Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 29
Seyðisfirði. Morgunblaðið.
NÝLEGA færðu Lionsmenn á Seyð-
isfirði sjúkrahúsi staðarins veglega
gjöf eins og þeir hafa oft gert áður.
Um er að ræða fjölnota mælitæki
að verðmæti um 680.000 kr.
Gjöfín var afhent við hátíðlega
athöfn sem hófst á því að Jóhann
Hansson, formaður stjórnar Sjúkra-
húss Seyðisíjarðar, bauð Lionsmenn
og aðra gesti velkomna. Það var
síðan formaður Lions á Seyðisfirði,
Snorri Jónsson, sem afhenti gjöfína
fyrir hönd félagsmanna.
Hannes Sigmarsson, yfírlæknir,
tók við gjöfinni og færði þakkir fyr-
ir hönd Sjúkrahússins og starfsfólks
þess og sagði gestum lítillega frá
tilgangi tækisins. Hann sagði það
vera fjölnota tæki sem mæiir blóð-
þrýsting, súrefnismettun blóðs, tek-
ur púls og er jafnframt hjartarafsjá.
Það hefur notagildi bæði sem bráða-
tæki til að fylgjast með slösuðu fólki
og kemur að góðu gagni við með-
ferð og eftirlit á fólki. Tækið kemur
að sérstaklega góðum notum þegar
verið er að flytja mjög veikt eða
alvarlega slasað fólk. Mikill munur
er að hafa búnað sem þennan þegar
verið er að flytja fólk í sjúkraflugi,
en þá er oft mikill háðvaði og jafn-
vel nokkur kuldi. Við slíkar kring-
umstæður getur annars verið mjög
erfitt að taka blóðþrýsting og hlusta
eftir hjartslætti. Innbyggt í búnaðin-
um er minni og það gefur frá sér
viðvörunarmerki
fari gildi út fyrir
tilætluð mörk.
Lionsmönnum
og öðrum gestum
var síðan boðið
að þiggja veiting-
ar. Að þeim lokn-
um var Reynir
Júlíusson, ráðs-
maður Sjúkra-
hússins, tengdur
við búnaðinn og
mönnum boðið að
sjá hvernig hann
er notaður í raun.
Fréttaritari.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Snorri Jónsson, formaður Lions, afhendir Hann-
esi Sigmarssyni, yfirlækni, gjafabréfið.
Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson
Bömum á Suðureyri
gefnir hjálmar
BÖRN á Suðureyri á aldrinum krökkunum hjálmana og fluttu
sex og sjö ára fengu óvænta sum- auk þess smá tölu um hætturnar
argjöf þegar félagar úr slysa- í umferðinni og nauðsyn þess að
varnasveitinni Björg á Suðureyri allir séu með hjálma á höfði þeg-
komu í heimsókn til þeirra í leik- ar farið er út að hjóla. Elías
skólann og grunnskólann og Guðmundsson og Ágúst Þór Ág-
færðu þeim að gjöf reiðhjóla- ústson frá slysavarnafélaginu
hjálma. Hjálmarnir voru gefnir ásamt ánægðum sex ára börnum
af Sparisjóði Súgfirðinga en fé- á leikskólanum Tjarnabæ með
lagar úr slysavarnasveitinni reiðhjólahjálmana í fanginu.
Björg fóru i skólana og afhentu
Doktor í
líffræði
SIGRÍÐUR Anna Ásgeirsdóttir hefur
varið doktorsritgerð sína við Háskól-
ann í Groningen, Hollandi. Leiðbein-
andi hennar var
dr. Joseph G.H.
Wessels, prófess-
or í líffræði.
Doktorsrit-
gerðin fjallar um
prótín sem eru
mikilvæg fyrir
vöxt sveppa þeg-
ar þeir vaxa of-
anjarðar og
mynda meðal Sigríður Anna
annars gorkúlur og svonefnda loðna
sveppaþræði.
í kynningu segir að rannsóknir
Önnu hafi leitt í ljós áður óþekktan
flokk prótína. Sú vitneskja sem feng-
ist hafi úr rannsóknum Sigríðar
Önnu og samstarfsmanna hennar sé
mikilvæg bæði fyrir ræktun æti-
sveppa og fyrir heilsugæslu þar sem
sveppir eru stöðug ógn fyrir sjúkl-
inga með lamað ónæmiskerfí.
Sigríður Anna fæddist í Reykjavík
30. október 1961. Foreldrar hennar
eru hjónin Margrét Sigurðardóttir
og Ásgeir Markússon. Hún lauk stúd-
entsprófí frá Menntaskólanum við
Sund árið 1981 og hóf nám við líf-
efnafræðideild Háskólans í Groning-
en, Hollandi, árið 1983, þaðan sem
hún útskrifaðist 1988.
Sjúkrahús Seyðisfjarðar
fær nýtt rafeindatæki
GIORGIO BEVERLY HILLS, SVISSNESK ÚR. Verð frá 8.230-37.260 (úr í auglýsingu verð 20.880)
GIORGIO BEVERLY HILLS
TIMEPIECES
Bw'urty I IIHm
'eO/HlTf/
KRINGLUNNI, SIMI 677230
rögum fánann að
íslenskum húni
í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins viljum við hjá
Stálsmiðjunni vekja athygli á því að við smíðum og eigum
ávallt fyrirliggjandi vandaðar fánastengur úr viði.
Stengurnar eru úr glær- eða hvítlökkuðu Oregon pine.
<► 6 metra stöng með gylltum húni og flagglínu kr. 19.800.-
♦ Fóturúr stáli fyrir6 metra fánastöngkr. 7.100-
<► Eitinig sérsmíðum við stengur upp í allt að 12 metra lengd.
Tréiðnaðardeild, Mýrargötu 2, sími 24400, fax 25504