Morgunblaðið - 15.05.1994, Page 26
26 SUNNUDAGUR 15. MAÍ1994
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 27
2K*v0iiiiÞIðfrtfe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, iþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
Lappað upp á
kvótakerfið
ví hefur verið haldið fram, að
með þeim breytingum, sem
Alþingi samþykkti á lögum um
fiskveiðistjórnun og samþykkt
laga um Þróunarsjóð hafi núver-
andi kvótakerfi verið fest endan-
lega í sessi. Þetta er mikill mis-
skilningur. Alþingi samþykkti að
lappa upp á það kvótakerfi, sem
fyrir var í sjávarútvegi. Þær við-
bætur breyta engu um þann
grundvallarágreining, sem til
staðar er í sjávarútvegsmálum.
Það er eins með kvótakerfið í
sjávarútvegi og haftakerfið fyrr á
árum; alþingismenn hamast við
að stoppa upp í alls konar göt á
kerfinu en það springur að lokum
vegna þess, að það er einfaldlega
ekki hægt að binda heila atvinnu-
grein í slíka fjötra margvislegra
reglna.
Sem dæmi um það hvers konar
miðstýrt regluflóð er verið að búa
til í kringum sjávarútveginn skal
birtur hér kafli úr frétt í Morgun-
blaðinu í gær, þar sem leitast er
við að útskýra fyrir lesendum
blaðsins, hvað Alþingi samþykkti.
Þar segir m.a.: „Auk þess er lagt
tímabundið bann við því að flytja
aflamark tii skips, ef meira en 15%
aflamarks af sömu tegund hafa
verið flutt af skipinu á fiskveiðiár-
inu og öfugt. Samkvæmt því er
óheimilt að flytja áflamark af ein-
hverri fisktegund til skips, hafi
me'ira en 15% aflamarks af sömu
fisktegund verið flutt frá skipinu
til skipa í eigu annarra útgerða.
Á sama hátt er óheimilt að flytja
aflamark frá skipi, þegar meira
en 15% af upphaflegu aflamarki
skipsins af viðkomandi fisktegund
hefur verið flutt til skipsins frá
skipum í eigu annarra útgerða.
Þetta ákvæði, sem átti upphaf-
lega að vera ótímabundið, var
gagnrýnt mjög af ýmsum aðilum.
Samkomulag varð þá um að setja
sólarlagsákvæði á 15% regluna,
þannig að hún falli úr gildi í árs-
lok 1995. í stað þess kemur til
framkvæmda nýtt ákvæði. . .“!!!
Morgunblaðið hefur að undan-
förnu hvatt til þeirrar málamiðlun-
ar í deilunum um sjávarútvegs-
stefnuna, að stjórnvöld ákveði ein-
ungis tvær tölur, sem sjávarútveg-
urinn þurfi að taka mið af: annars
vegar hámark þess afla, sem taka
má af hverri fisktegund á fisk-
veiðiárinu. Hins vegar gjald fyrir
aðgang að fiskimiðunum. Að öðru
leyti ákveði útgerðarmenn og sjó-
menn sjálfir, hvernig þeir haga
þessum veiðum án afskipta Al-
þingis, ráðherra og embættis-
manna.
Það má orða þetta á annan veg;
sjávarútvegsfyrirtæki óg sjómenn
taki fiskimiðin á leigu af þjóðinni
og skuldbindi sig til þess að hlíta
ákvæðum stjórnvalda um há-
marksafla og jafnframt til þess
að greiða þjóðinni leigu á hverju
ári fyrir afnotin af fiskimiðunum.
Leigutakarnir ákveði síðan sjálfir,
hvernig þeir nýta þá auðlind, sem
þeir hafa tekið á leigu.
Með þessum hætti er öllu rétt-
læti fullnægt: atvinnugreinin sjálf
fær frelsi til þess að stunda sína
atvinnustarfsemi án þess að „15%
reglur" og „sólarlagsákvæði" blasi
við hvert sem litið er. Eigandi
auðlindarinnar fær sitt og leigj-
andinn skuldbindur sig til að fara
vel með eignina með því að nýta
hana ekki umfram ákveðið há-
mark.
