þó ekki óttast að þetta ógni okkur, en við þessu hafi mátt búast þegar opnað var fyrir sölu fisks á erlenda mark- aði. Ottast ekki einangrun Hveiju breytir tilkoma stórra við- skiptabandalaga, eins og ESB og NAFTA. Verðum við utan gátta? „Nei, ég óttast það ekki. Ég tel að með aðild okkar að EES sé við- skiptahagsmunum okkar ágætlega fyrir komið. Við verðum þátttak- endur í evrópsku samfélagi þótt ég eigi ekki von á að við göngum í ESB. Það hefur verið erfitt að koma þessum stóru viðskiptaheildum í skilning um ■ að sjávarafurðir eru iðnaðarvarningur okkar íslendinga. Evrópusambandið skilgreinir sjáv- arafurðir með landbúnaðarvörum og þar af leiðandi eru styrkir og kerfi í kringum þetta mjög óþjál. Við heimilum fijálsan innflutning á iðnaðarvörum frá ESB og gerum því að sjálfsögðu kröfu um ftjálsan innflutning til þeirra á okkar iðnað- arvöru, þótt hún sé skilgreind hjá þeim eins og landbúnaðarvara.“ Brynjólfur segir íslendinga standa frammi fyrir gifurlegri samkeppni frá Evrópusambandinu sem lítur á sjávarútveg sem minniháttar at- vinnugrein, sem þá munar ekki um að styrkja með samsvarandi 60 milljörðum íslenskra króna á hveiju ári. „Norðmenn hafa notað olíuauð- inn til að styrkja sinn sjávarútveg og við þetta höfum við þurft að keppa. Eg veit ekki hvaða atvinnu- grein á íslandi á að styrkja sjávarút- veginn, en ég tel að þessar aðstæð- ur hafi gert okkur samkeppnishæf- ari. Þeir sem sitja við stjórnvölinn í atvinnugrein sem er styrkt eins og sjávarútvegur í Noregi, á Spáni, í Frakklandi og Bretlandi, hafa ekki á tilfinningunni hvað er kostn- aður og hvað eru tekjur. Þeir munu verða undir í samkeppninni. Ég er alls óhræddur við að takast á við veiðisamkeppni við þessar þjóðir. íslensk sjómannastétt er sú hæfasta í heiminum og ragður yfir besta fiskiskipastólnum. “ - kjarni málsins! Allt á að seljast Vegna breytinga verslunarinnar seljum við allar vörur með 30 - 50% afslætti Allt nýjar vörur BIIZ9K V Grænatúni 1, Kópavogi, sími 43799. GRUIIDIG SFISHER i Amstrad ■1 c ffliklu meira en veniule? sólarlandaferð! Einn af mörgum: Samvinnuferðir - Landsýn og Atlasklúbburinn bjóða til sumarveislu. Guðmundur Páll Arnarson/ v fyrrum heimsmeistari í bridge og skólastjóri Bridgeskólans miðlar óspart af snilli sinni. L V.. Samvinniiferúir-Lan[ls]/ii Það verður eldhress stemmning á sólarströndum okkar í sumar á ári fjölskyldunnar. Allt fullt af bráðskemmtilegum gestum og hugmyndaríkum fararstjórum sem gefa ferðinni allt í senn spennandi, menningarlegan og sprenghlægilegan blæ! Veldu sólarlandaferð þar sem grín, listræn tilþrif, söngur, spenna, slökun og spilakúnstir tryggja þér sumar- ævintýri í sérflokki. (DATIAS — nýtur sérkjara! 4000 kr. afsláttur i pakkaferðir fyrir alla þá sem eru með Atlas- eða Gullkort frá Eurocard. 5000 kr. afsláttur á mann til Benídorm 30. júní og til Cala d'Or 28. júní. Víðtæk tryggingávernd, hafi a.m.k. helmíngur ferðar verið greiddur með kortinu. Möguleiki á einni af 30 bónusferðum á 30 kr! Ótal vildarkjörað auki. Nú er rétti timinn til að fá sér Eurocard! I Atlasklúbbnum eru allir handhafar ATLAS- eða Gullkorta frá Eurocard. Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Simbréf 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Halnartjöröun Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Símbréf 91 - 655355 Keflavfk: Hafnarflðtu 35 • S. 92 • 13 400 • Slmbréf 92 -13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Slmbréf 93 • 111 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. % - 27200 • Slmbréf 96 -1 10 35 Vestmannæyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Simbréf 98 -1 27 92 EBATIAS* HVITA HUSIÐ / SIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.