Morgunblaðið - 15.05.1994, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
SUNNUDAGUR 15. MAÍ1994 37
Slökkviliðið
vinnur enn
til verðlauna
Skólaslit á Hvanneyri
Egill
Jónsson
Þorsteinn
Pálsson
Ólafur G.
Einarsson
Ilalldór
Blöndal
Ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins
á Austurlandi
„Er eitthvað sem þú vilt ekki hafa hvítt?“
Hlífar
Karlsson,
mjólkur-
samlags-
stjóri af-
hendir
Kristínu M.
Jónsdóttur,
Lyng-
brekku,
Reykjadal,
verðlaun
fyrir fimm
ára fram-
leiðslu á úr-
valsmjólk.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Gæðaframleiðsla þriggja frysti-
húsa á Austfjörðum
Neskaupstað
Öll þijú frysti-
húsin á Aust-
fjörðum, sem
eru aðilar að
Sölumiðstöð
hraðfrystihús-
anna, hlutu í ár
gæðaskjöldinn,
sem er viður-
kenning fyrir
mjög góða
framleiðslu
fisks fyrir
Bandaríkja-
markað í fyrra.
Húsin, sem hér
eiga í hlut, eru
frystihús Síld-
arvinnslunnar
Hraðfrystihús
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
í Neskaupstað,
Eskifjarðar og
Dvergasteinn
á Seyðisfirði.
Það var Magn-
ús Gústafsson,
framkvæmda-
stjóri dóttur-
fyrirtækis Söl-
umiðstöðvar-
innar í Banda-
ríkjunum, sem
afhenti starfs-
fólkinu skjöld-
inn. Á mynd-
inni sést hvar
Magnús af-
hendir Lau-
feyju Sveins-
dóttur, starfs-
manni í frysti-
húsi Síldarvinnslunnar, skjöldinn.
Mj ólkur iðnaður
Yfir þrjátíu
framleiðendur
fá verðlaun
fyrir mjólk
Laxamýri. - Verðlaunaafhend-
ing fyrir mjólk sem stóðst ýtrustu
gæðakröfur fór fram á aðalfundi
Mjólkursamlags Kaupfélags Þin-
geyinga, sem haldinn var í Ydöl-
um á dögunum.
Flokkun með
besta móti
Að þessu sinni fengu 32 fram-
leiðendur verðlaun fyrir fram-
leiðslu sína og þrátt fyrir auknar
kröfur um lága frumu- og gerla-
tölu var flokkun mjólkur með besta
móti á svæðinu.
Hlífar Karlsson, mjólkursam-
lagsstjóri, fór lofsamlegum orðum
um frammistöðu bænda um leið
og hann óskaði þeim til hamingju
með árangurinn.
Þeir sem framleiddu úrvals-
mjólk á árinu 1993 fengu inn-
rammað viðurkenningarskjal, fyrir
þriggja ára gæðaframleiðslu var
afhentur mjólkurbrúsi en fyrir
verðlaunamjólk í fjögur ár og
meira var afhentur áletraður disk-
ur.
Að fundinum loknum bauð
mjólkursamlagið aðalfundarfull-
trúum og verðlaunahöfum upp á
veislukaffi.
Búnaðarnám í sífelldri
endurskoðun
Hvannatúni í Andakíl - Við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri hinn
7. maí lýsti Magnús B. Jónsson skólastjóri breytingum á tilhögun búnað-
arnámsins eftir all mikila endurskoðun á námsvísi þess. Þar var mörkuð
sú stefna að skipta lokaáfanga búfræðinámsins í 3 námssvið.
Magnús sagði að
eftir breytinguna
ætti námið að vera
markvissara og auð-
velda nemendum að
bæta við sig þekk-
ingu að loknu bú-
fræðiprófi á 5. og
6. önn um búnaðar-
fræðslu. Nú skiptist
lokaáfangi búfræði-
náms í eftirtalin
svið: Búfjárræktar-
greinar, rekstrar-
greinar og landnýt-
ingu.
Krafa um aukna rekstrarfræði-
þekkingu er sífellt sterkari eftir að
afurðir bænda hér á landi eru að
nokkru komnar í samkeppni við af-
urðir bænda í öðrum löndum. í vetur
var í fyrsta sinn boðin kennsla á land-
nýtingarsviði. Nemendur þurfa í
auknum mæli að kunna skil á hinum
líffræðiiega ferli í náttúrunni og því
ber að taka mið af því, að möguleik-
ar okkar felast m.a. í framleiðslu
ómengaðra matvæla í lítið eða sem
næst óspilltri náttúru.
í vetur var nemendum boðið nám
í 5. og 6. önn og ljúka þar með námi
á öllum námssviðum, sem skólinn
býður upp á. Fyrsti nemandinn lauk
þannig prófi núna. Námskeiðahald
hefur undanfarin ár verið mikill þátt-
ur í kennsiu bændaskólans. Nú í
vetur voru haldin tæplega 50 nám-
skeið annaðhvort í skólanum eða
víðsvegar um landið í samvinnu við
búnaðarsamböndin.