Borges
1899-1986
ÍSLAND ÁTTI'SPÖL
í landi þarsem þeir voru
Auden og Borges. Þeir
voru um sína daga höfuðljóðskáld á
enska og spænska tungu og einatt
talað um þá sem væntanlega Nóbels-
höfunda en sænsku akademíunni
þóknaðist að ganga framhjá báðum.
Borges skrifaði óviðjafnanlegar smá-
sögur, en hann var ekki hrifínn af
skáldsögum, sagði að íslendinga sög-
umar væru samdar uppúr smásögum
(Samtöl - M, II, 219). Guð er í smá-
atriðunum, sagði Flaubert. Og Hegel
sagði skáldsögur væru söguljóð borg-
arastéttarinnar í óbundnu máli. Joyce
sannaði það endanlega.
Þegar ekkja Borges, Maria Kod-
ama Borges var hér á ferð sagði hún
mér frá því að skáldið hefði einungis
brosað að þessu tali um Nóbelsverð-
laun og sagðist fá svo mikla samúð
vegna þess að framhjá honum væri
gengið að hann hefði ekki við að
veita allskyns heiðri viðtöku, En ef
ég fengi Nóbelsverðlaun, sagði hann,
þá myndu allir hætta að vorkenna
mér og ég yrði af allri þessari viður-
kenningu! Borges sagði við mig á
sínum tíma að hann gæti ekki fengið
Nóbelsverðlaun því hann væri ekki
fulitrúi fyrir neitt - nema bókmenntir.
Maria giftist skáldinu nokkrum
misserum áðuren hann dó, 87 ára
gamall, en þá var hún enn í blóma
lífsins og ég gizka á hún hafi verið
innan við fimmtugt. Áður var ást
hennar bundin persónu hans, nú elsk-
ar hún minningu hans. Það leiddi
huga minn að því sem Borges sagði
eitt sinn við mig þegar við vorum
staddir i námunda við Miklatorg og
hann greip í handlegginn á mér og
sagði allt í einu, Viltu kaupa af mér
minningu Shakespeares? Hann sagð-
ist geta selt minningu Shakespeares
og vildi fá fyrir hana nokkurra daga
dvöl á íslandi. Það var ótrúlegt hvem-
ig hugur þessa mikla skálds gat snú-
izt um land okkar og arfleifð.
Maria sagði mér að á legsteini
hans stæði setning úr Völsunga sögu
og hún fór með fyrri hluta hennar á
íslenzku, Þá tók Sigurðr sverðit Gram
ok kastar eftir honum... Þegar þau
giftu sig fluttust þau til Genfar þar-
sem Borges stundaði ungur nám. Og
HELGI
spjall
þar er hann grafinn.
Maria upplifði skiln-
að foreldra sinna eins-
og kemur fram í sam-
tali Súsönnu Svavars-
dóttur við hana í menn-
ingarblaði Morgun-
blaðsins (14. maí 1994) ogþess vegna
tengdi hún ávallt sársauka við hjóna-
bönd og vildi ekki giftast þegar Borg-
es hafði orð á því fyrir mörgum árum.
En þau voru tengd óijúfandi böndum
og hún sagði við hann hún skyldi
giftast honum ef dauðinn væri á
næstu grösum. Og það gerði hún
þegar hann fékk krabbamein í lifr-
ina. Móðir hennar, sem býr í New
York, snerist öndverð gegn gifting-
unni og hefur ekki talað við einka-
dóttur sína frá því hún tók þessa
ákvörðun, Hún er sterk kona og
merkileg, segir María, en hún getur
ekki fyrirgefið mér því hún ætlaði
mér annað.
Þau Borges bjuggju nokkum tíma
á hóteli í Genf og einsog hann vildi
selja mér minningu Shakespeares þá
vildi hann selja hótelstjóranum dauða
sinn. Maria segir að hann hafí kennt
sér. flest — og þá ekkisízt að deyja.
Hann gekk á fund hótelstjórans og
sagði, Eg er tilbúinn til að selja þér
dauða minn og það borgar sig fyrir
þig að kaupa hann. Við fáum að dvelj-
ast hér í hótelinu þangaðtil ég dey
en þá getur þú sett plötu á hótelið
þarsem stendur Jorge Luis Borges
lézt í þessu hóteli. Hótelstjórinn varð
undrandi og sagðist ekki skilja þetta
grín, en þá sagði Borges, Mér er
fullkomin alvara, og vísaði til Mariu
sem staðfesti hann ætti stutt eftir.
Skáldið reyndi að sannfæra hótel-
stjórann um að það borgaði sig fyrir
hann að taka þessu tilboði því það
yrðu margir sem vildu sjá hótelið
þarsem Borges hefði dáið. í París,
sagði hann, auglýsa þeir hótelið þar-
sem Oscar Wilde lézt og þeir græða
mikið á herberginu þarsern hann bjó
síðustu dagana sem hann lifði.
En hótelstjórinn í Genf lét ekki
segjast. Hann vildi ekki skáldið dæi
— og allra sízt í sínu hóteli. Hann
varð því af auglýsingunni og þau
Maria fluttust í íbúð sem forleggjari
skáldsins útvegaði þeim í Genf.
Borges þjáðist ekki. Og hann tók
dauða sínum með stóískri ró. Hann
hafði sagt mér hann hefði lítinn sem
engan áhuga á dauðanum en því
skemmtilegra þótti honum að lifa.
Hann var einsog Steinn, efasemdar-
maður, og vonaði það bezta.
Við Borges töluðum mikið saman
þegar hann var hér á ferð. Ég hélt
Maria væri ritarinn hans og þegar
ég nefndi það við hana brosti hún
og sagði, Ég hef aldrei verið ritari
hans! En ást okkar var dýrkeyp. Fjöl-
skyldan reis öndverð gegn gifting-
unni og það var reynt að búa til
hneyksli úr sambandi okkar. Líf okk-
ar hefur verið einsog íslendinga saga,
en nú er þessum átökum lokið. Og
ég einbeiti mér í friði að Borges-safn-
inu í Buenos Aires.
Borges langaði að fara á Þingvöll
og við fórum þangað saman. Hann
var svo gagntekinn af stað og stund
að það var engu líkara en hann hyrfi
inní umhverfíð. Samt sá hann það
ekki vegna blindu. Við gengum inní
Almannagjá, hann hlustaði á niðinn
í Öxará og heyrði hrafna Óðins
krunka í kyrrðinni. Það var svalt en
skaplegt veður. Við gengum uppá
Lögberg og þá sagði hann, Þetta er
helgur staður — og ég fann hann
átti við að Þingvellir voru ekki ein-
ungis helgur staður fyrir okkur fs-
lendinga heldur var Lögberg honum
einnig heilög jörð. Hann strauk
hraunið og hann strauk mosann og
blómfléttumar. Og hann horfði yfír
vatnið og hann hlustaði á nið aldanna
og við rifjuðum upp sögu og bók-
menntir. Veruleikinn leystist upp í
tímalausri eilífð.
Við gengum aftur inní Almannagjá
og hann klappaði berginu og hlustaði
á fuglana og hann sagði við mig,
Væri þér sama þótt þið gengjuð útúr
gjánni og skilduð mig eftir einan. Já,
sagði ég, að sjálfsögðu. Ég ætla að
fara upphátt með spænskt kvæði,
sagði hann, og skilja það eftir þarsem
bergmálið er einsog þögnin. Hann
gekk aftur inní gjána en við að bíln-
um. Ég veit ekki hvaða kvæði hann
skildi eftir i Almannagjá því ég spurði
einskis. Hann hafði kippt í handlegg-
inn á mér og sagt fagnandi, Ég sé
svarta hamraveggina og himininn.
Kannski muna þessir veggir og
þessi himinn eftir skáldinu og ljóðinu
sem hann flutti inní þessa sögulegu
þögn og ég hef látið mér detta í hug
að huldan hafi gengið útúr fossinum
og hlustað.
M
(meira næsta sunnudag)
MORGUNBLAÐIÐ
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 14. maí
■hmh wjmm OSNINGABARÁTTAN,
sem nú stendur yfir
vegna borgarstjórnar-
kosninganna, sem
fram fara eftir tvær
vikur, vekur athygli
fyrst og fremst fyrir
þá sök, að enn sem
komið er snýst hún ekki um málefni. Þetta
er í fyrsta skipti í áratugi, sem engin stór
mál eru til umræðu af hálfu frambjóðenda
til borgarstjórnar Reykjavíkur þannig að
tekizt sé á um þau og borgarbúum gert
ljóst um hvað er að velja. Þetta er þeim
mun undarlegra, þar sem ýmis brýn úr-
lausnarefni blasa við. Það á ekki sízt við
um atvinnumálin.