Magnús skólastjóri sagði að nú
væri verið að kveðja einn þeirra ár-
ganga frá bændaskólanum sem skil-
ur eftir sig markverð spor og vænta
má mikils af í framtíðinni. Námsálag
NYUTSKRIFAÐIR búfræðingar ásamt
skólastjóra.
kom eitthvað niður á félagslífinu í
vetur en var mjög gott í aðalatriðum.
Magnús þakkaði gott samstarf nem-
enda og stjórnenda í skólaráði.
Á þessu skólaári stunduðu 90
nemendur nám við skólann, þar af
12 í búvísindadeild og 2 í BS-120
námi, 34 þeirra eru stúlkur og 56
piltar. 2 nemendur eru erlendis frá.
Bestum árangri náði Trausti Þóris-
son með 1. ágætiseinkunn 9,1, 23
náðu 1. og 10 2. einkunn. Eftirtaldir
hlutu verðlaun fyrir námsárangur:
Trausti Þórisson, hæsta búfræðipróf,
Finnbogi Magnússon, verknám, og
Ágúst Guðjónsson og Sigríður L.
Gissurardóttir, búfjárræktarsvið. 12
nemendur hlutu einkunnina 10 fyrir
ástundun, Magnús Finnbogason fékk
viðurkenningu fyrir umgengni og
fyrir að mæta stundvíslega í allar
kennslustundir vetrarins.
Sigurgeir Þorgeirsson flutti kveðju
landbúnaðarráðherra og sagði við
það tækifæri að nauðsynlegt væri
að styrkja menntun í landbúnaði og
sérstaklega búvísindamenntun þrátt
fyrir fyrirsjáanlegan samdrátt.
NÚ í vikunni efnir Sjálfstæðis-
flokkurinn til funda með ráðherr-
um flokksins og Agli Jónsssyni
alþingismanni víðsvegar um kjör-
dæmið auk þess sem heilsað verð-
ur upp á fólk á vinnustöðum eftir
því sem tími vinnst til. Fyrsti fund-
urinn verður á Fáskrúðsfirði á
mánudagskvöld með Þorsteini
Pálssyni og Agli Jónssyni en fyrr
um daginn líta þeir við á Reyðar-
firði og Eskifírði.
Á þriðjudaginn verða svo fundir
á Stöðvarfirði, Djúpavogi og Höfn
og komið verður við á Breiðdals-
vík.
Á miðvikudaginn mætir Halldór
Blöndal landbúnaðaráðherra til
leiks. Þá um kvöldið verður fundur
í verkalýðshúsinu á Reyðarfirði og
á fimmtudaginn verða fundir á
Seyðisfirði og Egilsstöðum á
föstudagskvöld mætir Ólafur G.
Einarsson með Agli Jónssyni á
fund á Hótel Bláfelli í Breiðdalsvík
og á laugardaginn verða þeir
komnir norður í Vopnafjörð þar
sem fundur verður í Austurborg.
Keflavík - Slökkviliðið á Kefla-
víkurflugvelli hefur nú fjórða árið
í röð unnið til verðlauna í sam-
keppni við önnur lið innan flota
og landgönguliðs bandaríska hers-
ins, en þau skipta hundruðum.
Kevin F. Delaney yfirmaður flota-
stöðva Atlantshafsflota Banda-
ríkjanna var hér á landi á þriðju-
dag og afhenti þá við það tæki-
færi yfirmanni flotastöðvarinnar
og Haraldi Stefánssyni slökkviliðs-
stjóra verðlaun að þessu tilefni.
Að sögn Friðþórs Eydals blaða-
fulltrúa hersins er hér um að ræða
samkeppni á vegum samtaka um
brunavarnir innan flota og land-
gönguliðs sem væri kennd við
stofnandann Allen G. Ogden. Þátt-
takendur í samkeppninni væru öll
slökkvilið flota og landgönguliðs
sem skiptu hundruðum og væri
keppt um besta viðbúnað, árangur
í brunavörnum mannvirkja í flota-
stöðvum og á skipsfjöl - og hefði
© 1993 Farcus Carloons/Disthbuted by Universal Press Syndicate
Morgunblaðið/Bjorn Blondal
HARALDUR Stefánsson slökkviliðsstjóri til vinstri og Kevin
F. Delaney yfirmaður flotastöðva Atlantshafsflota Bandaríkj-
anna skera tertu sem veitt var við þetta tilefni og notuðu vita-
skuld slökkviliðsexina við verkið.
slökkviliðið varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli verð valið annað
besta slökkviliðið í sínum flokki
fyrir árið 1993.
Friðþór sagði að slökkviliðið á
Keflavíkurflugvelli annaðist
brunavarnir allra fasteigna á varn-
arsvæðinu að meðtalinni flugstöð
Leifs Eiríkssonar svo og allra flug-
véla sem leið ættu um flugvöllinn.
Að auki væri það í verkahring
slökkviliðsins að hreinsa upp
hættuleg eiturefni. Meðal annarra
verkefna mætti nefna snjóruðning
og ísvarnir og ýmsa þjónustu við
hervélar sem leið ættu um flugvöll-
inn. Slökkviliðið á Keflavíkurflug-
velli er eingöngu skipað íslenskum
starfsmönnum.