Hvers vegna eru engin átök um málefni
í kosningabaráttunni? Skýringin getur ekki
verið önnur en sú, að sá framboðslisti, sem
sækir á í því skyni að fella meirihluta sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn, hefur ekki
fundið neina málefnalega fótfestu í kosn-
ingabaráttunni. Frambjóðendur R-listans
hafa ekki fundið þá veiku bletti á meiri-
hlutastjórn sjálfstæðismanna í Reykjavík,
að það hafi gert þeim kleift að hefja harða
málefnalega sókn á hendur Sjálfstæðis-
flokknum í borgarstjórn.
Vandamál frambjóðenda R-listans að
þessu leyti er auðvitað það, að í öllum
megindráttum hefur Reykjavíkurborg ver-
ið vel stjómað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
staðið sig vel í borgarmálum. Niðurlæging-
artími Reykjavíkur var óneitanlega á árun-
um 1978 til 1982, þegar þeir flokkar, sem
nú skipa R-listann, höfðu meirihluta í borg-
arstjórn.
Frambjóðendur R-listans geta ekki
fundið nokkurn höggstað, sem máli skipt-
ir, á Sjálfstæðisflokknum í sambandi við
verklegar framkvæmdir í borginni. Borg-
aryfirvöld standa með mikilli prýði að
gatnagerð, lóðaframkvæmdum og öðru því
er lýtur að uppbyggingu borgarinnar. Það
er heldur ekki auðvelt að gagnrýna meiri-
hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins á öðrum
sviðum. Öll uppbygging aðstöðu til íþrótta
og útivistar hefur verið til fyrirmyndar.
Reykjavíkurborg hefur unnið stórvirki í
því að skapa rismikla umgjörð um menn-
ingarlíf borgarbúa, bæði með byggingu
Borgarleikhúss og Kjarvalsstaða, svo að
dæmi séu nefnd.
Ætla hefði mátt miðað við fyrri mál-
flutning, að frambjóðendur R-listans hefðu
mikla sókn gegn sjálfstæðismönnum vegna
biðlista eftir plássi á dagvistarstofnunum.
Það hefur heldur ekki gerzt, væntanlega
vegna þess, að frambjóðendum R-listans
er ljóst, að einnig á þessu sviði hefur
Reykjavíkurborg staðið fyrir miklum fram-
kvæmdum. Eitt helzta úrlausnarefni sveit-
arfélaga nú um stundir er aðbúnaður aldr-
aðra. Þar hefur heldur ekkert heyrzt í
frambjóðendum R-listans, væntanlega
vegna þess, að hér hefur líka verið staðið
vel að verki.
Við og við hafa frambjóðendur R-listans
haldið því fram, að fjárhagur borgarinnar
hafí versnað mjög á undanförnum árum.
En þeim hefur heldur ekki tekizt að gera
það að kosningamáli vegna þess, að fjár-
hagur Reykjavíkurborgar stendur traust-
um fótum, þótt fjárráð borgaryfírvalda
hafí auðvitað minnkað í kreppunni, eins
og allra annarra. Hvar eru málin, sem
frambjóðendur R-listans ætla að byggja
kosningabaráttu sína á? Hver eru málefna-
leg rök þeirra fyrir því, að ástæða sé til
að skipta um stjórn í borginni og leiða þar
vinstri stjórn til valda? Þau málefnalegu
rök hafa a.m.k. ekki enn séð dagsins ljós.
En hvers vegna þá að skipta?
ÚR ÞVÍ AÐ
frambjóðendur R
listans hafa ekki
fundið, nú þegar
tvær vikur eru til
kosninga, þá veiku
bletti á meirihluta-
stjórn sjálfstæðis-
manna, sem réttlæti breytingar á stjóm
borgarinnar, má spyija, hvort eitthvað í
Borg-ar-
rekstur í at-
vinnumál-
um?
stefnumörkun R-listans gefi borgarbúum
tilefni til að ætla, að Reykjavíkurborg sé
betur komin undir vinstri stjóm en stjórn
Sjálfstæðisflokksins.
Brýnustu vandamálin í Reykjavík eins
og annars staðar eru auðvitað atvinnumál-
in. í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er
birt greinargott yfírlit um stefnu fram-
boðslistanna tveggja í atvinnumálum, þær
tillögur, sem listarnir hafa lagt fram til
úrbóta í atvinnumálum Reykvíkinga. Hug-
myndir beggja listanna bera þess merki,
að það er fátt, sem sveitarstjóm getur
gert til þess að draga úr atvinnuleysi. Það
er auðvitað hið almenna ástand í efna-
hags- og atvinnumálum þjóðarinnar, sem
hér ræður ferðinni og eins og vikið var að
á þessum vettvangi fyrir viku, getur borg-
arstjóm Reykjavíkur ekki ráðið við ástand
þorskstofnsins eða aðra þá þætti, sem
valdið hafa sex ára kreppu í landinu.
En engu að síður gefa þessar tillögur
og hugmyndir nokkra innsýn í grundvallar-
sjónarmið og lífsviðhorf þeirra, sem standa
að þessum tveimur framboðslistum. Vinstri
menn ætla að útvega litlum iðnfyrirtækjum
húsnæði. Ef þessi tillaga hefði verið sett
fram fyrir fjórum áratugum, þ.e. fyrir árið
1960, hefði hún verið skiljanleg vegna
þess, að þá var skortur á atvinnuhúsnæði
fyrir lítil fyrirtæki og stór. Nú er hins
vegar enginn skortur á húsnæði fyrir lítil
iðnfyrirtæki. Þvert á móti er offramboð á
atvinnuhúsnæði og hægt er að fá slíkt
húsnæði ýmist leigt eða keypt fyrir litla
peninga, miðað við það, sem áður var.
Hvað í ósköpunum ætla vinstri menn að
gera á þessu sviði, sem forráðamenn lítilla
iðnfyrirtækja geta ekki gert sjálfír? Ætla
þeir kannski að niðurgreiða húsaleiguna?
Ef svo er fer bezt á því, að þeir upplýsi
það berum orðum. Annars er þessi þáttur
í atvinnumálatillögum þeirra illskiljanleg-
ur.
Vinstri menn ætla að kanna hag-
kvæmni fyrirtækis, sem útbúi matarbakka
fyrir skólabörn. Hvað er að þessu fólki?
Hér eru fyrirtæki út um allt í borginni,
með fjölda fólks í sinni þjónustu, sem útbúa
matarbakka fyrir vinnustaði. Þetta er orð-
in töluverð atvinnugrein. Það er nánast
fráleitt að halda, að þessi fýrirtæki geti
ekki útbúið matarbakka fyrir skólabörn.
Ætla vinstri menn að hefja rekstur fyrir-
tækis á vegum borgarinnar til þess að
keppa við þessi blómlegu fyrirtæki, sem
veita fjölda manns atvinnu? Er það tilgang-
ur og markmið R-listans að hefja opinber-
an rekstur á vegum borgarinnar í smáu
sem stóru?
Hér hafa verið nefnd tvö lítil dæmi úr
atvinnumálatillögum R-listans, sem lýsa
þeim hugsunarhætti, sem býr að baki hjá
frambjóðendum R-listans. Það er gamal-
dagshugsunarháttur, sem menn kannast
við frá fyrri tíð. Á blaðamannafundi í síð-
ustu viku upplýsti Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, að R-listinn ætlaði að koma upp
„útungunarstöð“ fyrir ný smáfyrirtæki.
Heldur Ingibjörg Sólrún virkilega, að borg-
arfulltrúar og embættismenn Reykjavíkur-
borgar séu betur til þess fallnir að unga
út nýjum smáfyrirtækjum en ungir og
kraftmiklir athafnamenn? Vinstri menn
líta alltaf svo á, að opinberir aðilar geti
gert betur en einkaaðilar. En fyrir nokkr-
um árum hrundi heilt þjóðfélagskerfí í
Austur-Evrópu, sem hafði verið byggt upp
á þeirri hugsun.
Allt önnur afstaða kemur hins vegar
fram í atvinnumálatillögum sjálfstæðis-
manna, þar sem þeir leggja til, að fyrir-
tækjum og einstaklingum verði gert kleift
með skattkerfisbreytingum að leggja fé í
þróunarverkefni og atvinnuuppbyggingu.
Með flýtifymingum sé hægt að ýta undir
fjárfestingar fyrirtækja. Þetta er auðvitað
alveg rétt og þetta er hin rétta hugsun
að skapa eðlilegar aðstæður fyrir einstak-
linga og fyrirtæki til þess að byggja upp
og efla atvinnurekstur í stað þess, að sveit-
arfélagið sjálft blandi sér í atvinnustarf-
semina t.d. með framleiðslu matarbakka!
Vandi sjálfstæðismanna í borgarstjórn er
hins vegar sá, að þeir koma slíkum skatt-
Morgunblaðið/RAX
kerfisbreytingum ekki fram nema með
atbeina ríkisstjómar og ijármálaráðherra.
Atvinnulífíð í Reykjavík verður ekki eflt
með beinni þátttöku Reykjavíkurborgar í
atvinnurekstri, en sú afstaða sýnist skjóta
upp kollinum í tillögugerð vinstri manna.
Það bezta, sem Reykjavíkurborg og raunar
önnur sveitarfélög geta gert í atvinnumál-
um, er að lækka gjöld á atvinnufyrirtækj-
um og einstaklingum og örva með þeim
hætti atvinnustarfsemi og ýmsan kostnað
þessara aðila. Er ekki orðið tímabært að
lækka hitaveitugjöld á Reykvíkingum, þar
sem Hitaveita Reykjavíkur græðir á tá og
fíngri? Hið hefðbundna svar þeirra, sem
stjóma, er, að það þurfí tekjur til þess að
standa undir hinum og þessum sameigin-
legu þörfum. En þær tekjur skila sér aftur
í sveitarsjóði með vaxandi atvinnustarf-
semi og almennri skattheimtu af henni.
Báðum framboðslistunum verður tíðrætt
um Reykjavíkurhöfn. Sjálfstæðismenn
vilja byggja höfnina upp, sem þjónustu-
höfn í Norður-Atlantshafí. Þeir vilja, að
skipum bjóðist þar olía á samkeppnishæfu
verði. Þeir vilja ráðast í enduruppbyggingu
skipasmíðaiðnaðarins í Reykjavík. Þeir
vilja auka þjónustu Reykjavíkurhafnar fyr-
ir skemmtiferðaskip og byggja upp frí-
hafnarverzlun við höfnina. Þeir vilja
byggja upp frísvæði í Reykjavík.
Frambjóðendur R-listans vilja líka efla
Reykjavíkurhöfn. Þeir vilja efla hafnar-
svæðið, sem atvinnusvæði. Þeir vilja koma
upp fríhöfn fyrir skemmtiferðaskip. Þeir
vilja, að höfnin verði miðstöð skipavið-
gerða. Þeir vilja athuga um kaup á flotkví
og stofnun viðhaldsmiðstöðvar. Þeir vilja
að húsnæði við gömlu höfnina fái nýtt
hlutverk, svo sem fyrir Erró-safn, fiska-
eða sædýrasafn svo og fyrir markað.
Eins og sjá má eru þetta áþekkar hug-
myndir. Mikilsverðasta framlag Reykjavík-
urborgar til þess að efla Reykjavíkurhöfn
og atvinnulífíð í borginni yrði hins vegar
vafalaust það, að tryggt yrði með afdrátt-
arlausum hætti, að önnur skipafélög en
Eimskip og Samskip hefðu eðlilega starfs-
aðstöðu í Reykjavíkurhöfn. Fyrir nokkrum
árum hugðist danskt skipafélag heíja
áætlunarsiglingar milli íslands og Evrópu
en hætti við vegna þess, að það fékk
hvergi viðunandi starfsaðstöðu. Forráða-
menn Reykjavíkurhafnar mótmæltu því
fyrr á þessu ári, að nokkuð skorti á í þess-
um efnum, en sjálfsagt eru þeir dómbær-
astir um það, sem íhuga að hætta fjármun-
um til þess að heíja slíka starfsemi.
Frambjóðendur R-listans bjóða ekki upp
á neinar töfralausnir í atvinnumálum, eins
og við var að búast. Það gera sjálfstæðis-
menn ekki heldur. En að svo miklu leyti,
sem hægt er að bera saman almennar
stefnuyfírlýsingar af þessu tagi, er aug-
Ijóst að sú hugsun skín í gegn í tillögum
vinstri manna, að bein afskipti eða bein
þátttaka borgarinnar eigi að koma til sög-
unnar. Gamaldagshugsun af þessu tagi á
ekkert erindi inn í nútímann. A.m.k. er
ljóst, að tillögur frambjóðenda R-listans í
atvinnumálum réttlæta ekki þá breytingu
á meirihlutastjóm borgarinnar, sem R-list-
inn berst fyrir.
AUÐVITAÐ
Tveir listar
- breytt víg-
staða
breytist vígstaðan í
borgarstjómar-
kosningum ger-
samlega við það, að
vinstri menn gangi
sameinaðir til leiks í fyrsta skipti í sög-
unni. í Morgunblaðinu í dag, laugardag,
er birt yfírlit yfír úrslit borgarstjórnarkosn-
inga frá 1930 miðað við það, að vinstri
flokkarnir hefðu sameinast um framboðs-
lista. Samanburður af þessu tagi er náttúr-
lega talnaleikur vegna þess, að ef um sam-
eiginlegan framboðslista hefði verið að
ræða í fyrri kosningum hefði kosningabar-
áttan orðið með allt öðrum hætti og úrslit
vafalaust líka. En talnaleikurinn sýnir, að
ef um sameiginlegan framboðslista and-
stæðinga Sjálfstæðisflokksins hefði verið
að ræða, hefði Sjálfstæðisflokkurinn misst
meirihluta sinn sex sinnum frá 1930.
Þessar tölur sýna, að möguleikar Sjálf-
stæðisflokksins til þess að halda meiri-
hluta sínum í Reykjavík em miklu minni,
þegar um sameiginlegt framboð er að
ræða, heldur en þegar vinstri flokkarnir
bjóða fram hver um sig. Það er áleitin
spurning, hvort lok kalda stríðsins eigi
þátt í því, að vinstri mönnum tókst að
koma sér saman um einn lista. Það hefði
nánast verið óhugsandi hér á ámm áður,
þegar baráttan við kommúnista var hörð-
ust. Hvorki alþýðuflokksmenn né fram-
sóknarmenn hefðu verið tilbúnir í slíkt
samstarf þá, einfaldlega vegna þess, að
það hefði kallað fram sterka andstöðu
meðal kjósenda þessara flokka, sem hefðu
ekki verið tilbúnir til að greiða atkvæði
sitt framboðslista, sem kommúnistar ættu
fulltrúa á.
En nú eru breyttir tímar og vel má
vera, að sigur lýðræðisaflanna í kalda
stríðinu eigi eftir að kalla fram frekari
breytingar í íslenzkum stjómmálum eins
og raunar hefur gerzt víða annars staðar,
t.d. á Ítalíu. Línurnar á milli stjórnmála-
flokka eru ekki eins skýrar og áður. Það
er erfiðara að fínna mun á stefnumálum
flokkanna eins og hér hefur raunar verið
fjallað um að nokkru leyti. Og vel má
vera, að þessar breytingar geri Sjálfstæðis-
flokknum erfíðara um vik að halda sér-
stöðu sinni, sem stór flokkur, sem starfar
til skiptis með smærri flokkum.
En jafnvel þótt svo kunni að vera, hafa
ekki komið fram í þessari kosningabaráttu
nein augljós málefnaleg rök fyrir því, að
skynsamlegt sé eða tímabært fyrir Reyk-
víkinga að skipta um meirihlutastjórn í
höfuðborginni. Reykvíkingar vita hvað
þeir hafa, þar sem er meirihlutastjórn
Sjálfstæðisflokksins. Þeir vita líka hveiju
þeir geta búizt við vegna niðurlægingar-
tíma vinstri stjómarinnar í Reykjavík fyrir
einum og hálfum áratug.
„Hvers vegna eru
engin átök um
málefni í kosn-
ingabaráttunni?
Skýringin getur
ekki verið önnur
en sú, að sá fram-
boðslisti, sem
sækir á í því skyni
að fella meiri-
hluta sjálfstæðis-
manna í borgar-
stjórn, hefur ekki
fundið neina mál-
efnalega fótfestu
í kosningabarátt-
unni. Frambjóð-
endur R-listans
hafa ekki fundið
þá veiku bletti á
meirihlutastj órn
sjálfstæðismanna
í Reykjavík, að
það hafi gert
þeim kleift að
hefja harða mál-
efnalega sókn á
hendur Sjálfstæð-
isflokknum í
borgarstjórn.“
+